Morgunblaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. FEBRUAR 1975 Minninp: Ölafur G. Magnús- son símaverkstjóri Laugardaginn 1. febrúar 1975 er borinn til hinstu hvíldar vinur minn og samstarfsmaður Ólafur Magnússon símaverkstjóri, Sel- fossi. Okkar kynni hófust vorið 1943 er við vorum í sama síma- flokki úti á landi og þeirri vináttu slitum við ekki svo lengi sem hann lifði. Þessi maður var í al- gjörum sérflokki, fyrst og fremst sem simaverkstjóri, vinur viná sinna og sem heimilisfaðir, og ætti því minningin um slíkan mann ekki úr hugum okkar víkja sem til hans þekktum. Ólafur var hæglátur maður í allri umgengni hins vegar var hann útsjónarsam- ur og ákveðinn og verkstjóri tal- inn mjög góður og þegar sérlega á reyndi í hans verkstjórn tókst honum ætið best til við verkefnin, sem ávallt eru misjöfn og marg- breytileg eftir aðstæðum hverju sinni. Verkstjórnarsvæði Ólafs var með þeim stærri sem gerast hjá Pósti og síma og má nærri geta hvort oft hafi ekki verið eril- samt og heimilisfriði breytt í við- gerðarferðir, sem oft voru farnar þegar verstu veðrin gengu yfir. Siðastliðin 3—4 ár sá ég að Ólafur gekk ekki heill heilsu og nú siðustu mánuði var hann inni á sjúkrahúsi eða heima og átti við erfiðan sjúkdóm að glíma sem t Ástkær eiginkona min og móðir okkar, JENNÝ ANDREA JÓNSDÓTTIR, lézt að heimili sínu að kvöldi 30, janúar. GuSmundur Ingvarsson og börn. leiddi hann til dauða laugardag- inn 25. janúar 1975. Ólafur Magnússon var fæddur á Eyrarbakka 2. mars 1916, sonur hjónanna Sigurborgar Stein- grímsdóttur og Magnúsar Arna- sonar. Ólafur ólst upp á Eyrar- bakka en fór ungur að árum að vinna. Hann byrjaði símavinnu hjá Magnúsi Oddssyni símaverk- stjóra og símstöðvarstjóra á Eyr- arbakka og voru þá öll ferðalög farin á hestum og hafa það oft verið erfiðar ferðir og ekki hvað síst fyrir ungling, eins og Ólafur hefur verið þá, en hann harðnaði við hverja raun og stóð allt af sér. Þessi ár hafa verið harður skóli en sennilega hefir hann búið að honum alla ævi sína. Fyrir all- mörgum árum leysti bifreiðin hestana af hólmi i símavinnu sem og öðrum störfum og hafði Ólafur til dæmis til umráða í sínu um- dæmi fjóra bíla og dugði varla til. Margt er það sem á dagana hefir drifið í löngu samstarfi og margs er að minnast, en það er of langt mál i stuítri minningargrein um eftirminnilegan dreng. 1 dag munu allir þeir mörgu, sem Ólafur stjórnaði um dagana, syrgja góðan húsbónda og líta með lotningu um farinn veg, en minningarnar munu geymast í hugum manna og í hávegum hafð- ar. Árió 1943 giftist Ólafur Magnússon eftirlifandi konu sinni, Sigrúnu Runólfsdóttur, og eignaðist með henni f jögur mann- vænleg börn, tvo syni og tvær dætur. Sigurður er barnanna elstur, er húsasmiður og býr í Reykjavík, Sigmar, barnakennari á Akureyri, Hrefna, símastúlka í foreldrahúsum og Auður, einnig i foreldrahúsum. Sigrún og Ólafur reistu sér fljótlega eftir gifting- una hús á Selfossi og bjó Sigrún manni sinum þar hlýlegt heimili Faðir okkar. + FILIPPUS ÁMUNDASON járnsmiður, andaðist í Borgarspítalanum 31, janúar. Fyrir hönd ættingja, ÞórdFs og Þuríður Filippusdætur. Eiginmaður minn, + JÓHANN KR. GfSLASON. netagerðameistari, Kvisthaga 11, lézt fimmtudaginn 30 janúar. Vilhelmína Halldórsdóttir. t Konan min, ANNA JÓHANNSDÓTTIR, Faedd LEO sem lézt á sjúkrahúsi Keflavikur 22 janúar sl. verður jarðsett frá Hvalsneskirkju, laugardaginn 1 febrúar Athöfnin hefst með bæn að heimili hennar, Suðurgötu 36, Sandgerði, kl. 1 eh. Fyrir hönd aðstandenda, Björgvin Pálsson. t Jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, GUÐBJARGAR JÓHANNESDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 3. febrúar kl. 1 0.30 Róbert E. Þórðarson, Unnur Fjóla Róbertsdóttir, Sólveig Róbertsdóttir, Grímur B. Jónsson, Jóhanna Róbertsdóttir, Björn B. Jónsson, Matthildur Róbertsdóttir, Jens P. Jóhannsson. svo af bar. Fyrir skömmu keyptu hjónin sé einbýlishús á Selfossi og bjuggu þar þegar hann féll frá. Til marks um dugnað og áræðni Ólafs Magnússonar má segja, að hann reisti fyrra hús sitt i frí- stundum sínum og hefur þá oft verið langur og strangur vinnu- dagur. Á yngri árum var vinna ekki stöðug allt árið hjá Pósti og síma og fór þá Óafur til sjós í Sand- gerði á vetrarvertíðar og þótti handtakagóður við slíka vinnu, eins og allt annað^ sem hann lagði fyrir sig um ævina. Ég votta frú Sigrúnu og börn- um þeirra mína dýpstu samúð og óska þeim alls hins besta og vona að vegurinn verði greiður sem eftir er ófarinn. — Bj.G. I dag verður til moldar borinn frá Eyrarbakkakirkju Ólafur Guðsteinn Magnússon símaverk- stjóri, hann andaðist 25. jan. s.l. um aldur fram eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Þó kveðju- stundin hafi ekki með öllu komið undirbúningslaust þá er það svo að í vonina er haldið þar til lífs- strengurinn brestur. Ólafur var fæddur 2. mars 1916 að Eyrarbakka. Foreldrar hans voru Magnús Arnason og kona hans Sigurborg Steingrímsdóttir. Systkini hans er til þroska komust eru Guðmundur húsa- smiður, búsettur í Reykjavík, Steingrímur, flokksstjóri hjá Landssima Islands giftur Ingunni Sveinsdóttur búsettur í Reykja- vík, og Ágústa, gift Sigurmundi Guðjónssyni, búsett á Eyrar- bakka. 1 foreldrahúsum ólst Ólafur upp og er aldur leyfði lagði hann stund á hvers konar vinnu sem til féll. Hann tileinkaði sér á unga aldri dyggð feðranna, trúmennsku, samviskusemi og heiðarleik í hvívetna í samskipt- um við annað fólk. Ólafur hóf störf hjá Landssíma Islands 1934, þá 18 ára að aldri og var allan sinn starfsaldur hjá þeirri stofn- un. Þar munu fljótt hafa sýnt sig hans mannskostir og hófst hann af eigin verkum. Arið 1944 er hann skipaður verkstjóri hjá Landssimanum. Á þessu árabili og þeim næstu á eftir kemur Ólafur víða við úti á landsbyggð- inni með sinn vinnuflokk við dreifingu og uppbyggingu síma- kerfisins um landið. Bæði á Vest- fjörðum og viða Norðanlands voru á þessum tima torsóttar leiðir og vegleysur, það reyndi því á þrek, dugnað og þrautseigju þeirra manna, sem að þessu sam- göngukerfi unnu, að koma efni til sins staðar þar sem vinna átti úr því. Ekki var þá um að ræða vél- knúin ökutæki til flutninga. 1 mörgum tilfellum var það manns- aflið eitt sem orkuna veitti. Það reyndi því ekki minnst á þá sem ábyrgð báru á stjórn verksins, hver útsjónarsemi þeirra var og dugnaður. Þessu hlutverki sem öðrum er Olafi voru falin mun hann hafa skilað með sæmd. Ábendingar hans varðandi verk- framkvæmdir á linulögnum og öðru sem hann taldi að betur mætti fara var litið og hlustað á af hans yfirmönnum enda er mér kunnugt að hann naut virðingar þeirra og trausts. Af yfirliti að j dæma um verkefni sem Ólafur hafði með höndum í Árnes- og Rangárþingi má ætla að ekki séu margir símnotendur á þessu svæði sem hann hefur ekki átt meiri eða minni þátt í að leggja síma til og munu flestir á þessu svæði minnast vinar í stað þar sem Ólafur fór. 25. des. 1943 sté Ólafur gæfu- ríkt spor í sínu einkalifi er hann gekk að eiga eftirlifandi konu sina Sigrúnu Runólfsdóttur, ættaða frá Fáskrúðsfirði. Þeirra sambúð var farsæl og áfallalaus. Hún var honum trúr og tryggur förunautur til hinstu stundar. A þrek hennar reyndi mjög í hans erfiðu legu, og með því að honum var mikili styrkur í nærveru hennar þá vék hún vart frá beði hans síðustu fjóra til fimm mánuðina. Börn þeirra eru: Sigurður Emil húsasmiður, giftur Ólöfu S. Guð- mundsdóttur, búsett í Reykjavík; Sigmar barnakennari á Akureyri, giftur Olfhildi Gunnarsdóttur; Hrefna talsímakona á Selfossi og Auður framreiðslustúlka, báðar i foreldrahúsum. Árið 1955 fluttust þau hjón I nýtt íbúðarhús er þau höfðu þá byggt að Smáratúni 18 Selfossi og skópu sér þar gott og fagurt heimili. Þessa eign seldu þau fyr- ir um það bil tveimur árum, er þau keyptu fallegt einbýlishús að Engjavegi 45 Selfossi. í fasi var Ólafur yfirlætislaus og prúður i allri framgöngu, en þægilegur og viðmótsgóður. Um eigin hagi var hann dulur og bar ekki á torg, og til merkis um það má benda á að fyrir sem næst þremur árum var honum ljóst hvert stefni meó heilsuna. Þrátt fyrir þetta heyrðist aldrei æðruorð af hans vörum og ekki talaði hann um það við neinn; aðeins þeim allra nánustu var kunnugt um hvaó framundan var. Leiðir okkar Ólafs lágu ekki saman fyrr en nú á seinni árum er fjölskyldur okkar tengdust með hjúskap barna okkar. Nú á kveðjustund er mér ljúft að minnast góðs drengs og þakka honum ljúfar minningar og góð kynni. Margir eiga um sárt að binda við fráfall Ólafs og má þar nefna tengdamóður hans Guð- laugu sem nú er við aldur, þá hafa barnabörnin misst góðan afa sem reiðubúinn var er timi gafst til að fara með þau í ökuferð eða leika við þau á annan hátt, síðast en ekki síst eiga að sjálfsögðu um sárast að binda eiginkona og börn. Um leió og ég og fjölskylda mín sendum Ólafi hinstu kveðju með þökk fyrir allt færum við Sig- rúnu, börnum, barnabörnum, tengdabörnum og öðrum vinum hans samúðarkveðjur. Guðmundur Jóhannsson Minning: Steinunn Jóhann- esdóttir frá Kaldá Steinunn Jóhannesdóttir frá Kaldá I önundarfirði lést að St. Jósepsspítalanum í Hafnarfirði þann 24. jan. siðastliðinn. Þar hné í valinn skörungur, sem seint gleymist þeim er þekktu. Steinunn fæddist að Hesti i Önundarfirði þann 15. nóv. 1888 og var því 86 ára gömul þegar hún Faðir okkar, + JÓNAS KRISTJÁNSSON fyrrv. mjólkursamlagsstjóri verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 4 febrúar kl. 2 e.h. Sólveig Jónasdóttir Carner, Hreinn Jónasson. t Þakka vinarhug við andlát og útför vinar míns, PÉTURS SVEINSSONAR, Heiðarvegi 19, Keflavík. Gunnar Sigtryggsson. lést. Foreldrar hennar voru þau hjónin Jóhannes Kristjánsson, bóndi, og kona hans, Jónína Sveinsdóttir. Steinunn ólst upp hjá foreldrum sínum að Hesti fram á unglingsár og flutti þá með þeim að Ytri Hjarðardal i + Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og bróður okkar, BALDVINS JÓHANNESSONAR, Sælandi, Árskógsströnd. Fyrir hönd barna minna, tengdabarna, barnabarna og systkina hins látna, Freydis Þorvaldsdóttir. + Innilegt þakklæti færum við öll- um þeim, sem sýndu vinsemd og hluttekningu við fráfall og útför MAGNÚSAR EINARSSONAR, frá Hvltuhlíð. Sigrlður Gísladóttir, börn og tengdabörn. Úllaraskreytingar blómauol Gróðurhúsið v/Sigtún simi 36770

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.