Morgunblaðið - 20.02.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.02.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRUAR 1975 5 Elztu húsá ísafirði friðlýst Þann 16. janúar slðastliðinn var samþykkt f bæjarstjórn Isafjarð- ar að friðlýsa nokkur elztu húsin hér f kaupstaðnum. Hér er um að ræða húsaþyrpinguna f Neðsta- kaupstað og fbúðarhús f Hæsta- kaupstað. Þessi hús voru á sfnum tfma aðsetur einokunarkaup- mannanna á Skutulsfjarðareyri og er elzta húsið byggt árið 1734 og það yngsta árið 1788. Alls eru húsin fimm að tölu og þar af fjögur þeirra f Neðstakaupstað. Friðlýsing þessi er gerð f sam- ræmi við lög um þjóðminjar og er áætlað að varðveita húsin f sinni upprunalegu mynd og verður varðandi viðhald og endurbætur húsanna haft samráð við Sögu- félag Isfirðinga. Byggingarframkvæmdir á tsafirði. Nú er nýlega lokið lóðaúthlutun í nýju einbýlis- og raðhúsahverfi sem áætlað er að rísi inni í Skutulsfirði á þessu ári. Úthlutað var lóðum undir 58 fbúðir og verð- ur væntanlega hafizt handa við framkvæmdir nú í vor. Þá er haf- in hér í bænum undirbúningur að stofnun steypustöðvar og er það fyrirtækið Vesttak sem stendur að þeim framkvæmdum. Hafa þeir þegar fest kaup á tveimur steypubifreiðum frá Þýzkalandi og komu þær með skipi til bæjar- ins síðastliðinn þriðjudag. Er hér tvímælalaust um stórmál að ræða fyrir byggðarlögin á norðanverð- úm Vestfjörðum, því miklar fram- kvæmdir eru á döfinni hér um þessar mundir. Er áætlað að stöð- in taki til starfa nú strax í vor ef tekst að tryggja nægilegt fjár- magn til framkvæmda og er for- ráðamaður fyrirtækisins nú er- lendis til að kanna kaup á heppi- legum vélum. Verzlunarhúsið f Neðstakaupstað hefur nú verið friðlýst ásamt fleiri gömlum húsum á svipuðum slóðum á ísafirði. 1 þessu húsi bjó lengi Finnur Jónsson fv. ráðherra og enn er búið í því. Kvöldskóli á ísafirði Á Isafirði hefur í vetur verið starfrækt kvöldfræðsla fyrir full- orðna og hefur verið mikil og góð þáttiaka í þeirri starfsemi. Kennsla hefur farið fram í hús- næði Menntaskólans á ísafirði og hafa starfandi kennarar í bænum að mestu séð um kennsluna. Nú eru um 130 nemendur í skólanum og eru kennd enska, danska, þýzka, bókfærsla og íslenzka fyrir útlendinga. íslenzkunám stundar hér hópur stúlkna frá Astralíu og Nýja-Sjálandi og einn Persi sem eru við störf i frystihúsinu i Hnífsdal. Skólastjóri kvöldskól- ans er frú Bryndís Schram, en hún gengnir nú einnig embaetti skólameistara við Menntaskólann á isafirði i fjarveru Jóns Hanni- balssonar, sem nú situr á þingi sem varamaður Karvels Pálma- sonar. Iþróttahús Hér hefur öll innanhús iþrótta- starfsemi legið niðri um nokkurt skeið, þar sem kyndibúnaður iþróttahússins og sundlaugarinn- ar er ónýtur. Hefur þar af leið- andi orðið að flytja alla leikfimis- kennslu upp i skíðabrekkurnar og kemur sér vél að nægur snjór er til skíðaiðkana og stutt að fara upp í skíðabrekkurnar. Hér beint uppi af bænum er Stóraurð og er þar skiðalyfta og upplýst brekka þannig að hægt er að skíða fram á kvöld. Hér er eins og jafnan að Framhald á bls. 18 Þeim fjölda vina, sem heiðruðu mig og glöddu 5. febr., erum við hjónin hjartanlega þakklát. Kveðjurnar, óskirnar, nöfnin minna á margt, sem gott er að muna og rifjast upp þegar ég les þessar mörgu og fallegu kveðjur. Ylurinn á að endast mér fram að „feginsdegi fira", sem Sólarljóð kalla daginn fyrir handan he/ og heim. Lifið ö/l heil. Jón Auöuns © Notaðir bílar til sölu O Volkswagen 1 200 árg. '68 — '71 Volkswagen 1300árg. '70—'74. Volkswagen 1303 árg. '73 — '74. Volkswagen 1600árg. '67 — '73. Volkswagen sendiferðabíll árg. '69 — '73. Volkswagen K—70 árg. '71. Fiat 1 32 árg. '73 Vauxhall Viva árg. '71 Landrover diesel árg. '70 — '73. Landrover bensin árg. '64 — '72. Landrover Range Rover árg. '72 og '74. GMC Astro vörubifreið 1 4 tonn árg. '74. Tökum notaða bíla í umboðssölu. Rúmgóður sýningarsalur. HEKLA HF. Laugavegi -170—172' — Sími 21240 Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn að Hótel Sögu, Súlnasal, fimmtudaginn 27. febrúar 1975 kl. 20. Dagskrá samkvæmt félags- lögum. Verzlunarmannafélag Reykjavikur. OTRULEGA ÓDÝRTí DÝRTÍÐINNI ÞAÐ ER HÆGT AÐ GERA ÓTRÚLEGA GOÐ KAUP ÞESSA DAGANA Á ÚTSÖLUMARKAÐNUM OKKAR MIKIÐ VÖRUÚRVAL NÚ ER HVER SÍDASTUR 50-70% afsláttur ÖKARNABÆR Útsölumarkaður Laugaveg 66 VlKUR ELDHÚSSKÁPARNIR er stöðluð íslenzk framleiðsla, sem sameinar það tvennt að vera vandaðir og ódýrir. Hannaðir fyrir islenzkan smekk, og henta í allar stærðir eldhúsa. Vegna þess að þeir eru byggðir í einingum sem þér getið valið úr og raðað saman, og par með fengið yðar eigið eldhús. Með ótrúiegu litavali í plasti, og fjölmörgum möguleikum í sam- setningu getið þér gert eldhúsið enn persónulegra. Komið og skoðið sýningareldhúsið á framleiðslustað. Ef þér komið með mál á eldhúsi, eða teikningu, getum við gefið fast verðtilboð. Húsgagnaverkstæii ÞÓRSINGÓLFSSONAR SÚÐAVOGI 44 SÍMI 31360 (gengið inn fra’ Kænuvogi) r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.