Morgunblaðið - 06.09.1974, Side 32
JMcrðunfMtffr
RUCIVSinCRR
<^,^>22480
ÞEIR RUKR
umsKiPTin sEm
RUCLÚSn í
2flví*0imííIaí>jH.ii
FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1974
Þingslit:
Fern lög afgreidd
frá Alþingi í gær
SUMARÞINGI, 95. löggjafar-
þingi, sem hófst 18. júlf sl., var
slitið f gær kl. sex sfðdegis.
KVEÐJUORÐ FORSETA SAM-
EINAÐS ÞINGS
Eðvarð Sigurðsson, forseti sam-
einaðs þings, mælti efnislega á
þessa leið: Komið er að lokum
þessa sumarþings, sem kvatt var
saman til sérstakra starfa, á þjóð-
hátíðarári. Þingvallafundarins
mun lengi minnzt í sögu þjóðar-
innar. Ný ríkisstjórn hefur tekið
við völdum. Störf þingsins hafa að
hluta til mótazt af frumvörpum,
sem hún taldi nauðsynlegt að fá
samþykkt. Við höfum ekki öll ver-
ið sammála efni þeirra né til-
gangi. En það er von okkar allra,
að farsællega leysist úr þeim
vandamálum, sem nú steðja að
þjóðinni.
Að svo mælti las forseti upp
yfirlit yfir störf þingsins.
YFIRLIT YFIR STÖRF AL-
ÞINGIS:
Þingfundir voru 19 í neðri deild
og 21 í efri deild. Fundir í samein-
uðu þingi voru 7. Þingfundir sam-
tals 47.
Átta stjórnarfrumvörp voru
lögð fram, 5 í neðri deild og 3 í
efri deild. Afgreidd sem lög voru
7 frumvörp, eitt varð ekki útrætt
(frumvarp til laga um breytingu
á örkulögum).
Þingsályktanir voru tvær flutt-
ar. önnur þeirra var ekki útrædd
(tillaga Alberts Guðmundssonar
um sjónvarpsmál).
Mál til meðferðar á þinginu
voru samtals 10 og tala prentaðra
þingskjala 55.
GAGNKVÆMAR ÖSKIR
Forseti þakkaði siðan þing-
mönnum og starfsliði Alþingis
góða samvinnu og óskaði þeim
farsældar. Gunnar Thoroddsen,
Framhald á bls. 18
Bensínið í 52 kr.?
Inneign olíufélaganna hjá olíuinn-
kaupajöfnunarreikningi 340 millj. kr.
Dvergkálfurinn
Tumi þumall
Aðeins 8 kg á þyngd
„HANN ER aðeins stærri en
lamb, kálfkrílið," sagði
Konráð Auðunsson bóndi á
Búðarhóli f Austur-Landeyj
um þegar við inntum frétta af
sérstæðum burði hjá honum.
„Kálfurinn er nú vikugamall
og vegur 8 kg,“ sagði hann, „en
venjulega er kjötþunginn einn
af nýfæddum kálfum frá
12—20 kg. Við köllum kálfinn
Tuma þumal, en hann þrffst
vel, enda er honum gefið að
drekka úr peia með túttu.
Mamma hans heitir Skrauta og
er þetta þriðji kálfurinn
hennar. Tumi þumali er 45 sm
á hæð eins og er, en kannski á
eftir að togna úr honum meira
en efni standa til.“
Konráð á Búðarhóli hefur
um 30 kýr f f jósi.
OLÍUFÉLÖGIN sendu f fyrradag
inn greinargerð til verðlagsstjóra
um það hvað félögin teldu að
bensfnverð þyrfti að hækka til
þess að tryggður sé rekstur félag-
anna, en að undanförnu hefur
bensfn verið selt undir kostnaðar-
verði — að því er Vilhjálmur
Jónsson, forstjóri Olfufélagsins,
tjáði Mbl. f gær. Vilhjálmur sagði
að að búast mætti við að hver Iftri
kostaði eftir hækkunina rúmar 50
krónur og ef lagfæring ætti að
nást um áramót á vandamálum
félaganna og þeim ætti að verða
auðið að jafna metin við olfujöf n-
unarsjóð kvað hann verðið þyrfti
að verða 53 krónur. Er þá miðað
við 7,13 króna hækkun á gjaldi f
Hrafn með Haf-
skipi norður
Norski teinæringurinn Hrafn,
sem gefinn var til Landeigenda-
félags Mývatns, Húsavíkur o.fl.
aöila, var í gær hífður upp í eitt
að skipum Hafskips, sem mun
flytja teinæringinn til Húsavíkur.
Morgunblaðið birti í gærmorgun
frétt um reiðileysið á bátnum, en
fyrir hádegi í gær var hringt til
Hafskips frá forsvarsmönnum
eigenda bátsins og þeir beðnir um
að flytja hann no'rður.
vegasjóð, en nú er gert ráð fyrir
að gjaldið verði 6 krónur, svo
að útreikningar olfufélaganna
lækka eitthvað.
Vilhjálmur sagði að kostnaðar-
verð hvers bensfnslftra væri um
50 krónur, er hækkanirnar væru
komnar í kring, en á það væri að
Ifta að á sfðustu mánuðum hefði
bensín verið selt á lægra verði en
kostnaðarverð raunverulega er og
því hefur safnazt upp skuld á
innkaupajöfnunarreikningi við
olíufélögin, þannig að þau eiga
inni hjá reikningnum í bensíni
104 milljónir króna hinn 1.
september. Hækkar þessi upphæð
um eina milljón króna á dag fyrir
hvem dag, sem líður af septem-
ber. Ef þessi skuld ætti að nást
upp fyrir áramót og jöfnuður að
komast á, þyrfti bensínlítrinn að
kosta 53 krónur og er þá miðað
við að bensínsgjaldið í vegasjóð
hækki um 7,13 krónur, en ekki 6
krónur eins og nú er ákveðið.
Lækkar því endanlegt bensínverð
samkvæmt reikningum olfufélag-
anna eitthvað.
Vilhjálmur sagði að sömu sögu
væri að segja um sölu annars
eldsneytis. Erfitt væri að segja
hvaða verð yrði ákveðið vegna
þess að skuldirnar eru svo
miklar á innkaupajöfnun-
arreikningi. Hinn 1. september
var skuidin vegna gasolíu 174
Framhald á bls. 18
Geir Hallgrfmsson, forsætis-
ráðherra, les forsetabréf um
þinglausnir. Yzt til hægri á
myndinni er forseti sameinaðs
þings, Eðvarð Sigurðsson, á
milli þingritaranna Sverris
Hermannssonar og Jóns
Helgasonar frá Seglbúðum.
Skemmdarstarf-
semi við sjón-
varpssendinn
A HÁDEGI f gær hefur einhver
verið með lausan eld við hina
nýju sendistöð sjónvarpsins á
Keflavfkurflugvelli og sviðnaði
gras við dyr hússins og málning á
dyrunum, en aðrar skemmdir
urðu ekki. Ljóst er, að eitthvað
eldfimt hefur verið notað til þess
að auka eldinn, en ekki varð vart
neinna mannaferða þegar atburð-
urinn átti sér stað. Vörður er nú
hafður við sendistöðina.
Sigalda:
Heita 20 þús. kr. verðlaun-
um hver jum verkamanni
7,6 millj. kr. aukagreiðslur ef septemberáætlunin stenzt
Bensínhækkunin:
6,5% hækkun
reksturskostnaðar
„OKKUR reiknast til sam-
kvæmt lauslegum útreikningi,
að þessi nýjasta bensfnhækkun
úr 36 kr. f 44 kr. kosti um 6,5%
hækkun á reksturskostnaði
bfls af stærðargráðunni Volks
wagen 1300 keyrðum 16 þús.
km. á ári, en rekstrarkostnaður
slfks bfls er þá orðinn 307 þús.
kr. á ári,“ sagði Einar Friðrik
framkvæmdastjóri FÍB f gær
þegar við inntum frétta af við-
brögðum þeirra við bensfn-
hækkuninni. Einar Friðrik
sagði, að þeim þætti hart að
bfleigendum gengið með þess-
um hækkunum, en þó hefði
það dregið úr reiði þeirra, að f
frumvarpinu, sem samþykkt
var á alþingi, var felld niður
vfsitölubinding bensfnverðs
miðað við byggingarvfsitöluna.
Island er nú á toppinum f
Evrópu miðað við verð á
bensfni, en stendur þó mjög
nærri t.d. Noregi með 43,80 kr.
I., Danmörku með 42,80 kr„
Þýzkalandi með 38 kr. Síóra-
Bretland er með 31,20 og
Bandarfkin um 12 kr.
LOFORÐ um 20 þús. kr.
verðlaun til allra starfs-
manna við Sigöidu voru
birt á auglýsingu, sem
hengd var upp á svæðinu f
fyrradag, með þvf skilyrði,
Maður lézt,
annar í varðhald
SJÖTlU og þriggja ára gamall
maður lézt f húsi einu við Vestur-
götu f fyrrinótt og hefur annar
maður, sem þar var staddur, verið
úrskurðaður f gæziuvarðhald þar
til réttarkrufning hefur farið
fram. Óljóst er hvernig dauða
mannsins bar að höndum, en
rannsóknarlögreglan sagði f
viðtali við Morgunblaðið f gær, að
ekkert væri satt f þvf, sem fram
hefði komið f öðrum blöðum um
þetta mál nema það, að maðurinn
hefði látizt. Málið mun m.a. óljóst
vegna þess, að drykkjuskapur var
á staðnum, en lögreglan var
kvödd til þegar maðurinn fannst
látinn.
að verkáætlun fyrir sept-
ember stæðist. Fram-
kvæmdir eru nú komnar
nokkuð á eftir áætlun, en
júgóslavneska verktaka-
fyrirtækið Energo prodj-
ekt ætlar að reyna þessa
leið.
230 íslenzkir starfsmenn eru nú
í Sigöldu og 150 júgóslavar, þann-
ig að ef septemberáætlunin stenzt
mun Energo borga aukalega 7,6
millj. kr. í verðlaun. Venjuleg
mánaðarlaun hjá þeim, sem vinna
í Sigöldu, eru um 100—160 þús.
kr„ en það fer þó mikið eftir
vinnunni. Sumir hafa meira, aðrir
minna og sumir vinna svo til allan
sólarhringinn. Nú er mest unnið
við stöðvarhúsið, jarðvinnu og
ýmislegt, sem til fellur yfir lín-
una.
K-vísitalan ætti
að vera 122,6 stig
KAUPGREIÐSLUVlSITALA
hefði 1. september átt að vera
122,58 stig lögum samkvæmt,
hefði hún ekki verið stöðvuð eftir
útreikning vfsitölunnar hinn 1.
marz sfðastliðinn. Þá var vfsitalan
106,18 stig og gildir sú kaup-
greiðsluvfsitala enn. Hefði vfsi-
talan hins vegar fengið að vernda
laun gegn verðbólgunni eins og
henni er ætlað, hefðu laun fram
til dagsins f dag hækkað um
15,45%.
Hinn 1. júnf hefði vfsitalan átt
að vera 121,64 stig, en þá /oru
eins og kunnugt er allmörg vísi-
tölustig greidd niður með aukn-
um niðurgreiðslum á land-
búnaðarvörur, en gildistöku
annarra var frestað. Niður-
greiðslurnar eru enn í gildi, en
hækkun annarra vara hefur að
mestu eða öllu étið upp þau stig,
sem þær lækkuðu vísitöluna um.