Morgunblaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 5
1 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. FEBRUAR 1975 Örn Snorrason, Hrísey: Mitt eða þitt haf — Hver á Húnaflóann? Því hefur verið haldið á loft af stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokksins. að það sé eitt æðsta stefnumark þeirra að standa vörð um hið frjálsa einstaklingsframtak. Þess vegna er það vart að undra, þótt menn reki i rogastans. er þeir virða fyrir sér viðbrögð sjálfstæðismanns- ins Matthiasar Bjarnasonar sjávarút- vegsráðherra. i togstreitu þeirri, sem upp er komin i Húnavatns- og Strandasýslu um réttindi einstakra byggðalaga til fiskveiða og vinnslu sjávarafurða við Húnaflóa. i þessari deilu standa Blönduós- ingar annars vegar, en aðrir þéttbýl- isstaðir við Húnaflóa og ráðherra hins vegar. Hafa hinir siðarnefndu komist að þeirri niðurstöðu meðal annars, að Biönduósingar hafi fyrir- gert rétti sinum til vinnslu sjávaraf- urða vegna þess að þeir hafi verið svo duglegir að byggja upp atvinnulíf staðarins. Slikum dugnaðarmönnum er ekki trúandi fyrir naumum fisk- stofnum landsmanna, að minnsta kosti er ekki hægt annað að ráða af gjörðum sjávarútvegsráðherra, er hann afturkallar veiðileyfi rækjubáta frá Blönduósi á þeim forsendum, að þeir gerðust svo djarfir að landa afla sinurn til vinnslu i heimahöfn. Ráðherra lét þess getið, að bát- 6. Háskólatónleikar verða haldnir í dag, kl. 3 í Félagsstofnun stúdenta. Gísli Magnússon og Halldór Haraldsson, leika verk eftir Bach, Bizet , Milhaud, Schumann og Lutoslawski, fyrir tvo flygla. Tónleikanefnd Háskólans. Viscount orgel Eigum nokkur rafmagnsorgel með einu borði, 2 borðum og pedal, ásamt trommuheila. Gott verð og greiðsluskilmálar. Hljóðfæraverzlun, Pálmars Árna h.f. Skipasundi 51, símar 32845 — 84993. arnir hefðu átt að landa hjá rækju- vinnslunni á Hvammstanga, en sú rækjuvinnslustöð er að miklu leyti I eigu athafnamanna i rækjuiðnað- inum við Ísafjarðardjúp, heildsala nokkurs i Reykjavik, aðila i Hvera- gerði og fleiri. Burtséð frá annarlegum tengslum ráðherrans við Hvammstanga. þá er það eitt sér kapituli, þegar meina á bátum að landa afla sínum í heima- höfn. Ætli útgerðarmenn í Skutuls- firði tækju þvi með gleði, ef þeim væri skipað að landa rækju sinni i Bolungarvík eða Súðavik. af eftir- töldum ástæðum: 1. Rækjustofninn væri annars i hættu. 2. Atvinnufyrirtæki væru svo mörg á ísafirði. 3. Að alltaf hefði verið svo mikið að gera á ísafirði. Þessi röksemdafærsla er svo frá- leit, að landslýður allur hló, þegar fulltrúi þess flokks, er hefur hið frjálsa einstaklingsframtak að leiðar- Ijósi færði fram rök sin fyrir leyfis- sviptingu Blönduósbátanna. Er það nokkuð að furða þótt sjálfstæðis- menn séu litið hrifnir af þessum kollsteypum ráðherra sins? Þegar hann kollvarpar svo forkostulega meginstefnu flokksins og gefur til- efni til þess að álita stefnuskrá hans lýðskrum eitt, sem aðeins sé til þess fallin að glamra með fyrir kosningar. Ég vil ekki trúa þvi að ráðherrann sé að túlka með þessu framtiðarskip- an atvinnumálastefnu Sjálfstæðis- flokksins, en það mundi þýða leyfis- veitingar til þessa eða hins, eins og það var á skömmtunartimabilinu eftir siðari heimsstyrjöldina, með til- heyrandi skömmtunarseðlum og höftum. Jafnvel Tryggvi heitinn Þórhalls- son, sem hélt því fram, að allt væri betra en ihaldið, mundi varla hafa trúað þvi, að slik yrði stefna Sjálf- stæðisflokksins. Ég hef ætið verið þeirrar skoðunar, að nágrannakrytur og smásmuguleg hreppapólitik sé engum til velfarnaðar, og alls ekki við hæfi ráðherra að ala á slíku með skammsýni og fljótræði. Ef litið er á Húnaflóann sem heild verður það vandséð, hvor eigi meiri sjó Pétur eða Páll. Nú á nýbyrjuðu ári á ég þá ósk bezta til Húnvetninga og Stranda- manna, að þeir leggi niður þessa deilu og sjái hag sinum betur borgið með samvinnu og friði, en ósam- komulagi, öfund og illgirni i hvor annars garð. Vegna þess að þessi héruð bókstaflega verða að vinna saman i lífskjarakapphlaupi framtíð- arinnar. Styðjið hvorir aðra i upp- byggingu atvinnuveganna i stað þess að troða hvor annan niður. Athugið það, að um 1960 voru 14 bátar að „eyða" rækjustofninum i ísafjarðardjúpi fyrir tvær rækju- vinnslustöðvar, en nú eru um 50 bátar við sömu iðju fyrir 7 vinnslu- stöðvar við Djúpið, og virðist svo sem eitthvað hafi verið eftir fyrir bátana i vetur. Með ósk um gott og gjöfult ár, Örn Snorrason, Hrisey. K LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — r; H > < m LITAVER LITAVERS- ygpp| 30 1 n 1 Þetta er staðreynd: > < m cc UJ > Tollalækkun, erlend lækkun, < 1- -J Litavers-staðgreiðsluafsláttur. 1 Litavers-kjörverð í öllum teppabirgðum okkar, > < 0c LU sem eru 25 þús. ferm. Til afgreiðslu strax úr 30 > < To II vö rug ey m s lu. 1 r* -J 1 Lítið við í Litaveri — LÍtQVGr^ —i > < m OC LU > < það hefur ávallt borgað sig. Grensásvegi 18. 30 1 Zj LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — r~ H ÚTSALA NÆSTU DAGA ÞVOTTEKTA veggfóður frá kr. 290 > -H. 15% afsláttur af VIllKNI i* Veggfóöur- og málningadeild Ármúla 38— Reykjavik Simar 8-54-66 og 8-54-71

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.