Morgunblaðið - 13.04.1975, Side 1
48 SIÐUR
81. tbl. 62. árg.
Saigonher
sagður halda
Xuan Loc
Saigon 12. aprfl
Reuter — AP — NTB
HERSVEITIR Saigonstjórnar
börðust I dag við hersveitir
kommúnista á ytri varnarlfnu
Saigons, en tókst að ná aftur
hinni mikilvægu héraðshöfuð-
borg Xuan Loc algjörlega á sitt
vald, að þv( er heimildir innan
herstjórnarinnar sögðu. Er
stjórnarherinn sagður hafa getað
hrundið árásum skæruliða úr
norðvestri, suðaustri og norð-
austri á borgina. Heimildirnar
herma hins vegar að vegasam-
band milli hinna þéttbýlu
Mekongóshólma og höfuðborgar-
innar sé I hættu, og sé barizt við
þjóðveg 4 um 48 km frá Saigon.
Aðrar helztu vígstöðvarnar
voru við borgina Ben Tranh, i
innan við 50 km fjarlægð suðvest-
ur af Saigon. Herstjórnin segir, að
243 skæruliðar hefðu beðið bana I
bardögum stórskotaliðs, skrið-
dreka og í loftárásum, en 12
stjórnarhermenn hefðu fallið, 24
særzt. Þá sagði herstjórnin að
meir en 1000 skæruliðar hefðu
fallið f bardögunum um Xuan Loc
undanfarna 3 daga, en Xuan Loc
sem er í 72 km fjarlægð austur af
Saigon er talin lykillinn að
áhlaupi á höfuðborgina sjálfa.
Areiðanlegar heimildir
hermdu, að 21 skriðdreki komm-
únista, sem flugmenn stjórnar-
innar kváðust hafa eyðilagt í gær
norðvestur af Xuan Loc, hefði
verið meðal 40 skriðdreka sem nú
stefndu á Saigon, — framhjá
Xuan Loc.
Josephine
Baker látin
Parfs, 12. aprfl. AP — Reuter.
HIN hcimskunna bandarfska
söngkona Josephine Baker
andaðist I sjúkrahúsi í Parfs f
gær 68 ára að aldri. Hún varð
fyrir alvarlegu hjartaáfalli og
hlaut heilaskemmdir fyrir
tveimur dögum og lézt af þeim
sökum án þess að komast til
meðvitundar. Josephine Baker
öðlaðist heimsfrægð á 50 ára
ferli sfnum sem revfusöng-
kona og nektardansmær og
ekki sfzt fyrir takmarkalausa
barnaást, en hún ættleiddi 12
börn frá ýmsum löndum heims
og lagði gffurlega mikið að sér
til að framfleyta sjálfri sér og
þeim oft við mikla erfiðleika
og skiíraði um tfma gólf til að
afla sér tekna. Hún var þrfgift,
en átti engin börn sjálf.
Josephine Baker hafði ný-
lega hleypt af stokkunum
revíu í París til að halda upp á
hálfraraldarafmæli sitt sem
skemmtikrafts og hlotið frá-
bæra dóma. Hún stóð einmitt á
sviðinu og var að syngja í
þeirri revíu er hún veiktist.
SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1975
Prentsmiðja iVIorgunblaðsins.
f !>:?
_______ X' . ■
J1
Þessa mynd tók Sigurgeir okkar f Eyjum nú einn góðviðnsdaginn þar, af fjölskyldu, sem öll hjálpast að við húsbygginguna enda handtökin
mörg. Ef einhver skyldi kannast við andlit frúarinnar getum við upplýst að hún er Erna Jóhannesdóttir og var fegurðardrottning Islands 1970.
Maður hennar heitir Egill Egilsson og sonurinn Huginn.
Bandaríkjamenn yfirgefa Phnom Penh:
Birgðafhitningum hætt
—Fall Kambódíu í nánd
Phnom Penh, Washington,
Bangkok, og flugmóðurskipinu Okinawa
12. april AP — Reuter — NTB
# Bandarfkjastjórn lokaði f dag
sendiráði sfnu f Phnom Penh, lét
flytja alla starfsmenn þess, og
næstum alla Bandarfkjamenn f
borginni á brott með þyrlum,
ásamt settum forseta Kambódfu
Saukham Khoy, og fleiri
Kambódfumönnum og nokkrum
mönnum af öðrum þjóðernum,
alls 276 manns, þar af um 150
Bandarfkjamenn. Um leið hættu
Bandarfkjamenn flutningum sfn
um á hrfsgrjónum, skotfærum og
elsneyti til höfuðborgar
Kambódfu, en flutningar þessir
hafa verið eina leiðin fyrir slfk
gögn til fbúa borgarinnar, frá þvf
er herir Rauðu Khmeranna skáru
á Iffæð borgarinnar, Mekongána,
f janúar. Er talið að þar með eigi
Kambódfustjórn ekki annars úr-
kosta en að afhenda völdin f
hendur uppreisnarmanna eða
reyna samninga í einhverju
formi.
# Flutningarnir gengu nær
snurðulaust og stóðu f þrjár
klukkustundir. Er sfðustu þyrl-
urnar hófu sig til flugs frá neyð-
arpöllum við bandarfska sendi-
ráðið sem umkringt var á fjórða
hundrað sjóhersmönnum f örygg-
isskyni, hleyptu skæruliðar af
rifflum á þyrlurnar og einnig var
gerð eldflaugaskothrfð. Einn
Kambódfumaður beið bana. Að-
eins einn Bandarfkjamaður særð-
ist lftillega. Að sögn fréttamanna
var engin örvænting eða múgæs-
ing meðal fbúa borgarinnar er
Bandarfkjamenn yfirgáfu Phnom
Penh, og borgarbúar létu ekki f
Ijós reiði vegna brottflutnings-
ins. Fólkið var flutt til tveggja
bandarfskra flugmóðurskipa á
Thailandsflóa.
# „Ég harma einlæglega að
þingið brást ekki við ósk minni
um að Bandarfkjamenn veittu
nauðsynlega aðstoð til þess að rfk-
isstjórn Khmer-Iýðveldisins héldi
velli,“ sagði Ford Bandarfkjafor-
seti er hann tilkynnti um brott-
flutninginn í dag. „Með þungum
huga hef ég fyrirskipað brott-
flutning bandarfsks starfsliðs f
Kambódfu vegna ábyrgðarminnar
á öryggi þeirra."
Ford bætti við: „Þrátt fyrir
brottflutninginn munum við gera |
allt sem mögulegt er til að styðja
sjálfstæða, friðsama, hlutlausa og
sameinaða Kambódíu." Hann
skýrði þetta ekki nánar.
Telja fréttaskýrendur nú ekki
ósennilegt að yfirvofandi fall
Kambódíu i hendur kommúnista
kunni að auðvelda tilraunir Fords
til að fá þingið til að samþykkja
1000 milljón dollara neyðarhjálp
til Suóur-Víetnams. Ljóst var á
fimmtudag, að bandaríska stjórn-
in var búin að gefa upp alla von
varðandi Kambódiu, og fór ekki
fram á neina aðstoð við hana.
Aðeins örfáir Bandarikjamenn
eru nú eftir í Phnom Penh, þ.á m.
blaðamaður New York Times,
Sidney Schanberg, A1 Rockoff,
ljósmyndari og einnig eru ein-
hverjir franskir, sænskir og
italskir fréttamenn enn i borg-
inni.
Hvorki Leifur
né Kólumbus
Cambridge, Massachusetts,
12. april. NTB.
BANDARÍSKUR prófessor við
Harwardháskóla sagði í dag, að
hvorki Kolumbus né Leifur Ei-
riksson hefðu orðið fyrstir til
að finna Ameríku, heldur
hefðu spánskir sjómenn eða
sjómenn frá Libýu, sem sigldu
yfir hafió löngu áður, stigið
fyrstir á land i Ameríku.
Prófessor Thomas Lee hefur
ásamt mörgum öðrum vísinda-
mönnum rannsakað fornar
bergristur, sem fundust i
grennd við Montreal og hafa
þeir komizt að fyrrgreindri
niðurstöðu. Helzt er talið að
hér hafi verið um spánska
sjómenn frá Cadiz að ræða.
Kenning þessi kom fyrst fram
fyrir 40 árum, en hlaut þá
mikla gagnrýni.
Portúgal:
Undirbúa sósíalisma
Lissabon 12. apríl Reuter
Herforingjastjórnin f Portúgal
hefur lýst þvf yfir, að vegna yfir-
vofandi efnahagskreppu, sem
ekki sé þeirra sök, sé nauðsy nlegt
að endurskipuleggja efnahags-
kerfið til að undirbúa breytingu
til sósfalisma. 1 tilkynningu frá
stjórninni eftir fund, sem stóð
langt fram eftir nóttu, segir, að
framleiðsla hafi dregizt saman,
dregið hafi úr fjárfestingum,
verðlag færi hækkandi og vöru-
skiptajöfnuður landsmanna við
útlönd væri mjög óhagstæður. Þá
segir f tilkynningunni að allt
þetta sé eðlileg afleiðing af
byltingunni, en eitthvað verði að
gera til að stemma stigu við þess-
ari þróun.
Lýsti stjórnin því yfir sem
tveimur höfuðmarkmiðum, að
tryggt yrði efnahagslegt sjálf-
stæði þjóðarinnar og dugnaður
hinna vinnandi stétta yrði
virkjaður til að byggja upp
sósialisma. Þá segir að ganga
verði frá þjóðnýtingu grund-
vallarþátta efnahagslffsins. Sem
kunnugt er undirrituóu fulltrúar
stærstu stjócnmálaflokka lands-
ins yfirlýsingu í gær, þar sem þeir
fallast á að herinn fái að fara með
völd i landinu næstu 3—5 árin.
Ríkir nú mikil óvissa um framtið
stjórnmálaflokkanna, því að tals-
menn herforingjanna hafa lýst
þvi yfir að æskilegt sé að stofnuð
verói ein stjórnmálasamtök til að
taka upp raunhæft samstarf við
herforingjana. Telja ýmsir að
þróunin kunni að verða sú, að
innan skamms verði aðeins ein
stjórnmálasamtök i landinu.