Morgunblaðið - 06.09.1974, Síða 16

Morgunblaðið - 06.09.1974, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjórn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. sími 10 100. Aðalstræti 6. sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 35,00 kr eintakið Þaö orkar ekki tvímælis, að viðhald og nýfram- kvæmdir þjóðvegakerfis landsins eru eitt helzta og brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar allrar. Sam- göngur milli staða og lands- hluta eru ein meginfor- senda þess, að hægt sé að halda uppi nútíma þjóð- félagi. Allir þeir, sem óku svo- nefndan hringveg um land- ið í sumar, eru og sammála um það, aö viðhaldi þjóð- vegakerfisins sé mjög ábótavant, og þeir sem til þekkja vita, að orsökin er fyrst og fremst fjárskort- ur. Þegar fráfarandi ríkis- stjórn flutti á sl. vori frum- varp til fjáröflunar til vegasjóðs, þ.e. hækkun bensínskatts, var upplýst, að fjárvöntun sjóðsins væri 1900 milljónir króna. Þá var ennfremur upplýst að áætlaðar vegafram- kvæmdir ársins 1974 hefðu verið skornar niður sem næmi 1100 milljónum og ráðgerður niðurskurður á vegaáætlun 1975 væri 1300 milljónir. Fjárskortur vegasjóðs hefur að sjálfsögðu vaxið í hlutfalli við vinstri stjórn- ar verðbólguna, enda lyndra og vinstrimanna, sem stýrðu þessum mála- flokki í tíð hennar. Á yfirstandandi sumar- þingi var frumvarp fráfar- andi stjórnar um fjáröflun til vegagerðar, þ.e. hækk- un bensínskatts, endur- flutt, lítið breytt. Það gerði í upphafi ráð fyrir 7 krónu hækkun bensínskatts á hvern lítra. Það er ekkert leyndar- mál, að frumvarp þetta fékk misjafnar undirtektir í þingliði sjálfstæðis- manna. í meðförum þings- ins var því og breytt á þá lund, að ráðgerð bensín- hækkun var lækkuð um eina krónu á lítra, hlut- fallsleg lækkun gerð á ráð- gerðri hækkun þunga- skatts og fellt út úr frum- laga til varanlegra gatna- gerðar í þéttbýli, sem að sjálfsögðu hefði verulega skert tekjur vegasjóðs og framkvæmdagetu á sviði vegaviðhalds. Meirihluti þings taldi, að vegasjóöur þyldi ekki þessa tekju- skerðingu, en leysa þyrfti fjárþörf sveitarfélaga til varanlegrar gatnagerðar með öðrum hætti. Breyt- ingartillagan var því felld að viðhöfðu nafnakalli. Sé vinstristjórnararfur, sem kemur fram í þessu frumvarpi, hefur svo aðra hlið en þá, er snýr að vega- sjóði. Sú hlið málsins er greiðslugeta almennings, rekstrarkostnaður bif- reiða, sem eru mest notaða samgöngutæki þjóðarinn- ar. TVÆR HLIÐAR VIÐKVÆMS MÁLS liggja fyrir tölulegar stað- reyndir um það, að fram- kvæmdakostnaður í vega- gerð hefur hækkað um hvorki meira né minna en 100% frá því í byrjun árs 1972, er núverandi vega- áætlun tók gildi. Hlutur vegasjóðs er skýrasta dæm- ið um viðskilnað vinstri stjórnarinnar og Iítt til sóma fyrir þá þrjá ráð- herra Samtaka frjáls- varpinu heimild til ráð- herra til hækkunar bensín- skatts í hlutfalli við hugsanlega hækkun byggingarvísitölu. Varð samkomulag milli stjórnar- flokkanna um þessar breyt- ingar. Þá flutti stjórnarand- staðan breytingartillögu þess efnis, að hluti bensín- hækkunar, tvær krónur af lítra, kæmi í hlut sveitarfé- Bifreiðaeign getur ekki talist munaður í strjálbýlu landi, sem býður fáa aðra kosti í samgöngum eða ferðum milli heimila og vinnustaða. Og það eru vissulega takmörk fyrir því, hve langt er hægt að ganga í skattlagniitgu af þessu tagi, þó enginn dragi í efa tekjuþörf vegasjóðs og allra sízt bifreiðaeigend- ur. Með þessu frumvarpi virðist skattlagning um- ferðarinnar komin í há- mark, svo lengra verði naumast gengið með góðu móti. Aðrar leiðir í tekju- öflun þurfa til að koma, ef verðbólgan kallar enn á aukið fjármagn til nauð- synlegs vegaviðhalds í landinu. Enn er á það að líta, að núverandi fjárhagur hins opinbera og horfur í efna- hagsmálum eru með þeim hætti, að þjóðin verður að sætta sig við minni fram- kvæmdahraða, í vegamál- um sem á öðrum sviðum, a.m.k. fyrst um sinn, með- an rétt er úr kútnum. Við- skilnaður vinstri stjórnar- innar býður nú þann einan kost, að fara gætilega með almannafé, að fara hægar í ríkisframkvæmdum, a.m.k. meðan næg eftirspurn er eftir vinnuafli hjá atvinnu- vegunum. Það er svo von og trú alls almennings, að efnahags- stefna núverandi ríkis- stjórnar, fái hún eðlilegan starfsfrið, sé með þeim hætti, að efnahagsmál þjóðarinnar færist smátt og smátt í eðlilegt og heil- brigt horf; og að þá skapist möguleikar til að halda þann veg á málum, að jafn þýðingarmiklum þætti í þjóðlífinu og þjóðvegakerf- ið er, verði sinnt sem þörf er á og betur en verið hef- ur á síðustu þremur vinstri stjórnar árum. Franco Nýleg mynd af Franco tekin í flugvellinum f Madrid. Er hann á leið til La Coruna á norðvestur Spáni sér tii hvfldar og hressingar. - og arftaki hans FRANCO heldur áfram að vera ráðgáta. Hann, sem er einn af valdamestu einræðisherrum sögunnar með einn lengsta samfeiidan valdaferil að baki mun áreiðanlega deyja á sóttar sæng. Þó er hann undarlega snauður af útlitstöfrum og hæfileikum tii að öðlast lýðhylli. Hann er liklega einn af lélegustu ræðumönnum heims- ins, og þá sjaldan hann kemur fram opinberlega, eru ræður hans venjulega hrærigrautur af torráðnum glæsiyrðum, sem hann flytur með hvellri rödd. Hann hefur ekkert til að bera af framkomu Mussolinis né heldur hinum sefjandi ræðu- stfl, sem gerði jafnvel Hitler kleift að dáleiða milljónir Þjóð- verja með hinum tryllingslegu ræðum sínum. Það er erfitt að skilja, hvernig svo kuldalegur og óaðlaðandi persónuleikihef- ur getað haldið örlögum Spánar í hendi sér svo lengi. Sem ungur maður var hann vissulega hraustur og hug- rakkur liðsforingi. Ekki þarf að efast um meðfætt hugrekki hans eða hörku og næstum meinlætalega hæfni hans til að þola sársauka og lifa af sjúkdóma. En slíkt er ekkert einsdæmi um liðs- foringja í starfi. Þótt starfs- ferill hans áður í hemum væri með ágætum, gaf hann ekki til kynna, að þar væri annar Napóleon á ferð. Og reyndar hefur hann hlotið harða gagn- rýni fyrir herstjórn sina i borgarastyrjöidinni, sérstak- lega fyrir það að beina herjum sínum til Toledo, þegar Madrid virtist eiga hertöku yfir höfði sér árið 1936. Hann er upprunninn úr hinni litlausu borgarastétt, en er ekki konungborinn og eykur það ekki á ljóma hans. Einkalífið virðist, bæði í kynferðis- og fjárhagslegu tilliti, vera óað- finnanlegt. Ef til vill hefði hann virzt mannlegri, hefði hann staðið í einhverjum leyni- legum ástarsamböndum. Hann er lágvaxinn, fremur óásjáleg- ur, og er sagður vera mjög góð- ur afi og langafi, en slíkt á raunar við meginþorra allra gamalla Spánverja. Hið undarlega er, að ef algjörlega frjálsar og leyni- legar kosningar færu fram á Spáni nú, myndi hinn gamli, miskunnarlausi einræðisherra, sennilega hljóta dágóðan meiri- hluta atkvæða almennings. En þótt hin mikla tryggð almennings við Franco sé rannsóknarefni, er samt athyglisverðari sú spurning, sem margir miðstéttar-Spán- verjar loka augunum fyrir og vilja ekki einu sinni bera fram: hvemig verður stjórnarfarið á Spáni eftir daga Franeos? Með undirskrift sinni í sjúkrahúsi i Madrid þahn 19. júlí sl. lagði Franco — a.m.k. um stundarsakir — öll ein- ræðisvöld sín í hendur Don Juan Carlos, hins 36 ára gamla prins Spánar, sem hann hefur útnefnt sem eftirmann sinn og framtíðarkonung. Juan Carlos prins er nú þjóð- höfðingi. Deyi Franco, mun prinsinn samkvæmt forms- atriðum verða útnefndur kon- ungur Spánar, og rfkisráðið, sem er æðsta ráð Spánar, mun annast undirbúning krýningar- innar. Carlos Arias forsætisráð- herra mun áfram verða i for- svari fyrir ríkisstjórninni, þó að hin ruglingslega og nýbreytta stjórnarskrá Spánar geri hin- um nýja þjóðhöfðingja fræði- lega kleift að setja hann af. Val forsætisráðherra gengur þannig fyrir sig, að ríkisráðið velur frambjóðendur í em- bættið, og þjóðhöfðinginn velur sfðan mann úr þeim hópi. Cliklegt er, að prinsinn, verðandi konungur, muni mæla á móti skoðunum stjórnmála- manna nú, þegar hann hefur fengið völdin í hendur. Franco annaðist starfsþjálfun hans, hann telur sjálfan sig tryggan, spánskan liðsforingja, og þótt hann elski fjölskyldu sfna, þ.á m. föður sinn, greifann af Barcelona, sem er hinn rétti THE OBSERVER Eftir William Cemlyn-Jones erfingi spönsku krúnunnar, er hann eflaust trúrri spánska ríkinu en fjölskyldu sinni. Eftir að Franco hafði undir- ritað tilskipunina, sást prinsinn yfirgefa sjúkrahúsið með tár í augum. Þau tár voru áreiðan- lega raunveruleg. Don Juan Carlos, sem er e.t.v. meiri íþróttamaður en gáfumaður, meiri föðuriandsvinur en stjórnmálamaður, er örugglega heiðursmaður. Framtíð^hans virðist þó ekki sérlega björt. Samkvæmt óstað- festum fregnum í Madrid hafa hin marxfsk-sinnuðu þjóðernis- samtök Baska, ETA, þegar ákveðið að ræna honum f þeirri von, að það stuðli að frelsun hinna mörgu pólitísku fanga í spönskum fangelsum. Hin upphaflega neðanjarðar- hreyfing gegn spönskum ein- ræðisyfirvöldum er sennilega ekki búin undir hina miklu at- burði, sem framundan eru. Sósíalistar, kommúnistar og róttækir demókratar eru annaðhvort f fangelsi, útlegð eða fara huldu höfði. En mögu- leikarnir á að koma upp öflugri alþýðuhreyfingu aukast á sama tíma og hægri öflin virðast vera að sundrast. Hlutlausir áhorfendur á Spáni gizka á, að hægri öflin muni enn herða tökin, eftir að Franco hverfur af sjónar- sviðinu. En innan mánaða, jafn- vei ársins, muni hin langbælda vinstri hreyfing á Spáni geta endurreist lýðveldið, sem Franco hershöfðingi koll- varpaði á blóðugum dögum Borgarastyrjaldarinnar. (K. Á. þýddi.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.