Morgunblaðið - 01.02.1975, Síða 32

Morgunblaðið - 01.02.1975, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1975 Á austanverðu Islandi liggur hérað eitt mikið og fagurt, er ... hérað heitir; þar gjörðist saga sú, er hér skal rituð. Hérað þetta er allfjölbyggt, en var þó betur bæjum skipað á dögum Síðu-Halls, og sést nú víða aðeins fyrir tóftum, þar sem sögurnar segja, að verið hafi vel hýst höfðingjasetur. Sjón er sögu ríkari, en eigi vitum vér, hvað veldur. Þeir^ sem rita og ritað hafa um landsins gagn og nauðsynjar, verða ekki á eitt sáttir um það efni; ætla nokkrir, að hin fögru býli hafi lagzt í eyði sakir ódugnaðar landsmanna, og hafa það til síns máls, að eins sé landið nú „fagurt og frítt“ sem á fyrri öldum, þegar Norðmenn tóku sér þar bólfestu, og enn sé þar víða byggilegt, sem ekki er byggt. Þá eru aðrir, sem kenna hafísnum og timbureklunni um, að landið sé strjálbyggðara nú en á tíundu og elleftu öld; segja þeir, að um þær mundir hafi enginn hafís komið, en landið verið skógi vaxið frá fjalli til fjöru og nægur húsaviður hvervetna. Það má vel vera, að hvorir- tveggja hafi að nokkru leyti satt að mæla; en ekki á mál það að dæma hér á þingi, fyrir því að annað er efni bæklings þessa. Upp af héraði því, er vér um gátum, gengur dalur einn mikill og breiður, sem .. .dalur heitir. Fram af dal þessum liggja aftur tveir minni dalir, er vér köllum Fögrudali. Fagridalur hinn eystri er allur vaxinn víði og vafinn í grasi; landskostir eru þar góðir, en vetrarríki í meira lagi. Dalurinn er þráð- beinn; fjöllin að honum ekki há; hlíðarnar iðgrænar á sumrin og nær því klettalausar; hér og hvar kvislast smálækir og gil ofan um hjallana. Eftir miðjum dalnum fellur á mikil, það er jökulvatn lygnt og þó ekki afarbreitt. Sá, sem stendur um morgun- stund við dalbotninn í björtu sumarveðri við upprás sólar, þegar skuggamyndirnar eru að þokast undan sólarbirtunni, og lítur yfir dalinn endilangan, mun ekki geta bundizt þeirra orða: Fagur ertu, dalur fósturjarðar minnar, hér vil ég beinin bera. Sex bæir eru í Fagradal eystri, og heita fremstu bæirnir Indriðahóll og Sigríðartunga og standa því nær hvor á móti öðrum, sinn hvorum megin árinnar. Litlar samgöngur voru millum bæja þessara; sinn átti hvora kirkjusókn, og sinn var í hvorum hrepp. Áin er óvíða reið þar í dalnum, og fá vöð eru þar á henni; á veturna leggur hana í mestu aftökum, en ekki fjölgaði milliferðum fyrir það, með því bænd- urnir voru heldur engir vinir; hvor bjó að sínu og hafði mest mök við sína sveitunga. Enginn nábúa- krytur var þó með þeim bændunum; áin skar svo skýrt og greinilega úr landamerkjum hvorratveggja jarðanna, að aldrei gátu risið deilur út úr átroðningi eða slægjubletti, sem vant er að vera hneykslunar- hella nágranna á íslandi; en forlögin höfðu hagað því svo til, að bóndinn á Indriðahóli hafði hrepps- HÖGNI HREKKVÍSI Norsk æfíntýri P. Chr. Asbjörnsen og Moe: Kolagerðarmaðurinn Jens Benediktsson íslenzkaði og ekki fengið neitt brauð enn, en þjófinn skal ég nú finna samt, en til þess verð ég að hafa góðan tíma og mikið af pappír, því mikið þarf ég að reikna og skrifa." Já, hann skyldi fá nógan tíma og nógan pappír, ef hann bara gæti haft upp á þjófnum. Svo fékk hann herbergi út af fyrir sig í konungs- höllinni, og það leið ekki á löngu, þar til fólk komst að raun um að hann hlaut að kunna heldur meira en faðirvorið, ekki fór hann með svo lítið af pappírn- um, hann skrifaði svo mikið, að alls staðar lágu hlaðarnir af útskrifuðum blöóunum, og enginn ein- asti maður skildi orð af því, sem hann skrifaói, það leit ekki einu sinni út sem stafir. En tíminn leið, og ekki komst upp um þann, sem stolið hafði hringnum konungsins. Þá fór konunginum að leiðast biðin og sagði svo kolagerðarmanninum, að ef 'hann gæti ekki fundið þjófinn á þrem dögum, þá skyldi hann Játa lífið. FEROIIVIAINID 1 iK ÍTIc6tnor9unl«iffínu &711 aot Nei, pabbi þinn er á móti sjón- varpi — segir þaó eyðileggja fjölskyldulffið á heimilunum. Verður mér ekki bráðlega óhætt að fara þetta án netsins? Syntu nú ekki of langt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.