Morgunblaðið - 01.02.1975, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.02.1975, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. FEBRUAR 1975 14 hæöa, milli 1 milljónar og 10 milljóna. Taki hestamaður 6 milljón króna ábyrgðartrygg- ingu greiðir tryggingin 2 milljónir í bætur til hvers ein- staklings við tjón og hámark greiðslu tjóns á munum er kr. 1 milljón. Þessar ábyrgðartrygg- ingar má kaupa hjá allflestum tryggingafélögum og iðgjöid er mjög svipuó en hjá einu trygg- ingafélagi er iðgjaldið fyrir 6 milljón króna trygginguna kr. 113 á hvern hest og kr. 300 fyrir manninn. En fyrir dyrum stendur breyting á þessum iðgjöldum. Þeir aðilar tryggingafélag- anna, sem þátturinn ræddi við, vöktu athygli á nauðsyn þess að hestamenn hefðu almenna slysatryggingu á sjálfum sér. Getur þar verið um tvenns konar tryggingar að ræða, ann- ars vegar er atvinnuslysatrygg- ing og er viðkomandi þá tryggð- ur allan sólarhringinn, einnig i útreiðum og við gegningar. Hins vegar geta menn tryggt sig sérstaklega fyrir slysum, þegar þeir umgangast hross. Það getur alltaf hent það óhapp að menn slasist og verði frá vinnu. Hér að framan hefur verið reynt að gera nokkra grein fyrir þeim atriðum, sem helst snerta tryggingar á hestamönn- um og hrossum. Ekki verður hér lagður neinn dómur á gæði þessara trygginga og verður hver og einn að dæma fyrir sjálfan sig í þeim efnum. Þó þykir rétt að vekja athygli á einu atriði, sem vakið hefur furðu margra. Slasist hross án þess að lóga verði því að ráði dýralæknis, þó hrossið verði ekki hæft til sömu nota og áður, greiðir ekkert tryggingafélag fullar bætur fyrir hrossið. Þetta er byggt á því, eins og kemur fram hjá Hannesi Þ. Sigurðssyni, að tryggingafélög- in eru ekki að tryggja notagildi hrossanna. Þetta sjónarmið getur átt rétt á sér, þegar um er að ræða búskap en í honum eru notkunareiginleikarnir það fjölbreytilegir. Sé hrossið aftur notað í þéttbýli og í eigu þétt- býlisbúa ræðst eign hrossins af þeim eiginleika þess að vera hæft til útreiða. Taki hins vegar fyrir þessa notkun hross- ins, er það ónýtt fyrir þéttbýlis- búanum. Væri athugandi fyrir tryggingafélögin, hvort ekki sé kominn tími til að breyta þessu. Nefna má að sums staðar er- lendis er 50% tryggingafjár- hæðar greidd í þessu tilfelli. Hestamönnum skal að lokum bent á að kynna sér skilmála tryggingafélaganna. Ekki þarf að ræða um mikilvægi þess að hross séu tryggð og þá er einnig rétt að minna á að slys i hesta- mennsku geta alltaf hent og verður hver og einn að meta, hvort hann getur borið afleið- ingar slyss óbættur. t-g. „Tjón of algeng” MEÐ síhækkandi verðlagi á hrossum hefur mjög farið í vöxt að hross séu tryggð fyrir óhöppum, sem þau kann að henda. Nokkur tryggingafélög hafa á boðstólum tryggingar fyrir hross og eru þessar trygg- ingar nokkuð mismunandi eftir tryggingafélögum. Þátturinn leitaði til þriggja trygginga- félaga og fékk hjá þeim upplýs- ingar um þessar tryggingar og aðrar, sem koma hestamönnum til góða. Hjá þessum þremur tryggingafélögum eru tæplega 1000 hross tryggð. Hjá Almennum tryggingum h/f varð fyrir svörum örn Henningsson. Hann kvað þá bjóða upp á slysatryggingu á hrossum, sem fæli í sér, að tryggingin bætti hvers konar slys, sem verður á hrossinu við eðlilega notkun, einnig í haga Tryggingar hrossa kannaðar 6 mán. — 2 vetra kr. 20.000,- 3 vetra — 4 vetra kr. 50.000,- 5 vetra — 14 vetra kr. 100.000,- lðvetra kr. 60.000,- 16 vetra — 18 vetra kr. 45.000,- Ekki eru tryggð folöld yngri en 6 mánaða eða hross eldri en 18 vetra. Sé óskað eftir hærri tryggingaupphæðum en hér voru tilgreindar, þarf að fylgja tryggingabeiðni vottorð ráðu- nauta Búnaðarfélags íslands um viðkomandi grip. Að sögn Braga verður tjón ekki slður vegna sjúkdóma en umsjón: TRYGGVI GUNNARSSON óg hesthúsi og er þar innifalin brunatrygging. Þá bætir trygg- ingin einnig tjón, sem stafar af eitrun, sé sannað að hrossið hafi étið annað fóður en þvi var ætlað, en sjúkdómar eru ekki bættir nema því aðeins að bóta- skylt slys sé bein orsök sjúk- dómsins. Hámarkstryggingar- upphæð fyrir hest hjá Almenn- um tryggingum sagði Örn vera kr. 70.000,00. Samvinnutryggingar hafa um nokkurt skeið verið með flokk trygginga, sem nefndur er gripatryggingar og eru trygg- ingar á hrossum einn þáttur þeirra. Bragi Lárusson hjá Samvinnutryggingum sagði slysatryggingu þeirra á hross- um bæta hinn tryggða grip vegna dauða af völdum slyss eða sjúkdóms. En tryggingin bætir ekki útlagðan læknis- kostnað og ekki eru greiddar bætur fyrir slys eóa veikindi, sem hafa í för með sér, að tryggður gripur verður eigi hæfur til sömu notkunar og áður en lifir þó. Hámarkstrygg- ingaupphæðir eru eftirfarandi: slysa. Samvinnutryggingar bjóða einnig skammtímatrygg- ingu á hrossum og tekur hún til skemmri tíma en eins árs. Er iðgjald þessara trygginga 20% af heildariðgjaldi árs fyrir fyrsta mánuðinn og 10% fyrir hvern mánuð til viðbótar. Kem- ur þessi trygging einkum til nota við ferðalög eða tamn- ingar. Hjá Sjóvátryggingafélagi Is- lands h/f hitti þátturinn að máli Hannes Þ. Sigurðsson og sagði hann, að hrossatryggingar þeirra væru fyrst og fremst slysatryggingar, sem byggðust á því að ekki væri verið að tryggja notagildi hrossins. Tryggingin greiðir bætur fyrir hross, ef það deyr af völdum slyss (þ.ám. eldsvoða) en tryggingin nær ekki til sjúk- dóma. Einnig er greiddur eðli- legur lækniskostnaður, sem er bein afleiðing af slysi, allt að 25% af tryggingafjárhæðinni. Að sögn Hannesar hafa trygg- ingaupphæðir stigið með vaxandi verðbólgu og nú eru þokkalegir hestar tryggðir á kr. Ö5 cc O 70.000 til 80.000 en einstaka góðir hestar hafa verið tryggðir fyrir allt að kr. 120.000 en hærri tryggingar eru ekki seldar nema um sé að ræða stóðhesta. Tjón kvað Hannes of algeng að sinum dómi og þá einna helst hversu oft hestar finnast dauðir úti i haga. Sem dæmi um tjónin má nefna að árið 1973 urðu þau 11 og upp- hæð bóta kr. 160.500,00 og 1974 urðu tjónin 14 og bótaupphæð kr. 300.000,00. Hjá Sjóvá eru tryggð miili 200 og 300 hross. Öll gera tryggingafélögin þá kröfu til eiganda tryggðs grips, að allar aðstæður gripsins séu eðlilegar svo sem umhirða, fóðrun og heilsa. Trygg- ingarnar bæta ekki slys á hrossi, sem verða ef reiðmaðurinn er ölvaður eða hesturinn er leigður út. Tjón, sem verða I flutningi með skip- um eða flugvélum eru ekki bætt. Þá eru tjón, sem verða er hross tekur þátt I kappreiðum ekki bætt, nema hrossið sé sér- staklega tryggt til keppni á kappreiðum. Úrskurðarvald um hvort lóga verði hrossi er í höndum dýra- lækna og byggja trygginga- félögin tjónamat sitt á vott- orðum þeirra. Af öðrum tryggingum, sem koma hestamönnum til góða, má nefna ábyrgðartryggingu fyrir hross. Þessi ábyrgðar- trygging tryggir hestamanninn gegn þriðja aðila, ef hestur veldur tjóni á munum eða mönnum. Hægt er að velja milli mismunandi tryggingaupp- Samanburður iðgjalda þriggja tryggingafélaga af tryggingum fyrir hross. Tryggingar- upphæð Iðgjald á ári með söluskatti Almennar tr. Samvinnutr. Sjóvá 20.000,00 357 595 714 30.000,00 536 893 1071 40.000,00 714 1190 1428 50.000,00 893 1488 1785 60.000,00 1071 1785 2142 70.000.00 1250 2083 2499 80.000,00 2380 2856 90.000,00 2678 3213 100.000,00 2975 3570 110.000,00 3273 3927 120.000,00 — 3570 4284 Hvað bætir trygging á hrossum? Almennar tr. Samvinnutr. Sjóvá Hross verður fyrir bíl og fótbrotnar, þarf að aflffa. F ullar bætur Fullar bætur Fullar bætur Hross fellur f skurð og deyr. Fullar bætur Fullar bætur Fullar bætur Hross verður að fella sak- ir helti, sem stafar frá sári vegna slyss. Fulla bætur Fuilar bætur Bætur ekki um- fram læknis- kostn. allt að 25% af tryggingafé Hross verður að fella vegna helti, sem stafar af sjúkdómi. Ekki bætt Fullar bætur Ekki bætt Hrossi verður að lóga vegna veikinda í höfði sem orsakast af slysi. Fullar bætur Fullar bætur Fullar bætur Hross hverfur, líkur benda til þess að það hafi gengið fyrir björg en hræ finnst ekki. Engar bætur Engar bætur Engar bætur Hross slasast f flutn- ingum á bifreiðog verðui að lóga. Fullar bætur Ekki bætt, þarf að tryggja sér Fullar bætur Hross hengir sig f innréttingu hesthúss. Fullar bætur Fullar bætur Fullar bætur Hross kemst f fóðurbæti og deyr af völdum hans. Fullar bætur Fullar bætur Engar bætur Sjúkrakostnaður vegna slyss. Bættur allur sannanlegur lækniskostn. Ekki bættur Bættur allt að 25% af trygginga- fé Hross slasast en ekki þarl að aflífa það, verður saml ekki hæft til sömu nota oj áður. Bætur eftir samkomulag Engar bætur Bættur er læknis- kostnaður allt að 25% af trygginga- fé.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.