Morgunblaðið - 29.10.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.10.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1974 3 Ártíðar Hallgríms minnzt með hátíðarathöfnum ÞRJUHUNDRUÐUSTU ártfð sfra Hallgrfms Péturssonar var minnzt f öllum kirkjum lands- ins á sunnudag en megin athöfnin var þó f Hallgríms- kirkju f Reykjavfk, þar sem lagður var hornsteinn kirkj- unnar, svo og í Saurbæjar- kirkju, þar sem sfra Hall- grímur þjónaði lengst og samdi Passfusálmana. Minningarathöfnin í Reykja- vík hófst þegar á laugardag með klukknahringingum í Hall- grímskirkju kl.6 og á sunnudag kl. 10 var klukkum Hallgrfms aftur hringt. Um kl. 10.30 kom forseti íslands og kona hans til kirkjunnar, gekk undir beran himin i kirkjuskipinu, þar sem hann lagði síðan hornstein kirkjunnar. Las forsetinn af pergamentskjali sérstakan texta: „Mínum drottni til þakklætis" — Drottni til dýrðar er kirkja þessi reist í minningu Hallgrfms Péturssonar. Horn- stein hennar lagði forseti ís- lands, dr. Kristján Eldjárn, á 300. ártið síra Hallgríms 27. október 1974. Guðjón Samúels- son prófessor, húsameistari rikisins, fæddur 10. apríl 1887, dáinn 25. apríl 1950, gerði upp- drætti kirkjunnar. Skjalinu var þessu næst stungið i eirhólk og honum komið fyrir í hornsteininum. Kór Hallgrímskirkju söng: „Gefðu að móðurmálið mitt“ . . . en erindið var þrykkt með eiginhandarskrift síra Hall- grims á hornsteinsskjalið. Klukkan 11 hófst athöfn i Hallgrímskirkju og fór þá fram vígsla á kirkjusal í syðri turn- álmunni. Hófst hún með þvi, að sóknarnefnd, meðhjálpari og fjórir vígsluvottar — Geir Hall- grímsson, forsætisráðherra, dómprófastur sira Öskar Þor- láksson, sr. Jakob Jönsson og sr. Ragnar Fjalar Lárusson — Vfgsluathöfnin f Hallgrfmskirkju hófst með hátíðarguðsþjónustu kl. 1.30 þar sem séra Jón Einarsson í Saurbæ prédikaði ásamt sr. Sigurjóni Guðjóns- syni, fyrrverandi prófasti í Saurbæ. Við þessa guðsþjón- ustu söng kirkjukórinn sálma eftir sr. Hallgrím við undirleik Ulrik Ólafssonar en Sigurveig Hjalt. .ted söng einsöng. For- setahjónin voru viðstödd þessa guðsþjónustu ásamt Halldóri E. Sigurðssyni, ráðherra, og konu hans. í lok guðsþjónustunnar flutti forsetinn ávarp. Forsetinn hafði komið með krans frá íslenzku þjóðinni og stóð hann við altarið meðan á guðsþjónustu stóð. Að henni lokinni var kransinn lagður á leiði sr. Hallgrfms en á hann var letrað: Síra Hallgrimur Pétursson — 27. október. Þökk og virðing íslenzku þjóð- arinnar. Við þetta tækifæri flutti sr. Sigurjón ávarp er hann lauk með frumortu ljóði og bæn. Viðstaddir sungu siðan „Son guðs ertu með sanni“. Mikið fjölmenni var við at- höfnina og við guðþjónustuna í Saurbæjarkirkju. Að þessu loknu var kirkjugestum boðið upp á kaffiveitingar á Hlöðum og þar flutti Guðmundur Brynjólfsson, oddviti, ávarp. Sfðan var haldin hátíðarsam- koma í kirkjunni þar sem Máni Sigurjónsson lék á orgel, Guðrún Asmundsdóttir leik- kona las kvæði Matthíasar Jochumssonar — Atburð sé ég í anda minum nær og Kirkjukór Akraness söng undir stjórn Hauks Guðlaugssonar, sem nú nýverið hefur verið skipaður söngmálastjóri þjóðkirkjunnar. Undirleik önnuðust Máni Sigurjónsson og Fríða Lárus- dóttir. Halldór E. Sigurðsson flutti ræðu á þessari samkomu og flutti kveðjur kirkjumála- ráðherra, sem er erlendis. 1 ræðu hans kom fram, að ríkis- stjórnin hefur ákveðið að veita Saurbæ eina milljón króna til uppgræðslu á staðnum en til- skilið er, að það skuli gert i samráði við sóknarprest og sóknarnefnd. Að lokinni ræðu hans lék Máni Sigurjónsson einleik á orgel, Sigurveig Hjaltested söng og Guðrún Ásmundsdóttir las upp úr Andlátssálmum séra Hallgríms og einnig ljóð eftir Hannes Pétursson. Þessari hátiðarathöfn lauk með ávarps- orðum sóknarprests, séra Jóns Einarssonar. Forseti fslands dr. Kristján Eldjárn, herra Sigurbjörn Einarsson, biskup, og Hermann Þorsteinsson sóknarnefndarformaður, er horn- steinn var lagður að Hallgrfmskirkju. gengu i salinn ásamt biskup- inum yfir Islandi, herra Sigur- birni Einarssyni. Við athöfnina lásu vígsluvottar úr ritning- unni, síðan fór vígslan form- Iega fram en á eftir léku 10 stúlkur úr strengjasveit Tón- listarskólans tvö lög. Klukkan 2 siðdegis fór fram hátiðarmessa, þar sem sr. Jakob Jónsson prédikaði en sr. Ragnar Fjalar þjónaði fyrir alt- ari. Að lokinni guðsþjónustu buðu konur i kvenfélagi Hall- grimskirkju gestum til kaffi- drykkju i kirkjunni en kl. 5 síðdegis hófst lokaathöfn. For- maður sóknarnefndar, Her- mann Þorsteinsson, flutti þar ávarpsorð, siðan lék tékkneski organleikarinn Bohumil Plan- sky kirkjulega tónlist frá ýmsum tímum og kom þá glöggt i ljós, að hljómburður í nýja kirkjusalnum er mjög góður. Að því loknu flutti séra Ragnar Fjalar nokkur lokaorð en minn- ingarathöfninni lauk með því að sungið var „Gefðu að móður- málið mitt“. Minningarathöfnin i Saurbæ Einar Ólafur Sveinsson, prófessor, og Guðlaugur Þorvaldsson, rektor Háskólans. Með strábút í sandi Þakkarorð heiðursdoktoranna tveggja, Jóns Helgasonar og Einars Ólafs Sveinssonar Á Háskólahátíðinni síðastliðinn laugardag var lýst heiðursdoktorskjöri. Prófessor- arnir Einar Ólafur Sveinsson og Jón Helgason hlutu þar nafnbótina doktor litterarum honoris causa. Við athöfnina í Háskólabíói fluttu hinir nýkjörnu doktorar eftirfarandi ávörp um leið og þeir þökkuðu nafnbótina. Jón Helgason, prófessor sagði (Uppritun eftir segulbandi): „Mín bók, sú bók, sem ég minnist á þessari stundu, heitir Ecclesiastes og er sú bók, sem ég les mér til gamans í ellinni. Það er sú bók, sem hljóðar um hverfulleik mannlífsins, hversu fánýtt allt sé i veröldinni, hversu stutt sé þetta líf, sem okkur er veitt, og hve fljótt við verðum að hverfa frá því, sem okkur þykir vænt um. Það er bókin, þar sem viðkvæðið er Vanitas vanitatum et omnia vanitas. Einhvern tíma, þegar ég hef verið að lesa þessa bók fyrir mörgum herrans árum, þá hefi ég sett saman erindi, sem ég minnist nú: Oss kemur stundum í hug um þau verk, sem vér vinnum, að vonir sé til, að þau haldi sér, geymist og standi. „Um aldur skal þetta mikla tak haft í minnum," kvað maurinn, hann var að rogast með strábút I sandi. Mér finnst alltaf, að ég hafi rogazt með strábút í sandi og ekki komizt miklu lengra og nú þegar ég hef heyrt þessa greinargerð um allt það, sem ég á að hafa gert, þá fer ég að ímynda mér, að sumum mönnum hafi glapizt sýn og kalli strábútinn annað- hvort raft, staur eða eitthvað þess háttar. Aldrei hafði ég búizt við slíku. En meðan ég hlýddi á þau orð, sem hafa verið töluð til min, þá kom mér í hug Framhald á bls. 35 Einar Ölafur Sveinsson, prófessor sagði: „Ég vil af einlægum huga þakka Háskóla Islands þá miklu viðurkenningu, sem felst í doktorsnafn- bót þeirri, sem mér hefur verið veitt í dag. Litterae Islandicae, íslenzkar bókmenntir og önnur islenzk fræði, hafa verið kjarninn í starfi minu siðan ég komst á legg. Rannsóknir þeirra, túlkun þeirra, boðun þeirra. Mér hefur verið það allt kært: iðja bókavarðar, siðan og einkanlega kennslan, vinna að handritamáli og sköpun Hand- ritastofnunar. Ég hef þá kynnzt mörgum mönnum, eldri og yngri, og hef metið það mikils. Mér hefur hlotnazt sú hamingja að mega túlka í erindum og útvarpi, hér og erlendis, mikilsverð verk þjóðar vorrar. Enga vanmetakennd þurfti að hafa um þau, en sjálfur túlkandinn skyldi gera sér ljóst, að hann *er þjónn verkánna. í starfi hans er fólgin í senn auðmýkt gagnvart þeim miklu efnum og gleði að mega boða þau. Allt var þrennt forðum, segir gamall málsháttur. Mér hefur einnig auðnazt að vinna að nokkrum rannsóknum; það hefur glatt mig mikið, en ég hefði kosið að tími og skilyrði tii þeirra hefðu verið meiri. Kynni min af Háskóla islands eru mikil. Þegar ég var í fimmta bekk Menntaskólans, sótti ég tíma og hlýddi á fyrirlestra hjá Birni Magnússyni Olsen, Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.