Morgunblaðið - 30.10.1974, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1974
® 22 022
RAUDARÁRSTÍG 31
v -----—---'
LOFTLEIÐIR
BÍLALEIGA
(
CAR REIMTAL
21190 21188
LOFTLEIÐIR
ARÐURí STAÐ
0 SAMVtNNUBANKINN
Ferðabílar
Bílaleiga — Sími 81260
Fimm manna Citroen G.S.
station. Fimm manna Citroen
G.S. 8—22 manna Mercedes
Benz hópferðabílar (m. bílstjór-
um).
DRTSlin lDOn-UUI -BROniO
ÚTVARP OC STEREO j ÖLLIIM BÍLUM
Biialeigan ÆÐI
Simi 13009 Kvöldsími 83389
Hjartanlegar þakkir færi ég
öllum þeim, er heiðruðu mig
áttræðan með heillaóskum, dýr-
mætum gjöfum og öðru því, er
gert var mér til sæmdar.
Með kærum kveðjum til ykkar
allra.
Sigurður
Snorrason,
Gilsbakka.
Minar beztu þakkir vil ég færa
öllum þeim, sem heiðruðu mig á
70 ára afmæli mlnu með heim-
sóknum, gjöfum, blómum ásamt
hlýjum kveðjum. Ekki sist vil ég
þakka börnum og tengdabörnum
mínum og fjölskyldum þeirra
fyrir að gera mér daginn ógleym-
anlegan.
Lifið heil.
Árni Elísson,
Tjarnarbraut 9,
Hafnarfirði.
í sparaksturskeppninni
sönnuðu neistaspýtarnir
ágæti sitt umfram önnui
kerti. Við bjóðum upp á
30 DAGA
reynslu
m akstur
ón skuldbindingo
áiMina rtsfH r i
SkelSunni Je Sími 3-334$
mHRGFRLDRR
mÖGULEIKR VflHR
| STAKSTEINAR
Baráttan
við verðbólguna
„Baráttan við verðbólguna
mun setja mestan svip á störf
þessa þings..,“ segir Tfminn I
leiðara I gær. Og blaðið heldur
áfram: „I viðureigninni við
verðbólguna mun rfkisstjórnin
setja það markmið hæst að
treysta vinnuöryggið. Atvinnu-
leysi má ekki koma hér til sögu
f neinni mynd. En það eru ekki
aðeins rfkisstjórn og Alþingi,
sem þurfa að leggja á það
megináherzlu, heldur ekki
sfður stéttasamtökin, en félags-
menn þeirra eiga hér mest í
húfi. Ef gerðar eru meiri kröf-
ur en atvinnuvegirnir geta risið
undir, leiðir það að sjálfsögðu
til samdráttar og atvinnuleysis.
Svokallaðar kjarabætur, sem
atvinnuvegirnir geta ekki
borið, renna Ifka fljótt út í
sandinn vegna verðhækkana,
sem fylgja þá strax f kjölfarið."
„Næst því að tryggja atvinnu-
öryggið kemur það að tryggja
hlut láglaunastéttanna. Draga
verður úr bilinu, sem jókst við
sfðustu kjarasamninga milli
þeirra og hinna, sem betur
mega. Eftir megni verður að
sporna gegn því, að sú kjara-
skerðing, sem kann að verða
óhjákvæmileg, vegna atvinnu-
öryggisins, bitni á láglauna-
fólkinu."
Byggðamál
og landhelgi
Tfminn fjallar síðan um
önnur lfkleg viðfangsefni þess
þings, sem kom saman til starfa
f gær. Er þar einkum bent á
stefnuyfirlýsingu f byggðamál-
um, sem á rfk ftök f báðum
stjórnarf lokkunum, og fyrir-
hugaða útfærslu landhelginnar
í 200 sjómflur fyrir árslok 1975.
Er hér um afgerandi stefnu-
mörkun að ræða f samstarfi
stjórnarflokkanna, sem fram-
tíðarvelmegun fólks f þessu
landi kann að grundvallast á að
stórum hluta.
Séu höfuðatriðin f stjórnar-
samstarfinu dregin saman f ör-
fáa punkta verða þau þessi:
rekstrargrundvöllur og vaxtar-
möguleikar fyrir hinar ein-
stöku atvinnugreinar, atvinnu-
öryggi alls almennings, hömlun
gegn verðbólgu og hóf f ríkisút-
gjöldum, útfærsla fiskveiði-
landhelgi f 200 sjómflur, stór-
átök f byggðamálum, valddreif-
ing til sveitarfélaga og lands-
hlutasamtaka og sfðast en ekki
sfzt þjóðaröryggi í samstarfi
lýðræðisþjóða. Um þessi atriði
öll eru þessir stærstu þing-
flokkar, Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur, sammála.
t öryggismálum kann enn að
vera blæmunur á viðhorfum
þeirra en ekki að þvf marki, að
há eigi stjórnarsamstarfi, ef
hyggilega er haldið á málum.
Styrkur stjórnar-
samstarfsins
Sjálfstæðisflokkur og Fram-
sóknarflokkur eru að vfsu ólfk-
ir um margt. Á örlagatfmum f
sögu þjóðarinnar var þó skylda
þeirra að snúa bökum saman f
úrlausn aðsteðjandi vanda-
mála. Styrkur þeirra liggur að
hluta til f þing- og þjóðarmeiri-
hluta, sem að baki þeirra og
stjórnarsamstarfsins stendur.
Höfuðstyrkur þeirra felst þó
sennilega f eftirfarandi: 1)
Þeir gerðu þjóðinni grein fyrir
aðsteðjandi vanda á heiðar-
legan og greinargóðan máta, 2)
þeir höfðu kjark til að beita
aðgerðum, sem lfklegar eru til
árangurs, þó þær skerði f bili
hag allra starfsstétta og virðist
lftt fallnar til lýðhylli, 3) þeir
höfðu full samráð við verka-
lýðshreyfinguna um hliðarráð-
stafanir til að tryggja hlut
hinna lægst launuðu f þjóð-
félaginu og 4) þjóðin veit, hvað
í húfi er, ef efnahagsaðgerðirn-
ar mistakast. Hún gerir sér
Ijóst, að það er framtfðarhagur
þjóðfélagsþegnanna allra að nú
takist að treysta svo burðarþol
undirstöðunnar í atvinnu- og
efnahagslffi þjóðarinnar, að-
hún rísi undir og beri raun-
hæfar framtíðarkjarabætur
alls almennings.
Að leikslokum mun heilbrigð
dómgreind þjóðarinnar meta
stjórnmálamenn og flokka af
verkum og árangri fremur en
stóryrtum slagorðum og
sleggjudómum utangarðs-
manna.
Loftbrú
með slátur
til Eyja
BJARNI Jónasson flugmaður
hjá Eyjaflugi I Vestmannaeyj-
um hefur flutt 600 slátur til
Vestmannaeyja að undanförnu
fyrir Kaupfélagið þar og jafn-
harðan hafa húsmæður unnið
hráefnið. Bjarni er búinn að
fara alls 18 ferðir eftir slátri til
meginlandsins, en hann hefur
flutt 500 kg í ferð. Slátrið kaup-
ir Kaupfélagið frá Slátursölu
Friðriks f Þykkvabæ. Þá hefur
Bjarni einnig gert talsvert af
því, auk farþegaflutninga, að
flytja heila kjötskrokka af
kindum, nautum og svínum, út
í Eyjar og hins vegar nýjan fisk
til meginlandsins. Vestmanna-
eyingar hafa þannig talsvert
mikil samskipti við nágranna-
sveitirnar á meginlandinu.
Bjarni Jónasson flugmaður tekur sláturpakka út úr flugvél sinni á
Eyjaflugvelli og Garðar Arason hjá Kaupfélaginu tekur á móti.
Ljósmynd Mbl. Sigurgeir f Eyjum.
ALLIR, sem hafa fengið
skjálftaflog og heiftarlega bein-
verki inflúenzunnar, eða
muna eftir rauðu klæjandi
flekkjunum, hitanum og höfuð-
verkjunum, þegar þeir fengu
mislinga í æsku, vita, að venju-
lega kemur veirusmitið sem
skyndiárás á líkamann, bráð og
ofsafengin. En veirur geta
einnig leynzt í dái innan fruma
líkamans, lifnað við jafnvel
mánuðum og árum eftir upp-
haflega smitið, og valdið lang-
vinnum sjúkdómum, sem jafn-
vel geta leitt til dauða. Nú eru
vísindamenn að raka saman
sönnunum þess, að sumir alvar-
legustu taugasjúkdómarnir, þar
á meðal lamariða (Parkin-
sonismus) og heilamænusigg
(Sclerosis multiplex), kunni að
stafa af lævísum aðgerðum
þessara hægfara veirutegunda.
Ein af fyrstu vísbendingum
þess, að veirur ættu hlutdeild í
ýmsum taugasjúkdómum, eiga
fyrstu stoð sína f rannsóknum á
kuru, undarlegum sjúkdómi,
sem stingur sér niður meðal
Fore-ættflokkanna f austurhá-
lendi Nýju Guineu. Sjúkdómur-
inn hefst með því, að samhæf-
ingu vöðvanna fer hrakandi.
Því fylgir skjálfti í handleggj-
um og fótum og höfuðtin. Sum-
ir sem eru slegnir þessum
sjúkdómi, komast f andlegt
jafnvægisleysi og því fylgja
Veirur, hin
langvinna
dauðaorsök
æðisgengin hlátursköst. Kuru-
sjúkdómurinn er alltaf ban-
vænn.
Að áliti D. Garleton læknis og
samstarfsmanna hans, sem
rannsökuðu sjúkdóminn á 6.
tug aldarinnar, er hann greini-
lega árfgengur. Þeir tóku fram,
að sjúkdómurinn kæmi aðeins
fyrir í einum litlum ættstofni.
Seinna komust þeir að raun
um, að þeir gátu komið af stað
sláandi líkum sjúkdómi hjá
sjimpönsum, með þvi að
sprauta þá með taugavef jasúpu
úr kurusjúklingum.
Þaðan drógu þeir þá ályktun,
að sjúkdómurinn stafaði af
veirum. Helzt álitu þeir, að
hann breiddist út við ógeðsiega
trúarathöfn Fore-ættstofnsins,
sem felst í þesskonar mannáti,
að fólkið tyggir og tætir sundur
kjötið af ættingjum sínum og
sfðan makar það því um allan
Ifkama sinn. Þetta á að tákna
sorgarathöfn. Skyndilega tók
að draga úr tíðni sjúkdómsins,
eftir að Fore-ættkvíslirnar
lögðu niður mannát.
Alveg nýlega sýndu vfsinda-
menn fram á, að svipaður, en
útbreiddari taugasjúkdómur,
kallaður Crusfeldt Jakobs sjúk-
dómur.órsákaðist einnigaf veir-
um. Það er sameiginlegt með
kuru og CJ-sjúkdómnum, að
fyrstu einkennin koma fram
mánuðum og árum eftir upp-
haflegu smitunina. Þeir eru
frábrugðnir veirusjúkdómum,
sem valda bráðum veikindum,
að því leyti, að þeir valda eng-
um bólgum, né heldur verður
nein mótefnamyndun hjá sjúki-
ingunum af þeirra völdum.
Veirur, sem valda bráðri
sýkingu, taka á sitt vald alla
efnafræðilega starfsemi
frumanna, sem þær ráðast
inn I og þvinga þær
til aukinnar veirumyndunar.
Með framhaldi slíkra bráðra
smitana geta frumurnar stór-
skaddazt eða tortímzt.
Hægfara veirurnar eru ekki
eins aðfaramiklar við að brjóta
niður eðlilega starfsemi frum-
anna en blunda innan þeirra
þar til eitthvað vekur þær af
dvalanum, t.d. önnur veirusmit-
un, eða eitthvað annað dregur
úr mótstöðuafli sjúklingsins.
Veirur, sem valda bráðum
sjúkdómum geta stundum orð-
ið hægfara. Mislingaveiran get-
ur stundum valdið hægfara eða
hálfbráðri, siggmyndandi heila-
bólgu, sem er að vísu sjaldgæf,
en veldur óbætanlegum
skemmdum á öllu taugakerf-
inu. Sjúkdómurinn kemur
venjulega fram í börnum,
nokkrum árum eftir að þau
hafa fengið mislinga. John L.
Sever, læknir og veirusérfræð-
ingur, telur llklegt að þeir sem
verða mislingum að bráð á
þennan hátt, hafi veiklað, eða á
einhvern hátt gallað ónæmis-
kerfi og af þeim sökum takist
því ekki að vinna á öllum
mislingaveirunum, heldur nái
þær bólfestu í líkamanum og
skjóti síðan seinna upp kollin-
um sem hægvirkar veirur.
Fjölmargar rannsóknir
benda til þess, að heila- og
mænusigg sé veirusjúkdómur,
og síðustu rök hníga að þvl, að
sökudólgurinn kunni einnig að
vera mislingaveira. Heila- og
mænusiggssjúklingarnir hafa
meira mótefnamagn gegn misl-
ingum en samanburðarhópar,
sem fengu mislinga á sama
aldursskeiði. Ennfremur hafa
sumir heilamænusiggssjúkl-
ingarnir hærri gammaglóbúlfn-
gildi í mænuvökvanum —
eggjahvítuefnið, sem ber I sér
mótefnin — sem gefur til
kynna að einhver smitverkun
sé bendluð við sjúkdóminn.
Sú uppgötvun, að hægfara
veirur orsökuðu kuru og CJ,
varð vísindamönnum hvatning
að sprauta dýr með vefjasúpum
úr sjúklingum með ýmsar teg-
undir taugasjúkdóma, til að
komast að raun um hvort hæg-
virkar veirur ættu þar einnig
hlut að máli. Auk heila-
og mænusiggsrannsóknanna
standa nú yfir þess háttar rann-
sóknir á hliðstrengjamænusiggi
með vöðvarýrnun og á lamariðu
(Parkinson), sem lengi hefur
verið bendluð við innflúenzuna
1918—19. Sé þarna um veiru-
sjúkdóm að ræða, standa góðar
vonir til að heppnast kunni
framleiðsla nýrra bóluefna, eða
einhverra lyfja, sem vinni á
hægvirku veirunni, á sama hátt
og hægt er að forða smitunum
af völdum bráðra veirusjúk-
dóma, frændum þeirra.
Bj. Bj. Þýddi.