Morgunblaðið - 06.09.1974, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1974
Minning:
AuðbjörgAnna
Sœmundsdóttir
AUÐBJÖRG Anna Sæmundsdótt-
ir andaðist á Landspítalanum 24.
júlí s.l. eftir þungbæra legu. Hún
var jarðsett frá Oddakirkju 1.
ágúst að viðstöddi fjölmenni.
Hún var fædd á Veiðileysu í
Strandasýslu 27. ágúst 1914. Þar
ólst Anna upp hjá foreldrum sín-
um, hjónunum Krístínu Jónsdótt-
ur og Sæmundi Guðbrandssyni.
Börnin voru 13 og komust öll vel
til manns. Móðir önnu og systkin-
in eru öll á lffi og bera nú mikinn
söknuð í brjósti.
Þegar Anna flutti úr foreldra-
húsum, fór hún til Reykjavíkur.
Þar vann hún fyrir sér með
saumaskap og hússtörfum. Anna
var sérstaklega vel verki farin,
hreinleg og myndarleg f störfum
og framkomu allri. Var hún þvf
eftirstótt til starfa.
Árið 1943 giftist Auðbjörg
Anna Árna Guðmundi Erlends-
syni frá Þjóðólfshaga. Fluttust
þau að Hellu það ár og voru þvf
með þeim fyrstu, sem byggðu þar
íbúðarhús og stofnuðu þar heim-
ili. Þá var enn fátt fólk og lítil
starfsemi á Hellu. Guðmundur
réðst strax til starfa í nýstofnaðri
trésmiðju Kaupfélagsins. Var
hann góður smiður, vandvirkur
og samviskusamur. Guðmundur
lést 17. sept. 1966. Heimili Önnu
og Guðmundar bar einatt vitni
um hreinlæti og myndarskap hús-
móðurinnar. Þau eignuðust tvær
efnilegar dætur, sem báðar eru
giftar. Eldri dóttirin Sjöfn er bú-
sett á Hellu, gift Filippusi Björg-
vinssyni, fyrrv. skattstjóra. Yngri
dóttirin Svala er gift Guðmundi
Guðmundssyni frá Efri-Brú,
kennara við Ljósafoss.
Anna fluttist til Reykjavíkur
með Svölu dóttur sinni 1970.
Keypti hún þar litla íbúð, sem
þær mæðgur bjuggu í þar til
Svala giftist. Anna vann fyrir sér
í Reykjavik, meðal annars með
þvi að veita stóru mötuneyti for
stöðu. Meðan hún vann og eftir að
hún varð veik var hugurinn hjá
dætrunum og dótturbörnunum á
Hellu við Ljósafoss.
Anna fluttist ung norðan úr
Strandasýslu en festi djúpar ræt-
ur í Rangárþingi. Hún fékk maka
sinn þar og stofnaði með honum
heimili, sem varð þeim hjónunum
og dætrunum mjög kært. Anna
tók tryggð við Hellu og gladdist
yfir uppbyggingu og öllum fram-
förum þar. Hún taldi sig hafa
lifað bestu árin á Hellu eftir að
hún kynntist manni sfnum og
eignaðist heimili mqð honum.
Anna var að eðlisfari trygg í lund
og glöð í vinahópi. Heimili hennar
var ávallt til sæmdar og fyrir-
myndar í kauptúninu. Enginn bar
óvildarhug tl hennar en margir
vinarhug vegna góðvildar hennar
og vinsamlegrar framkomu. Anna
talaði aldrei illa um fólk nær eða
fjær. Hún eyddi miklu fremur
slfku tali með því að beina um-
ræðuefninu inn á aðrar brautir.
Lífsgleði önnu hvarf að mestu
i Móðir okkar og tengdamóðir, h
KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR,
frá Urðarvegi 44,
Vestmannaeyjum,
lést i Kleppsspítala 4. sept
Börn og tengdabörn.
1 Faðir okkar. h
MAGNÚS ÓLAFSSON,
Borgamesi
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 3. september.
Börnin.
Bróðir okkar
GÍSLI GUOJÓNSSON,
húsasmíðameistari, Hringbraut 60,
Hafnarfirði
andaðíst í Landspítalanum 3. september.
Ingunn Guðjónsdóttir,
Anna Guðjónsdóttir,
Magnús Guðjónsson.
+ Jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa.
HAFLIOA GÍSLASONAR,
rafvirkjameistara
sem andaðist 2 7 ágúst sl. fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 7.
þ.m.og hefstkl. 10.30f.h.
Ólöf Jónsdóttir Glsli Geir Hafliðason, og börn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát,
ÁRMANNS GUÐMUNDSSONAR.
Sérstaklega þökkum við þá einstöku alúð og hjálp sem skipstjóri,
skipshöfn og farþegar m.s. Lagarfoss sýndu okkur,
Ásta Bjarnadóttir,
börn, tengdabörn og
barnabörn.
um leið og heilsan bilaði, enda
voru veikindi hennar þjáninga-
full með köflum.
Á Landspftalanum var allt gert,
sem í mannlegu valdi stendur til
þess að lina þjáningarnar og veita
bata, en banameinið var ólækn-
andi miðað við þá þekkingu, sem
læknavfsindin ráða enn yfir.
Anna var þakklát læknum og
starfsliði sjúkrahússins fyrir það,
sem það gerði f hennar þágu. Hún
var einnig mjög þakklát vinum og
vandamönnum, sem heimsóttu
hana í sjúkralegu hennar og
veittu henni á þann hátt ánægju.
Með önnu Sæmundsdóttur er
gengin góð kona, sem vann öll sfn
störf af fyllstu samviskusemi og
skyldurækni.
Dætrum hennar, tengdasonum,
barnabörnum, móður, systkinum
og öðru vandafólki er vottuð
fyllsta samúð.
I. J.
Margrét Rannveig
Egjótfsdóttir - Minning
F. 21. nóvember 1903
D. 29. ágúst 1974
Hvort heldur lifi hér eða dey,
hjartað mitt við því kvfðir ei,
glaður því mína gef ég önd,
Guð sannleiksins, í þína hönd.
Hallgr. Péturss
Er haust svffur að og sólríkt
sumar er liðið er kvödd með sár-
um söknuðu elskuleg systir, mág-
kona og frænka Margrét R. Eyj-
ólfsdóttir. Meðan sólin skein og
náttúran skartaði sfnu fegursta
háði hún þolinmóð og æðrulaus
sitt dauðastríð umvafin ástúð og
umönnun systra sinna. Hún
andaðist 29. ágúst sl.
Margrét var fædd í Keflavík 21.
nóvember 1903. Foreldrar hennar
voru hjónin Lilja Friðriksdóttir
og Eyjólfur Guðlaugsson, er síð-
ast bjuggu á Kötluhóli í Leiru og
var Margrét yngst af börnum
þeirra hjóna, en hin eru Steinunn
Björg, Ólafur, d. 1921, Sigur-
björn, er nú liggur veikur á
sjúkrahúsi í Reykjavík, Guðrún,
María og Ingiveig. Margrét dvaldi
f foreldrahúsum til ársins 1934 að
hún fluttist til Reykjavfkur með
systur sinni Marfu og bjuggu þær
saman systurnar.
Margrét vann í mörg ár í
prjónastofunni Hlín, en sfðustu
árin við verzlunarstörf f verzl.
Sóley og lét hún af störfum þar
um sl. áramót. öll hennar fram-
koma mótaðist af trú hennar á
Jesú Krist og þráði hún heitt að
veita öðrum hlutdeild þar í.
I mörg ár starfrækti hún sunnu-
dagaskóla með Maríu systur sinni
og þangað komu börnin til þeirra
og hlýddu á Guðsorð og sungu
söngva honum til dýrðar.
Margar minningar um frænku
mína koma í huga minn er ég rita
þessi orð og allar eru þær ljúfar
og góðar.
Af einlægum huga vil ég og við
öll systkinabörn hennar og börnin
okkar þakka henni alla hennar
elsku og bænir okkur til handa.
Björt er brautin, sem hún gekk f
lífi sfnu hér á jörð.
Blessuð sé minning hennar.
Edda.
Ingibjörg Skarphéðinsdótt-
ir — Minningarorð
F. 23. júlf 1916.
D. 27. ágúst 1974.
I vandamanna og vinahóp
er vegið hér á jörð,
og eftir standa allt
um kring,
hin auðu, djúpu skörð.
Ennþá einu sinni hefur mann-
inum með ljáinn þóknast að
+
Útför fósturföður mlns
ÍVARS GUÐLAUGSSONAR,
fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 9. september kl.
10.30.
Jón Garðar ivarsson.
t
Faðir okkar,
BJÖRN SIGURÐSSON
skipstjóri,
Siglufirði,
verður jarðsunginn frá Siglu-
fjarðarkirkju kl. 2 laugardaginn
7. september.
Fyrir hönd systkinanna og ann-
arra vandamanna,
Sveinn Björnsson.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð við fráfall
HELGU BJARNADÓTTUR,
Reynihvammi 23, Kópavogi,
ennfremur hjartans þakkir til
þeirra er hafa sýnt henni tryggð
og vinsemd á liðnum árum.
F. h. vandamanna
Kristrún Guðmundsdóttir.
leggja leið sína um Blönduós og
svipta litla þorpið okkar mætum
og góðum þegni.
Það er farið að þynnast í röðum
þeirra vina og nágranna, sem ég
minnist frá barnæsku og svo að
segja ólst upp með.
Að vísu koma alltaf ný andlit í
ljós f stað þeirra horfnu, en það
eru ekki þau sömu og skörðin
standa óbætt þrátt fyrir það.
Ingibjörg Skarphéðinsdóttir er
ein af þeim, sem ég man bezt eftir
frá bernskuárunum og mér hefur
alltaf þótt vænt um hana sfðan.
Við urðum vinkonur þegar ég var
sex ára og faðir hennar tók að sér
að kenna mér að lesa. Þá var Inga
kornung stúlka og bjó með föður
sfnum, systur sinni og mági, í
sama húsi og við.
Ég fór út um dyrnar heima eftir
hádegi, gekk fyrir hornið, inn um
aðrar dyr, upp tröppur og þar tók
Inga á móti mér.
Það brást aldrei að hún kæmi
fram, hún sagðist þurfa að athuga
hvort ég hefði borðað nógu vel.
Svo klappaði hún mig alla utan til
að ganga úr skugga um þetta cg
alltaf þótti mér móttökuathöfnin
jafn skemmtileg. Ég segi frá þess-
ari bernskuminningu vegna þess
að hún lýsir svo vel framkomu
Ingu við börn og ber með sér, að
strax á æskuárum hefur hún ver-
ið orðin svona barngóð.
Það eru áreiðanlega mörg börn
á Blönduósi, sem sakna vinar f
stað nú þegar Inga er horfin, ekki
aðeins lítil börn, heldur líka ung
fullorðin börn og foreldrar
þeirra. Rétt áður en Inga veiktist
og fór suður til uppskurðar, vor-
um við að spjalla saman og hún
sagðist vera leið yfir þvf að hafa
ekki ennþá kynnst litla dóttur-
syni mfnum að neinu ráði, Ég
sagði að nú væri að hlýna og þá
yrði sá litli alltaf úti, þau myndu
hittast daglega á götunni og sjálf-
sagt yrði hún jafn fljót að ná hans
hylli og okkar mæðgnanna á sín-
um tfma. Svona sér maður
skammt fram í tfmann — sem
beturfer.
Að óvörum koma oss atvikin
þrátt,
sem ævin hin jarðneska er háð
og dauðinn svo óvænt
dyrnarknýr
að daprast öll bjargarráð.
Við lútum þeim dómi með
djúpri lotning
Drottins er vald og náð.
Inga Skarphéðinsdóttir hafði
fleira til brunns að bera en barn-
gæzkuna eina, hún var trygglynd
og með afbrigðum raungóð, þess
gæti ég nefnt mörg dæmi, en ég
held að Ingu væri enginn greiði
gerður með slíkri upptalningu.
Hún vann sín góðverk og gerði
vinargreiða í kyrrþey og ætlaðist
ekki til launa í nokkurri mynd.
Inga var starfsöm kona og vann
öll verk, sem hún tók að sér, af
sérstakri vandvirkni, enda var
hún grandvör og heiðarleg til orðs
og æðis. Hún hafði ánægju af
léttu gamni I samræðum, en það
var líka gott að ræða við hana um
alvarleg efni. Hún hafði ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum,
átti létt með að tjá hugsanir sínar
í orðum og oft hef ég farið fróðari
af hennar fundi bæði fyrrog síðar.
Inga var gift Ragnari Jónssyni og
eignuðust þau einn son, Skarp-
héðinn, sem nú er uppkominn en
ókvæntur og býr í foreldrahúsum.
Fóstursonur þeirra, Ársæll, er
kvæntur og búsettur austur á
fjörðum. Eldri systir Ingu, Ösk
Skarphéðinsdóttir býr á Blöndu-
ósi. Hjá henni er skammt stórra
högga milli, í fyrrasumar missti
hún mann sinn og verður nú að
sjá á bak einkasystur sinni. Þær
systurnar voru báðar ungar er
þær urðu móðurlausar og milli
þeirra hefur ætíð verið nánara
samband en almennt gerist meðal
systra.
Ég hefði fegin viljað segja eitt-
hvað, sem orðið gæti Ósk minni til
huggunar, en ég er þess ekki
megnug. Orð eru svo fátækleg.
Hvorki fögur orð né fullvissan
um endurfundi I örðu lífi geta
bægt frá henni einsemd og sökn-
uði hérna megin grafar.
Ég kveð Ingu Skarphéðinsdótt-
ur með virðingu og þökk, óska
henni fararheilla og góðrar heim-
komu til landsins eilífa.
Ástvinum hennar öllum, sendi
ég mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Nanna Tómasdóttir.