Morgunblaðið - 01.02.1975, Side 12

Morgunblaðið - 01.02.1975, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. FEBRUAR 1975 NÝ FRÍMERKI ÞVÍ miBur hefur enn sem komið er ekki tekizt að fí upplýsingar um ný norsk og finnsk frlmerki beint frá póststjómum téðra landa, þótt eftir hafi verið leitað. Vonandi rætist úr þessu innan ekki langs tíma. En á meðan verður að styðj- ast við erlend frimerkjarit i þess- um efnum. Finnska póststjórnin gaf 2. janúar út þrjú almenn frimerki að upphæð 0,40, 0,60 og 0,70 mörk. og voru þau gerð i stálstungu. Sama dag kom út kort með sams konar áprentuðu frimerki, 0,60 mörk. Þar að auki gefa Finnar út loftbréf, 0,90 mörk, með nýrri teikningu. Norska póststjórnin sendi frá sér 15. janúar tvö frimerki, 100 og 140 aura, sem nefnast: Noreg- ur — ættland skíðaiþróttarinnar. Teikning er eftir Arne Johnsen, en merkin sjálf eru prentuð á enskan flúrpappir. eftir J0N AÐAL- STEIN JÓNSS0N Danska póststjórnin hefur til- kynnt útgáfu frimerkjaarkar (blokkar) 27. febrúar. Verða fjögur marglit frimerki I örkinni, 70, 80, 90 og 100 aura. Verður hún seld með yfirverði, 1.60, og kostar því 5 danskar krónur. Teikning er gerð af Holger Philipsen, en merk- in eru grafin af C. Slania. Örkin er gefin út af þvi tile'ni, að árið 1976 verður haldin alþjóð- leg frimerkjasýning i Kaupmanna- höfn, Hafnia 76, og rennur yfir- verðið til styrktar henni. Hér i þættinum verður birt mynd af þessari örk, þegar prenthæft sýnishorn hennar fæst. Þá má geta þess fyrir Dan- merkursafnara, að þennan sama dag, 27. febrúar, gefur póststjórn- in út nýtt póstferjumerki. Er það 100 aura frimerki með mynd Margrétar drottningar II. i bláum lit á flúrpappír, sem verður yfir- prentað með orðinu POSTFÆRGE, eins og venja er við þessa tegund frimerkja. Sænska póststjórnin hefur þeg- ar gengið frá áætlun sinni um frimerkjaútgáfu þessa árs og mun að vanda tilkynna nánar um hverja útgáfu með 5 vikna fyrir- vara. Þar í landi hækka póstgjöld ekki siður en hér, og er gert ráð fyrir hækkun frá 1. mai nk. Næstu sænsku frimerkin koma út 25. marz, og verða það 3 stök merki og 8 i frimerkjahefti eða samtals 11 frtmerki á einum degi. Er slíkt vissulega hraustlega af sér vikið. Verður síðar sagt nánar frá þess- um sænsku frimerkjum. Skal nú snúið sér að öðru efni, sem ég vonast til, að lesendur vilji hug- leiða. FRÍMERKI A HEILUM UMSLÖG- UM f nóv. sl. birtist hér i blaðinu viðtal við Sverri Sigurðsson kaup- mann. Hann hefur af miklum dugnaði unnið að þvi með öðrum að safna frimerkjum og selja til stuðnings Geðverndarfélaginu. Það starf er lofsvert, og er vel að hagnýta notuð frimerki -é þann hátt. En i þessu viðtali komu fram atriði. sem mig langar að ræða dálitið hér í þættinum. Eftir Sverri er það haft, að umslög með frimerkjum á og stimplum geti verið þrisvar sinnum verðmeiri en frimerkin stök. Þá segir svo orð- rétt: „Ef fyrirtæki, sem skrifað er til, hættir t.d. og er ekki lengur til, þá getur umslagið orðið fágætt." Nokkru siðar segir: „Af umslögum ábyrgðarbréfa ætti alls ekki að klippa frimerkin." Allt er þetta, sem haft er eftir Sverri, rétt, — en þó aðeins að ákveðnu marki. Frimerki eru eins og annar varningur, þau lúta lög- um framboðs og eftirspurnar, og eftir þvi fer verðmæti þeirra. Flest gömlu islenzku frimerkin voru prentuð í litlu upplagi — og sum hver i mjög litlu upplagi. Þar sem eftirspurn eftir isl. frimerkjum er mjög mikil, er eðlilegt. að verð þeirra sé almennt nokkuð hátt og það jafnvel mjög hátt, þegar um elztu frimerkin er að ræða. Nú er það svo, að fyrst framan af og það langt fram á okkar daga söfnuðu menn frimerkjum einung- is vegna þeirra sjálfra. Var þvi ekki nema sjálfsagt, að þau væru klippt af bréfum og leyst af pappírnum. En söfnunarhneigð manna verður seint fullnægt. Þeg- ar búið var að ná saman flestum eða jafnvel öllum frímerkjum ein- hvers lands — og við skulum hér einvörðungu miða við ísland, hlaut að koma að því, að menn færu að hugsa um aðra hluti í sambandi við frimerkin. Nærtæk- ast var þá að lita á stimplana. Þá urðu þeir einir sér að söfnunar- efni, enda má flokka þá eftir aldri, gerð o.s.frv. Ég hygg, að danskir og sænskir safnarar hafi einna fyrstir orðið til að safna islenzkum póststimplum, a.m.k. i verulegum mæli. Eiga t.d. nokkrir fslands- safnarar i Sviþjóð mjög falleg stimplasöfn, sem ég hef fengið að sjá. í kjölfar þessarar söfnunar hlaut það svo að fylgja, að menn vildu eiga heil umslög með frimerkjum og fallegum stimplum i söfnum sinum, þar sem sjá mætti auk frimerkja og stimpla rétta póst- meðferð. Slik bréf hafa verið nefnd á dönsku brugsbrev og á þýzku Gebrauchsbrief. Er þá átt við, að hér sé um venjuleg póst- bréf að ræða, þ.e. með réttu burðargjaldi og þeim algengu fri- merkjum, sem notuð eru á póst- húsum hverju sinni, en ekki fri- merkt með völdum frimerkjum i söfnunarskyni til að gleðja viðtak- endur sérstaklega. Þessi venju- legu bréf eða umslög hef ég nefnt á stundum notkunarbréf, og er það vitanlega bein þýðing á áður- greindum erlendum nöfnum. Það skal viðurkennt, að mér likar ekki alls kostar þetta heiti á islenzku. f haust leið átti ég tal við ágæta konu, sem er safnari og félagi I Félagi frimerkjasafnara, um um- sfagasöfnun. Þá notaði hún ósjálf- rátt orðið hversdagsbréf um þessi almennu bréf, og henti ég það þegar á lofti. Lízt mér að óreyndu nokkuð vel á þetta heiti. En nú skal aftur vikið að áðurnefndu blaðaviðtali. Söfnun heilla umslaga með fri- merkjum hefur aukizt mjög síð- ustu tvo áratugi eða svo. Fyrir þann tima rifu eða klipptu flestir frimerkin af öllum bréfum. Af þessu leiðir, að heil umslög fyrir 1950 eða a.m.k. fyrir 1940 eru orðin næsta sjaldséð, en eftir- spurnin eftir umslögum frá þess- um árum hefur vaxið mjög. Hér leiðir þá af sjálfu sér, að verð slíkra umslaga eða hversdags- bréfa hefur hækkað til muna, og það jafnvel gifurlega, þegar um gömul bréf er að ræða. Einkum eru það auðugir erlendir safnarar og þá helzt i Sviþjóð og Þýzka- landi, sem hafa sprengt verðið upp á siðustu árum og það svo, að venjulegir safnarar hér á landi geta ekki keppt við þá. Hefur það að vonum vakið mikla athygli manna hér heima, þegar frásagnir hafa birzt i blöðum um sölu hvers- dagsbréfa á erlendum uppboðum fyrir ótrúlega hátt verð. Hefur þetta síðan ýtt undir þá skoðun, að geyma beri öll frimerkt umslög heil, þvi að frimerkin gefi þannig af sér margfaldan hagnað á við það að klippa þau af og leysa upp. En hér er margs að gæta. Ef þorri manna varðveitir öll umslög sin, fer svo, að framboðið verður smám saman meira en eftirspurn- in, og þá fellur verð þeirra veru- lega. Hitt er aftur á móti rétt, eins og fram kom i áðurnefndu viðtali, að snyrtilega frimerkt umslög og eins vel stimpluð eru og verða vel þegin i frimerkjasöfnin. Það gildir ekki síður um ábyrgðarbréf eða peningabréf, enda er hærra greitt undir þau, svo að á þeim sitja oft há verðgildi, sem eru ekki á al- mennum bréfum. Þessar hugleiðingar minar urðu til við lestur oftnefnds viðtals. og kem ég þeim hér á framfæri, þar sem ég állt þær eiga erindi til þeirra mörgu, sem fá mikinn póst og halda bæði til haga frimerkjum og umslögum, þótt þeir séu ekki frímerkjasafnarar i eiginlegum skilningi þess orðs. Hirðusemi þeirra getur komið öðrum að not- um, svo sem samtökum eins og Geðverndarfélaginu og málefnum þess. En varast skyldu menn að gera ráð f^rir stórgróða af söfnun hversdagsbréfa frá allra siðustu áratugum. En finni menn gömul umslög með frimerkjum á í hirzl- um sinum eða úr fórum látinna ættingja, má ekki undir nokkrum kringumstæðum eyðileggja þau. Annars getur farið eitthvað svipað fyrir þeim og Svia nokkrum fyrir aðeins örfáum árum. Er rétt að greina hér að lokum frá óförum hans lesendum þessa þáttar til viðvörunar. Sænskur maður klippti frimerki af 400 gömlum bréfum, enda hafði hann enga hugmynd um, að gömul frimerki væru mun meira virði á heilum bréfum eða umslög- um en stök. En þegar hann var búinn að klippa frimerkin af, hafði hann af þekkingarleysi sinu lækk- að verðmæti þessa bréfasafns úr 3 milljónum sænskra króna í 30 þúsund — eða i íslenzkum krón- um úr 90 milljónum i 900 þúsund! Hér var að sögn um mjög gömul sænsk bréf að ræða eða frá 1858 til um 1880. Hætt er við, að manninum hafi brugðið ónota- lega, þegar honum urðu Ijós þessi hrapallegu mistök. Hversu margir hafa ekki annars svipaða sögu að segja, þótt í miklum minni mæli hafi verið? En til þess eru vitin að varast þau. Úrkoma á íslandi Mestu úrkomuáttir á Islandi eru suóaustlægar og suðlægar áttir, enda eru þær ríkjandi í regnsvæðum lægða og bera með sér rakamettað, suðrænt loft. Setur þetta mjög svip sinn á dreifingu úrkomunnar yfir landið, en helztu einkenni hennar eru sem hér segir: Meðalúrkoma Á Suðausturlandi og Aust- fjörðum allt frá Markarfljóti í vestri að Fljótsdalshéraði í austri, er úrkoma mikil, nær alls staðar meiri en 1400 mm á ári á láglendi og með tveim greinilegum hámarkssvæðum. Er annað í Öræfum, þar sem úrkoma er 2000—3000 mm, og hitt sunnan Mýrdalsjökuls, einnig yfir 2000 mm. A Kví- skerjum í Öræfum mælist mest úrkoma í byggð hér á landi, um 3300 mm á ári, en næst kemur af núverandi veðurstöðvum Vík I Mýrdal með 2256 mm. Úrkoma eykst víðast hvar með hæð og nær hámarki á Vatnajökli sunnanverðum og á Mýrdalsjökli, þar sem hún er talin vera meiri en 4000 mm á ári. A sunnanverðum Langjökli er hún einnig talin ná 4000 mm. A Suðvesturlandi og annesjum vestanlandá allt til Vestfjarða er úrkoma víðast á bilinu 1000—1600 mm á lág- lendi, en 700—1000 mm i inn- sveitum á Vesturlandi, svo sem í uppsveitum Borgarfjarðar, við innanverðan Breiðafjörð og innanvert Isafjarðardjúp. Á Norður- og Norðaustur- landi til og með Fljótsdals- héraði er úrkoma miklu minni en á Suðurlandi. I þessum landshlutum dregur hálendið mjög úr úrkomu í suðlægum áttum, og fellur því mikill hluti hennar i norðlægum áttum, sem vegna loftkulda innihalda mun minna rakamagn. Á lág- lendi er úrkoma þar víða 400—600 mm, en á hálendinu norðan Vatnajökuls er þurrasta svæði landsins með úrkomu undir 400 mm á ári, og veldur því „úrkomuskuggi" jökulsins. Annars staðar má þó einnig finna svæði, þar sem ársúr- koma er minni en 400 mm, t.d. i innanverðri Húnavatnssýslu. Lægsta gildi ársúrkomu er á Mýri í Bárðardal, 338 mm. Urkoma fer mjög eftir stað- háttum og landslagi, og þarf þá hvorki miklar fjarlægðir né há fjöll til þess að um muni. Má nefna sem dæmi, að á Reykja- vikurflugvelli er ársúrkoma um 800 mm, við Elliðaár 900 mm og á Rjúpnahæð 1040 mm, en þarna á milli eru innan við 10 km. í fjalllendinu suðaustan Reykjavíkursvæðisins er svo talið, að úrkoma nái nokkuð yfir 3000 mm á ári. Á meiri hluta íslenzkra veður stöðva er október mesti úr- komumánuðurinn, og er svo t.d. alls staðar á Suðurlandi allt austur að Kirkjubæjarklaustri. Sums staðar er þó hámarksúr- koma annan haust- eða vetrar- mánuð. Á Austurlandi og suður um til Fagurhólsmýrar er úr- koma t.d. mest í desember eða janúar. Á stöku stað í innsveit- um á Norðausturlandi eru júlí eða ágúst með mesta úrkomu. Víðast hvar er úrkoma minnst á vorin, einkum í maf, en einnig víða í júni. Á Norður- landi má segja, að maí sé nær alls staðar þurrastur. Á stöku stað, t.d. á Snæfellsnesi rignir minnst í júlí og i örfáum til- vikum er einhver mánaðanna febrúar—apríl þurrastur. Sé tekið meðaltal allra stöðva á landinu reynist úrkoma októbermánaðar vera 12% af ársúrkomunni, en úrkoma maí- mánaðar 5% af henni. Yfirleitt fellur mun meiri úrkoma að vetrarlagi en á sumrin. Undan- tekningu frá þessu má þó finna á Norðausturlandi, þar sem sumarúrkoma er sums staðar meiri. Mesta úrkomumagn, sem mælzt hefur í einum mánuði hér á landi var 769 mm á Kvískerjum í október 1965 -Næsthæsta gildi,ti77 mm mæld- ist á sama stað í janúar 1964 og einnig það þriðja hæsta, 615 mm í október 1963. 1 nóvember 1958 mældust 603 mm að Stóra- Botni í Hvalfirði. Mesta sólarhringsúrkoma, sem nokkru sinni hefur mælzt hér á landi var 234 mm á Vagnsstöðum I Suðursveit í febrúar 1968, en það er svipað magn og fellur að jafnaði á heilum haustmánuði í Vik. Sama dag mældust 228 mm á Kvískerjum. Sólarhringsúr- koma yfir 100 mm er fremur sjaldgæf. Fjöldi úrkomudaga. Þurrkar. Meðalfjöldi úrkomudaga 1931—1960 er allbreytilegur hérlendis, en úrkomudagur telst vera, ef úrkoma er mælan- leg, þ.e. 0,1 mm eða meiri yfir sólarhringinn. Víða á Suður- Ársúrkoma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.