Morgunblaðið - 20.02.1975, Side 1

Morgunblaðið - 20.02.1975, Side 1
32 SIÐUR 40. tbl. 62. árg. FIMMTUDAGUR 20. FEBRU.4R 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Umræður um Kýpur í • • Oryggisráðinu í dag Aþenu, S.Þ., New York 19. febrúar. Reuter — NTB. KURT Waldheim, frarakvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, kom sfðdegis í dag til Aþenu frá Ankara og mun hann hafa haft meðferðis nýjar tillögur frá Tyrkjum, varðandi Kýpurmálið. Framkvæmdastjórinn hóf fundi með grískum ráðamönnum eftir komuna til Aþenu og lét f ljós von um að ástandið væri ögn betra nú. Á morgun hefjast umræður í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um Kýpur. Ætlar Kurt Waldheim Framhald á bls. 18 Kleppe frá Saudi- Arabíu til Kuwait Kuwait 19. febr. Reuter. NTB. PER Kleppe, fjármálaráðherra Noregs, lauk í dag tveggja daga veru sinni í Saudi-Arabíu og hélt áleiðis til Kuwait. í Saudi-Arabíu átti hann meðal annars fund með Feisal konungi, en Kleppe sagði aðspurður, að sá fundur hefði aðallega verið kurteisisvottur af konungs hálfu. Kleppe sagðist hafa rætt ítarlega um olíumál, fjármál og þróunarmál við full- trúa ríkisstjórnar Saudi-Arabfu. 1 Kuwait mun Kleppe og hinir fulltrúarnir í sendinefndinni hitta að máli helztu ráðamenn þar m.a. bæði fjármálaráðherrann og olíumálaráðherrann. Kleppe er fyrstur norskra ráð- herra sem fer f heimsókn til Saudi-Arabíu. Vill senda norrænt sjónvarpsefni með hraði til Islands EITT af aðalmálum síðdegis- fundar Norðurlandaráðs í gær var norræn samvinna á sviði sjón- varpsmála og var sérstaklega fjallað um samvinnu Finnlands og Svíþjóðar í þeim efnum vegna sænskumælandi fólks í Finnlandi og finnskumælandi fólks f Sví- Þjóð. Norski þingmaðurinn Tönnes Andenæs, sem gerði grein fyrir skýrslu, sem hann og rithöf- undurinn sænski, Per Olof Sund- man, hafa unnið varðandi mögu- leikana á auknu samstarfi Norðurlanda í þessu efni, kom í ræðu sinni inn á stöðu íslendinga i sjónvarpsmálunum og hve baga- lega þeir væru afskiptir í þessum efnum vegna fjarlægðarinnar frá hinum löndunum. Setti hann fram þá hugmynd, að stuðlað yrði að því, að hægt væri að senda norrænt sjónvarpsefni með hraði til íslenzka sjónvarpsins til þess að efnið kæmist sem nýjast fyrir augu íslenzkra sjónvarpsnotenda. Hann kvað könnun hafa leitt í ljós, að unglingar á Norðurlönd- um vissu minna um nágranna- löndin en æskilegt gæti talizt og taldi, að það væri ekki vegna áhugaleysis. Skjóta og greiða efnismiðlun milli norrænna sjón- varpsstöðva taldi hann ákjósan- lega til að bæta þar úr. Per Olof Sundman mælti fyrir sérstakri tillögu um að útvarps- og sjónvarpsstöðvar Norðurland- anna hefðu fasta fréttamenn f höfuðborgum Norðurlanda. Ein af röksemdum tillögunnar er sú, að mikið skorti á að efni berist landanna í milli en fréttaflutn- ingur til dæmis frá Svíþjóð til Noregs hafi batnað mjög verulega sfðasta árið eftir að norska út- varpið fór að hafa fastan frétta- ritara f Stokkhólmi. Einnig benti Sundman á, að Rfkisútvarpið íslenzka hefði lausráðna frétta- ritara á Norðurlöndunum og Fær- eyingar hefðu svipað í hyggju. Tillaga þessi hefur mætt tals- verðri andstöðu, einkum Svía, og það eina, sem samþykkt var i þessu efni, var að mæla með því við Norðurlandaráð að kanna möguleikana á því að bæta upplýsingamiðlun milli útvarps og sjónvarpsstöðva á Norður- löndum. Sovét: Fyrsta sýning á nú- tímalist í Moskva 19. febr. NTB. Reuter. SOVÉZKIR og erlendir gestir streymdu f dag á fyrstu opinberu sýninguna á abstraktlist, sem leyfi hefur fengizt fyrir þar f landi f þrettán ár. Lögreglumenn og verðir hleyptu fólki inn f hóp- um og fylgzt var með þvf að gestir væru ekki of lengi að virða lista- verkin fyrir sér. 13 ár Tuttugu listmálarar eiga þarna 75 myndir og flestar eru abstrakt eða í súrfSaliskum stíl. Aðeins þrir listamannanna eru í hinum opinberu samtökum sovézkra myndlistarmanna. Margir þeirra sem eiga verk á þessari sýningu urðu þekktir f fyrra er þeir freist- uðu þess að halda útisýningu á verkum sínum. Var verkunum þá Framhald á bls. 18 NORÐURLANDAÞING — Uösmynd ói.k.m. Margir fulltrúar og starfsmenn á þingi Norðurlandaráðs gáfu sér tíma til að bregða sér í verzlanir í gær. Hér hefur ein sænsk starfsstúlka þingsins keypt sér íslenzka kápu og vekur verðskuldaða athygli Per Olofs Sundmans og Erics Carlssons. Engir Genfarfundir um Miðausturlönd — og vopnasendingar Sovéta til Egyptalands hafnar á ný Kairó 19. febr. Reuter NTB ANWAR Sadat, Egyptalandsfor- seti, hefur engar áætlanir á prjónunum um að sitja fund Arabaleiðtoga til að ræða stefn- una f Miðausturlöndum, að þvf er áreiðanlegar heimildir i Kairó skýrðu frá f dag. Var það f tilefni af fyrri fréttum þess efnis að Sadat færi fljótlega til Jórdanfu til að ræða við Hussein konung og ef til vill Al-Assad Sýrlandsfor- seta. Þá sagði utanríkisráðherra Egyptalands, Ismail Fahmi, f dag að Egyptar myndu ekki setjast aftur að samningaborðinu í Genf fyrr en landið hefði fengið bætt öll vopn, sem það missti I styrjöld- inni við Israela árið 1973. I Israel eru ummæli ráðherrans túlkuð á þann veg að Egyptar séu ekki heldur þeirrar skoðunar að tímabært sé að hefja að nýju Genfarviðræðurnar. Hins vegar segja stjórnmála- fréttaritarar að yfirlýsing Fahmis hafi óneitanlega komið nokkuð á óvart og hafi veikt mjög mögu- leikana á að ráðstefnan setjist aft- ur að störfum. Sérfræðingar álíta að Egyptar hafi meiri hug á að leysa deiluna í áföngum eins o^ Henry Kissinger, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hefur lagt til. Vitað er, að f tsrael var enn ekki verulegur áhugi fyrirnýjum fundahöldum, einkum og sér í lagi þar sem ótta gætir um að fulltrúar PLO muni fá að sitja slíka ráðstefnu. Fahmi staðfesti einnig blaða- frétt um að Sovétrikin hefðu haf- ið á ný vopnasendingar til Egyptalands, en þær hafa legið niðri síðan i októberstriðinu 1973. UPI-fréttastofan upplýsir að Egyptar hafi meðal annars fengið sex orrustuvéiar af MIG-23 gerð í siðustu dagana. Fahmi sagði að vopnasendingar Sovéta yrðu í samræmi við þann samning sem gerður var milli ríkjanna tveggja fyrir tveimur og hálfu ári. Ýmsir sérfræðingar telja að þessar vopnasendingar Sovéta, einkum ef Egyptar fá margar MIG-vélar, sem eru afar full- komnar, geti breytt verulega valdajafnvægi í lofti í Miðaustur- löndúm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.