Morgunblaðið - 30.10.1974, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 30.10.1974, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÖBER 1974 Hafsteinn Björnsson miðill sextíu ára — Á hvítasunnudag árið 1937 stóð lágvaxinn, grannleitur 22 ára gamall maður skelfdur í stofunni á Sólvallagötu 3 fyrir framan hið aldna og þjóðkunna skáld Einar H. Kvaran. Ungi maðurinn var fjósamaður hjá Geir bónda í Eski- hlíð. Hann var kominn heim til Kvarans samkvæmt ósk hans og var nú farinn að sjá eftír því að hafa lagt í þetta stórræði, ófram- færinn og uppburðarlaus. Þetta var Hafsteinn Björnsson. Þegar skáldið hafði boðið Hafsteini sæti, var allt í einu spurt: „Sjáið þér nokkuð hérna inni?“ Hafsteinn stóð á öndinni fyrst í stað, en svaraði svo lágt: „Já.“ „Hvað sjáið þér?“ spurði Einar. „Harald Nielsson,“ svaraði hinn ungi skyggni maður. Þá horfði skáldið beint í augun á Hafsteini og sagði að honum fannst allhvasst: „Hvernig getið þér sannað það?“ Þá var unga manninum öllum lok- ið og hann kom ekki upp orði fyrir ótta sakir. En í því kom Gfslína, kona skáldsins, til hjálpar og sagði: „Eigum við ekki að koma okkur fyrir og reyna fund, pabbi?" En þannig ávarpaði hún jafnan mann sinn. Það var gert, og með því hófst hinn frægi miðilsferill Hafsteins Björnsson- ar. Einar H. Kvaran átti þá ekki nema ár eftir ólifað, en öllum tfmanum sem eftir var, varði hann til þess að þjálfa þennan unga sálræna mann, því hér hafði hann fundið afburðagáfur á þessu sviði. Síðan hefur Hafsteinn verið óspar á að geta þess, að engum manni eigi hann meira að þakka en Einari H. Kvaran. Fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir því, hversu erfið og átakamikil þjálfun miðils er. Hann verður iðulega að þola mikl- ar líkamlegar þjáningar meðan -verið er að „tengja“ hann hinum æðri sviðum. Oft létu Kvarans- hjónin Hafstein gista hjá sér, þeg- ar hann var illa haldinn eftir erfiða fundi, því þá var hann hræddur við að fara heim í ein- manalegt herbergi sitt. Það var honum ómælanleg huggun á þessu erfiða tímabili að njóta verndar þessara þroskuðu hjóna, og þvf hefur hann aldrei gleymt og telur sig aldrei geta fullþakkað það. Nú er Hafsteinn Björnsson sextugur og stendur á hátindi frægðar sinnar. Fyrir tíu árum gaf einn af hans mestu velunnur- um, Jónas Þorbergsson, fyrrv. út- varpsstjórí, honum þennan vitnis- burð: „Af hugrænum eða sálrænum miðlum, sem ég hefi um ævina kynnzt, er Hafsteinn Björnsson langsamlega mestur. Hjá honum hefur þrennt farið saman: I fyrsta lagi frábærir hæfileikar allt frá bernsku. 1 öðru lagi kunn- áttusamleg og vandvirk þjálfun undir handarjaðri Einars H. Kvarans. I þriðja lagi óhvikul, einlæg trúmennska og kostgæfi- legt starf um meira en aldarfjórð- ungsskeið í þágu spíritismanns og ætlunarverks hans fyrir okkur mennina á jörðu hér.“ Hafsteinn Björnsson er umvaf- inn góðum og hlýjum hugsunum frá hvers konar fólki um allt land, því með starfi sínu hefur hann læknað ótal sár, bæði andlegs og líkamlegs 'eðlis. Þakklætið streymir því til hans úr öllum áttum. Fyrir slíkan mann er gott að lifa. Hann verður vafalaust allra karla elztur. Mér dettur þvi ekki I hug að fara að rekja hér i þessari grein æviferil hans. Það liggur ekkert á því. Ég vil heldur í tilefni þessa merkisafmælís hans reyna að sýna stöðu hans sem miðils í dag. 1 bókmenntum Islendinga úir og grúir af frásögnum um dular- full fyrirbæri, allt frá fornritum okkar, sögunum, tii æviminninga einstakra Islendinga á 20. öld. 1 bókaverzlunum fer þeim bókum fjölgandi með ári hverju, sem ein- göngu fjalla um sálræn eða dular- full fyrirbrigði og eru bækur um slíkt efni iðulega metsölubækur. Af hverju sem það kann nú að stafa þá er það sannreynd, að á Islandi ríkir miklu meiri skilning- ur meðal almennings á sálrænum fyrirbrigðum en t.d. hjá bræðra- þjóðum okkar á Norðurlöndum. Hér á landi hafa starfað mjög merkilegir miðlar og huglækning- ar eru stundaðar hér með ótrú- lega góðum árangri. Þar er fyrst og fremst um að ræða lækningar á sjúkdómum, sem læknavisindin hafa gefizt upp á að lækna. Að því er virðist ríkir hér skilningur milli lækna og hinna sálrænu manna, sem reynt hafa að hjálpa sjúku fólki, sem ekki hefur getað fengið bata við venjulega læknis- meðferð. Dulræn fyrirbæri henda sífellt á Islandi, og svo margir lands- menn hafa af þeim persónulega reynslu, að þeir telja sig ekki þurfa að efast um þau. Reynslan hefur beinlínis sannað þeim raun- veruleik þessara fyrirbæra. Hitt er svo annað mál, að menn kann að greina nokkuð á um það, hvert slík fyrirbæri eigi rætur sínar að rekja eða af hverju þau stafi. Þó fer þeim mjög fjölgandi sem fallast á skýringar spíritista á þeim. Haustið 1971 kom hingað til lands blaðamaður frá sænska tímaritinu MIN VÁRLD í þeim tilgangi að reyna að gera Iesend- um sínum í Svíþjóð grein fyrir því, hvað lægi að baki þeirra miklu frásagna sem fóru af dul- rænum fyrirbærum á Islandi og trú landsmanna á þeim. Eftir heimkomuna til Svíþjóðar skrifaði blaðamaðurinn grein með fyrirsögninni: EYJAN ÞAR SEM LÁTNIR LIFA. Blaðamaður segir í henni, að á Islandi sé heimur andanna lifandi raunveruleiki; flestir tslendingar trúi algjörlega á líf að þessu loknu. Furðaði hann sig til dæmis á því, að finna nöfn kunnustu miðla landsins í símaskránni með miðilstitli. Slíkt þekkist víst ekki í Svíþjóð. Telur höfundur að næst- um hvert mannsbarn sé sann- færður spiritisti og veltir því fyrir sér, hvernig á þessu geti staðið. Segir hann, að ef til vill megi skýra þetta að nokkru með hinni hrjóstrugu náttúru landsins og hinum fornu sígildu gullaldar- bókmenntum, sögunum. Þar sé talað um fólk sem „viti“ og „sjái“ og hafi mikil áhrif á gang mála. Segir hann að um allt landið gangi sögur um samband við látna ættingja. Á slíkt sé litið sem næsta eðlilegan hlut og tæpast talið tiltökumál. Þó segir greinarhöfundur að Is- lendingar séu ekki opinskáir í þessum efnum við Svía. Þeir séu taldir vantrúaðir á slíkt. Lands- menn óttist að brigður verði born- ar á frásagnir þeirra og ekkert sárni tslendingi meira én það, að bornar séu lognar sakir á þjóð hans. Hinn sænski blaðamaður taldi sig mjög heppinn að fá að taka þátt I skyggnilýsingafundi, sem haldinn var í Reykjavík, þegar hann var hér staddur. MiðiIIinn var hinn þjóðkunni Hafsteinn Björnsson, en fundurinn var haldinn I kvikmyndahúsi, sem tekur 800 manns í sæti. Eins og vant er, þegar Hafsteinn heldur slíka fundi, var hvert sæti skipað. Hér fer á eftir lýsing blaðamanns- ins á því sem gerðist: „Klukkan niu um kvöldið átti fundurínn að byrja. En klukku- stund áður var hvert sæti skipað. Islendingar höfðu sótt fundinn hvaðanæva af eynni. Þeir komu á jeppum og Landroverum frá af- skekktum bæjum uppf fjöllum. Þeir komu I luxusbílum úr borg- inni og þeir komu í hjólastólum. Gamlar konur síðklæddar, prýdd- ar fallegum sjölum og æskan klædd samkvæmt nýjustu tízku. Hugblærinn var fullur eftir- væntingar. Ljós voru deyfð og einhver tók að leika Mozart á flyg- il. Svo kom Hafsteinn Björnsson inn á sviðið. Það rfkti dauðaþögn f salnum. Aðstoðarmaður hans var bezti vinur hans, þrekvaxinn mað- ur, fyrrverandi skipstjóri. Alllanga stund sat Hafsteinn og hvíldi höfuðið í hendi sér. Svo tók hann að rykkja höfðinu fram og aftur og leit í kring um sig. Við, ljósmyndari minn og ég, sátum á fremsta bekk. Allt í kringum okk- ur óx eftirvæntingin. Svo kom fyrsta nafnið frá miðlinum og einhver meðal fundarmanna hrópaði glaður: „Já, já, ég þekki hann!“ Því fylgdu svo ýmiskonar upplýsingar f einstökum atriðum um hinn látna. Eins og til dæmis að hann hafi haft útstandandi eyru, vörtu á hökunni eða verið tenntur með einhverjum sérstæðum hætti. Stundum brá fyrir fyndni f sam- skiptum hins látna og viðkomandi fundarmanns. Þá brosti miðillinn og fundarmenn hlógu. Það ríkti mikil stemmning. En þó var hún fullkomlega alvarlegs eðlis. íslendingarnir virtust blátt áfram þangað komnir til þess að geta rabbað smástund við látna ættingja og vini. Þeim finnst ekki óeðlilegra að sækja slíka fundi en okkur að fara á kappleik. Fundurinn stóð til miðnættis. Þá reis Hafsteinn á fætur alveg úrvinda ogyfirgaf sviðið. Þrátt fyrir þá erfiðleika sem tungumálið olli mér, komst ég þó með góðra manna hjálp að þeirri niðurstöðu, að Hafsteinn Björnsson hefði þetta kvöld nefnt 162 nöfn og hefði einhver kannast við hvert einasta þeirra. Eina undantekningin var kona, sem nefndi sig önnu. Hana virtist eng- inn kannast við. I mörgum tilfell- um könnuðust fundarmanna við persónur sem „komu í gegn“. Þarf reyndar engan að undra það, því á öllu tslandi eru ekki nema 107.000 manns (rangt, fbúar eru 208.000) og flestir meira eða minna skyldir hver öðrum. Þessi staðreynd getur vitanlega einnig gert auðveldara að beita svikum. En hvað sem því liður hafi hér verið brögð í tafli, hefur það verið framúrskarandi vel skipulagt og framkvæmt samsæri. Er slíkt hægt í viðurvist 800 manna?“ Höfundur endar grein sína í MIN VÁRLD með þessum orðum: „Um allt Island ganga sögur um dularfull fyrirbæri og Is- lendingar líta á þau sem fullkom- lega eðlilegan hlut. Þegar við fórum í þessa blaða- mannareisu vorum við þeirrar skoðunar, að væri maður dauður, þá væri maður dauður. Við vorum fullkomlega sannfærð um það, að samband við framliðna væri hel- ber hugarburður. En þegar heil þjóð trúir? Við töluðum við háttsetta vfsinda- menn; við töluðum við embættis- menn rikisstjórnarinnar. Við töluðum við alþýðu manna. Sjálf- ur veit ég ekki hverju ég á að trúa. En á Islandi ríkir enginn vafi. Þar lifa hinir látnu.“ Það vill svo vel til, að sá sem þetta skrifar, var sjálfur við- staddur framangreindan skyggnislýsingafund og er ljúft að votta það, að lýsing sænska blaðamannsins er rétt svo langt sem hún nær. Það má þó bæta þvf við til skýringar fyrir þá sem ekki hafa verið á slfkum fundi, að þeg- ar blaðamaðurinn talar um „sam- skipti“ milli hins látna og fundar- manns, ber ekki að skilja það svo, að miðillinn komi hér fram sem raddmiðill og fundarmaður heyri þvf rödd hins framliðna beint af vörum miðilsins. Slfkt getur ekki orðið nema miðillinn falli í djúp- trans, en það gerir Hafsteinn ekki á skyggnilýsingafundum; aðeins á einkafundum með fáum fundar- mönnum. Á fyrrnefndu fundun- um sér Hafsteinn hinn framliðna með skyggni sinni, en sérstakur hjálparmaður — einnig framlið- inn og ósýnilegur — aðstoðar miðilinn f sambandi við upp- lýsingar um hinn Iátna og boð þau sem hann vill koma til viðkom- andi fundarmanns. Stundum ligg- ur það einungis f því að reyna að sanna að hann lifi þótt látinn sé. Stundum vill hinn látni láta eftir- lifandi maka eða vandamann gera einhverjar sérstakar ráðstafanir í sambandi við eignir sfnar eða hann beinlínis bendir á hvar hlut- ir eru fólgnir, sem eftirlifandi vandamenn hafa týnt og geta ver- ið mikilvægir t.d. áríðandi skjöl. Sá fundarmaður sem þykist kann- ast við hinn framliðna sem lýst er getur spurt miðilinn ýmissa spurninga, svo sem hvað hann heiti, hvar hann hafi búið, hvaða starf hann hafi stundað, hvernig hann hafi látizt o.s.frv., og leysir miðillinn greiðlega úr þeim spurningum. Þegar talað er um að 162 nöfn hafi komið frá miðlinum, sem ein- hver hafi kannazt við, ber hins að minnast, að hverju nafni fylgja jafnan ýmsar spurningar sem einnig er svarað, þótt þær séu ekki taldar með. Nú kann menn eðlilega að gruna, að hér geti verið um hug- lestur að ræða, og víst gæti það skýrt ýmislegt af öllum þessum furðulegu réttu svörum. En nú hefur það komið fyrir, að fundar- maður telur að miðillinn hafi rangt fyrir sér um eitthvert atriði, t.d. aldur, búsetu, eða dauðdaga hins látna. 1 slikum tilfellum hefur Hafsteinn Björnsson aldrei breytt svörum sínum, heldur haldið því fram að hann færi með rétt mál, en um misminni eða rangar upplýsingar hljóti að vera að ræða hjá fundarmanni í þessu efni. Fallist fundarmaður ekki á það, er hann beðinn að ganga úr skugga um þetta eftir fundinn með því t.d. að bera málið undir aðra kunnuga hinum látna eða þeim sérstöku aðstæðum sem um er deilt. Hefur aldrei brugðizt svo kunnugt sé, að fundarmaður hefur við nánari athugun komizt að raun um, að miðillinn hafði rétt fyrir sér. Slík tilfelli eru alls ekki óalgeng á skyggnilýsinga- fundum hjá Hafsteini. Þar getur því að minnsta kosti ekki verið um huglestur að ræða. Skyggnilýsingafundi hefur Hafsteinn Björnsson ekki nema nokkrum sinnum á ári, en aðal- starf hans sem miðils fer fram á einkafundum með fimm til sjö fundargestum. Andstætt því sem gerist á fyrrnefndu fundunum fellur Hafsteinn i djúpan trans á einkafundum, svo djúpt sekkur vitund hans, að hann hefur að fundi loknum ekki hugmynd um, hvað á honum gerðist. A veturna hefur Hafsteinn slíka fundi reglulega í húsakynn- um Sálarrannsóknarfélagsins í Reykjavík. Sá sem þetta skrifar hefur spurt Hafstein Björnsson, hvort hann viti nokkuð hvað ger- ist, þegar hann missir dagvitund í upphafi fundar. Finnst honum hann vera færður á einhvern annan stað þar sem hann hvílist meðan lfkami hans er notaður af „stjórnendum" hans, þ.e. þeim látnu verum, sem stjórna því hverjir koma í sambandið. Og það er athyglisvert að eftir fund (sem venjulega stendur allt að tveim klukkustundum) vaknar miðill- inn að þvf er virðist hress og endurnærður, þótt talað hafi ver- ið í gegn um hann allan tímann, já, jafnvel sungið! Svo hress er Hafsteinn, aðhannhefur stund um þrjá slíka fundi, hvern á fæt- ur öðrum sama daginn. Þessi stórkostlegi miðill er vitanlega löngu frægur orðinn á Islandi, enda komast miklu færri á fundi hjá honum en vilja. En það sem mestu máli skiptir þó er það, að hafin er visindaleg rannsókn á þessum merkilegu hæfileikum Hafsteins Björns- sonar. The American Society For Psychical Research í New York hefur þegar fengið þennan fs- lenzka miðil þrisvar sinnum til New York til rannsókna. Fara þær að sjálfsögðu fram sam- kvæmt ströngustu kröfum dulsál- fræðilegra vísinda. Rannsóknirnar hafa annazt dr. Ian Stevenson, sem þegar er orð- inn heimskunnur fyrir rannsókn- ir sfnar á endurholdgunar- kenningunni og islenzkur dulsál- fræðingur dr. Erlendur Haralds- son. Þessum vísindamönnum hef- ur fundizt árangur þeirra rannsókna sem þegar hafa farið fram svo athyglisverðar, að þeir hafa óskað eftir áframhaldandi samstarfi við Hafstein i þessum efnum. Telja þeir hæfileika hans mjög merkilega og að sumu leyti sjaldgæfa og hrósa honum fyrir vilja hans til þess að játast fús- lega undir öll þau erfiðu skilyrði sem setja verður í slíkum rannsóknum. Þeir sem áhuga kunna að hafa á að kynna sér þessar rannsóknir má benda á það, að fyrsta skýrslan þeirra dr. Ians Stevensons og dr. Erlends Haraldssonar hefur þegar birzt í The Journal of the American Society For Psychical Research s.l. apríl (Volume 68 Number 2). Þessi skýrsla hefur þegar verið birt á íslénzku, bæði í Morgni, tímariti Sálarrannsóknarfélags Islands og Morgunblaðinu, og verður efni hennar því ekki rakið hér. Ævar R. Kvaran. íslendingar ættu allir að bera höfuðið hátt, því þeir eiga einn einlægasta postula mannkærleika og mannúðar, miðilinn Hafstein Björnsson frá Syðri-Hofdölum í Skagafirði, af svo miklum dreng- skap og hreinskilni hefur hann þjónað mikilvægasta málinu í heimi, hátt á fjórða áratug. Og af þeim sökum elska hann svo marg- ir og dá. Miðilshæfileikar hans eru stórkostlegir, það er mér full- kunnugt af tuttugu ára sitjara- starfi hjá honum. Enginn nú- lifandi miðill hefir brjóstið hans, enginn hjartað eða kærleika hans. Vonandi verða mér ýmsir hæf- ari á þessum degi að skýra enn betur hæfileika hans, svo þjóðin muni. Af öllum miðlum stendur Haf- steinn Björnsson okkur Is- lendingum næst, og erum við f mikilli þakkarskuld við hann. Um Ieið og ég óska Hafsteini til hamingju á þessum tímamótum, þakka ég honum tryggð og vin- áttu frá fyrstu kynnum. Helgi Vigfússon kennari. I dag, 30. október ert þú 60 ára. Ég býst við að blöðin rúmi varla þær kveðjur og þakkir, sem þér berast í dag. Ég vil gjarnan vera meðal þeirra, sem minnast þfn, við höf- um haft svo margt saman að sælda frá fyrstu kynnum, en við sáumst fyrst árið 1937, hjá konu á Laugavegi sem Lilja hét. Prýðileg kona; var hún af sumum nefnd Kransa-Lilja. Ég frétti að þú byggir hjá henni og hefðir þar stundum einka- fundi, og sæi hún um fundina. Ég talaði við Lilju og var það engum vandkvæðum bundið að ég fengi fund, einkafund. Þá varst þú ekki eins eftirsóttur og nú. Þá áttirðu fáa áhangendur, en þó fáeina aðdáendur, sem trúðu á málefnið og voru eins og ég, í leit að framlífi, en að því hefi ég leitað allt frá þeirri tfð, er ég kynnist fyrsta miðlinum Andrési Böðvarssyni, sem hefði orðið bæði mikill og sterkur miðill, ef hæfi- leikar hans hefðu strax f uppvext-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.