Morgunblaðið - 01.02.1975, Page 15

Morgunblaðið - 01.02.1975, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. FEBRtJAR 1975 15 Dauðabögn ÞEIR hörmulegu atburðir gerast tfðum að skip hverfa f hafið án þess frá þeim heyrist og þá ekki vitað hvar helzt sé að leita. Þetta hefur valdið að- standendum mikilli sorg og kostað óhemju fé og tfma við leit. Nokkrar þjóðir, svo sem Japanir, Bandarfkjamenn og Kanadamenn, hafa lögskipað að hafa sjálfvirkar sendibaujur um borð f skipum og hafa þær reynzt, t.d. Japönum svo vel, að af 93 skipum, sem sukku eða fórust þar á árinu 1973, náðu þeir að staðsetja strax 90 skip- anna og bjarga áhöfnum þeirra. Japanska baujan er al- veg sjálfvirk, þannig að hún losnar sjálfkrafa frá skipinu á tilteknu dýpi og byrjar að senda. Norðmenn hafa einir fiskveiðiþjóða við Norð-austur Atlantshaf fyrirskipað sjálf- virkar baujur um borð í skip- um sfnum. Þær senda á flug- vélabylgjum og þeim þarf að kasta fyrir borð, en á þvf geta einmitt orðið vandkvæði, lfkt og með björgunarbátana, ef skipi hvolfir snögglega. Það munu vera ein tvö ár sfðan Simradumboðið hér sýndi norsku baujurnar og þá voru Norðmenn búnir að lögleiða notkun þeirra. Mönnum leizt mjög vel á þetta hér og töldu sjálfsagt að þessar sjálfvirku sendibaujur yrðu teknar f notkun hér, hvort sem það yrði sú norska eða einhver önnur gerð, t.d. sú japanska. En „góð meining enga gerir stoð“, nema henni fylgi framkvæmd og það hefur ekki orðið f þessu efni. Norska baujan er mjög hand- hæg (aðeins 4 kg á þyngd) og höfð f brúnni svo að hún er mönnum tiltæk, ef eitthvert ráðrúm veitist. Það má lesa stutta lýsingu af þessum bauj- um f 7. tbl. Ægis 1973, og einn- ig á Sjómannasfðu Mbl. 31. okt. 1971. Nú getur verið um fleiri baujur að ræða á markaðnum, t.d. bandarfska bauju. Við höfum nýleg og átakan- leg dæmi úr okkar eigin reynslu af þvf, hversu ömur- lega getur tekizt til þegar ekki er vitað um slysstaðinn né hve- nær slysið varð nákvæmlega. Ég grfp þó ekki til þeirra dæma, heldur eins furðu- legasta slyss, sem um getur, hvarf togarans Gaul. 1 brezka blaðinu The Sunday Times birtist 10. nóv. harkaleg grein um það sinnuleysi brezkra öryggisyfirvalda að hafa ekki fyrirskipað notkun sjálfvirkra sendibauja á brezka fiskiflot- anum. Höfundur nefnir mörg dæmi um slys, þar sem slíkar baujur hefðu ýmist bjargað mannslffum eða sparað mikla og dýra leit. Honum verður þó tfðræddast um Gaufslysið, enda hefur það vakið fleiri spurn- ingar en þessar um nauðsyn sjálfvirku baujanna, svo sem um sjóhæfni slfkra skipa sem Gaul og eins það hversu fskyggilega algengt er að menn komi ekki út gúmbátum éftir ÁSGEIR JAKOBSSON Hvarf Gauls Togarinn Gaul hvarf þann 8. febr. 1974 á Barentshafi. Þetta var nýlegur 1100 rúml. skut- togari með 35 manna áhöfn. Af honum hefur hvorki fundizt tangur né tetur utan seint og um síðir einn bjarghringur. Eftir því sem kom fram við réttarhöld í Hull síðari hluta september í haust (1974 Fishing News 27. sept.), þá benda lífræn efni sem fundust við rannsókn á bjarg- hringnum til þess að Gaul hafi sokkið í hafið svo sem líklegt var en ekki verið rænt af Rúss- um, eins og aðstand- endur voru að gera sér grillur um. Þessi lifrænu efni sem fundust á bjarg- hringnum finnast sjald an á minna dýpi en 40 fetum og bjarghring- urinn hefur þá farið niður á það dýpi áður en hann losnaói, að því er menn halda. Eina skýr- ingin á hinni algeru þögn er þá sú, að skipinu hafi hvolft mjög snögglega og óvænt. Það er að vonum að menn í Bretlandi spyrji um sjóhæfni skipa af þessari gerð, ef það hefur gerzt, að þessum 1100 rúml. togara hefur hvolft svo snöggt að engum vörnum varð við komið, hvorki að senda út neyðarkall né koma út gúmbjörgunarbáti. En það er nú önnur saga. Hins vegar velta menn vöngum yfir því, hvort sjálfvirk sendibauja hefði getað bjargað mannslífum i þessu til- viki eða ekki. Það er hins vegar glöggt, að hún hefði getað sparað mikinn tíma og fé við leitina. Leitin var gífur- lega umfangsmikil bæði í lofti og á sjó og leitað var á 177 þús. fermilna svæði. Það vissi enginn hvar leita átti. Leitin hófst sem sé ekki fyrr en 48 stundum eftir að skipið sást síðast. Það átti þess enginn von, að þetta stóra skip færist og það án þess að nokkuð heyrðist til þess. Veður var á vísu vont, ein 10 vindstig og mikill sjór, en ekki hef ég séð af þeim frásögnum sem ég hef lesió að um ísingu hafi verið að ræða, og þá átti þetta ekki að vera bráða- hættuveður fyrir 1100 lesta nýjan togara. Eftir því sem þeir at- burðir gerðust, sem vitnað er um, þá mætti ætla að sjálfvirk sendi- bauja hefði komið að þvi gagni að leit hefði hafizt fyrr og afdrif skipsins hefðu verið mönnum ljós. ÞAÐ var að morgni föstu- dagsins 8. febrúar, að það skall á stormur á Barentshafi og náði 10 vindstigum. Þegar veðrið brast á var Swanella, annar brezkur togari álika stór, i námunda við Gaul. Það var skömmu eftir að veðrið skall á, sem stýrimaðurinn á Swanella, William Bray- shaw, sá að Gaul lá flatur fyrir sjó og vindi. Bray- shaw átti þá tal við starfs- bróður sinn, stýrimann- inn á Gaul, um talstöðina og spurði hvort nokkuð væri að. Hann fékk þetta svar: — Við náum okkur fljótlega uppí aftur, og það verður allt í lagi hjá okkur.... Þess má geta, að deginum áður en þetta var, hafði Gaul haft sam- band við útgerðarfyrir- tækið í Bretlandi og til- kynnt um bilaða sjálf- stýringu. Leiðbeiningar voru svo gefnar úr landi um viðgerðina, en ekki er vitað hvernig hún hefur tekizt. Kl. 10.45 sá Bray- shaw Gaul á radarnum og var hann þá einar 6 sjómilur í burtu. Bray- shaw hafði orð á þessu við skipstjóra sinn, sem var í brúnni, og þeir gengu báðir aftur að radarnum til að athuga þetta frekar, en þá var Gaul horfinn af skermin- um. Það olli þeim ekki neinum áhyggjum. Radarskyggni var slæmt og það gat verið alveg eðlilegt, að þeim gengi illa að sjá hann í radarn- um. Þeir fengu líka í þennan mund um annað að hugsa, því Swanella fékk á sig mikla brotsjói, þrjá hvern á fætur öðrum. Þá var kl. 11. Ekkert varð þó að hjá þeim á Swanella og hélt skipið áfram að slóa uppí og allt gekk áfallalaust eftir þetta. Þeir höföu enn engar áhyggjur af Gaul. Ef eitthvað var að hjá honum, þá hlytu þeir aó heyra i honum. Það voru fleiri brezkir tog- arar á þessum slóóum, en þeir voru ekkert fremur en Swanellamenn að undrast um Gaul. Það var svo ekki fyrr en 48 klukkustundum eftir að stýrimaðurinn á Swan- ella hafði séð Gaul á radarnum, sem farið var að leita, eða á sunnudags- morguninn. Þá gat verið orðið um tveggja sólar- hring rek gúmbátanna að ræða og þess vegna varð leitin svona yfir- gripsmikil að hún náði, sem fyrr segir, yfir 177 þús. fermilna svæði um það er lauk. Hefði Gaul verið með sjálfvirka sendibauju hefði Swanella strax heyrt, þegar slysið varð. Hvort nokkurri björgun hefði orðið viökomið er annað mál, svo snöggt sem slysið hefur borið að. Menn lifa ekki i svo köld- um sjó sem þarna er (álíka og fyrir vestan og norðan) nema stutta stund og í gúmbát virðist enginn hafa komizt. Þó að þetta mikla og óskiljanlega slys yrði til að vekja upp gremju manna yfir því skeyt- ingarleysi brezkra yfir- valda, að vera ekki búin að lögbjóða notkun sjálf- virkra sendibauja, þá eru þau slys mörg, sem ekki væri síður ástæða til að nefna, og sum nærtæk- ari. Mér finnst sjálfgefið, að við tökum á okkur rögg og athugum verð og gæði þeirra sjálfvirku. bauja, sem nú er um að ræða og tökum síðan upp notkun þeirra. Þetta er tvímælalaust mikilsvert öryggistæki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.