Morgunblaðið - 06.09.1974, Síða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1974
30
+ *
*
iÞRonAFREnm Miwns
Eitt bezta lands-
lið heimsins á
Laugardalsvellinum
Eins og frá hefur verið skýrt f
blaðinu leika Islendingar lands-
leik f knattspyrnu við Belgfu-
menn á Laugardalsvellinum á
sunnudaginn. Leikur þessi er lið-
ur f Evrópubikarkeppni Iandsliða
f knattspyrnu, fyrsti leikur ts-
lendinga f keppninni að þessu
sinni, en auk tslendinga og Belg-
fumanna leika A-Þjóðverjar og
Frakkar f þessum riðli og verður
leikið við Þjóðverjana f Þýzka-
landi f október n.k.
— Við gerum okkur grein fyrir
því að í mikið er ráðist að taka
þátt f þessari keppni, sagði Ellert
B. Schram formaður KSl á fundi
með fréttamönnum í fyrradag, —
sérstaklega verður um töluverða
fjárhagslega áhættu að ræða
vegna þess að við leggjum metnað
okkar f að leika heimaleiki okkar
hérlendis. Eg vona að fólk styðji
þessa ákvörðun okkar með því að
mæta á völlinn þegar leikið verð-
ur hér og hvetja landann, sagði
Ellert.
Ekki fer á milli mála að Belgíu-
menn eiga á að skipa einu bezta
knattspyrnulandsliði heims, jafn-
vel þó svo að það kæmist ekki f
sextán-liða úrslitin í heimsmeist-
arakeppninni. 1 undankeppni HM
voru Belgíumenn í riðli með ís-
lendingum, Norðmönnum og Hol-
lendingum, og fór svo að Hollend-
ingar og Belgfumenn gerðu jafn-
tefli í báðum leikjum sfnum 0-0,
en Hollendingarnir komust áfram
á hagstæðara markahlutfalli í
leikjum sínum gegn íslandi og
Noregi. Var Belgía slegin út úr
keppninni án þess að fá á sig eitt
einasta mark f undankeppninni,
og verður slíkt sennilega að telj-
ast einsdæmi!
Hingað koma á vegum Belg-
anna 16 leikmenn, þjálfari, lækn-
ir, nuddari og eigi færri en sex
fararstjórar. Þá er vitað um að
a.m.k. þrettán belgískir blaða-
menn munu fylgja liðinu hingað
og útvarpað verður beinni lýsingu
af leiknum til Belgíu.
Frægasti leikmaður belgfska
landsliðsins er án vafa Paul van
Himst, frá Anderlecht — sérstak-
lega tekniskur og fljótur leikmað-
Lið Belgíu
LIÐ Belgfumanna gegn tslandi
á Laugardalsvellinum á sunnu-
daginn verður þannig skipað:
Landsleikjafjöldi fsviga.
Hugo Broos, Anderl. (1)
Julien Cools, Brúgge (1)
Jan Docex, Anderl. (32)
Roger Henrotay, Standard (3)
Raoui Lambert, Brúgge (24)
Marie Jean Pfaff, Beveren (0)
Christian Piot, Standard (28)
Gilbert van Binst, Anderl. (6)
Erwin Vanden Daele, Anderl.
(23)
Francois van der Elst, Anderl.
(2)
Ivo van Herp, Mechelen (3)
Paul van Himst, Anderl. (78)
Wiffried van Moer, Standard
(33)
Jam Verheyen, Anderl. (27)
Austuwer
Opið á laugardögum kl. 9—12
en aðrar S.S. búðir
verða lokaðar á laugardögum
fyrst um sinn.
S.S. búðirnar
Panl van Himst — frægasti leik-
maður belgfska landsliðsins.
ur, og frægur markaskorari bæði
með liði sínu og landsliðinu. Má
geta þess að eftir heimsmeistara-
keppnina f Þýzkalandi var valið
heimslið í knattspyrnu af blaða-
mönnum og vildu allmargir
þeirra hafa van Himst í liðinu,
jafnvel þótt hann væri ekki með í
keppninni, og sögðu að án hans
væri ekki hægt að setja upp
heimslið. Van Himst er einnig
leikreyndasti maður belgíska
landsliðsins og leikur sinn 79.
landsleik gegn íslendingum. í
belgíska liðinu verður aðeins einn
nýliði: Jean Marie Pfaff frá Bev-
eren-Waas og er hann jafnframt
næst yngsti maður liðsins, rúm-
lega tvítugur.
Sjö af leikmönnum liðsins leika
með Anderlecht, en í því eru
einnig þrír félagar Ásgeirs Sigur-
vinssonar í Standard Liege, þeir
Wilfried van Moer, Roger Henrot-
ay og Christian Piot.
Heimsmet-
hafinn
tapaði
HEIMSMETHAFINN f fimmtar-
þraut kvenna, Burglinde Pollak
frá Austur-Þýzkalandi varð að
lúta f lægra haldi f grein sinni á
Evrópumeistaramótinu f Róm f
fyrradag. Sigurvegarinn varð
Nadesjka Tkatsjenko frá Sovét-
rfkjunum sem hlaut 4.776 stig og
er það hennar bezti árangur.
Pollak var hins vegar langt frá
sfnu bezta: Hlaut nú 4.676 stig, en
heimsmet hennar er 4.932 stig,
sett í fyrra.
Arangur Nadesjka Tkatsjenko f
einstökum greinum var þessi: 100
metra grindahlaup: 13,9 sek.,
kúluvarp 16,07 metrar, hástökk
1,74 metr., langstökk 6,36 metrar
og 200 metra hlaup: 24,20 sek.
Arangur átta beztu stúlknanna
varð annars sem hér segir:
N. Tkatsjenko, Sovétr. 4,776
B. Pollak, A-Þýzkal. 4.676
Z. Spasovsjovska, Sovétr. 4.550
L. Popovskaja, Sovétr. 4.548
S. Thin, A-Þýakal. 4.445
I. Bruzsenyak, llngverjal. 4.399
M. Olfert, A Þv/kal. 4.391
C. Voss, V-Þýzkal. 3.749
Badminton
VETRARSTARF Badminton-
deildar Vals hefst um miðjan
september. Æfingatímar verða
leigðir út þriðjudags- og miðviku-
dagskvöld, 10. og 11. september
n.k. kl. 20.30 — 22.00 á skrifstofu
Vals. Þeir, sem höfðu velli á leigu
í fyrra og vilja halda þeim áfram,
þurfa að gera skil á ofangreindum
tímum, annars verða vellirnir
leigðir öðrum.
Sendisveinn óskast
hálfan eða allan daginn.
Slippfélagið í Reyk/avík h. f.,
Mýrargötu 2,
sími 10123.
Enn ein sending Verðið f dag: 260 I kr. 56.900 Hvítir frystiskápar, 300 lítra, kr. 69.000
af 11 I frystikistum 360 I kr. 64.900 Gulir frystiskápar, 300 lítra, kr. 72.200
komin til landsins 460 I kr. 72.600 Verslunin
K PFAFF M
Sími26788