Morgunblaðið - 30.10.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.10.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1974 7 Brezhnev Eftir Victor Zorza Jakinn bráðnar — sovézk hláka SAMKOMULAG Bandaríkja- manna og Rússa um að sleppa 60.000 rússneskum Gyðingum á ári er aðeins sá hluti ísjakans sem er sýni- legur. Með því að fallast á skilyrði samningsins hafa valdhafarnir í Kreml gengið að skilmálum, sem ýmsir talsmenn þeirra hafa for- dæmt hvað eftir annað á þeirri forsendu, að þeir jafn- gildi óviðunandi afskiptum af sovézkum innanlandsmálum. Annaðhvort hafa mótbárur þeirra einungis verið samn- ingaaðferð eða þeir hafa verið kveðnir í kútinn. Af hálfu eins hluta sovézka skriffinnskukerfisins voru mótbárurnar vissulega ekki samningaaðferð. KGB hefur með öllu sínu geysivíðtæka kerfi, sem seilist inn á öll svið sovézka ríkisins, og sökum þeirra hagsmuna sinna að viðhalda stalínistisku eftirliti með lífi fólks í Sovétríkjunum beitt öllum tiltækum ráðum til þess að torvelda frjálsa fólksflutninga úrlandi. Leyni- lögreglan KGB hefur vissu- lega verið kveðin í kútinn — en ekki KGB eingöngu. Listamennirnir í Moskvu sem héldu stíft fram rétti sín- um til þess að halda sýningu á nútíma listaverkum og voru barðir niður með grimmd af óþokkum lögreglunnar, sem notaði jarðýtur til þess að ryðja málverkunum í burtu, eru fulltrúar hins „frjáls- lynda" arms sovézka sam- félagsins. Þeir sem gáfu lögreglunni skipun um að láta til skarar skríða voru full- trúar hins íhaldssama arms flokkskerfisins í líki B.N. Chaplins, flokksritarans í Cheremushki-hverfi í Moskvu. Hægt er að halda því fram, þótt það sé ósennilegt, að Chaplin hafi gefið þessar skipanir án þess að ráðfæra sig við æðstu embættismenn flokksins, sem bera ábyrgð á hugsjónafræðilegum hrein- leika í sovézku samfélagi. Hitt er víst að ákvörðunina um að víkja Chaplin úr emb ætti sínu þegar listamönn- unum hafði verið veitt opin- bert leyfi til þess að halda sýningu sína á nútíma lista- verkum var aðeins hægt að taka á æðstu stöðum í flokkn- um. Þetta þýðir að flokksritar- inn, Leonid Brezhnev, hlýtur sjálfur að hafa látið til skarar skríða gegn Chaplin. Þó hafði þessi sami Chaplin skír- skotað til valds Brezhnevs að- eins örfáum mánuðum áður til þess að fordæma í Komm- unist, helzta riti flokksins, þá sem eru nógu afvegaleiddir til þess að vilja breytingar í átt til „frjálsræðis" og „lýð- ræðis". Chaplin var enginn smákarl. í hverfinusem hann réð í Moskvu, er safnað saman á einn stað meiri vtsindaþekkingu en á nokkr- um öðrum stað í Sovétríkjun- um — 60 af helztu vísinda- stofnunum landsins með alls 60.000 manns á launaskrá hafa þar aðsetur. Eins og grein hans sýndi Ijóslega vildi hann að vísinda- mennirnir sem hann hafði pólitíska umsjón með yrðu settir undir strangara hug- sjónafræðilegt eftirlit. Hann tilheyrði augljóslega þeim valdahópi í Kreml er óttast að ef vísindamönnum og lista- mönnum verði veitt það frelsi, sem þeir krefjast, verði grafið undan valdaeinokun flokksins. Síðan Stalín lézt fyrir rúm- um tuttugu árum hafa slíkir straumar öðru hverju gert vart við sig en síðan smám saman horfið þegar íhalds- menn innanlands eða erfið- leikar erlendis hafa fengið Kremlherrana til þess að setja nýjar hömlur á frelsi innanlands. Þessari óreglu- lega þróun hafa alltaf fylgt tilraunir til þess að endur- meta hlutverk Stalíns sjálfs. Hann var táknið sem Nikita Krúsjeff reyndi að rífa niður til þess að leyfa frjálsræðinu að þróast. Nú er orustan aftur hafin á þessum vígstöðvum líka. í grein í Komsomolskaya Pravda, æskulýðsblaðinu, kemur fram gagnrýni á skáldsögu úr stríðinu þar sem herforingjahæfileikar Stalíns eru hafnir til skýj- anna. Þannig hafa allar helztu umræðurnar um pólitískt hlutverk Stalíns og pólitískan arf hans hafizt. Birting greinarinnar getur aðeins táknað að þeir sem vilja endurvekja umræðurnar — og áhrifin sem þær geta haft á þróun í átt til frjáls- ræðis og lýðræðis — telja að tíminn sé hentugur. Þetta eru aðeins nokkur þeirra sólarmerkja sem hníga í sömu átt og nýja samkomu- lagið um að leyfa Gyðingum að flytjast úr landi og gefa til kynna að samningur Kremlar og Hvíta hússins sé ekki ein- angrað fyrirbæri. Sambandið á milli Gyðingamálsins og viðskipta- og lánaívilnana þeirra sem Rússum verða veitt liggur í augum uppi og í þessu felst að samband er einnig á milli þess og Moskvuferðar dr. Kissingers. Þegar dr. Kissinger fór til Moskvu í marz hélt hann því fram að hann mundi ná stór- kostlegum árangri. En veru- leiki stjórnmálaástandsins í Kreml eins og álykta mátti af könnun á sovézkum blöðum olli því að höfundur þessarar greinar hélt því fram að hann ætti að búa sig undir fyrsta ósigur sinn á vettvangi alþjóðastjórnmála. Hinn stór- kostlegi árangur varð ekki að veruleika. Sams konar athugun nú gefur til kynna að hið póli- tíska andrúmsloft í Kreml hafi breytzt nógu mikið til þess að núverandi ferð hans geti borið árangur að því leyti að áfram þoki í samkomu- lagsátt f SALT-viðræðunum og ef til vill í átt til samkomu- lags um smá-toppfund eftir heimsókn Fords forseta til Japans í næsta mánuði. Kannski er það ekki tilviljun að Brezhnev hefur gert ráð- stafanir til þess að heim- sækja Ytri-Mongólíu skömmu eftir að Ford heimsækir Japan. Þeir gætu kannski rekizt hvor á annan einhvers staðar í Austurlöndum fjær. Unglingspiltur óskast i sveit 14—15 ára. Upp- lýsingar i sima 42133. Til sölu er á sama stað Sérvis þvottavél. Eldri gerð. Verð 4500.—. Kona óskast Kona óskast á prjónastofu hálfan eða allan daginn. Uppl. i sima 10536. Til sölu Bronco árg. '73 8 cyl. með vökva- stýri. Skipti möguleg á ódýrari bil. Upplýsingar i síma 37831 eftir kl. 1 9.30 á kvöldin. R afstöð 15 kw til sölu. Upplýsingar i simum 99- 1399 og 99-1215. Jólaföndur fyrir 4ra—6 ára frá 1. nóv. — 1 5. des. Elín Jónasdóttir, Miklu- braut 86, simi 10314. Sambyggð trésmiðavél. hjólsög, hefilbekkur og fleira til sölu. Upplýsingar i síma 99-1 399 og 99-1 21 5. Óskum eftir afgreiðslu- stúlku á aldrinum 25—35 ára. Þarf að hafa áhuga fyrir listmunum. Tilboð sendist Mbl. merkt: „4453". Hafnarfjörður Til leigu 2ja herb. ibúð i fjölbýlis- húsi við Álfaskeið. Tilboð sendist i pósthólf 234 Hafnarfirði. Brúðarkjólar Tveir mjög glæsilegir brúðarkjólar til sölu. Einnig tveir stuttir síð- degiskjólar. nr. 36—40. Upplýs- ingar á saumastofu Gróu Guðna- dóttir sími 101 16. Stúlka með barn óskar eftir ráðskonustöðu á fá- mennu heimili í Reykjavik. Uppl. í síma 52291 milli kl. 8 —10 á kvöldin. Oldsmobile — Toranado Til sölu er Oldsmobil árg. '68 i toppstandi með framhjóladrifi, út- varpi og sérbyggðu 8 rása stereo- tæki. Selst gegn 3ja til 5 ára skuldabréfi. Uppl. í síma 84244 —- 8501 5. Innréttingasmíði Smiðum eldhúsinnréttingar, klæðaskápa ofl. Tilboð eða tíma- vinna. Fljót og góð afgreiðsla. Uppl. i smiðastofunni Hringbraut 41 á daginn og i síma 16517 á kvöldin. Til sölu ný, glæsileg 4ra herb. ibúð í fjöl- býlishúsi. Sérherb. i kjallara fylgir. Fasteignasala Vilhjálms og Guð- finns, Vatnsnesvegi 20, simar 1263 og 2890. Til sölu Bolinder Munter bátavél 65 hesta. upp. i sima 81 64 Stykkishólmi. Frimerkjasafnarar Sel islenzk frimerki og FCD-útgáfur á lágu verði. Einnig ertend frimerki og heil söfn. Jón H. Magnússon, pósthólf 337, Reykjavik. Hálfir grisaskrokkar Nýslátraðir grísaskrokkar, skorið, hakkað og merkt eftir óskum kaup- anda. 488 kr. kg. Kjötmiðstöðin Laugalæk, simi 35020. Ný grind í rússajeppa Gas 69 til sölu. Upp- lýsingar í síma 6727, Hellissandi, á kvöldin. Hálfir nautaskrokkar úrvals nautakjöt i hálfum skrokk- um tilbúið i frystikistuna. 397 kr. k9- . Kjötmiðstöðin, simi 35020. Mussur, dömuskyrtu- blússur, herraskyrtur seldar beint af lager til verzlana. Þekktur framl. Tilb. merkt: „3577", sendist Herming Annonce, Reklame Bureau, Brek- gadi 1 5, DK 7400 Hern g, Dan- mark, Keflavík til sölu fokheldar 3ja herb. ibúðir, múrhúðaðar að utan. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Fasteignasala Vilhjálms og Guð- finns, Vatnsnesvegi 20, simar 1263 — 2890. Tvinninn sem má treysta. Hentar fyrir allar gerðir efna. Sterkur — lipur. Óvenju mikið litaúrval. DRIMA — fyrir öll efni Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson &Coh.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.