Morgunblaðið - 29.10.1974, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1974
Kristján Guðmunds-
son Flateyri - Kveðja
Sfðbúin vínarkveðja.
Það var á ofanverðu sumri árið
1958, sem fundum okkar
Kristjáns bar fyrst saman. Ég og
fjölskylda mín vorum þá að
flytjast búferlum til Flateyrar,
þar sem ég var að taka við emb-
ætti héraðslæknis.
Þá voru margar hendur á lofti
okkur til hjálpar, enda reyndust
íbúar Flateyrarhéraðs okkur ætfð
vel. Við minnumst þessa sam-
ferðafólks okkar því ávallt með
hlýhug. Frá þeim tíma hlaut það
að verða, að við Kristján og fjöl-
skyldur okkar knýttust þeim vina-
böndum, sem æ hafa síðan hald-
izt. Kristján var alinn upp á
Patreksfirði í stórum systkina-
hópí, en út í það verður ekki
nánar farið, það hafa þegar aðrir
gert. Kristján var slíkur mann-
köstamaður, að þeir, sem svo láns-
samir voru að kynnast honum,
munu ætíð minnast hans sem ein-
staks drengskaparmanns.
Það fór því svo, að á herðar
Kristjáns hlóðust hin margvísleg-
ustu trúnaðar- og þegnskapar-
störf. Nánast var ekkert leikrit
sett á svið á Flateyri svo að
Kristján léki þar ekki aðalhlut-
verk. Það er enginn vafi, að Krist-
ján var miklum leiklistarhæfi-
leikum búinn. Það var illt, að
Kristján skyldi ekki geta öðlast þá
þjálfun og starfsaðstöðu, á þessu
sviði, sem nauðsynleg var til þess
að hinir ótvfræðu hæfileikar hans
fengju notið sín.
Þá voru Kristjáni og falin marg-
vísleg opinber trúnaðarstörf, sat
lézt 27. október t BJARNI KOLBEINSSON, bóndi, Stóru Mástungu,
Börnin
t
Eiginmaður minn,
HARALDUR VÍGLUNDSSON,
fyrrv. tollvörður,
Seyðisfirði,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 29. október kl
13.30.
Ambjörg Sverrisdóttir.
t
Faðir, fósturfaðir og afi,
SIGURÐUR VALDIMAR STEFÁNSSON,
verður jarðsunginn I Fossvogskirkju miðvikudaginn 30. október n.k. kl.
3 e h. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnarfélag
íslands.
Ásdís Sigurðardóttir og synir,
Jórunn Karlsdóttir og fjölskylda.
t
Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
KONRÁÐS MATTHÍASSONAR,
Langholtsvegi 142,
fer fram fimmtudaginn 3 1 október kl. 1 5 frá Fossvogskirkju
Viktorfa Eggertsdóttir,
Sigrfður Unnur Konráðsdóttir, Ægir Vigfússon,
Guðlaug Konráðsdóttir, Agnar Þór Haraldsson
og barnabörn.
t
Kveðjuathöfn um móður mína, tengdamóður, ömmu okkar og lang-
ömmu,
ÞÓRHILDI E. M. BJARNADÓTTUR,
frá Heiði á Síðu,
fer fram í Bústaðarkirkju miðvikudaginn 30. október kl. 1 3.30.
Útförin verður gerð frá Prestbakkakirkju á Síðu laugardaginn 2.
nóvember kl. 2 e.h.
Bjarni Jón Gottskálksson,
Christhild Gottskálksson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Útför eiginkonu minnar, systur okkar og mágkonu
GUÐRÚNAR STEINDÓRSDÓTTUR
ferframfrá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 30 þ.m. og hefst kl.
3 e.h.
Blóm og kransar eru afbeðin, en þeir, sem vilja minnast hinnar látnu
eru beðnir um að láta Krabbameinsfélagið njóta þess.
Leifur Ólafsson
Sigurður Ó. Steindórsson
Jóhanna Ó. Steindórsdóttir
Sigurbjörg Steindórsdóttir
Arinbjörn S. Steindórsson
Björgvin Steindórsson
Friðrik Steindórsson.
Elfn Ása Guðmundsdóttir
Njáll Þórarinsson
Ólafur J. Sveinsson
Steinunn Jónsdóttir
Halla Guðnadóttir
meðal annars í hreppsnefnd Flat-
eyrarhrepps. I þeim störfum naut
hann allra trausts, bæði samherja
og andstæðinga, enda vissu allir,
að Kristján hallaði á engan, en
stóð fastur fyrir því málefni, sem
hann vissi réttast.
I afskekktum héruðum kemur
það iðulega fyrir að vitja þarf
sjúklinga í vondum veðrum og við
hin erfiðustu skilyrði. í minni
héraðslæknistíð á Flateyri komu
slík atvik alloft fyrir. Þegar svo
bar undir var Kristján ávallt
sjálfsagður fylgdarmaður minn.
Tvær ferðir eru mér minnis-
stæðar frá þessum árum.
önnur ferðin var farin yfir
Vestfjarðahálendið til Reykja-
víkur og aftur vestur. Á vestur-
leið hrepptum við stórhrfð og
frost á hálendinu. Kom þá fram
hin mikla karlmennska Kristjáns,
því að hann gekk fyrir bílnum
klukkustundum saman. Hin ferð-
in var f arin yfir heiði þá er aðskil-
ur Önundarfjörð og Dýrafjörð,
Gemlufallsheiði. Mikil ófærð var
og stórhríð. Kristján fylgdi mér
þá upp á heiðina, þar til við mætt-
um mönnum úr Dýrafirði, sem á
móti komu. En allt eru þetta
fátækleg orð og lítt mun Kristjáni
vini mínum að skapi, að slíku sé á
loft haldið.
Ungur að árum gekk Kristján
að eiga sæmdar- og mannkosta-
konu, Þorbjörgu Jónasdóttur,
sem lifir mann sinn. Þau hjónin
eignuðust tvö börn, Jónas skrif-
stofumann á Flateyri og Maríu
Kristfnu húsmóður í Reykjavík.
í heimili Kristjáns og Þorbjarg-
ar var alla tfð móðir Þorbjargar,
heiðurskonan Marfa Þorbjarnar-
dóttir. Reyndist Kristján henni
sem bezti sonur.
öllu þessu fólki og öðrum
ættingjum og vinum votta ég og
fjölskylda mín dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Kristjáns
Guðmundssonar.
B.Ön.
Afmælis-
og minn-
ingar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á f
miðvikudagsblaði, að berast í
sfðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera f sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu Ifnubili.
S. Holgason hf. STEINIÐJA
tlnholtí 4 Stmar 24677 og 142S4
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
GUNNLAUGUR JÓNSSON,
vélstjóri
Grenivöllum 16, Akureyri,
er lést að heimili sinu 25. októ-
ber, verður jarðsunginn frá Akur-
eyrarkirkju föstudaginn 1 nóv-
ember kl 1 3,30
Álfhildur Guðmundsdóttir,
Ásdís Gunnlaugsdóttir,
Páll Gunnlaugsson.
S VERRIR BRIEM
— MINNINtíARORÐ
Fæddur 24. janúar 1905
Látinn 23. ágúst 1974.
Sverrir Briem var fæddur í Við-
ey. Foreldrar hans voru þau Egg-
ert og Katrín Briem. Sverrir móð-
urbróðir minn hafði mikla mann-
kosti til að bera, og vildi öllum
gott gera. Skemmtilegri mann var
varla hægt að hugsa sér. Á barns-
aldri dvaldi ég oftar en einu sinni
hjá honum og hans elskulegu
konu Maríu Magnúsdóttur Briem.
Komu þau hjónin fram við mig
eins og ég væri þeirra eigið barn.
Sverrir var ákaflega vel látinn í
starfi sínu og voru honum falin
ýmis trúnaðarstörf. Hann bar hag
barna sinna mjög fyrir brjósti og
var þeim góður faðir. Mikið bar-
áttuþrek og dugnað sýndi Sverrir
í erfiðum veikindum og það er
dásamlegt að hugsa nú til þess, að
hann er laus við þjáningar.
Guð blessi minningu Sverns og
styrki ástvini hans.
Ásthildur Guðmundsdóttir.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Ég hef margsinnis heyrt yður segja, að breytni mannanna
verði ekki bætt með lagafyrirmælum. Við hvað eigið þér?
Ég á vió, að réttlætið verði ekki lögfest. Þetta felur
þó engan veginn í sér, að okkur beri að afnema öll
lög, sem sett hafa verið til þess að vernda þjóðfélag-
ið. Móse er mestur allra löggjafa. Hann sá, að
löggjöfin er prófsteinn á tign þjóðanna. Engum
heilbrigðum manni dettur samt í hug að setja lög,
sem skipa fyrir um manngæzku. Lögmál Guðs á
Sínaífjalli var ekki gefið til þess að gera mennina
góða, heldur til að sýna þeim, að þeir væru vondir.
Það afhjúpar okkur.
Lögmálið er kallað skólameistari eða tyftari í
heilagri ritningu. Undirstaðan að verndun fjölskyld-
unnar eru lögin. Ef við afnemum lögin, dugar engin
predikun, eða þrumuræður til þess að varðveita
fjölskylduna sem stofnun í samfélaginu. Laga er
þörf til þess að tryggja öryggi manna og eigna og til
að gera fólki kleift að lifa í friði, án þess að eiga
árásir ofbeldismanna yfir höfði sér. Samt bærist
undir niðri í hverjum manni hin meðfædda hneigð
Adams til þess að létta á sér öllum hömlum og losa
sig við öll lög. Eina lækningin við þessu er ný fæðing.
Endurfæddur maður öðlast nýja löngun, nýja þrá,
ný markmið, sem hann keppir að. Hann fer að elska
það, sem er hið efra. Þá spretta réttlæti og siðgæði úr
hjarta, sem kærleikur býr í, en ekki af ótta eða valdi.
Spáir úrkomu
eða snjóum
í vetur
SL. laugardag var fyrsti
vetrardagur og f tilefni þess
hringdum við í Helga á
Hrafnkelsstöðum og spurð-
um hann hverju hann spáði
um veður f vetur, en Helgi
er einn af fjölmörgum sem
spá veður út frá einu og
öðru f náttúrunni.
„Ég er stundum að grulla f
þessu“, sagði Helgi, „en ég
er hræddur um að það verði
úrkomuvetur í vetur. Það er
búið að vera svo úrkomulftið
undanfarið. Ég spái þvf að
ef hitastig verður eðlilegt,
þá verði snjóasamt, en ef
hlýtt verður þá verði hins
vegar rigningar. Annars er
margt við að miða f þessum
efnum, og það er t.d. alltaf
harður vetur A 2. ári eftir
eldgos á lslandi, en þetta
hef ég kannað allt sfðan á
miðri 19. öld. Þó er ein
undantekning og það var
fyrir tveimur árum. Þá var
mikill músagangur, annað
ár frá Heklugosi og allt útlit
fyrir harðan snjóavetur, en
hlýindin voru svo mikil að
allur snjór varð að rigningu.
Ég hef aldrei upplifað
annað eins.
Á öllum þeim tfma, sem
ég hef kannað, frá miðri 19.
öld, hefur það aldrei brugð-
izt að árið eftir eldgos hefur
verið mikið hlýindaár, gott
veðurfar, og er þá t.d. sama
hvort maður r.efnir árið
eftir Heklugosið 1845 eða
Eyjagosið 1973. Afi minn
var unglingur f sveit 1845 og
veðrið var svo gott veturinn
eftir, að þótt sauðféð væri
látið ganga úti og þvf gefið
aðeins tvisvar um veturinn,
þá át það ekki gjöfina, þvf
nóg var fæðan. 1876, árið
eftir eldgosið mikla f
Dyngjufjöllum, var svo góð
tfð á Norðurlandi, að f dag-
bók Sigurðar gamla á Yzta-
felli segir að helmingurinn
af öllum heyjum hafi verið
eftir þegar vorið gekk f garð.