Morgunblaðið - 01.02.1975, Síða 3

Morgunblaðið - 01.02.1975, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1975 3 Frá verðlaunaafhcndingunni fyrir kvenskákmótið. Ljósm. EB. Guðlaug Þorsteinsdóttir fyrsti kvenskákmeistarinn -48 konur stofnuðu kvennadeild TR EINS OG flestir bjuggust við varð Guðlaug Þorsteinsdóttir sigurvegari f fyrsta kvenskák- mótinu, sem haidið hefur verið hér á landi. Hún bar sigur úr býtum á Kvenskákþingi Reykjavíkur, sem lauk ( fyrra- kvöld. Hlaut Guðlaug 6H vinning af 7 mögulegum og titilinn „Kvenskákmcistari Reykjavlkur 1975“. Þá var ( fyrrakvöld stofnuð kvenna- deild innan Taflfélags Reykja- víkur og gerðust 48 konur stofnfélagar, en þess má til gamans geta, að þegar TR var stofnað fyrir 75 árum stóðu 28 karlar að stofnun félagsins. Sjöunda og síðasta umferðin á Kvenskákþinginu var tefld í fyrrakvöld. Leikar fóru þannig, að Guðlaug sigraði Astu Gunn- steinsdóttur og tryggði sér þar með 6W vinning og þar 'með titilinn. I öðru sæti varð Birna Nordahl með 5V4 vinning og í 3.—5. sæti þær Ölöf Þráins- dóttir, Áslaug Kristinsdóttir og Guðríður Friðriksdóttir með 5 vinninga. Guðlaug hlaut að launum fagran farandbikar, gefinn af Nestihf., auk minni bikars, sem hún vann til eignar. Þær, sem hrepptu 2. og 3. sætið fengu einnig litla bikara til eignar, en þær sem hrepptu 4. og 5. sætið hlutu verðlauna- peninga. Alls voru þátttakend- ur 22 á þessu fyrsta kvenskák- móti sem haldið hefur verið hérlendis. Að taflmennsku lokinni i fyrrakvöld var haldinn stofn- fundur kvennadeildar TR. Mættar voru 57 konur á öllum aldri. Var kosin undirbúnings- nefnd, og hlutu kosningu þær Ólöf Þráinsdóttir, Asta Gunnlaugsdóttir, Sjöfn Kristjánsdóttir og Guðríður Friðriksdóttir. Er ákveðið að hafa fyrst um sinn fasta æfingatíma fyrir konur i skák- heimili TR á hverju fimmtu- dagskvöldi. Heimir Þorleifsson, Guðni Guðmundsson og Ólafur Hansson skoða gamlar skólamyndir, en elzta skólamyndin er frá árinu 1888. Saga Menntaskólans 1 Reykjavík: Fyrsta bindi væntanlegt í haust HAFINN er undirbúningur að út- gáfu sögu Menntaskólans ( Reykjavík, og er gert ráð fyrir, að fyrsta bindi hennar komi út næsta haust. Alls er ætlað að sag- an verði í þremur bindum. Það er Sögusjóður Menntaskólans ' ( Reykjavík, sem stendur fyrir út- gáfunni, en sjóðurinn var stofn- aður ( fyrra. Stofnfé sjóðsins er hálf milljón króna, — gjöf frá afmælisárgöng- um áranna 1934, 1939, 1944, 1949, 1954 og 1959, en sjóðurinn hefur þann tilgang að láta skrá og gefa út sögu skólans í tilefni af 130 ára afmæli skólans, sem er árið 1976. I stjórn sjóðsins eiga sæti þau Ölafur Hansson prófessor og Þor- björg Bjarnar, sem tilnefnd voru af gefendum, og Guðni Guð- mundsson rektor, og er hann for- maður sjóðsstjórnar. Heimir Þorleifsson mennta- skólakennari hefur verið ráðinn ritstjóri verksins. Allmikið efni er nú til í hand- riti, þ.á m. er ritgerð um reglu- gerðir skólans, námsefni og náms- tilhögun, sem Kristinn heitinn Ármannsson rektor skrifaði í til efni 100 ára afmælis skólans árið 1946, en þá var ætlunin að saga skólans kæmi út í bók. Af því varð þó ekki, sennilega vegna fjár- skorts, að því er Guðni Guð- mundsson tjáði fréttamönnum á fundi s.l. fimmtudag. Af öðru efni fyrsta bindis má nefna, að birtar verða myndir af öllum stúdents- árgöngum hingað til, þ.e.a.s. þeim, sem myndir eru til af. Þeg- ar hefur mikið starf verið unnið við að útvega myndir af árgöng- unum 1890,1892, 1893,1894, 1895, 1896, 1900, 1901, 1906, 1907, 1908, 1913, 1918, 1921, 1937 og 1938. Það er áskorun útgefanda, að gamlir nemendur og/eða ættingj- ar þeirra, svo og aðrir, er kynnu að hafa myndir af þessum árgöng- um í fórum sínum, geri nákvæma leit hjá sér og láti skólanum í té þær myndir, sem þannig kynnu að koma í leitirnar. Þá kom fram, að skólanum er Framhald á bls. 20 Allt að2000krónur fyrir 50 kr. pening MIKIL eftirspurn er orðin eftir 50 króna peningum slegnum árið 1973. Verðgildi peningsins hefur margfaldazt og segir Ragnar Borg ( þætti sinum „Mynt“, sem birtist Kona slasast KONA slasaðist mikið þegar hún varð fyrir fólksbifreið á Borgar- túni um kl. 8 ( gærmorgun. Var konan flutt á slysavarðstofuna og reyndist hún vera fót- og hand- leggsbrotin, auk þess sem hún hafði hlotið áverka á höfði. Bifreiðin var á leið vestur Borgartún en konan var á leið norður yfir götuna, á móts við Borgartún 3. Maður stóð á syðri gangstéttinni við Borgartún, og er talið að hann hafi orðið vitni að slysinu. Það eru eindregin tilmæli rannsóknarlögreglunnar, að þessi maður gefi sig fram sem allra fyrst. á bls. 13 i dag, að peningurinn sé nú 1000 króna virði og liklega allt að 2000 króna virði ef hann sé ónotaður. Peningarnir eru enn i umferð og fóru síðustu 4 þúsund eintökin i umferð i desembermánuði sl. Hversu sjaldgæfir peningarnir eru samt orðnir má marka af því, Framhald á bls. 20 lltvegsmenn ræða ástandíð á mánudag LANDSSAMBAND (slenzkra út- vegsmanna efnir til aukafundar að Hótel Loftleiðum næstkom- andi mánudag og hefst hann kl. 14. Fundinn átti upphaflega að halda fyrir 10 dögum en m.a. vegna mikilla samgönguerfið- leika óskuðu margir fulltrúar ut- an af landi eftir frestun fundar- ins. Svo sem kunnugt er rikir nú mikil óvissa um afkomu allrar út- gerðar í landinu, bæði vegna lausra kjarasamninga og, þó miklu fremur að mati útgerðar- manna, vegna þess að rekstrar- grundvöllur hennar er brostinn. Kemur það m.a. fram i því að fiskverð, sem liggja átti fyrir um áramót, hefur enn ekki verið ákveðið. Fundurinn mun fjalla um þessi mál. Formaður LIÚ, Kristján Ragnarsson, tjáði Morg- unblaðinu, að hann myndi á fund- inum skýra i einstökum atriðum frá úttekt þjóðhagsstofnunar á stöðu sjávarútvegsins en sú úttekt liggur nú fyrir. Vegir ruddir í góðviðrinu í gær MJÖG gott veður var um land allt ( gær og notaði Vegagerð ríkisins tækifærið og reynt var að ryðja snjó af vegum alls staðar, þar sem sllkt var unnt, en vegna þess að hvergi hefur gert hláku og snjór- inn því þurr mátti jafnvel búast við talsverðum skafrenningi og þv( var óvíst að vegir héldust opn- ir ( nótt og getur raunar það yfir- lit, sem hér fer á eftir, verið gjör- breytt, þegar lesendur fá Morgun- blaðið (hendur. í gær var fært frá Reykjavík í Borgarfjörð og vegir voru færir á Snæfellsnesi, en þar var þó ótrygg færð vegna skafrennings. Fært var um Heydal, um Skógar1 strönd og til Búðardals. Öfært var vestan Búðardals, svo og um Svínadal, en í gær voru bílar að- stoðaðir fyrir Klofning. Þá var ófært fyrirGilsfjörð i gær. Út frá Patreksfirði var fært suður á Barðaströnd og einnig var fært yfir Hálfdán til Bíldudals. Holtavörðuheiói var fær í gær, þar sem snjó var mokað af vegin- um yfir hana i gærmorgun. Mest- ur er snjórinn á sunnanverðri heiðinni eða í ofanverðum Norðurárdal. Þar var í gærkveldi kominn talsverður skafrenningur og útlit fyrir að vegurinn myndi lokast jafnskjótt og snjómoksturs- tæki hyrfu þaðan í gærkveldi. Fært var til Sauðárkróks, en i Húnavatnssýslum og á Vatns- skarði var talsverður skaf- renningur og aðeins fært stórum bílum. Mokstur á leiðinni til Siglufjarðar hófst í gær, en veður var aó spillast með kvöldinu í gær og var þvi vafasamt að nokkur not kæmu að þvi verki. Oxnadalur hafði ekki í gær verið ruddur, en fært var frá Akureyri til Ólafs- fjarðar fyrir stóra bíla og stórum bilum var einnig fært frá Akur- eyri til Húsavíkur, um Tjörnes og allt til Kópaskers. Ástandið á öllu þessu svæði er þó ótryggt, þar sem allt mun lokast ef hreyfir vind og skafrenningur verður. Á Austurlandi er það að segja, að Fagridalur var ófær og hafði færð spillzt þar í fyrrinótt. Var fyrirhugað aó ryðja Fagradal í morgun, en það reyndist ekki unnt i gær, þar sem bráðnauðsyn- legt var að ryðja snjó af veginum frá Egilsstöðum að Lagarfljóts- virkjun en þangað þurfti að koma tækjum vegna virkjunarfram- kvæmda. Fært var i gær milli Reyðar- fjarðar og Eskifjarðar og mokað var í gær frá Reyðarfirði til Fáskrúðsfjarðar og átti að halda þvi verki áfram í nótt. Þá var ófært suður undir Djúpavog, Lónsheiði var ófær, en fært var um nágrenni Hafnar í Hornafirði i Suðursveit. Breiðamerkursand- ur var ófær, en Mýrdalssandur opnaðist í gær. Var þvi fært til Víkur i Mýrdal. Hlíf — 1975 AF GEFNÚ tilefni skal tekið fram, að í auglýsingu verka- mannafélagsins Hlffar i blaðinu í gær um tillögur um trúnaðar- menn og uppstillingarnefnd sem liggja frammi að þar er að sjálf- sögðu átt við árið 1975.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.