Morgunblaðið - 13.11.1974, Síða 21

Morgunblaðið - 13.11.1974, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1974 21 J Evelyn Anthony: LAUNMORÐINGINN Jöhanna v Kristjönsdóttir þýddi , 47 hennar til Freemont, var annar af okkar mönnum aó yfirheyra hús- vörðinn þar sem hún býr. Og það kom í ljós að maður hafði búið hjá henni um hríð, en hann fór í burtu sama morgun og hún kom hingað að tala við mig. Daginn eftir að vinur vor King kom heim úr Evrópuferðinni. — Hvað gerum við þá næst? spurði Mathews. Honum var órótt innanbrjósts, en hann fann bærast með sér reiói. Hann hafði aldrei talið Elizabethu heimska, langt i frá, honum fannst hún greind, ljúf og falleg. En að hún hefði getað leikið svona illþyrmis- lega á hann og lifði i harðsvir- uðum, miskunnarlausum heimi! Það var ofvaxið skilningi hans, að henni hefði tekizt að blekkja hann svona gersamlega. Og honum gramdist ef svo væri. En allt benti til, að hún væri flækt í málið. Leary hafði á réttu að standa, hann hafði sagt frá byrjun, að hún drægi eitthvað undan og það hafði nú komið í ljós. — Mig langar að ná í hana og koma með hana hingað, sagði hann snögglega. — Þess vegna vakti ég þig, sagði Leary. — Nú er klukkan að verða hálffjögur þú getur farið heim, hresst ögn upp á þig og verið kominn til Freemont um morgunverðarleytið. — Þeir eru með verði við hliðið, sagði Mathews. — Hún hlýtur að leggja blessun sína yfir að þér verði hleypt inn. Ef hún er á þeirra bandi, hlýtur henni að vera áfram um að vita, hvað þú vilt. Ef ekki, þá kemur hún með þér. Reyndu að fá hana til að koma með þér frá Free- mont. Mathews horfði á yfirmann sinn. — Eg bið um fá að tala við hana í einrúmi i eina klukkustund eða svo, sagði hann. — Eg gæti farið með hana heim til min. Ef ég get ekki sannfært hana, þá getur þú tekið við. En mig langar að fá að reyna. — Og hver er ástæðan, Peter? Viðkvæmni? — Þú ættir að þekkja mig nógu vel til að vita að svo er ekki. En mér finnst hún hafa blekkt mig. Og mér fellur það ekki. Leyfðu mér að tala við hana fyrst. — Þá segjum við þaó. Hringdu til min og láttu mig vita, hvernig gengur. Nú veróum við að leggja allt kapp á að fá að vita, hver maðurinn var, sem bjó í ibúð hennar. — Mér sýnist vera svo margir angar á þessu máli, sagði Mathews — og allt virðist renna út i sandinn og ekki er hægt að fá botn i neitt. — Ekki segi ég það nú. Leary teygði úr sér makindalega og geispaði. Hann greip kaffikönn- una en hún var tóm. — Ýmislegt er að skýrast. King fer til Beirut og tekur með sér Elizabeth Cameron til að beina athyglinni frá sér. Þegar hann skilur við hana, fer hann rakleitt á fund Druets, sem við þekkjum fullvel. I Líbanon liggja leiðir Eliza- bethar og einhvers manns saman og hann kemur með henni til Bandarikjanna. Eftir því sem við vitum bezt er hún ekki beinlínis sú manngerð sem hefði orðið yfir sig hrifin af einhverjum kauða og tekið hann með sér til að geta | sofið hjá honum í íbúðinni sinni. Það er sem sagt allt annar til- gangur með því. En hún heldur öllu leyndu fyrir okkur samt, þegar við tölum við hana, meira að segja eftir að ég sagði henni frá flugslysinu. Og henni var brugðið, Pete, það get ég sagt þér. Hún bauð mér höfuð Eddi King á VELVAKANDI Velvakandi svarar ( síma 10-100 kl. 1 0.30 — 11.30, frá rfiánudegi til föstudags. 0 Vetrarúðun trjáa Garðyrkjumaður hringdi til Velvakanda í sambandi við klausu I dálkunum nýlega um vetrarúðun trjáa. Hann sagðist vilja vara við þessari úðun af tveimur ástæðum. I fyrsta lagi mætti aðeins úða lauftré með því efni, sem notað er, ef það lenti á barrtrjám gæti það verið þeim hættulegt, jafnvel svo, að þau dræpust. I öðru lagi, ef það lenti á bilum, leysti það upp lakkið á þeim. Kvaðst hann vita um skaða- bótamál vegna slíkra skemmda. Þá sagði hann, að skiptar skoð- anir væri um, hvort skynsamlegt væri að klippa tré strax i byrjun vetrar. Sjálfur teldi hann heppi- legra að bíða með það þar til síðari hluta vetrar, og það væri álit flestra garðyrkjumanna. # „Sáþáekki sína menn svo hann sló þá líka“ Þetta bréf er frá Akranesi, og hefur bréfritari sjálfur sett sér fyrirsögn: „Það eru ekki útgerðarmcnn, sem um er að ræða, þegar ráðstaf- anir eru gerðar af hinum ýmsu ríkisstjórnum til þess að halda sjávarútvegsframleiðslunni gang- andi. — Þegar gengið hefur verið of nærri henni fjárhagslega með margs háttar óraunhæfum kröf- um og arðráni, kemur að það að skila verður aftur hluta rányrkj- unnar. — Þessi fyrirtæki, sem ýmist eru rekin af samvinnufélög- um, sameignarfélögum, hlutafé- lögum, bæjarfélögum og einstakl- ingum eru misjafnlega illa stæð, eftir þvi hvar þau eru I sveit sett, eða við sjó sett. Fiskigöngur hafa raunar mikil áhrif á afkomuna. — Þessa örðugleika og ráðstafanir notar Þjóðviljinn og sumir Alþýðubandalagsáhangendur til árása á ,,útvegsmenn“. — Þeir ala á stéttaskiptingu, vitandi það, að hin aldna og úrelta kenning þeirra þróast ekki nema öfund og ósamlyndi riki í þjóðfélaginu. — En i þessari hatrömmu baráttu sjá þeir ekki sína menn. — Það eru nefnilega nokkuð margir sjó- menn, sumir fyrrverandi kjósend- ur þeirra, sem hafa myndað sam- lög um skipakaup og atvinnu- rekstur i landi I sambandi við þau. / HJÞ.“ % Afritarinn Magnús prúði Skúli Ólafsson, Klapparstíg 10, Reykjavík, skrifar: ,,Dr. Jón Helgason flutti fyrir skömmu mjög fróðlegt erindi um Magnús prúða og þýðingar hans á 2 bókum, eftir þýska lögfræðinga, sem gerðust frumhverjar I samn- ingu rita á þýsku, í siðfræði og rökfræði (áður voru slík rit jafn- an á latínu). Þessir höfundar urðu að taka upp fjölda nýyrða, i stað latneskra fræðiheita, og eins varð Magnús prúði að aðlaga þessi fræðiheit að íslensku. Magnús þýddi eða reyndi að þýða textann frá orði til orðs, og dr. Jón furðar sig á þessum vinnubrögðum Magnúsar prúða, og eins á efnis- valinu, og honum blöskrar, að Magnúsi dytti í hug að þessar þýsku langlokur yrðu gefnar út á prenti hér á landi I þýðingu Magnúsar. Magnús ánafnaði þjóð- inni þýðingar sinar. Þýðing og prentun bibliunnar hefur augljóslega átt sinn þátt i, að Magnús hefur talið þýsk fræði- rit eiga erindi til Islendinga, og hann hefur ekki sleppt neinu eða aukið við, frekar en um biblíuþýð- ingu væri að ræða, ekki einu sinni áskorun höfundar að forðast orð, sem byrja á ph. Ávörp til keisara (Maximilians) og erkibiskups, með tilheyrandi titlatogi, telur dr. Jón eitt af því fáránlegasta í þýð- ingu Magnúsar, þar sem Magnús sleppir ekki einu sinni ávarps- romsunni til biskupsins „kæri móðurbróðir", en höfundur var að koma skyldleika sinum við til- tekinn biskup á framfæri. Magn- ús afritaði hluta Flateyjarbókar og m.a. tók hann upp latinutexta af spássiu, þó að ein misritun þar bendi til, að hann hafi ekki verið latinulærður. Magnús er allt að einu mjög traustur afritari og sama máli hefur gegnt um afrit- ara Islendingasagna marga hverja. Þessi ávarpsorð til keis- ara og erkibiskups voru ekki eins fánýt og dr. Jón telur, þar sem Islendingar urðu oft að senda þjóðhöfðingja beiðni um lifsnauð- synjar sínar t.d. „snæri“ og und- anþágubeiðnum frá gildandi hjúskaparlögum, vegna of náins skyldleika höfðingjaættanna rigndi yfir erkibiskup og jafnvel páfann sjálfan. Magnús prúði var uppi á þeim tíma, þegar prentun bóka hófst á íslandi. Bókagerð hófst þá að nýju hér á landi, eftir hálfrar annarrar aldar hlé. Bókasala til Noregs lagðist niður þegar Noreg- ur varð hjálenda Danmerkur upp- úr 1380. Allur kristinn dómur í Skálholtsbiskupsdæmi var lítt standandi eftir að Michael (danski) rak fjölda presta úr embætti, en hann fór úr landi 1389 ásamt fjölda útlægra presta, sem studdu hann. í Hólabiskups- dæmi lifðu 3 prestar eftir svarta- dauða 1402—6, og mikill auður safnaðist á fárra manna hendur eftir 1406 þ. m. t. bækur. Latínu- lærðir menn voru aðeins litið brot af þvi, sem verið hafði á Islandi til 1389. Þetta munu vera ástæð- urnar til þess, að svo skyndilega tók fyrir islenska bókagerð eftir 1400. Kynnin af enskum fyrir- mönnum á ensku öldinni (1400—1500) voru ekki uppörv- andi, þar sem þeir stærðu sig af ólæsi sínu. A dögum Jóns Arasonar, sem ekki var latínulærður frekar en-Magnús prúði, hófust samskipti við Þýskaland, og má vel vera, að Magnús prúði, sem var mágur Björns Jónssonar Arasonar hafi verið kunnugur þeim samskipt- um, og orðið þess vegna liðtækur i þýsku, en þýðingar hans fundu engan hljómgrunn hjá íslending- um m.a. vegna þess, að útúrdúrar þýskra fræðimanna eru svo gjör- ólíkir af þvi, sem íslendingar áttu að vengast i íslendingasögunum sem einkennast af stuttu og kjarnyrtu máli. Skúli ÓIafsson.“ • Níðztá unglingum Það er stórt orð Hákot, en bréf- ritari, sem skrifar undir heitinu „unglingur í Reykjavik“ virðist af fyrirsögninni dæma ekki vera í vandræðum með að velja sér orð við hæfi. En hér kemur bréfið: „Ég vona, að þið í Velvakanda gefið þessu bréfi rúm, þvi að lengi hef ég ætlað að skrifa ykkur þótt aldrei hafi orðið af því. Þannig er mál með vexti, áð ég sá I blöðunum 5. nóvember, að þá félli niður Lög unga fólksins, en í staðinn kæmi útvarp frá Alþingi. Þetta hefur gengið svona til lengi, að ein- hverjir hundleiðinlegir þættir koma í staðinn fyrir þætti ungl- inganna. Þetta frá Alþingi er aðallega fyrir fullorðið fólk og þess vegna ættu einhverjir þættir, sem ætlað- ir eru fullorðna fólkinu, að víkja frekar en þættir unglinga. Lög unga fólksins eru ekki of oft, svo að mér finnst algjör óþarfi að fækka þeim, heldur finnst mér, að það ætti að fjölga þeim. Unglingarnir eru lítilsvirtir á þennan hátt, og það endar með þvi, að maður verður að gera eitt- hvað róttækt í þessu máli. Unglingur i Reykjavfk." Alþingisumræður ættu nú reyndar ekki síður að vera fyrir ungt fólk en gamalt. Hafi ungling- urinn okkar hlýtt á þessar um- ræður, gætum við trúað, að hann hafi haft af því nokkra skemmt- un, — sum atriðin voru frábær, bæði sem sálfræðilegt rannsókn- arefni og skemmtiefni, og er þar sérstaklega átt við úttektina, sem Ölafur Ragnar Grfmsson gerði þar á samskiptum sinum við Framsóknarflokkinn. í von um, að unglingurinn hafi jafnað sig á mótlætinu bendum við sem sagt á, að útvarpsumræð- ur frá Alþingi eru oft býsna skemmtilegar. 03^ SIGÆA V/öGA 8 1/LVtRAN 20. skákin ÞEGAR 20. einvfgisskák Karpovs og Kortsnojs lauk með jafntefli bar flestum sérfræðingum saman um, að nú hefði Karpov svo gott sem tryggt sér sigur. Kortsnoj, sem er harður baráttumaður, virðist þó hafa verið á annarri skoðun og f 21. skákinni blés hann snemma til sóknar. 1 12. leik urðu Karpov á óskiljanleg mis- tök, leik eins og 12. Hb8 leika ekki aðrir en snillingar eða byrj- endur. Kortsnoj var fljótur að notfæra sér mistökin og þegar Karpov gafst upp eftir 19. leik hvfts var staðan hans gjörsamlega vonlaus. Hvítt: V. Kortsnoj Svart: A. Karpov Drottningarindversk vörn. 1. d4 — Rf6, 2. Rf3 — e6, 3. g3 — b6, 4. Bg2 — Bb7, 5. c4 — Be7, 6. Rc6 — 0-0, 7. Db2 — c5, 8. d5 — exd5, 9. Rg5 — Rc6, 10. Rxd5 — g6, 11. Dd2 — Rxd5, 12. Bxd5 — Hb8???, 13. Rxh7 — He8, 14. Dh6 — Re5, 15. Rg5 — Bxg5, 16. Bxg5 — Dxg5, 17. Dxg5 — Bxg5, 18. o-o — Bxc4, 19. f4 — gefið. Kortsnoj mætti vígreifur til leiks f 20. einvígisskákinni og brá nú út af vananum, svaraði 1. e4 með e5 i stað frönsku varnarinn- ar, og beitti sfðan einu tvfsýnasta afbrigði spánska leiksins, 4. — 15. Staðan varð fljótt spennandi, en f miðtafiinu urðu mikil uppskipti og þegar skákin fór i bið virtist jafnteflið blasa við, þótt Karpov hefði að víu peði meira. Hvftt: A. Karpov Svart: V. Kortsnoj Spænskur leikur. 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — f5, 5. d4 — exd4, 6. e5 — Bc5, 7. o-o — Rge7, 8. Bb3 — d5, 9. exd6 — Dxd6, 10. Hel — h6, 11. Rbd2 — b5, 12. a4 — Bd7, 13. axb5 — axb5, 14. Hxa8 — Bxa8, 15. He6 — Dd7, 16. De2 — d3, 17. cxd3 — Kd8, 18. Rfl — He8, 19. Rg3 — Rd4, 20. Rxd4 — Bxd4, 21. Be 3 — Bxe3, 22. Dxe3 — Bd5, Bxd5 — Rxd5, 24. Hxe8 — Dxe8, 25. Dd4 — Dd7, 26. h4 — Kc8, 27. Kh2 — f4, 28. Re2 — Df7, 29. De4 — c6, 30. Rd4 — Df6, 31. Rxb5 — Dxh4, 32. Kgl — De7, 33. Rd4 — Df6, 34. Df5 — Dxf5, 35. Rxf5 — Rb4, 36. d4 — Rd3, 37. Rxg7 — Rxb2, 38. Rf5 — Kd7, 39. Rxh6 — Ke6, 40. Kfl — Kd5, 41. Rf5 — Ke4, 42. Re7 — Kxd4, 43. Rxc6 — Ke4, 44. Ke2 — Rc4, 45. f3 og svartur lék biðleik, Kd5, 46. Rb4 — Ke5, 47. Rc2 Kf5, 48. Kd3 — Re5, 49. Kd4 — Rg6, 50. Kd5 — Rh4, 51. Rel — Rg6 jafntefli. DAGBÓK VIDSKIPTANNA 1975

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.