Morgunblaðið - 01.02.1975, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 01.02.1975, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. FEBRUAR 1975 21 Nýr kirkjugarður í Þorlákshöfn Þorlákshöfn 30. janúar. MJÖG stirðar gæftir hafa verið hér allan janúarmánuð og þvf lít- ill afli borizt á land. Þó halda menn að reytingsafli hefði verið, ef tíð hefði ekki verið svo slæm, sem raun ber vitni. Kvenfélag Þorlákshafnar stofn- áði á s.l. ári sjóð til minningar um lítinn dreng, Hlyn Sverrisson, sem lézt af slysförum þann 5. jan- úar 1974. Sjóðurinn heitir Kirkju- byggingarsjóður Hlyns Sverris- sonar og er markmið hans að stuðla að byggingu kirkju í Þor- lákshöfn. Stofnfé hefur verið lagt fram af Kvenfélagi Þorlákshafn- ar og aðstandendum drengsins. Einnig hafa sjóðnum borizt góðar gjafir t.d. frá Kvenfélagi Þorláks- hafnar. Tekjur sjóðsins eru vaxt- artekjur af stofnfé, áheit, gjafir, og hverskyns framlög, svo og af sölu minningarspjalda og eru þau til sölu hjá eftirtöldum aðilum. sem einnig veita viðtöku þvi, sem sjóðnum kann að berast: Rögnu Erlendsdóttur, form. sjóðsstjórn- ar, Hjallabraut 14, Sverri Sigur- jónssyni, féhirði, Reykjabraut 19, Eddu Laufeyju Pálsdóttur, ritara, Hlébergi 7, og Hólmfriði Tómas- dóttur, Reykjabraut 21. Þorlákshafnarbúar munu að sjálfsögðu styðja þetta framtak Kvenfélagsins af kunnum velvilja og myndarskap. Formaður Kven- félagsins er frú Edda Laufey Pálsdóttir. Við útför Hlyns heitins Sverris- sonar var vígður visir að kirkju- garði hér, en Hlynur var sá fyrsti, sem til moldar var borinn I Þor- lákshöfn frá því snemma á sið- ustu öld eða i marzmánuði 1819, en þá var hér grafreitur og kirkja var hér fram yfir 1800. Nú er hér mjög fallegur kirkjugarður, því strax og voraði á liðnu ári var hafizt handa um byggingu hans. — Fisksölu- samstarf Framhald af bls. 16 má af reynslunni, að um erfið- leika verði að ræða á næstu árum. Um Belgíu gegnir öðru máli og miklu liklegra, að þar verði áframhaldandi góð samskipti. Ég tel það mjög æskilegt, að okkar stærri fiskiskip eigi þess kost að sigla með afla öðru hvoru. Bæði er það, að erfiðleikar geta verið að vinna allan þann afla hér heima, sem okkar vaxandi ný- tískulegi floti kemur með af mið- unum, einkum mun þetta verða svo, eftir að útlendingar eru horfnir af miðunum. Svo getur það einnig verið hagstætt í þeim tilgangi að létta af yfirfullum mörkuðum erlendis. Það má geta nærri, hver áhrif það hefur á af- komu vinnslustöðva, að þurfa að liggja með birgðir mánuðum saman, jafnvel á annað ár, og greiða háa vexti af rekstrarfé á meðan. 1 augnablikinu er ekki hægt að sjá, að aukin sigling mundi hafa skaðleg áhrif á vinnu- möguleika fólks. Á flestum út- gerðarstöðum er nú kvartað um of mikla vinnu. Með þetta i huga verður að lita á fyrsta hluta tillögunnar. Eigi að tryggja aukna sölumöguleika á Is- fiski I Mið-Evrópu, þá þarf án efa að kanna löndunar- og geymslu- möguleika og bæta um, sé þess þörf. Um 2. lið tillögunnar. Það er um myndun fyrirtækis, er hafi það verkefni að dreifa og selja ferskan og frystan fslenskan fisk í Mið-Evrópu. Þá á ég við það fyrir- komulag, er reynst hefur okkur vel bæði í U.S.A. og Bretlandi. Hvort Islendingar ættu það fyrir- tæki einir eða það yrði sameign Belga og Islendinga, er máske ekki aðalatriðið. Vafalítið væri það æskilegt, að um sameign væri að ræða. Þarna þarf að mörgu að hyggja, en þá ber einnig á það að líta, að Islendingar hafa orðið langa og góða reynslu I rekstri slíkra fyrirtækja. Frekari vinnsla, svo sem á sér stað i USA, væri vafalaust möguleg þarna með alla Mið-Evrópu að bakhjarli. Þriðja atriði tillögu minnar fjallar um möguleika á flugflutn- ingum á fiski milli Keflavíkur og Ostende. Aðilar í Ostende hafa hug á að kaupa flugfluttan fisk allt árið og telja sig hafa verulega sölumöguleika. Einn slikur farmur var fluttur þangað nýlega. Til fróðleiks hef ég fengið heim- ild til þess að segja nokkur orð um þann farm. Kaupendur keyptu fiskinn á flugvelli í Ost- ende, það er cif. Hann var 1400 kg af karfaflökum, 120 kg af löngu- flökum, 2480 kg af slægðum og hausuðum steinbít, 7860 kg af þorski og 780 kg af skötusel. Sam- tals 12640 kg, ér seldust á 1,297,836 kr. Kostnaður var þessi: Hráefni 387,000, flugfragt 520,000, út- flutningsgjald 89,297, vinnulaun 130,000, umbúðir 30,000, trygging 5,217. Hagnaður var 136,322. Þeir, er að þessari ferð stóðu, telja, að með skipulögðum rekstri megi fá kostnað nokkuð niður og að afkoma eigi að geta verið góð miðað við hráefnisverð i dag. Einnig má vænta hærra verðs, þótt hér geti varla orðið um heildarmagn að ræða, sem umtals- vert sé á okkar mælikvarða, þá er líklegt, að á þennan hátt megi selja vöru á fullu verði, sem nú er erfitt að losna við og ætti að geta orðið bæði útgerð og fiskverkun til hagsbóta. Fjórði liður tillögu minnar um hugsanlega lækkun sölu- og lönd- unarkostnaðar vegna aukinnaum svifa er byggð á því, að sölu- og löndunarkostnaður islenskra fiskiskipa í erlendum höfnum er mjög hár. Astæða er til að ætla, að ef við einbeitum okkur á einn stað þarna suður frá, þá muni heimamenn nokkuð vilja til vinna að fá þessi auknu viðskipti. Án efa er hentugur tími til þess að semja nú. Belgar óttast samdrátt og þar er nokkurt atvinnuleysi. Hver sú aðgerð, sem unnið gæti gegn samdrætti, væri vel þegin. Herra forseti. Ég vona, að þessi tillaga mín verði til þess að flýta athugunum á gildi Evrópufisk- markaðsins fyrir okkur, þannig að við verðum komnir i gang með hagnýtingu markaðarins, þegar tollar lækka og storma landhelgis- deilna lægir. Verkamannafélagið Hlíf, Hafnarfirði i illögur uppstillinganefndar og trúnaðarráð Vmf. Hlífar um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir árið 1 975 liggja frammi á skrif- stofu Hlífar, Strandgötu 11, frá og með 31. janúar 1975. Öðrum tillögum ber að skila í skrifstofu félagsins fyrir kl. 1 2 á hádegi sunnu- daginn 2. febrúar og er þá framboðsfrestur útrunninn. Kjörstjórn verkamannafélagsins Hlífar. Vorið 1973 var á safnaðarfundi i Hjallasókn kosin nefnd, sem hrinda átti þessu máli í fram- kvæmd. Hana skipa: Friðrik Frið- riksson, formaður, Benedikt Thorarensen og Jón Guðmunds- son. Reynir Vilhjálmsson, garð- arkitekt, skipulagði verkið. Veggi kirkjugarðsins hlóð Sigurþór Skæringsson af mikilli snilld. Yf- irumsjón með verkinu hafði for- maður sóknarnefndar, Ingimund- ur Guðjónsson. Ragnheiður. Leikfélag Selfoss: Sjö stelpur út og suður GÖÐ aðsókn hefur verið að leik- ritinu 7 stelpur hjá Leikfélagi Selfoss og nú er búið að skipu- leggja nokkrar sýningar á ýmsum stöðum. Næstu sýningar verða sem hér segir : Selfossbíó, föstudaginn 13. jan, Árnes, sunnudaginn 2. feb., Sel- fossbíó, fimmtudaginn og föstu- daginn 6. og 7. febrúar, Hvoll, sunnudaginn 9. feb., Seltjarnar- nes, þriðjudaginn 11. feb., Borg í Grímsnesi, fimmtudaginn 13. feb., Flúðir, föstudaginn 14. feb., og Aratunga, sunnudaginn 16. feb. Þá er verið að undirbúa leik- ferð til Vestmannaeyja og ef til vill víðar. JHorsunbMiifc nucivsincnR ^*-*22480 Athyglis- verð erindi og fögur ^6nlist hvern sunnudag kl. 5 í Aðventkirkjunni Ingólfsstræti 19. Steinþór Sunnudaginn 2. febrúar flytur Steinþór Þórðarson erindi sem nefnist: GETUM VIÐ TREYST NÚTÍMA KRAFTAVERKUM? Eru þau öll frá Guði? Hvað um yfirnáttúrlegar lækningar, tungutal, stjörnuspár, skyggnigáfur og drauma? Árni Mikill söngur og tónlist í umsjá Árna Hólm. Allir velkomnir Bingo — Bingo — Bingo Freistið gæfunnar Skagfirzka Söngsveitin heldur bingo í Lindarbæ sunnudaginn 2. febrúar kl. 3. Góðir vinningar. Fjölmennið Nefndin. Arnesingamót Árnesingamótið verður haldið að Hótel Borg laugardaginn 8. febrúar og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Árnesingakórinn syngur undir stjórn Sigurðar Ágústssonar frá Birtingaholti og hljómsveit Ólafs Gauks leikur fyrir dansi. Heiðursgestir mótsins verða Margrét Björns- dóttir á Neistastöðum í Villingaholtshreppi og maður hennar Sigurður Björgvinsson. Aðgöngumiðar verða seldir og borð tekin frá í suður-anddyri Hótel Borgar á morgun kl. 4—6 síðdegis. k Arnesingafélagið i Reykjavik Eyrbekkingafélagið Stokkseyringafélagið TÓNLEIKAR í HÁTEIGSKIRKJU sunnudaginn 2. febrúar 1 975 kl. 17 (5 e.h.) EFNISSKRÁ: „MISSA BREVIS" í D-dúr eftir W.A. Mozart Flytjendur: Ólöf Harðardóttir, Ruth L. Magnússon, Garðar Cortes, Halldór Vilhelmsson, kór Háteigskirkju ásamt aðstoðarfólki, félagar úr Sinfóníuhljóm- sveitinni, stjórnandi: Marteinn Hunger Friðriks- son. Fjögur andleg Ijóð eftir Hugo Wolf. Ólöf Harðardóttir syngur. Einleikur á orgel: Árni Arinbjarnarson leikur verk eftir Pál ísólfsson og Buxtehude. Aðgöngumiðar seldir við innganginn. Verð kr. 300. —. Kór Háteigskirkju BIBLÍUDAGUR 1975 sunnudagur 2.febrúar ÁRSFUNDUR Hins íslenzka Biblíufélags verður i safnaðarsal I kirkju Fíladelfíusafnaðarins, Hátúni 2, Reykjavík á Biblíudaginn, sunnudaginn 2. febr. n.k., i framhaldi af guðsþjónustu i kirkjunni er hefst kl. 14. Ræðumenn: Forseti Bibliufélagsins. herra Sigurbjörn Einarsson biskup og stjórnarmaður Bibliufélagsins. Einar Gislason forstöðumaður Filadelfiusafnaðarins Dagskrá fundarins: Aðalfundarstörf / fyrri hluti: skýrsla stjórnar og framkvæmd- arstjóra — kosning fjögurra manna í stjórh og eins endurskoðanda —- kaffi — (reikningar félagsins fyrir árið 1974 verða lagðir fyrir framhalds-aðalfund siðar) — Umræður um lestur Bibliunnar og daglega notkun hennar. Bibliusýning (sölusýning) verður í sambandi við fundinn — Auk félagsmanna er öðrum velunnurum Bibllufélagsins velkomið að sitja fundinn og þar geta þeir gerzt félagsmenn Hið isl Bibliufélag styður með árlegum fjárframiögum útgáfu og útbreiðslu Bibliunnar i Ethiópiu og víðar á vegum Sameinuðu Bibliufélaganna. Á þessu ári hefur verið gefið fyrirheiti um a.m k. 600 þús. króna framlag frá fslandi til þessa starfs. Fjárframlögum til stuðnings þessu starfi verður veitt móttaka á Bibliudag- inn við allar guðsþjónustur i kirkjunum (og næstu sunnudaga i kirkjum, þar sem ekki er messað á Bibliudaginn) svo og á samkomum kristilegu félaganna HeitiS er á landsmenn i öllum söfnuðum aS stySja og styrkja starfs Hins ísl. Biblíufélags. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.