Morgunblaðið - 29.10.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.10.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1974 Ágúst I. Jónsson skrifar frá Noregi: Einstæð sigurganga norsku Víkinganna ÁRIÐ 1972 var fjölgað í 1. deildinni f Noregi, knattspyrnu- liðin urðu 12 f stað 10 eins og verið hafði. Með þessari ný- breytni átti að gefa fleiri liðum möguleika á að spreyta sig meðal þeirra sterkustu og reiknað var með að spennan ykist og deilda- keppnin yrði meira spennandi en áður. Á vissan hátt hefur þetta orðið raunin, með einni undan- tekningu þó: Viking frá Stavang- er hefur unnið Noregsmeistara- titilinn þessi þrjú ár. Fyrri tvö árin með yfirburðum, en f keppn- inni, sem lokið er nú fyrir skömmu, marði Vfkingur sigur- inn, hafði einu stigi fleira en Iiðið fráMolde. Sigurganga Víkings byrjaði í rauninni árið 1971. Þá gekk liðinu mjög vel framan af, en fór út af sporinu undir lok keppninnar og mátti gera sér þriðja sætið að góðu. Bronsverðlaun og þátttaka í Evrópukeppni ári síðar var þó meira en flestir höfðu átt von á frá Stavangerliðinu. I UEFA- keppninni 1972 mættu Víkingarn- ir liði ÍBV og komust Norðmenn- irnir áfram í aðra umferð á einu Lokastaðan Lokastaðan f norsku 1. deildar keppninni f knattspyrnu varð þessi: Viking 22 11 9 2 31—10 31 Molde 22 12 6 4 40—18 30 VIF 22 12 4 6 33—25 28 Brann 22 9 9 4 36—20 27 Strömgod- set 22 11 5 6 38—28 27 Skeid 22 11 3 8 30—26 25 Start 22 9 6 7 37—31 24 RBK 22 9 5 X 39—31 23 Mjöndalen 22 7 3 12 29—37 17 Ham. Kam. 22 5 5 12 21—47 15 SFK 22 4 3 15 21—47 II Raufoss 22 1 4 17 16—51 6 marki — einu heppnismarki sem Páll Pálmason minnist örugglega enn þá. Það ár unnu Vikingarnir svo 1. deildina og endurtóku leikinn að nýju f fyrra. Liðið byrjaði ekki vel f vor, en að loknu sumarleyfi tóku Víkingarnir á sig rögg. „Hefðar- frúin Heppni“ var 12. liðsmaður hinna reyndu leikmanna Vikings og þrátt fyrir mikið álag tókst liðinu að sigla framhjá öllum blindskerjum og stóð að lokum uppi sem meistari í Noregi — þriðja árið í röð. Sá leikmaður sem hvað mestan þátt á í velgengni Vikings undan- farin ár er markvörðurinn Erik Johannessen. Hann hefur varið markið af stakri prýði og er verð- ugur landsliðsarTtaki Geirs Karls- ens, hins sterklega markvarðar, sem leikur með skozka liðinu Dunfermline, Erik er Ólafi Sigur- vinssyni og félögum hans f liði IBV að góðu kunnur. Er ÍBV og Viking léku saman í UEFAkeppn- inni tókst góð vinátta með Ólafi og co. og hinum snaggaralega markverði Vikings, og standa væntanlega enn, þó að liðin hafi aðeins tvívegis mætzt á knatt- spyrnuvellinum. — kannski væri þó réttara að segja: einmitt vegna þess að liðin hafa aðeins mætzt tvívegis. Lið Vikings er að vísu lið heildarinnar, en hefur eigi að sfður frábæra einstaklinga innan sinna vébanda. Fyrirliðinn Svein Kvia er reyndur leikmaður sem oft hefur mætt íslenzkum lands- liðsmönnum, og nú er hann fyrir- liði norska landsliðsins. Sótarinn Inge Valen var nýkominn til Víkings, er IBV lék gegn liðinu og síðan hefur hann aðeins stefnt í eina átt: upp á við. Þá má ekki gleyma aldursforsetum liðsins, Olav Nielsen og Reidari Goa, báðir eru þeir komnir vel yfir þrítugt, en enn færir í flestan sjó. Það er mikil breidd í hinum sjö deildum og ótal riðlum norsku knattspyrnunnar. Það sést ef til vill bezt á því, að þau tvö lið, sem komu upp frá 2. deild í fyrra, Molde og Válerengen, sem þykir leika skemmtilegustu knattspyrn- una í 1. deildinni, varð í þriðja sæti og Molde náði silfrinu. Englendingurinn og „Kefl- vfkingurinn" Joe Hooley tók við liði Molde á útmánuðum á þessu ári, en dvaldist þó ekki hjá nýlið- um norsku 1. deildarinnar nema í rúman einn mánuð. Ástæðan fyrir þvi að Hooley hélt á ný til Englands var sú að sterkustu leik- menn liðsins sáu sér ekki fært að æfa af eins miklum krafti og Hooley fór fram á. Hooley sagði að leikmennirnir væru of góðir til að vera settir út úr liðinu og því væri bezt fyrir alla aðila að hann hætti sem þjálfari liðsins. Tóku þá þeir sömu leikmenn, sem ekki höfðu æft eins mikið og Hooley óskaði, við þjáifun liðsins. Lengi vel leit út fyrir að Molde mundi sigra i deildinni, en á endasprett- inum skorti leikmenn liðsins reynslu og að lokum munaði einu stigi á Víking og Molde. Síðar- nefnda liðið gerði þó mun meira en við hafði verið búizt, með þvf að komast á verðlaunapall. Undanfarið hefur mikið verið rætt um það að Jack Johnson, hinn danski þjálfari Akureyringa síðastliðið sumar, taki við liði Molde. Fylgdist Johnson til að mynda með sfðustu leikjum Molde í deildarkeppninni og ekk- ert virtist vera eftir en að skrifa undir samningana. Þá kom skyndilega babb f bátinn og nú er allt útlit fyrir að Molde ráði sér enskan þjálfara, jafnvel þann, sem gerði Víking að meisturum í sumar. Stuart Williams. Inge Valen, sótarinn, sem þykir bezti miðjuleikmaður Noregs — betri en félagi hans, fyrirliði norska landsliðsins, Svein Kvia. Dagurinn, er Viking varð Noregsmeistari, var tvöfaldur gleðidagur fyrir sótarann, þvf að þann dag 61 kona hans honum son, sem norsku blöðin kalla Viking Valen. Islandsmótíð hefst 6. nóvember Húsnæðísvandræðín gtfurleg ÍSLANDSMÓTIÐ f hand- knattleik hefst 6. nóvem- ber n.k. með leikjum Vals og Vfkings og Fram og Ar- manns f Laugardalshöll- inni. Næsta leikkvöld verð- ur svo 10. nóvember og leika þá FH og ÍR og Hauk- ar og Grótta f Hafnarfirði. Gert er ráð fyrir, að 1. deildar keppnin Ijúki með leik Vals og FH í Laugar- dalshöllinni 19. marz 1975. Að sögn Alfs Pedersen, eins af mótanefndarmönnum HSl, reynd- ist mjög miklum erfiðleikum bundið að r-aða niður leikjum Is landsmótsins að þessu sinni. Leikjafjöldinn er orðinn gífur- lega mikill — alls verða leiknir um 500 leikir í Islandsmótinu, en húsnæði er mjög af skornum skammti. Verst er þó að koma leikjunum f Reykjavík fyrir, en þar verður leikjafjöldinn vitan- lega mestur. 2. deildar keppnin hefst 9. nóvember og leika þá á Akureyri Fylkir og KA og daginn eftir Fylkir og Þór. Sömu helgi hefst einnig keppni f 1. deild kvenna og verður leikið á Akureyri. Sigurður Jónsson formaður Handknattleikssambands Islands sagði á fundi með fréttamönnum nýlega, að nú væri svo komið að húsnæðisleysi væri orðið alvar- legasta vandamál handknattleiks- íþróttarinnar á tslandi. — Ég er ekki í nokkrum vafa um að það er hægt að leysa vandamál eins og t.d. að fá góðan landsliðsþjálfara, sagði Sigurður, — en það virðist hins vegar ekki þjóna miklum til- gangi að ráða hingað erlendan þjálfara, ef hvergi er hægt að fá húsnæði til þess að æfa f. Eins og flestum mun kunnugt eru aðeins tvö fþróttahús á land- inu sem hafa löglega vallarstærð fyrir handknattleik: Laugardals- höllin og Iþróttahúsið f Hafnar- firði. Bæði þessi íþróttahús eru mjög umsetin, enda má segja að þau séu einu keppnishúsin á höfuðborgarsvæðinu. Með vax- andi þátttöku í íþróttum og auknu mótahaldi kreppir mjög að keppnisíþróttunum, og má raunar segja að algjört ófremdarástand sé framundan, ef svo heldur sem horfir. Vilja samskipti FRANSKT frjálsíþróttafélag, frá Milhouse, hefur skrifað til stjórnar Frjálsíþróttasam- bands Islands og óskað eftir þvf, að sambandið hafi milli- göngu milli þess og islenzks frjálsfþróttafélags. Mun stjórn FRl veita þeim félögum, sem áhuga hefðu á slfkum sam- skiptum, allar upplýsing. Jafntefli VESTUR-Þýzkaland og Dan- mörk gerðu jafntefli, 9-9, I Iandsleik f handknattleik kvenna, sem fram fór f Karl Diemhallen f Mulheim um helgina. Staðan f hálfleik var 5-5. EINN MUN MISSA EM- VERÐLAININ FYRIR liggur, að verðlaun verða tekin af einum fþróttamanni sem vann til slfkra á Evrópumeistara- mótinu f frjálsum fþróttum f Róm. Nafn þessa fþróttamanns hefur ekki fengizt gefið upp enn- þá, en það mun koma fram á fundi Evrópuleiðtoga, sem hald- inn verður f Zagreb f Júgóslavfu 1. nóvember n.k. Sem kunnugt er sendi þýzka' fréttastofnunin SID út frétt um það, að danski hlauparinn Tom B. Hansen hefði neytt örvandi lyfja áður en hann hóf keppni í úrslit- um 1500 metra hlaupsins, en hann fékk fljótlega uppreisn æru. Að sögn þeirra, sem rannsökuðu fþróttamennina eftir keppni, kom glögglega í ljós, að einn af verð- launahöfunum hafði notað örv- andi lyf fyrir keppnina. Teknar voru þrjár þvagprufur af honum, sem allar gáfu sömu niðurstöðu. Fengu fréttamenn vitneskju um þetta, og einhvern veginn spurð- ist það svo út að viðkomandi hefði verið keppandi i 1500 metra hlaupinu. Þegar þýzki leiðtoginn M. Danz skýrði svo fréttamönnum frá þvf, að það væri ekki Þjóð- verji, sem hlut ætti að máli, bár- ust böndin að Tom B. Hansen, þar sem hann varð í öðru sæti í hlaup- inu, en Þjóðverjar í fyrsta og þriðja. Það mun vera viðkomandi landssambönd, sem ákveða hegn- ingu þess fþróttamanns, sem sek- ur reynist, en nú eru á lofti ýmsar getgátur um, hver muni vera sökudólgurinn, og þrátt fyrir þag- mælsku dómaranna hefur blaða- mönnum tekizt að þrengja hring- inn töluvert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.