Morgunblaðið - 20.02.1975, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1975
DAGBOK
1 dag er fimmtudagurinn 20. febrúar, sem er 51. dagur ársins 1975.
Ardegisflóö I Reykjavík er kl. 00.03, sfðdegisflóð kl. 12.41.
Vakna þú, sem sefur, og rís upp frá dauðum, og þá mun Kristur lýsa þér.
(Efesusbr. 5. 14).
ÁRIMAÐ
HEIL.LA
Ásgeir M. Ásgeirsson, fyrrv.
skipstjóri, nú kaupmaður f Sjó-
búðinni við Grandagarð, er 65 ára
f dagl Hann fæddist i Tröð i
Álftafirði 20. febrúar 1910. Sjó-
búðin var opnuð á þessum degi
árið 1950 og á því aldarfjórðungs-
afmæli.
Ásgeir tekur á móti ættingjum
og vinum milli kl. 17 og 20 i kvöld
að heimili sinu, Unnarbraut 4,
Seitjarnarnesi.
I KRC3SSC3ÁTA
Lárétt: 1. umrót 6. þjóta 8. ósam-
stæðir 10. ofnar 12. kappleikarnir
14. snjólag 15. ending 16. tónn 17.
sorgin.
Lóðrétt: 2. 2 eins 3. trýnið 4. veit
5. pokar 7. fuglar 9. krem 11.
hvílist 13. kvenmann.
Lausn á síöustu krossgátu
Lárétt: 1. stamt 6. afa 8. ás 10. OO
11. skrauts 12. tó 13. at 14. nið 16.
reyrðir
Lóðrétt: 2. tá 3. aflaðir 4. má 5.
kastar 7. kogtur 9. skó 10. ota 14.
ný 19í ÐÐ.
Fótaaðgerðir
Kvenfólk Bústaðasóknar hefur
fótaaðgerðir fyrir aldrað fólk í
safnaðarheimilinu alla fimmtu-
daga kl. 9.30—12. Pöntunum veitt
móttaka í síma 32855.
CENGISSKRÁNING
Nr. 32 - 19. febrúar 1975.
Eininc Kl.13.00 Kaup Sala
1 Bandaríkj&dollar 149, 20 149, 60
1 Sterlingspund 357,J0 358, 50*
1 Kanadadollar 148,70 149, 20*
100 Danskar krónur 2685,95 2694, 95*
100 Norskar krónur 2990, 20 3000, 20*
100 Saenakar krónur 3758, 80 3771,40*
100 Finnsk mörk 4297,05 4311, 45*
100 Franskir frankar 3515, 60 3527, 40*
100 Belg. írankar 430, 30 431,80*
100 Svissn. frankar 6017,75 6037,95
100 Gyllini 6224,30 6245, 20*
100 V. -Þyzk mörk 6429, 55 6451, 15*
100 Lfrur 23, 41 23. 49*
100 Austurr. Sch. 907,00 910. 00*
100 Escudos 616, 70 618,80*
100 Pesetar 265, 60 266,60
100 Yen 51,07 51,25*
100 Reikningskrónur- Vöruskiptalönd 99.86 100, 14
1 Reikningsdollar - Vöruskiptalönd 149,20 149,60
Breyting frá •fðuetu akráningu.
Síðasti farmur-
inn til Eþíópíu
Fyrir viku fór síðasti fatafarm-
urinn á vegum Hjálparstofnun-
ar kirkjunnar til Erítreu. Þá
höfðu alls safnazt 35—36 tonn
af fatnaði. Sumt af því er kom-
ið til Eþíópíu og er dreifingin
þar hafin, nokkuð er i birgða-
geymslum í Erítreu. Það, sem
þar er, verður geymt þar til
eitthvað dregur úr óeirðum
þar. Enn eru nokkrar birgðir í
Lúxemborg, cn verða fluttar til
Eþíópíu við fyrsta tækifæri.
Blöð og tímarit
SVEITARSTJORNARMÁL,
nýtt tölublað er helgað Grindavík
í máli og myndum. Eiríkur Aiex-
anderson bæjarstjóri skrifar
grein um hinn nýstofnaða kaup-
stað, og ritstjórinn, Unnar Stef-
ánsson, á samtal við Svavar Árna-
son, forseta bæjarstjórnar, og
annað við Tómas Þorvaldsson út-
gerðarmann, og á kápu er birt
litprentuð tillaga að aðalskipulagi
Grindavikur 1974—1994. Af öðru
efni má nefna greinar eftir Pál
Líndal, formann Sambands ís-
lenzkra sveitarfélaga og Gunnar
Thoroddsen félagsmálaráðherra.
Guðmundur Ingi Kristjánsson,
oddviti Mosvallahrepps, á visna-
dálk, Visukorn að vestan; sagt er
frá helztu breytingum á tekjum
og gjöldum sveitarfélaga milli ár-
anna 1974 og 1975, sagðar fréttir
frá starfi landshlutasamtakanna á
Austurlandi, birtar tréttir frá
sveitarstjórnum og kynntir nýir
bæjar- og sveitarstjórar.
Með þessu tölublaði fylgir
greinargerð um verkaskiptingu
ríkis, sveitarfélaga og landshluta-
samtaka sveitarfélaga og er það
númer 12 í flokki sérrita sam-
bandsins í ritröð, sem út kemur
undir samheitinu Handbók sveit-
arstjórna.
Úlfljótur, tímarit Orators, fé-
lags laganema við Háskóla Is-
lands 3. tbl. 1974 er komið út.
Þetta blað er helgað 19. norræna
laganemamótinu, sem haldið var
á Islandi s.I. sumar. Birtar eru
alls 11 fræðigreinar um lögfræði
eftir innlenda og erlenda. Höf-
undar eru: Arnljótur Björnsson
prófessor, dr. Gunnar Thorodd-
sen, dr. Lúðvík Ingvarsson, Þór
Vilhjálmsson prófessor, Michael
Lunn lektor, Jónatan Þórmunds-
son prófessor, dr. Per Stjernquist,
dr. Thorstein Eckhoff, dr. G.O.
Zacharias Sundström, dr.
Geoffrey Marston og Carsten
Smith Prófessor.
Þá er í ritinu skýrsla Guðmund-
ar S. Alfreðssonar laganema um
mótið og Kristinn Björnsson laga-
nemi skrifar um ferð á norrænt
laganemamót í Finnlandi.
Fylgirit er með Úlfljóti að
þessu sinni, en það er sérprentun
á erindi Hans G. Andersens sendi-
herra á laganemamótinu um land-
helgismál. Fylgiritið er á ensku.
Jólaskemmtun
í London
Milli jóla og nýárs var haldin
árleg jólaskemmtun Félags Is-
lendinga í Lundúnum. Nýkjör-
inn formaður félagsins, Ólafur
Guömundsson, setti samkom-
una, Jóhann Tryggvason lék ís-
lenzka og enska jólasálma auk
annarra söngva. Jólasveinn og
trúður skemmtu gestunum, og
öll börn fengu jólagjafir og
sælgæti.
— Rannhildur Helgadóttir kjörinn forseti ráðsins
— 1 ————————
ást er . . .
. . . að taka við
skömmunum þegar
þú átt það skilið
ÍM R q. U.S Po'. OM — A . fitil'
1975 ity los Anqc'es Timcs
| BRIPGE~
Hér fer á eftir spil frá leik milli
Noregs og Italíu í Evrópumóti fyr-
ir nokkrum árum:
Norður
S. 8-7
H. A-10-6-2
T. A
L. K-G-10-9-5-4
Vestur
S. Á-K-9-2
H. 9-3
T. G-4-3
L. D-8-3-2
Áustur
S. G-10-6-4
H. 8-7-5-4
T. 10-8-2
L. A-6
Suður
S. D-5-3
H. K-D-G
T. K-D-9-7-6-5
L. 7
Norsku spilararnir sátu N.-S.
við annað borðið sögðu þannig:
Norður Suður
1 H. 2 T.
3 L. 3 G.
Þetta er ágæt lokasögn og eina
leiðin til að hindra að sagnhafi
vinni spilið er sú, að vestur láti i
byrjun út lauf, austur drepi með
ási og láti síðan út spaða gosa.
Vörnin fann ekki þessa leið og
sagnhafi fékk 10 slagi og vann
spilið.
Við hitt borðið sátu ítölsku spil-
ararnir N.-S. og sögðu þannig:
Norður Suður
1 H. Suður
3 L. 2 T.
4 H. 3 H.
P.
Austur lét út spaða, vestur drap
með ási, lét út lauf, austur drap
með ási, lét út spaða, gefið var i
borði og spaði látinn aftur og
sagnhafi trompaði. Þar sem
trompin voru ekki jafnt skipt hjá
andstæðingunum þá varð spilið 2
niður og norska sveitin græddi 11
stig á spilinu.
Föstumessa
Innri-Njarðvfkurkirkja
Föstumessa í kvöld kl. 20.30.
Séra Björn Jónsson.
Neskirkja
Föstumessa i kvöld kl. 20.30.
Séra Frank Halldórsson.
Merkið kettina
Vegna þess hve alltaf er
mikið um að kettir tapist frá
heimilum sfnum, viljum við
enn einu sinni hvetja kattaeig-
endur til að merkja ketti sfna.
Aríðandi er, að einungis séu
notaðar sérstakar kattahálsól-
ar. sem eru þannig útbúnar, að
þær eiga ekki að geta verið
köttunum hættulegar. Við ól-
ina á svo að festa litla plötu
með ágröfnu heimilisfangi og
símanúmeri eigandans. Einnig
fást samanskrúfaðir plasthólk-
ar, sem f er miði með naúðsyn-
legum upplýsingum
(Frá Sambandi dýraverndun-
arfélaga tslands).