Morgunblaðið - 29.10.1974, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.10.1974, Blaðsíða 36
JWorjjunWatiiti flUGIVSinCRR <gL*-»22480 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1974 GNIS FRYSTIKISTUR RAFTORG SIMI: 26660 RAFIÐ JAN SIMI: 19294 Þessa mynd af togaranum Port Vale á strandstað sendi Hákon Aðalsteinsson blaðinu. Er hún tekin skömmu eftir hádegi á sunnudag. Miklir möguleikar á að bjarga Port Vale „Það fyrsta, sem ég hugsaði, var hvernig okkur yrði bjargað, en þegar ég sá, að varðskip var komið á staðinn eftir smátfma, þá varð ég viss, að okkur yrði öllum bjargað, þvf ég hef séð íslenzku varðskips- mennina við björgun áður og veit hvers þeir eru megnugir," sagði Richard Hildraith skipstjöri brezka togarans Port Vaie f viðtali við fréttaritara Mbl. á Egilsstöðum í fyrradag. Togarinn Port Vale strand- aði rétt fyrir sunnan ósa Lagarfljóts aðfararnótt sunnudags. Áhöfn- inni, 18 mönnum, var sfðan bjargað af björgunarsveitum slysavarna- félagsins á Egilsstöðum, Borgarfirði eystri og Eskifirði. Síðan var farið með mennina til Egilsstaða, þar sem þeir dvöldu f góðu yfirlæti þar til f gær, að þeir komu til Reykjavfkur, en utan heldur áhöfnin f dag. Þeir Pétur Blöndal, um- boðsmaður brezkra togara á Seyðisfirði, og Hákon Aðalsteins- son, lögregluþjónn á Egilsstöð- um, fóru um borð í Port Vale f gær og voru þar f nokkurn tfma. Þegar þeir komu til Egilsstaða f gærkvöldi, hafði Morgunblaðið samband við Hákon og sagði hann, að möguleikar á að tog- aranum yrði bjargað væru miklir. Lítill sjór hefði verið kominn f skipið, en kælirör eitt hafði farið f sundur og sjór komizt þar inn. Þeir félagar gerðu við rörið og við það hætti sjór að streyma inn f vélarrúmið, en hann náði upp undir Ijósavélina stjórnborðs- megin. Hákon sagði, að skipið hefði ekki hallað meira en það, að þeir hefðu getað gengið eftir dekkinu án þess að hafa handfestu. Fyrir utan skipið er ekki hægt að sjá nein sandrif og virðist því vera nokkuð auðvelt að draga skipið út. Þegar mun vera búið að ræða við Landhelgisgæzluna um að varðskip dragi togarann á flot, en „Gul bylting” í Vestmannaeyjum EF ALLT fer að óskum, mun „gul bylting" hef ja innreið sfna f Vest- mannaeyjar um næstu páska. Forsaga málsins er sú, að sam- tök blómaræktenda í Hollandi hafa fært Vestmannaeyingum að gjöf 26 þúsund blómlauka, og f fyllingu tímans munu væntan- lega kom upp af þeim 26 þúsund túlfpanar og páskaliljur. Lions- menn f Eyjum tóku að sér að dreifa blómalaukunum til fólks, og voru laukarnir settir niður um sfðustu helgi. í dag er væntanlegur til Egils- staða maður frá tryggingafélagi skipsins í Bretlandi og mun hann taka allar ákvarðanir í sambandi við björgun skipsins. Kollumúli fyrst Það var um kl. 02.20 aðfarar- nótt sunnudagsins, að brezki tog- arinn Northern Gift tilkynnti loft- skeytastöðinni í Neskaupstað, að annar brezkur togari, Port Vale GY 484, væri strandaður við Kollumúla. Á þessum slóðum var þá norðaustan stormur, 10 vind- stig, slydduél og stórsjór. Það fylgdi jafnframt fréttinni, að 6—7 Skipshöfnin á Port Vale kom til Reykjavíkur með flugvél F.t. frá Egilsstöðum f gær. Þar reyndum við að ná tali af Richard Hildraith, skipstjóra, en hann vildi ekkert um strand- ið segja. Það væri ekki hægt fyrr en að sjóprófum loknum, en þau fara fram f Grimsby. — Eg vil aðeins þakka björgunar- sveitarmönnunum fyrir austan og ennfremur alla þá velvild og hlýju sem við nutum á Egils- stöðum, sagði hann. Hinsvegar náðum við tali af tveimur skip- verjum þegar þeir höfðu komið sér fyrir á Loftleiðahótelinu. Fyrst hittum við að máli George McClellap, elzfa manninn um borð, en hann er brezkir togarar væru á leið á strandstað. Auk þess tilkynnti varðskip, að það vissi um strandið og héldi á staðinn. Um leið og fréttin barst til Reykjavíkur, hafði Hannes Haf- stein, framkvæmdastjóri Slysa- varnafélagsins, samband við Vopnafjörð, og björgunarsveitin þar var beðin að búast til björg- unar. Jafnframt var sveitin beðin um að bíða, þar til fyrir lægi hvar togarinn væri strandaður. Borgarf jörður svarar ekki Samtímis þessu var reynt að ná sambandi við björgunarsveitina í Borgarfirði eystri, en samband náðist ekki vegna rafmagnstrufl- ana. Þá var haft samband við björgunarsveitina á Egilsstöðum og hún beðin að búast til ferðar og koma að Kollumúla sunnan- verðum. Ennfremur var sjóbjörg- unarsveitin á Eskifirði ræst út og hún beðin að halda til Egilsstaða með sinn útbúnað. Rétt fyrir kl. 05 fékkst stað- Framhald á bls. 35 58 ára gamall. Við spurðum hann fyrst hver hefðu orðið við- brögð hans við strandið. „Ég man þau varla. En mér brá ekkert sérstaklega, ég er víst svo vanur því að stranda við ísland. Ég var á togaranum Daníel Square, sem strandaði við norðanvert Langanes fyrir einum 10—12 árum. Þannig að þetta er ekkert nýtt fyrir mig. Ég var þess alltaf fullviss, að okkur yrði bjargað, því Is- lendingarnir bregðast ekki þeg- ar á reynir." „fiefurðu stundað lengi sjó- mennsku við tsland?“ „Sjómaður hef ég verið í 31 ár og þar af hef ég verið I 22 ár UNG stúlka, 18 ára gömul, hefur kært 23 ára gamlan mann fyrir nauðgun. Á at- burðurinn að hafa gerzt að- fararnótt s.l. sunnudags. Sakadómur Reykjavíkur hefur málið til rannsóknar, og hefur maðurinn verið úrskurðaður í allt að 30 Alþingi kemur saman í dag ALÞINGI íslendinga kemur saman til fundar í dag. Þing- setning verður með hefð- bundnum hætti. Forseti ls- lands, biskupinn og þingmenn ganga úr Alþingi til dómkirkj- unnar kl. 13.30. Þórir Stephen- sen dómkirkjuprestur pre- dikar. Að guðsþjónustu lokinni verður á ný gengið tíl þinghúss, þar sem for- setinn setur 96. lög- gjafarþingið. Aldursfor- seti, Guðlaugur Gíslason, stýrir þingfundi og minnist látins þingmanns, Björns Olafssonar, fyrrverandi ráð- herra. Samkvæmt þingsköpum er fyrsta verkefni sameinaðs þings að kjósa þingforseta og skrifara en þingsetningar- fundi er oft frestað og fer þá forsetakjör fram á framhalds- fundi. George McClellan „Ætlarðu á sjóinn aftur?“ „Maður sér nú til, það er lítið annað fyrir mig að gera.“ Hrökk upp við lætin Yngsti skipverjinn heitir Ric- hard Norledge og er 19 ára að aldri. “Ég var sofandi þegar skipið strandaði. Ég hrökk upp við lætin, þegar skipið tók niðri. Að sjálfsögðu rauk ég úr kojunni og upp á dekk lítið klæddur. Fyrst fór ég-upp I brú til að athuga hvað menn segðu þar. Þegar þangað kom var manni strax rórra og það var ekkert annað að gera en að bíða eftir björgun. Þessi timi, sem fór I það að bfða, reyndi kannski mest á taugarnar, en eftir að búið var að skjóta lín- unni um borð, var þetta ekki sem verst.“ daga gæzluvarðhald á með- an rannsókn stendur yfir. Málavextir eru þeir, að nokkur kunningsskapur mun vera með stúlkunni og manni þessum. Fóru þau saman á dansleik austur í sveitir á laugardagskvöldið, ásamt öðru pari. Fóru þau með Ieigubíl á ballið. Segir fátt af ferð þeirra austur og dansleiknum. En um nóttina, þegar þau koma til Reykjavíkur aftur, býður maður- inn stúlkunni heim, og þáði hún boðið. Segir stúlkan, að hann hafi lokað á eftir sér og síðan ráðizt á sig, rifið utan af sér fötin og kom- ið fram vilja sínum. Fékk stúlkan síðan að fara, og kærði hún atburðinn til lögreglunnar strax sömu nótt. Við yfirheyrslur hefur maður- inn algerlega neitað að um nauðg- un hafi verið að ræða. Þau hafi haft samfarir, og hafi það verið með fullu samþykki stúlkunnar. Sakadómur mun halda áfram rannsókn þessa máls. r A reknet að nýju Höfn 28. okt. REKNETABÁTARNIR eru nú farnir að hugsa sér til hreyfings eftir stoppið langa af völdum há- hyrninganna. Munu a.m.k. þrír fara til veiða nú I byrjun vik- unnar. Fyrir helgi lagði Steinunn SF 30 net, og fékk rúmar 25 tunnur. Skipverjar urðu varið við háhyrningana, en þeir létu netin alveg í friði. _ Elías. Richard Norledge. „Voru viðtökurnar góðar í Iandi?“ „Þær voru hreint frábærar og um leið og ég kom f land, var ég settur inn I bfl, þar sem ég fékk heitan drykk og þurr för. Ég vil gjarnan koma því á fram- færi, að ég mun aldrei gleyma hjálpsemi og greiðvikni Aust- firðinganna.“ „Hvað hefur þú stundað lengi sjómennsku?" „Á sjónum hef ég verið í 3 ár og mikið hér við ísland. Alls er ég búinn að fara 22 ferðir á Islandsmið, en þetta var fjórða ferðin mín með Port Vale, en það var gott aflaskip." “Hvað tekur við er heim kem- ur?" „Þvf er auðvelt að svara. Að sjálfsögðu fæ ég mér annað pláss, sem sagt að taka þátt f baráttunni við að veiða sfðustu fiskana." „Vanur því að stranda við Island” — segir George McClellan, elzti skipverjinn á Port Vale á Islandsmiðum, enda þekki ég alla staði hér við ströndina." 18ÁRASTÚLKA KÆRIR NAUÐGUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.