Morgunblaðið - 06.09.1974, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1974
Höf. Ármann
Leyndardómurinn á loftinu Kr. Einarsson
Ekki þori ég að fara strax niður með pappakass-
ann. Ég heyri, að fólkið er að drakka kaffið i
eldhúsinu. Ég fel kassann undir rúminu, ég hlýt að
geta seinna laumazt með hann út, svo enginn sjái.
Þegar ég kem niður, veiti ég þvi athygli, að Jón
bóndi er óvenjulega áhyggjufullur á svipinn, hann
sem annars er vanur að vera svo gáskafullur og
léttur í máli. Hvað er nú á seyði? hugsa ég. Brátt fæ
ég að heyra, hvað það er, sem veldur hugarangri
húsbóndans, og reyndar alls heimilisfólksins. Það
hefur hitnað svo í heyinu í hlöðunni, að hætta er á,
að kviknað geti í þvi.
Ég var alltaf hrædd við, hvað þið drifuð mikið inn
af illa þurru heyi fyrri partinn í sumar, segir Elín
húsfreyja.
Það var ekki um annað að gera í óþurrkatíðinni,
svarar Jón bóndi. En ég held, að það megi bjarga
heyinu, með því að grafa í það djúpar holur á víð og
dreif og láta hitann rjúka burt, bætir hann við
íhugandi eftir nokkra þögn.
Eftir kaffið er svo byrjað að róta til í hlöðunni. Ég
HOGNI HREKKVISI
Ég bað þig Högni um að fara gætilega með gúmmimúsina.
reyni meira að segja að hjálpa til. Holur eru grafnar
niður í heyið með vissu millibili, og reynt að hafa
þær sem dýpstar. En það er ákaflega erfitt að grafa
djúpt sökum hitans.
í fyrstu þykir mér gaman að róta I heyinu. Ég
þeyti heyflyksunum í allar áttii, jafnvel upp í hlöðu-
mæni. Or heyinu gýs hitalykt, einna líkust ilmi af
nýseyddu brauði. En ekki er ég búin að grafa langt
niður, þegar heyið er orðið svo heitt, að ég þoldi ekki
að koma við það með berum höndunum. Og lyktin
minnir ekki lengur á ilmandi brauð, hún er svo
römm, að ég fæ ákafa hóstahviðu. Brátt gefst ég upp
við þetta hræðilega verk.
Fullorðna fólkið lætur ekki hitasvækju og erfiði á
sig fá. Það hamast að grafa í heyið svo svitinn bogar
af andlitunum. Og þegar ekki er lengur líft niðri í
holunum fyrir hita, koma heykvíslarnar í góðar
þarfir.
Fljótlega gefst ég alveg upp og forða mér út úr
hlöðunni. Æ, ósköp var gott að anda að sér fersku
lofti.
Sigga frænka stendur líka hjá og horfir á. Hún
áræðir ekki inn í hitasvækjuna.
Allt í einu man ég eftir kassanum hennar mýslu.
Ég hafði alveg gleymt honum fyrir ákafanum. Nú er
tækifærið að sækja hann, á meðan enginn er inni.
Ég þýt óðara inn í bæ og upp í herbergið mitt. Með
snöggum handtökum þríf ég kassann og hleyp með
hann út.
Hérna hef ég kassann alveg tilbúinn, hvísla ég
hróðug, þegar ég hitti Rósu.
Ágætt, ágætt hvíslar Rósa á móti. Ég ætla að
hlaupa inn og reyna að krækja mér í ostbita.
Að vörmu spoti kemur Rósa aftur broshýr í bragði.
Ég náði í beituna, segir hún í hálfum hljóðum.
Ég kinka kolli og svo hröðum við okkur út í
skemmu.
Okkar fysta verk er að leggja ostbitann við holuna.
Síðan bíðum við átekta.
Það líður góð stund, en ekkert bólar á mýslu.
Skyldi Brandur hafa orðið á undan okkur?
Rósa brýtur litla mola af ostinum og kastar þeim
inn í holuna. En ekkert heyrist samt til mýslu, þótt
ostagnimar liggi í girnilegri röð langt inn í holuna.
Við Rósa mælum ekki orð af vörum en lítum
áhyggjufullar hvor á aðra. Líklega er ekkert annað
að gera en gefast upp við svo búið.
Við ákveðum samt að bíða enn nokkra stund. Rósa
finnur hreina strigapoka og breiðir á moldargólfið.
ANNA FRÁ STÓRUBORG - saga frá sextándu öld
eftir
Jón
Trausta
Lögmaður hlustaði með dæmalausri þolinmæði á langan
vaðal af þessu tagi, í von um, að eitthvað kynni að synda þar
innan um, sem gefið gæti upplýsingar um það, sem hann
var að grafast eftir. Hann spurði og spurði fram í það, sem
fólkið sagði frá, en eftir allar spumingamar var hann jafn-
nær um það, hvenær Hjalti hefði horfið af heimilinu. Sinn
miðaði það við hvem atburðinn, sem hann mundi þá bezt í
svipinn, en helzt mátti ráða af svörunum, að hann hefði horf-
ið einhvem tíma fyrir mitt sumar.
En hafði þá aldrei orðið vart við hann á Stómborg eftir
að hann hvarf? — Nei, aldrei, aldrei nokkurn tíma. Þó að
jorðin hefði gleypt hann, gat hann ekki verið ósýnilegri. Þar
var meira að segja varla nokkur skapaður hlutur, sem á
hann minnti, fremur en hann hefði aldrei verið til. Smíða-
húsið hans stóð alltaf lokað. Smíðahúsið hans? Hvar var
það? Utan undir bænum, næsta hús við bænahúsið. Lögmað-
ur sendi undireins menn til að brjóta það upp og leita í því.
Þeir komu aftur svo búnir. — Spurningunum hélt áfram.
Hvað héldu menn, að orðið hefði af Hjalta? Nú, það var nú
vandi á það að gizka. Flestir héldu, að hann væri dauður.
Hann hafði svo oft leikið sér að alls konar hættum; ekkert
var sennilegra en að hann hefði einhvern tíma farið sér að
voða. Guð vissi einn, hvar legstaður hans væri. Og húsmóðir
in væri oft ósköp dauf, eins og hún bæri harm í hljóði.
Sumir héldu, að hann hefði komizt í enska duggu; þær vom
þar iðulega fram undan söndunum, og stundum fóm dugg-
ararnir í land og stálu fé; það var annars gott, að lögmaður-
inn vissi það, svo að hann gæti kært þá fyrir kónginum eða
látið bara hengja þá. Það vom bölvaðir fantar á þessum
duggum. Höfðu þeir ekki einhvem tíma drepið mann vestur
í Rifi? Lögmann meira að segja, eða hirðstjóra, eða eitthvað
því um líkt? Víst voru það bölvaðir fantar. — Nú, það gat
vel verið, að þeir hefðu tekið Hjalta vel og farið með hann
heim til sín; það gat líka meira en verið, að þeir hefðu bara
haft hann í beitu. Sumir héldu, að Hjalti hefði lagzt út; hann
hefði verið svo hræddur við lögmanninn. Ekki þyrfti þá að
spyrja að heimtunum í haust, ef hann lægi í heiðinni og
legðist á féð. Illur var dýrbíturinn, en verri vom þessir ólukku
útilegumenn. — Nei, Hjalti var vafalaust dauður, annars hefði
ekki húsmóðirin blessuð selt eftirlætishestinn hans. Eftirlætis-
hestinn? Hafði hann átt reiðhest? Já, þó það væri nú, —
hann Brún, undan Brúnku ráðsmannsins. Var hann brúnn?
Nei, ekki alveg. Hann var dálítið sokkóttur á framfótunum,
— nei, hvaða vitleysa, hann var albrúnn, aðeins með ofur-
lítinn hvítan lokk í taglinu. Nei, í faxinu, og stjömu í enn-
inu. Og hver hafði keypt hann? Einhver maður undir Ut-
ffic&imofgunkaffinu
Konan mín keypti hjá
ykkur kanarí-unga á síð-
asta ári.
Æ, vertu ekki að þrasa
þetta kona — ég kaupi
koju til viðbótar næsta
sumar.
nefjulýsinu, sem ég tók I
morgun, fröken?
Hafðu ekki áhyggjur
vina — þetta var bara
konan mín.