Morgunblaðið - 30.10.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.10.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1974 13 Stefnuræða brezku stjórnarinnar: Boðar þjóðnýtingu og heimaþing fyrir Skot- landogWales London, 29. okt. AP Reuter. ELIZABET II Englandsdrottning flutti stefnuræðu stjórnar Har- olds Wilsons f dag og setti jafn- framt með viðhöfn 48. þing Bret- lands. Heiztu atriði I ræðunni voru þau, að stjórnin myndi stefna að þjóðnýtingu skipasmfða- og flug- vélaiðnaðarins; að komið yrði á laggirnar nýju þjóðarráði at- vinnuveganna, með það fyrir augum að auka afskipti rfkisins af iðnfyrirtækjum; að gerðar yrðu ýmiss konar endurbætur á velferðarkerfinu og stefnt yrði að nýjum samningum um aðild Bret- lands að EBE, sem sfðan yrðu iagðir fyrir dóm brezku þjóð- arinnar innan árs og henni gefinn kostur á að ákveða, hvort Bretar skyldu áfram eiga aðild að EBE eða segja sig úr bandalaginu. Loks tilkynnti drottning, að stjórnin mundi hefja undirbún- ing þess að komið yrði á heima- þingum f Skotlandi og Wales. Ekkert var um það sagt í ræð- unni, hvenær þjóðnýtingaráform- um stjórnarinnar yrði hrundið i framkvæmd, en það getur orðið hvenær sem er á kjörtímabili hennar. Aðrar helztu ráðstafanir, sem stjórnin hyggst beita sér fyrir, eru eftirfarandi: 0 Komið verði á sanngjarnari skiptingu tekna og auðs, m.a. með sköttun á fjármagni, sem flutt er iHitcheii — potturinn og pann- an Hunt benti á Mitchell Washington, 29. október — Reuter E. HOWARD Hunt, fyrrum leyniþjónustumaður, reyfara- höfundur og fyrirliði innbrots- mannanna I Watergatebygg- inguna viðurkenndi í gær fyrir rétti John Sirica dómara f Watergate-málinu, að hann hefði logið hvað eftir annað, eða a.m.k. tólf sinnum, um kringumstæður og aðdraganda innbrotsins. Hann hefði hins vegar ákveðið að segja nú sannleikann vegna þess að þeir menn sem raunverulega bæru ábyrgðina og fyrir- skipuðu innbrotið væru „ekki lengur áframhaldandi trausts míns verðir.“ Sagði Hunt, að það hefði verið John Mitchell, fyrrum dómsmálaráðherra, sem verið hefði „stóri maður- inn“ á bak við undirróðurs- starfsemina og innbrotið. milli fyrirtækja, og könnun verði gerð á því, hvernig bezt sé að skattleggja stóreignir. Eitt af kosningaloforðum Verkamanna- flokksins var að leggja aukna skatta á þá, sem árlega njóta eigna og tekna, er metnar eru á meira en 240.000 sterlingspund. # Sett verði ný lög um verkalýðs- félög, er auðveldi framkvæmd verkfalla og verkfallsvörzlu. Nixon — sagður á batavegi Long Beach, Kaliforníu, 29. október AP—Reuter Skurðlæknir Richard Nixons, fyrrum Bandarfkjaforseta sagði I dag, að Nixon liði vel eftir skurð- aðgerð sem ætiað var að koma f veg fyrir að blóðtappi í vinstra fótlegg hans kæmist nær hjartanu eða lungunum. Þá kvað John Lungren, einkalæknir Nixons, aðgerðina hafa tekizt vel, og væri Nixon aftur kominn á stofu sfna á efstu hæð Memorial- sjúkrahússins á Long Beach. Er talið að Nixon verði að dveljast þar I vikutfma til viðbótar eftir aðgerðina, og sfðan vera rúm- liggjandi f fjórar til sex vikur vestrænna Brússel, 29. okt. AP. Utanrfkisráðherra Belgfu, Etlenne Davignon, sagði í dag, að hinn 18. nóvember nk. yrði lögð sfðasta hönd á sam- komulag Bandarfkjanna, Japans og nokkurra Vestur-Evrópurfkja um að deila olfubirgðum sfnum hvert með öðru, komi til neyðar- ástands f einhverju rfkjanna vegna olfuskorts. Davignon hefur verið formaður fulltrúanefndar þessara rfkja, sem hefur fjallað um þessa samvinnu rfkjanna, en hugmyndina að henni átti dr. Henry Kissinger, utanrfkisráð- herra Bandarfklanna. # Tryggingabætur verði auknar, þar á meðal fjölskyldubætur og örorkubætur, ellilífeyrir verði hækkaður og öldruðu fólki greitt séptakt jólatillag. # Land, sem þörf er á til hús- bygginga eða annarra fram- kvæmda, verði tekið eignarnámi. Ákvörðun stjórnarinnar um að undirbúa heimastjórn fyrir Skot- land og Wales er i samræmi við kosningaloforð hennar um að taka til greina sivaxandi þjóð- ernishreyfingu þart sem hefur haft veruleg áhrif í síðustu kosn- ingum í Bretlandi. Ráðstafanir þar að lútandi myndu breyta stjórnkerfi Bretlands verulega. Stefnuræðan fékk eðlilega mis- jafnar undirtektir. Ian Mikardo, formaður flokksins, sem telst til vinstri arms hans, fagnaði henni og sagði vinstri menn mqga vel við una, Wilson hefði staðið við þá yfirlýsingu sína að hann mundi ekki svíkja kosningaloforð flokks- ins. Edward Heath, leiðtogi Ihaldsflokksins gagnrýndi hana á hinn bóginn harðlega og sagði hana visa til að auka á sundrungu í brezku samfélagi og við því mættu Bretar sfzt nú, á tímum vaxandi verðbólgu; eining með þjóðinni væri eina leiðin til að berjast gegn þeim vanda. heima. Aðgerðin I dag var af Lungren sögð nauðsynleg, þar eð blóðtapparnir I fótlegg Nixons stofnuðu Iffi hans f hættu. Sagði læknirinn að sett hefði verið fínleg klemma til að loka æðinni að hluta og bægja þannig töppunum frá. Á klemma þessi að vera í æðinni til frambúðar, en ekki væri gert ráð fyrir að Nixon gengi undir fleiri skurðaðgerðir. Fjölskylda Nixons var ekki við- stödd í sjúkrahúsinu í dag, en Pat kona hans var væntanleg. Julie, dóttir Nixons, sagði í dag að lækn- arnir hefðu viljað gera aðgerðina f gær, en þá hefði faðir sinn verið of þreyttur og illa haldinn. iðnríkja Til þessa hafa tólf ríki tekið þátt I viðræðunum um samkomu- lagið og verður næsti fundur þeirra f Brtlssel 8. nóvember. Rfkin eru Bandarfkin, Kanada, Japan, Noregur, Belgía, Holland, Vestur-Þýzkaland, Bretland, Dan- mörk, ttalfa, Irland og Luxem- bourg. Fulltrúar sex annarra rfkja taka einnig þátt í fundinum, 8. nóv., þ.e. Austurríkis, Spánar, Svíþjóðar, Sviss, Astralíu og Nýja Sjálands. Telur Davignon víst, að ljóst verði orðið fyrir 18. nóvem- ber hvaða ríki verði endanlega með í þessari samvinnu og þá verður nánar skýrt frá einstökum atriðum samkomulagsins. Velheppnuð aðgerð á Nixon Síðasta hönd lögð á olíusamvinnusamnmga Björns Olafs- sonar minnzt áAlþingi Við setningu sameinaðs AI- Verzlunarráðs tslands og þingis f gær flutti Guðlaugur Gfslason aldursforseti þingsins eftirfarandi minningarorð um Björn Ólafsson, fyrrverandi þingmann og ráðherra. Þing- menn risu úr sætum f virð- ingarskyni við hinn látna: Björn Ólafsson fyrrverandi ráðherra og alþingismaður andaðist í Borgarspítalanum í Reykjavík 11. október sfðastlið- inn eftir langvarandi sjúkleika, 78 ára að aldri. Björn Ólafsson var fæddur á Akranesi 26. nóvember 1895. Foreldrar hans voru Guðmund- ur útvegsbóndi þar Ólafsson bónda í Einarsnesi í Borgar- hreppi Guðmundssonar og síðari kona hans, Ingibjörg Ólafsdóttir bónda á Bárustöð- um i Andakíl Jónssonar. Á sjötta aldursári missti hann föð- ur sinn og fluttist ári síðar með móður sinni til Reykjavíkur. Á árunum 1908—1916 starfaði hann við póstþjónustu f Reykja- vfk, var sfðasta árið forstöðu- maður bögglapóststofunnar. Verzlunarfulltrúi í Reykjavík var hann 1916—1918 og sfðan stórkaupmaður og iðnrekandi að aðalstarfi. Hann var fjár- mála- og viðskiptamálaráðherra í utanþingsráðuneyti Björns Þórðarsonar 1942—1944, gegndi sömu störfum í ráðu- neyti Ólafs Thors 1949—1950 og var menntamála- og við- skiptamálaráðherra i ráðuneyti Steingríms Steinþórssonar 1950—1953. Alþingismaður Reykvíkinga var hann 1948—1959, sat á þeim árum á 12 þingum alls, en áður hafði hann átt sæti á þrem þingum sem ráðherra í utanþingsstjórn- inni. Jafnframt þeim aðalstörfum, sem hér hafa verið rakin, gegndi Björn Ólafsson ýmsum trúnaðarstörfum á vegum ríkis- ins. Hann átti sæti í innflutn- ings- og gjaldeyrisnefnd 1930—1937, var í samninga- nefnd um verzlunarviðskipti við Bretland 1939, við Banda- ríkin 1941 og við Sovétríkin 1947. Hann var kosinn árið 1940 í milliþinganefnd um gjald- eyrisverzlun og innflutnings- hömlur, 1941 og 1942 i gjald- eyrisvarasjóðsnefnd og 1954 í togaranefnd. 1 júlí 1954 var hann skipaður I endur- skoðunarnefnd laga um lax- og silungsveiði og f janúar 1960 í endurskoðunarnefnd skatta- laga og var formaður þeirrar nefndar. Á árinu 1955 var hann kosinn í okurnefnd. 1 banka- ráði Uvegsbankans átti hann sæti 1957—1968 og var formað- ur bankaráðsins 1965—1968. Björn Ólafsson átti sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur 1922—1928. Hann var í stjórn Fundurinn 18. nóvember verður í París, en þar stendur til að koma á laggirnar nýrri alþjóða- orkustofnun sem hluta af OECD, Efnahags- og þróunarstefnu Evrópu. Búizt var við, að hlutaðeigandi rfki tilkynntu afstöðu sfna til samninganna fyrir daginn í dag, en að sögn Davignons, hefur ekki enn borizt svar nema frá Banda- ríkjunum, Japan, Vestur- Þýzkalandi, Belgíu, Bretlandi og Luxembourg. Hins vegar er vitað, að nauðsynlegar ákvarðanir hafa þegar verið teknar og afgreiddar innan ríkisstjórna Danmerkur og Hollands. Haft er eftir góðum heimildum, að eitt helzta atriði í samkomulag- inu verði, að verði eitthvert rfkj- Félags íslenzkra stórkaup- manna í mörg ár. Aðalhvata- maður var hann að stofnun Ferðafélags Islands 1927, var varaforseti í fyrstu stjórn þess og sfðan forseti þess á árunum 1929—1934. Hann var stofn- andi Bálfararfélagsins og for- maður þess um skeið. Björn Ólafsson stundaði ekki skólanám nema þrjá vetur í barnaskóla. Hann fór ungur að vinna fyrir sér og hóf sjálfstæð- an atvinnurekstur rúmlega tví- tugur að aldri. Hann var sjálf- menntaður með ágætum, og Björn Ólafsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra. starfshæfni hans og starfs- reynsla öfluðu honum sívax- andi trausts, eins og æviferill hans ber glöggt vitni. Fyrirtæki hans á sviði verzlunar og iðnaðar stóðu jafnan á traust- um grunni og efldust jafnt og þétt. Störfum að félagsmálum sinnti hann af heilum hug, og þar sem hann á annað borð lagði hönd á plóginn var ekki slegið slöku við. Skýrast dæmi um það traust, sem hann naut til ábyrgðarstarfa, er val hans í ríkisstjórn, þegar leitað var út fyrir þingsali við val ráðherra á timum heimsstyrjaldar og mikils vanda i viðskipta- og verðlagsmálum. Björn Ólafsson var baráttu- maður fyrir einstakiingsfrelsi og frjálsri verzlun á tslandi. Hann var um langt skeið einn af eigendum dagblaðsins Vísis, skrifaði mikið i blaðið og átti þar vettvang til baráttu fyrir þjóðmálaskoðunum sínum. Oft stóð styr um athafnir hans og framkvæmdir, eins og jafnan verður um slika menn. Hann hélt fast við stefnu sína, var heilsteyptur í hvívetna, einarð- ur og ákveðinn, djarfur og stór- huga. Ég vil biðja þingheim að minnast Björns Ólafssonar með þvi að rísa úr sætum. anna fyrir niðurskurði oliubirgða sem nemur 7% skuli hin ríkin koma til aðstoðar. Líklegt er, að það verði fyrst og fremst Banda- ríkin og Kanada, sem aðstoð geta veitt. Meðal aðildarríkjanna er heldur Htið gert úr þessu sam- komulagi vegna þess fyrst og fremst, að þau vilja ekki hleypa illu blóði i Arabaríkin, sem óttast, að iðnríkin reyni að fylkja liði gegn þeim. Sömuleiðis vilja ríkin fara varlega að Frökkum, sem ekki vilja taka þátt í þessari sam- vinnu, heldur reyna að tefla einir við Arabarikin. Af hálfu frönsku stjórnarinnar hefur hins vegar ekki komið nein mótbá;^ við því, að fundurinn 18. nóven, ber verði i París, né ’egn aðild orkustofnunarinnar að Oc/CD.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.