Morgunblaðið - 01.02.1975, Page 24

Morgunblaðið - 01.02.1975, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. FEBRUAR 1975 Hreppsnefnd Blönduóshrepps: Mótmœlir banni við vinnslu afla á Blönduósi Morgunblaðinu hefur borizt til birtingar eftirfarandi bréf, sem hreppsnefnd Blönduóshrepps hefur sent sjávarútvegsráðuneyt- inu: Sjávarútvegsráðuneytið, Arnarhvoli, Reykjavfk. Á fundi sínum 23. þ.m. gerði hreppsnefnd Blönduóshrepps svofellda ályktun: Hreppsnefnd Blönduóshrepps mótmælir harðlega þeirri ætlun sjávarútvegsráðuneytisins að meina bátum frá Blönduósi að láta vinna afla sinn I heimahöfn. Hreppsnefndin bendir á, að hafi það sjónarmið ráðið gerðum ráðuneytisins, að vernda rækju- stofninn fyrir óhóflegri veiði, hefði ekki átt að fjölga bátum sl. haust, heldur takmarka fjölda þeirra og miða afköst rækjuverk- smiðjanna við hóflegan vinnu- tíma í stað þess að vinna í þeim næstum því allan sólarhringinn. Þvi hefir verið haldið fram, að svo mikil atvinna sé á Blönduósi, að þess vegna þurfi ekki nýjar atvinnugreinar. Það er alveg rétt, að á Blönduósi hefir vantað vinnuafl í þjónustuiðnaði yfir sumarmánuðina eins og annars staðar hér á landi. En árstíða- bundið atvinnuleysi er hér eins og svo víða annars staðar. Hrepps- nefndin bendir á, án þess að fara í samanburð milli kauptúna, að hér á Blönduósi voru greiddar liðlega milljón krónur í atvinnuleysis- bætur sl. ár, en hálf milljón á Skagaströnd. Þessi staðreynd segir sína sögu. Þá hefir það verið notað sem rök fyrir þvf að banna rækju- vinnslu hér á Blönduósi, að aðrir staðir hér við flóann hafi komið sér saman um skiptingu leyfilegs aflamagns úr Húnaflóa. Hrepps- nefndin vfsar þessum rökum frá sem firru. Sú regla hefir gilt og gildir enn á Islandi, að þeir eiga aflann, sem hafa dirfsku og þor til þess að sækja hann. Og þeir mega selja hann og vinna f vinnslu- stöðvum, sem fullnægja kröfum um hreinlæti og vinnslumögu- leika, alveg án fyrirmæla frá ráðuneytinu, hvað þá frá samtök- um þeirra vinnslustöðva, sem fyrir eru og vilja auðvitað sitja sjálfar að vinnslu aflans. Hrepps- nefndin mótmælir því, að ráðu- neytið hafi vald til þess að skil- yrða veiðileyfi rækjubáta við ákveðna löndunarstaði, nema með samkomulagi allra þeirra, sem hagsmuni hafa eða sækja á við- komandi mið. Rækjuvinnsla, sem starfaði hér frá miðjum október til marzloka, veitti því fólki atvinnu, sem ekki er þörf fyrir í öðrum greinum atvinnulffsins. Með því að hefta vinnslu rækjunnar hér á Blöndu- ósi er beinlínis verið að ráðast á kjör þess verkafólks, sem erfiðast á með að snúast til varnar. Skoðun hreppsnefndar er sú, að aðalatriðið sé, að atvinnufyrir- tækin geti starfað á staðnum á heilbrigðan hátt og greitt gott kaup, en ekki hver eigi þau. Enda Aðalfundur Verzlunarmannafélags Hafnarfjarðar fyrir árið 1974, verður haldinn í Skiphóli laugardaginn 8. febrúar kl. 13.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Reglugerð fyrir Sjúkrasjóð. 3. Önnur mál. Stjórnin. Esslingen lyftarar 0,6 — 50 tonn Við getum nú boðið Esslingen lyftara á íslandi. Úr 16 gerðum er að velja og eru þær allar fáanlegar með rafhlöðum eða diesel- og bensín- hreyflum. Auk þess bjóðum við 6 gerðir dráttar og flutningavagna, sem draga allt að 35 tonn eða bera allt að 50 tonn. Leitið upplýsinga — Verð og greiðsluskilmálar við allra hæfi — Afgreiðslufrestur allt niður í 1 0 daga. Fullkomin varahlutaþjónusta. K. Jónsson & Co h.f., Hverfisgötu 72 B, sími 12452. skipta vangaveltur um það ekki máli varðandi rækjuverksmiðj- una hér, þar sem hún er að meiri- hluta eign heimamanna. Hins vegar bendir hreppsnefndin á sem öfugþróun, þá breytingu, sem gerð var á tímum fyrri ríkis- stjórnar á þann veg, að allur hagnaður fyrirtækja verði skatt- lagður til ríkisins, I stað þess að skipta milli rikis og sveitarfélaga eins og var gert og nú er gert með einstaklinga. Hreppsnefndin beinir því til ráðamanna að lagfæra þetta hið fyrsta. Nefna má sem dæmi rækjuvinnsluna á Skagaströnd. Árið 1974 greiðir hún um 4 milljónir f tekjuskatt. Ef eldri lög hefðu gilt, hefði sveitarsjóður Höfðahrepps fengið um 2 milljón- ir í sveitarsjóð. Blönduós a.m.k. munar um þessa upphæð í sveit- arsjóð. Hreppsnefndin er reiðubúin til þess að beita áhrifum sfnum á þann veg, að samkomulag verði gert hér við flóann um rækju- veiðar og beinir þvf til ráðuneytis- ins, að það hafi forgöngu um að slíkt samkomulag verði gert, sem tryggði hóflega nýtingu miðanna og veiði og vinnslutíma frá októ- ber fram f apríl, enda verði þá gert ráð fyrir, að bátar hér við flóann bæru svipað úr býtum og annars staðar á landinu og vinnu- tími verkafólks f landi verði hóf- legur. Hreppsnefndin vill að lokum vekja athygli á, að hagsmunir þeirra, er við flóann búa, eru samantvinnaðir. Þess vegna eru allar æsifréttir og fljótfærnis- legar yfirlýsingar óheppilegar, ef þær stuðla að sundrung. Enn er tími til þess að láta skynsemina ráða og reyna samkomulag. Það næst væntanlega með góðri að- stoð ráðuneytisins, ef raunveru- legur vilji þess er fyrir hendi. Virðingarfyllst, Hreppsnefnd Blönduóshrepps, Hjálmar Eyþórsson Jón tsberg Gunnar Sig. Sigurðsson Hilmar Kristján Theódóra Berndsen Heimatrúboðið Almenn samkoma að Óðinsgötu 6 A á morgun kl. 20.30. Sunnu- dagaskóli kl. 14. Verið velkomin. Kvenfélag Lágafellssóknar fundur að Brúarlandi mánudaginn 3. febrúar kl. 20.30. Spilað bingó. Stjórnin. Hjálpræðisherinn Sunnudag: Kl. 1 1.00 Helgunarsamkoma Kl. 14.00 Sunnudagaskóli Kl. 20.30 Kveðjusamkoma fyrir kapt. Endresen og lautinant Stavenes. Allir velkomnir. Kvenfélag Laugarnessóknar Aðalfundur verður haldinn mánudaginn 3. febrúar kl. 8.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Þjóðdansafélag Reykjavíkur Kynningarkvöld verður haldið í Lindarbæ föstudaginn 31. janúar. Allir velkomnir. Nefndin. Kristniboðsvikan Keflavík Á samkomunni í kirkjunni i kvöld kl. 8.30 talar Benedikt Arnkelsson viðfræðingur og Guðni Gunnars- — n prentari. Sýndar verða myndir "í F-þíópíu. i i velkomnir. Kristniboðssambandið. HVERS VEGNA, VEGNA HVERS? Opið bréf til sjávarútvegsráðherra Stjórnar- og fulltrúaráðsfundur Verkalýðsfélags Austur-Húnv. Blönduósi, þ. 18. jan. s.l., átelur mjög þá ráðstöfun yðar, að svipta rækjuveiðibáta Blönduósinga veiðileyfum á þeim forsendum að ekki megi vinna rækjuna á heima- stað bátanna, þ.e. Blönduósi. Vill félagið því fá hiklaus svör við eftirfarandi: 1. Hvers vegna voru leyfin veitt? a. Til að minnka álag á veiði- svæðum? b. Til að tryggja atvinnu á öðr- um vinnslustöðum v/Húna- flóa? c. Til að lengja úthaldstfmann (hjá öðrum)? d. Til að tryggja eigendum bátanna tekjur af þeim? e. Til að tryggja öðrum vinnslustöðvum hráefni? Já, til hvers voru leyfin veitt? 2. Því mega Blönduósingar ekki nýta til fulls og f eigin þágu framleiðslutæki sín. Og alls ekki vinna rækju ef hún er veidd f Húnaflóa (allt í Iagi ef rækjan er veidd annars staðar)? 3. Telur hæstv. ráðherra að at- vinnuháttum Blönduósinga sé þann veg komið, að ekki sé þörf á viðbótaratvinnu? 4. Telur hæstv. ráðherra að iðn- fyrirtæki staðarins hafi verið það studd af rfkisvaldinu, að ekki sé frekari þörf fyrir hendi? 5. Telur hæstv. ráðherra væntan- lega framvindu í atvinnumál- um það góða, að ekki sé ástæða til aðgerða fyrir Blönduós- inga.? Að þessum atriðum athuguðum verður ekki séð, að nein rök styðji mál yöar, og lýsir V.A.H. þvf yfir algerri andstöðu við framkomna leyfissviptingu og krefst þess að banninu verði aflétt nú þegar og bátunum heimiluð löndun og vinnsla rækjunnar á Blönduósi. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar og trúnaðarmannaráðs V.A.H. Blönduósi. Pétur Pétursson. 2-1x2 22. leikvika — leikir 25. jan. 1975. Úrlistaröð: 112 — X01 — X12 — 01X 1. VINNINGUR: 9 réttir — kr. 80.500,00 4149 9505 36365 38691 2. VINNINGUR: 8 réttir — kr. 4.100,00 1290 7441 12401 35590 36707+ 37254! 38777+ 2123 7538 13196 35682 36724+ 37528 38778 + 3100 8048 13565 35684 36824+ 38154 38779+ 3528 10625 13566 36022 36865 38708 53531 F 4844 10636 13788 36682+ 37254 4- nafnlaus F 10 vikna Kærufrestur er til 1 7. feb. kl. 1 2 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinn- ingsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 22. leikvíku verða póstlagðir eftir 1 8. feb. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: Blaðburðarfólk: AUSTURBÆR Freyjugata 1—27, Óðinsgata, Þingholtsstræti, Sóleyjargata, Laugavegur 101—171, Berg- þórugata, Laufásvegur 2 — 57, Miðtún. ÚTHVERFI Hluti af Blesugróf, Fossvcgsbelttir, Selás, Ármúli, Seljahverfi, Laugar- ásvegur 1—37, Sólheimar J, Austurbrún í. VESTURBÆR Nýlendugata, Tjarnargata I og II SELTJARNARNES Upplýsingar í síma 35408. SENDILL ÓSKAST Á afgreiðsluna Skeifunni 19 fyrir hádegi. Sími 101 00. Seyðisfjörður Umboðsmaður óskast til að sjá um dreifingu og innheimtu Mb. Uppl. hjá umboðsmanni og í síma 10100.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.