Morgunblaðið - 30.10.1974, Blaðsíða 5
Strætisvagn-
stjórínn góm-
aði þann seka
UNGUR piltur, réttinda-
laus og ölvaður, var að aka
um í umferðinni í Reykja-
vík á sunnudagskvöldið.
Endaði ferð hans á ljósa-
staur. Hugðist hann stinga
af, en strætisvagnstjóri,
sem ók vagni sínum næst á
eftir bílnum, sá hvað verða
vildi, snaraðist út úr vagn-
inum og hélt piltinum þar
til lögreglan kom á vett-
vang. Lét hann það sig
engu skipta þótt vagninum
seinkaði. Lögregluvarð-
stjóri, sem Mbl. ræddi við,
sagði, að það væri lögregl-
unni mikill styrkur að eiga
að slíka menn, seip vildu
rétta henni hjálparhönd
þegar þess væri kostur.
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1974
5
RRTTNARTTSTrR EINS og fram kom í Mbl. s.l. föstudag, varð mikið
A n uAT A D H/T tjÓn að Hólabaki 1 Þingi 1 síðustu viku, þegar þar
AÐ TiOLíAJdAxVI brunnu fjós og hlaða, mikið af heyi og 14 nautgripir.
Myndin var tekin af brunarústunum daginn eftir.
Ljósm. Mbl. Björn Bergmann.
Endursmíði
Reykjakirkju
Mælifelli 28. okt.
I SUMAR og haust hefur endur-
byggingu Reykjakirkju í Reykja-
sveit skilað töluvert áfram. Verk-
taki er Hlynur hf. á Sauðárkróki.
Steyptur hefur verið grunnur og
kirkjan, sem er 77 ára gamalt
timburhús, rétt af og forkirkja
styrkt en turn smiðaður að nýju.
Þá er verið að ljúka við að klæða
kirkjuhúsið að utan með svo-
nefndri vatnsklæðningu, en ein-
angrun útveggja lokið. Áformað
er að setja nýtt þak á kirkjuna í
haust ef svo viðrar, en gluggar og
innréttingar bíða líklega næsta
vors. Lítað gler i alla giugga kirkj-
unnar hefur Eggert Bogason
gefið og Gisli Sigurbjörnsson
söfnunarbauka, sem Jóhann Guð-
mundsson í Stapa hefur mynd-
skreytt. Reykjakirkja var bænda-
kirkja unz söfnuðurinn tók við
henni vorið 1973, og var þá þegar
hafinn undirbúningur að þessari
miklu og gagngeru endursmiði.
— slra Ágúst.
Leikskáld endur-
vekja félag sitt
LEIKRITAHÖFUNDAR endur-
vöktu á fundi sfnum-á laugardag
Félag íslenzkra leikritahöfunda
en starfsemi þess hefur legið
niðri f nokkur ár. Tilgangur
félagsins er að gæta sérhagsmuna
leikritahöfunda eg gera samn-
inga við rfkisútvarpið, leikhús og
fleiri aðila en mun starfa f mjög
nánum tengslum við Rithöfunda-
samband tslands. Einmitt núna
standa yfir samningar milli rit-
höfunda og rfkisútvarpsins og
samningaf undir raunar þegar
hafnir, en engir samningar hafa
verið þar f gildi frá 1. marz 1972.
Stjórn Félags islenzkra leikrita-
höfunda skipa nú: örnólfur Árna-
son, formaður, Þorvarður Helga-
son, ritari, Hrafn Gunnlaugsson,
gjaldkeri og meðstjórnendur
Jökull Jakobsson og Oddur
Björnsson.
AUGLÝSINGATEIKNISTOFA
MYNDAMÓTA
Aðalstræti 6 sími 25810
Fallegur og nytsamur
hlutur, öskubakki eða
veggplatti
3 Skemmtileg gjöf
til vina og kunningja
innan lands sem utan
2 Vandaðar umbúðir
sem jafnframt eru
póstkort
kostir að minnsta kosti við þennan smekklega bakka,
minjagrip Þjóðhátiðarnefndar 1974.
Fást i minjagripaverslunum um allt land
Rýmingarsala — Bútasala
Alls konar gluggatjaldabútar og efni í heilum ströngum ó hagstæðu verði.
Dralon_damask^falleg_efni_ frá kr._293cjdi\ J\A
SMkidamask__________f ráJcr._346^pr. M_
Rayon^fm___________lrÍJ5r._2JJ3.:_pr. JVL-
DmJojn efniJjykk____frá_kr. 476cpr. JVL
handklæSi-_________frá kr. 296,- pr. stk.
baðhandklæ^i_______Þá_kr^52EL-jK._s^k.
Lftið inn og gerið góð kaup. Rýmingarsalan stendur aðeins til hádegis á laugardag
ÁKLÆÐI & GLUGGATJÖLD,
Skipholti 17a.