Morgunblaðið - 06.09.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.09.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1974 Hvers vegna Húna- þing? Skömmu fyrir þjóðhátíð Hún- vetninga í Kirkjuhvammi, vegna 1100 ára afmælis íslandsbyggðar, barst mér í hendur dagskrá þeirrar hátíðar, vegleg og vönduð svo sem vænta mátti. En nokkuð brá mér í brún er ég leit áritunina og sá að þar stóð Húnaþing sem standa skyldi HUNAVATNS- ÞING. Þetta kann í fljótu bragði að virðast smáræði eitt, sem óþarft væri að hnjóta um, en við nánari athugun sést að söguleg rök og málkennd segja að þetta sé ekki tittlingaskítur einn. Sögulegu rökin fræða okkur um að Ingimundur gamli hafi fundið: Beru hvíta med tvo húna, á ísum á vatni þvf er hann gaf þá nafn og kallaði Húnavatn og fjörðinn þar norður af, austan Vatnsness Vatnsfjörð. Þegar >vo lögskil og héraðsleg samskipti voru upptek- in og héraðsþing hófust var þing- staðurinn ákveðinn að Þingeyrum og þingið nefnt HONAVATNS- ÞING og héraðið er til þess lá, milli Skagatáar og Hrútafjarðarár hlaut sama nafn, en ekki Húnaþing. Hefi ég hvergi I forn- ritum vorum rekist á dæmi þess að það nafn væri notað, enda lat- mæli eitt til óþurftar í rituðu máli. Gagnvart málkennd ber fyrst fram að taka að ýms orð eru dreg- in af nafnorðinu Húnavatnsþing s.s. húnvetningur, húnvetnskur o.fl. Til samræmis við hina tiltölu- lega nýju nafngift, yrði þá að tala um húninga eða jafnvel húna og íbúar héraðsins yrðu þá húnskir eða kennski hýnskir, og með allri virðingu fyrir þeim þjóðflokki, er svo nefndist, væri slíkt óviðfelld- ið, enda villandi. Víkjum svo til annarra héraða og drögum dæmi þaðan. Hvernig myndu Skagfirðingar taka því að hérað þeirra væri í rituðu máli kallað Hegraþing og þeir sjálfir hegrar eða hegringar, og hvað um þingeyinga væri þeirra hérað Þingþing þeir sjálfir þingar eða kannski þingarar. Með sömu for- sendum yrði Árnesþing Arþing og íbúar þess rangæingar rangar, rangsarar eða e.t.v. rangingar. Svona mætti lengi telja óskapnaðinn. Svo vill til að í prentun er bók um HUNAVATNSÞING og er mér tjáð að hún skuli heita Húna- þing, enda er það jafnan svo að ein villa býður annarri heim. Þessi er raunar ekki ný af nál, því sést hefir hún áður, m.a. hjá Páli E. Olasyni í „Mönnum og mennt- um“, en þar er að jafnaði talað um Húnaþing. En þótt sá annars ágæti fræðimaður hafi flaskað þarna og sparað sér vatnið, I þessu tilfelli, er engin ástæða fyrir okkur heimamenn í HUNAVATNSÞINGI að fóðra þann asna sem I okkar búðir er leiddur og limlesta hið forna og fagra nafn héraðs okkar. Hafi þeir óþökk er það gera, hvort sem veldur vitsmunaskortur og smekkleysi eða leti. Það er sterkur þáttur þjóð- legrar ræktarsemi og metnaðar, að hin fornu örnefni og staðanöfn á landi voru séu í heiðri höfð og ekki limlest eða afbökuð. Þau hittu oftast I mark og eru tákn- rænt og listilegt ívaf í sögu lands og þjóðar. Enda segir Tómas rétti- lega „Landslag yrði lítils virði ef það héti ekki neitt“. Hér skal því skorað á þá er ritstýra bók þeirri sem nú er í smfðum um HUNAVATNSÞING að láta hana heita því nafni — réttu nafni — og heiðra þannig þjóðhátíðarár okkar og fornhelga hefð, en ekki þann asna, sem hefst við i herbúðum okkar. Látum hann veslast upp. Leysingjastöðum 14. júlí 1974. Halldór Jónsson. VERTU VIÐBUINN SLAGSM’ALUM ! SkiPverjarnir faula ÚTayRÐIS ... r GILLYVAR 7 EiNUM OF FLJOTUR AÐ TELOA MIG OffUKKNAÐAN, PHIL. E'G VAK ORÐ- INN SVNTUR'AÐUR EN EG LÆRÐI ^ ADGANGA! A KAMU x-a | UÚSKA I KOTTURINN FEUX smAfúlk Jæja þá, takið ykkur nú á, þið þarna! Segið til, þegar þið getið gripið hæðarboltana! I THINK MAK3E, PERHAP5, HOPEFyLLK, If everything 60E5 R16HTANP NOTHING I/NPREDICTABLE HAPPEN5 POðSlOLK I GOT-IT' Ég held kannski, ef til vill, von- andi, ef ailt gengur að óskum og ekkert fer úrskeiðis og ekkert óvænt kemur upp, að þá gæti ég hugsanlega gripið hann. Þetta er ekki nákvæmlega það, sem ég var að meina! »■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■ FERDIIMAIMD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.