Morgunblaðið - 13.04.1975, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRlL 1975
Eyjólfur
K. Jónsson:
Tillaga til
þingsályktunar
um kaupþing
Eyjólfur K. Jónsson (S), Þór-
arinn Þórarinsson (F) og Ellert
B. Schram (S) flytja þingsálykt-
unartillögu, þess efnis, að Alþingi
skorar á rikisstjórnina að beita
sér fyrir því, að sett verði á stofn
kaupþing á vegum Seðlabanka Is-
lands.
Framsaga Eyjólfs K. Jónssonar
fyrir tillögu þessari fer hér á
eftir:
Þegar lögin um Seðlabanka Is-
lands voru sett á árinu 1961 var
bankanum veitt heimild til að
reka kaupþing, en i 15. gr. lag-
anna segir:
„Seðlabankinn má kaupa og
selja ríkisskuldabréf og önnur
trygg verðbréf og skal hann vinna
aó því að á komist skipuleg verð-
bréfaviðskipti. Er honum i þvi
skyni heimilt að stofna til og reka
kaupþing, þar sem verzlað yrði
með vaxtabréf og hlutabréf sam-
kvæmt reglum, sem bankastjórn-
in setur og ráðherra staðfestir."
Þrátt fyrir heimild þessa hefur
bankinn enn ekki sett á stofn
kaupþing, þótt nokkuð hafí á veg-
um bankans verið unnið að undir-
búningi þess. Meginástæðan til
þess, að ekki hefur orðið af fram-
kvæmdum mun vera sú, að stjórn
Seðlabankans hafi naumast talið
grundvöli fyrir rekstri kaupþings,
því að lítið væri um verðbréf, sem
hentuðu til viðskipta á kaupþingi.
Raunar hafa hér á landi tvisvar
verió gerðar tilraunir með rekst-
ur kaupþings, annars vegar við
lok fyrri heimsstyrjaldarinnar og
síðan árið 1942, en í bæði skiptin
mistókst þessi starfræksla, og
hefur það sjálfsagt átt sinn þátt í
því, að menn hafa síðan skotið sér
undan því að koma kaupþingi á
fót.
Við, sem mál þetta flytjum, telj-
um að nú sé timabært að hefjast
handa um rekstur kaupþings. Að
vísu er okkur það ljóst, að ekki
eru hér á markaði hlutabréf í
mörgum félögum, sem henta til
viðskipta á kaupþingi, þó að gera
verði ráð fyrir því, að nokkur
hlutafélög muni fljótlega leitast
við að fá bréf sin þar skráð. Hins
vegar er nú þegar i umferð tals-
vert mikið af ríkisskuldabréfum,
bæði hin svoköliuðu spariskir-
teini og eins happdrættisskulda-
bréf og áform uppi um frekari
útgáfu slikra bréfa. Bréf þessi
henta mjög vel til viðskipta á
kaupþingi og ættu viðskipti með
þau að nægja fyrst í stað, enda
ekki gert ráð fyrir, að kaupþingið
verði viðamikil stofnun, né
heldur, að Seðlabankinn þurfi að
hafa útgjöld af rekstrinum, því að
gert er ráð fyrir, að kaupþingið
taki þóknun fyrir þau viðskipti,
sem það annast.
Þegar ríkisvaldið gefur út
skuldabréf í allstórum stíl er eðli-
legt, að það g'eri ráðstafanir til aó
auðvelda borgurunum viðskipti
með þessi verðmæti. Menn eru að
sjálfsögðu fúsari til að kaupa
skuldabréf, ef þeir vita, aó þeir
geta losnað við þau, ef þeir þurfa
á fé sínu að halda til annarra
þarfa. Rekstur kaupþings veldur
því þess vegna, að ríkið getur
Eyjólfur Konráð Jónsson
aflað sér lánsfjár með hagstæðari
kjörum en ella væri.
Enda þótt flestir hallist nú að
því, að eðlilegt sé að ríkió afli sér
lánsfjár innanlands í talsverðum
mæli til að rísa undir hinum ýmsu
framkvæmdum, hefur nokkuð
verið deilt um kjör þau, sem verið
hafa á hinum svonefndu spari-
skírteinum, og er raunar líklegt,
að þau kjör hafi upphaflega verið
óþarflega góð fyrir kaupendurna
og séu jafnvel enn. En á kaup-
þingi mundi myndast þaó verð,
sem rétt yrði að telja, og þar feng-
ist eðlileg viðmióun, bæði fyrir
ríkið og eins þau sveitarfélög,
sem kynnu að vilja afla sér fjár
með skuldabréfaútgáfu — og
raunar líka meiriháttar einka-
fyrirtæki, sem kynnu að vilja
bjóða út skuldabréfalán með
tryggingum í eignum sínum.
En vonandi er, að sú starfsemi,
sem hér hefur verið gerð að um-
talsefni, yrði aðeins upphaf ann-
ars meira. Megíntilgangur kaup-
þings á að vera sá, að auðvelda
alþýðu aðild að atvinnurekstri og
auðvelda fyrirtækjum að afla sér
áhættufjár frá fólkinu i landinu.
Ekki er því að leyna, að hérlendis
hefur gengið erfiðlega að koma á
fót og reka almenningshlutafélög,
þótt því fari hins vegar fjarri, aó
það sé hér óþekkt fyrirbæri.
Þvert á móti má halda því fram,
að hvergi hafi stærra átak verið
gert í þessu efni en einmitt hér á
landi, og er þá átt við Eimskipafé-
lag Islands, sem stofnað var fyrir
sex áratugum og svo sannarlega
var almenningshlutafélag í upp-
hafi. Hiutafé í Eimskipafélagi Is-
lands h/f nam hvorki meira né
minna en 1.680.750.- Einhvern
tíma var sagt: Hvað er ein
milljón? Og kannski er von, að
menn segi það nú. En tæplega 1,7
millj. kr. var vissulega mikið fé,
þegar Eimskipafélagið var
stofnað. En hve mikið fé var það
miðað við nútímaverðiag?
Því er kannski ekki hægt að
svara nákvæmlega, en þó má
hugsa sér að bera þessa upphæó
saman við fjárlagaupphæðir eða
þá inn- og útflutning, sem líklega
er fullt eins góð viðmiðun vegna
þeirra miklu breytinga, sem orðið
hafa á þjóðfélagsháttum og stór-
felldra útgjalda á fjárlögum til
tryggingamála t.d. og ýmiss konar
þarfa, sem ríkisvaldið sinnti ekki
áður fyrr um.
Innflutningur Islendinga nam
árið 1913 16,7 millj. kr. árið 1914
18,1 millj. og árið 1915 26,3 millj.
kr. Utflutningurinn var hins
vegar 1913 19,1 millj., 1914 20,8
millj. og 1915 39,6 millj. kr.
Hlutafjársöfnunin til Eimskipa-
félagsins nam þvi nákvæmlega
1/10 hluta alls innflutnings árið
1913, en náði tæplega 10% út-
flutningsteknanna það ár og
einnig tæplega 10. hluta bæði inn-
flutnings og útflutnings árið 1914.
Sambærilegar tölur fyrir árið
1974 eru hins vegar:
Innflutningur 47,6 milljarðar og
útflutningur 32,9 milljarðar. Er
því ekki fjarri lagi, að tclurnar
hafi á þessu 60 ára tímabili tvö-
þúsund faldazt, og næmi þá hluta-
fjársöfnun, sem sambærileg væri
við hlutaféð í Eimskipafélaginu
hvorki meira né minna en nálægt
3,5 milljörðum króna. Og sjá vist
allir hvað unnt væri að gera í
atvinnumálum með slikri upp-
hæð, sem aflað væri sem áhættu-
fjármagns og stæði undir eðli-
legum lántökum til atvinnu-
rekstrar.
Menn hafa að vonum velt þvi
nokkuð fyrir sér, hvernig á því
stóó, að hlutabréf Eimskipa-
félagsins urðu aldrei almenn
verzlunarvara. Dr. Valtýr Guð-
mundsson telur sig þegar árið
1918 hafa fengið svar við þeirri
spurningu. Hann gagnrýnir mjög
harðlega það ákvæði i samþykkt-
um félagsins, að stjórnin verði að
samþykkja hlutabréfasölu og
segir m.a.:
„Það er eins og sérdrægni og
eigingirni ætli að verða flestum
hlutafélögum vorum að fótakefli,
eða þá fáfræði og naglaskapur."
I fyrstu samþykktum Eimskipa-
félags Islands var tekið fram, að
eitt atkvæði væri fyrir hverjar 25
kr. sem hluthafi á i félaginu, „en
þó getur enginn hluthafi átt fleiri
atkvæði en 500 alls fyrir sjálfan
sig og aðra.“ Þannig var atkvæða-
magn hvers einstaklings tak-
markað svo mjög, að það nam
nokkuð innan við 1% heildar-
hlutafjárins. Þetta ákvæði var
mjög i þeim anda, sem vera ber í
eiginlegum almenningshlutafé-
lögum, og raunar má segja, að
samþykktir félagsins i heild hafi
verið furðulega frjálslegar og vel
úr garði gerðar, að undanskildu
því ákvæði, sem dr. Valtýr fjallaði
um. En það ákvæði var réttlætt
með því, að hætta gæti verið á, að
útlendingar reyndu að seilast til
áhrifa í félaginu, sem sjálfsagt
hefur þó verið ástæðulaus ótti.
Vafalaust er það rétt skoðun, að
þetta ákvæði hafi að verulegu
leyti valdið þvi, að ekki hófust
frjáls viðskipti með hlutabréfin,
en þá hefðu þau hækkað í verði.
Um það segir dr. Valtýr, þrem
árum eftir stofnun félagsins:
„Annars hefðu hlutabréf Eim-
skipafélagsins getað margfaldazt í
verði 5—6—7 eða máske 8
sinnum, svo að hluthafar hefðu
grætt hlutafé sitt 5—8 sinnum og
þ’’í verið færir um að leggja fram
nægilegt fé til að auka skipastól
félagsins að mun — og sjálfsagt
gert það með ánægju.“
Ef þessi ummæli eru rétt, hefði
hlutafjáreign i Eimskipafélaginu
ekki einungis valdið því, að menn
hefðu verið reiðubúnir að auka
fjárframlög sín til þess félags,
heldur er mjög líklegt, að þeir
hefðu verið viljugir að taka þátt i
stofnun annarra atvinnufyrir-
tækja. Og þá hefði þróunin orðið
öll önnur en raun hefur á orðið.
Ég hygg þó, að skýringar dr.
Valtýs séu langt frá því að vera
einhlítar. Svo þverstæðukennt
sem það kann að virðast, þá hygg
ég þó, að sú mikla alda þjóðrækni,
sem reis, hafi valdið þvi, að fjár-
festing í hlutabréfum þessa ágæta
félags varð ekki eins arðvænleg
og ella. Menn gerðu ekki kröfur
til mikils arðs, þeir vildu að félag-
inu yxi fiskur um hrygg. Siðar
voru lögleidd skattfríðindi fyrir
félagið, en áskilið, að það mætti
ekki greiða nema takmarkaðan
arð. Er tímar liðu, varð þetta til
þess, að menn sinntu ekki svo
mjög um þessa eign sína, og þess
vegna var brýn þörf á þeirri fjár-
hagslegu endurskipuiagningu,
sem stjórn félagsins hóf fyrir
nokkrum árum og vonandi verður
haldið áfram, samhliða eðlilegum
arðgreiðslum.
Því hefur talsvert verið haldið á
loft, að hlutafélagsiöggjöfin
gamla frá 1921 stæði í vegi fyrir
stofnun heilbrigðra almennings-
hlutafélaga. Þetta er á misskiln-
ingi byggt. Þessi gamla löggjöf er
svo rúm, að innan hennar er hægt
að byggja upp heilbrigð opin
hlutafélög, eins og Eimskipafélag-
ið líka var í öllum meginefnum.
Hitt er aftur á móti rétt, að í
samþykktir félaganna sjálfra
verður að setja ýmis ákvæði, sem
tryggi hag hluthafanna, og vissu-
lega væri ákjósanlegt, að unnt
reyndist að hraða endurskoðun
hlutafélagalaganna, og er það
raunar svo á Norðurlöndum
öllum, en samstarfsnefnd hefur
reynt að samræma löggjöfina nú
um allmargra ára skeið, en sótzt
verkið seint.
Frumvarp að nýjum hluta-
félagalögum mun nú hafa verið
samið, og æskilegt væri að það
kæmi fyrir þetta þing, þótt sjálf-
sagt sé tíminnn nú orðinn of
stuttur til að afgreiða málið, en
það væri þá til skoðunar i sumar
og unnt að afgreiða það á næsta
þingi.
Þegar gömlu hlutafélagaiögin
voru samþykkt í upphafi þriðja
áratugarins var einnig fjallað um
samvinnufélagalög. Og vissulega
er fyllsta ástæða til þess, að nú
verði fjailað um atvinnurekstur-
inn i heild og félagslega uppbygg-
ingu, þvi að mikið vatn hefur
runnið til sjávar, síðan samvinnu-
félögin voru að festa rætur og
uppbygging hlutafélaga að hefj-
ast hér á landi.
Á það hefur raunar verið bent,
að ekki sé við núverandi aðstæður
unnt að stofna ný samvinnufélög,
sem tekizt gætu á við meiriháttar
verkefni á atvinnusviðinu, ein-
faldlega vegna þess, að ekki
mundi með núverandi skipulagi
unnt að afla þess áhættufjár frá
almenningi, sem þörf væri á. Ég
hygg, að forustumenn samvinnu-
hreyfingarinnar geri sér grein
fyrir þessum staðreyndum, enda
hefur Erlendur Einarsson, for-
stjóri Sambandsins, talsvert
fjallað um nýjar leiðir i fjármögn-
un samvinnufélaga og bent á
nauðsyn endurskipulagningar.
Hann hefur m.a. talað um, að eðli-
legt væri, að samvinnufélög gæfu
út svonefnd stofnbréf, sem 1 eðli
sínu eru svipuð hlutabréfum i al-
menningshlutafélögum, en þó
leggur hann áherzlu á, að hver
einstaklingur fari einungis með
eitt atkvæði í samvinnufélögum,
þótt hann eigi mörg stofnbréf. En
í almenningshlutafélögunum má
raunar líka takmarka atkvæða-
magnið eins og gert var upphaf-
lega hjá Eimskipafélaginu.
Raunar skiptir ekki máli, hvort
slík félög væru nefnd
almenningshlutafélög, samvinnu-
félög eða eitthvað allt annað.
Meginatriðið er, að unnt reynist
að stofna heilbrigð, opin félög
með þátttöku almennings, og um
þá stefnu ætti að geta tekizt all
almenn samstaða, enda hefur
fólkið sýnt það víða um byggðir
landsins, að það er reiðubúið að
láta nokkurt fé af hendi rakna til
atvinnumála.
Ljóst er raunar, að svonefnd
stofnbréf, sem forstjóri SlS
fjallar um, mundu henta vel til
sölu á kaupþingi, alveg eins og
hlutabréf í almenningshluta-
félögum. Opnun kaupþingsins
gæti þess vegna orðið fyrsta
skrefið í nýrri framfararsókn i
atvinnumálum og félagslegri upp-
byggingu í þjóðfélaginu.
Ljóst er, aó alþýða fæst ekki til
að leggja fram fé til hlutabréfa-
kaupa eða kaupa svonefndra
stofnbréfa í rikum mæli, nema
likur séu til þess, að menn fái
eðlilegan arð af framlagi sínu.
Víða um lönd leitast ríkisvaldið
við að örva alþýðu til þátttöku í
atvinnurekstri, meðal annars með
skattaívilnunum, og ljóst er, að
hér þarf að gera breytingar á
skattalögum, ef heilbrigður at-
vinnurekstur á að þróast með
almennri þátttöku landsmanna.
En hér er ég kominn út i aðra
sálma, og þótt þessi málefni séu
aó vísu hin þýðingarmestu, skal
ég láta staðar numið, en aðeins
lýsa yfir þeirri von minni, að opn-
un kaupþings leiói til þess, að
athafnamenn og stjórnmálamenn
sameinist um að hefja nýja sókn í
atvinnumálum. Merk félög, sem
til eru i landinu, verói endur-
skipulögð, bæði hlutafélög og
samvinnufélög, samhliða því sem
ný verða stofnuð.
Ég legg svo til, að málinu verði
svo vísað til háttvirtrar allsherjar-
nefndar.
■a*
Nýtt símanúmer
U€RZLUNflRBflNKINN
Aóalbanki Bankastrætiö