Morgunblaðið - 13.04.1975, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.04.1975, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRIL 1975 45 / Ukið á.grasfletinum // 32 gátu þó dulið þá staðreynd að afmælisdagur Lou var gersam- lega mislukkaður. — Enginn — ekki einu sinni Petrensysturnar töluðu um það, sem við vorum öll að þugsa um og ef faðir minn elskulegur hefði ekki komið til hjálpar með því að hefja frásögn um nokkra merka egypska forn- leifafundi sína hefði stemningin farið langt niður fyrir núllið. Þegar við risum upp frá borðum bað ég Lou mjög innilega að syngja fyrir okkur og við gengum öll inn i stóru stofuna, þar sem flygillinn var og allir voru fegnir því að þurfa ekki að halda uppi þvinguðum samræðum stutta stund. — Hvað viljið þið heyra? spurði Lou og ég blaðaði í nótnaheft- unum, þangað til ég fann ariu, sem ég er að minnsta kosti mjög hrifin af og sem ég hélt að ætti vel við rödd hennar. Það var ,,Ó, Evridís" ur „Orfeus“ eftir Gluck. Hún settist við flygilinn, strauk sér yfir slétt hárið og byrjaði að spila. Og áður en við var litið streymdu tónarnir fram og feg- urðin í rödd hennar fékk okkur öll til að leggja við hlustir og lá við að við héldum niðri i okkur andanum. En því lengur sem ég hlýddi á kveinstafi Orfeusar yfir dáuða elskunnar sinnar, þvi ókyrrara varð mér innanbrjósts. Ef við gerðum því skóna að einhverjir sem hér voru staddir syrgðu Tommy í einlægni, þá var varla hægt að hugsa sér neitt sem var jafn óviðeigandi og þessi harma- söngur. Og ég leit á hin og sá að Elisabeth Mattson var orðin ná- bieik í framan og Agneta Holt var eldrauð. Og svo gerðist það. 1 stað þess að halda áfram, lamdi hún allt i einu báðum hönd- um á nótnaborðið og æpti tryll- ingslega: — NEI NEI NEI. ÉG VIL EKKI ... 0, TOMMY, TOMMY . . . Því næst hné hún niður á nótna- borðið og grét beisklega. En það var eins og tryllingur hennar leysti eitthvað úr læðingi, sem var enn eldfimara, því að Yngve Matt- son gekk að henni, beygði sig yfir hana og öskraði: — Nefndu þetta nafn ekki! Ekki i minu húsi! Og hvað svo sem þér dettur í hug . . . þú skalt ekki leyfa þér að vekja hneyksli. Lou reis upp eins og örskot og hljóp grátandi út úr stofunni og eftir andartaks umhugsun þaut ég á eftir henni. Ég fann hana inni i svefnherberginu, útgrátna og enn svo æsta, að mér varð hverft við. Það þýddi ekki nokk- urn skapaðan hlut að gera tilraun til að tala við hana og því lét ég duga að gefa henni róandi töflu og leggja teppi yfir hana. Ég tíndi fataplögg eins og ósjálfrátt upp af gólfinu og ýtti undir rúmið inni- skóm og sá að vantaði dúskinn á annan þeirra. Síðan dró ég gluggatjöldin fyrir og læddist út og gekk heimleiðis og ég get ekki neitað þvi að mér var þungt fyrir brjósti. Inn i viðkunnanlegu og hlýlegu bókasafnsherberginu á Árbökk- um sátu þeir Einar og Anders Löving og Einar var í óða önn að setja lögreglustjórann inn í það, sem gerzt hafði. Hann kom einnig með þær upplýsingar að almanna- rómur hefði fyrir satt að meðan Tommy hefði verið heima hefði fólk rætt af miklum fjálgleik um samþand þeirra Lous, en yfir þessu hafði hann þagað nóttina áður, þegar við ræddum málið. — Ég get ekki annað en bölvað þessum Mattsonhjönum! Mér finnst alveg fráleitt að ekki sé hægt að fá fólkið til að leysa frá skjóðunni. . . Löving var æstari en ég hafði áður séð hann og líklegur til þess að arka samstundis yfir í ná- grannahúsið og hefja þar grimmi- legustu yfirheyrslur. Ég benti honum þá á, að Lou væri þessa stundina þannig á sig komin, að hún myndi ekki fær um að svara neinum spurningum og þegar Einar dró einnig niður í honum með því að segja honum að Yngve Mattson hefði einnig þotið burt frá gestum sínum og að enginn vissi hvert hann hefði farið var sem hinn ágæti lögreglustjóri sef- aðist ögn um hrið. Þeir Einar héldu þvi áfram að bera saman þær upplýsingar sem fyrir lágu. Ég truflaði samræður þeirra með atriði, sem virtist algerlega óviðkomandi málinu. — Nei, heyrðu mig nú Thotmes, ósköp er að sjá þig! Littu á Einar! Hún er kolsvört! Hvar getur kött- urinn hafa verið? — Sjálfsagt niðri í kola- geymslu, sagói Einar og brosti við. — Mig minnir að Hulda hafi sagt að hún hefði séð köttinn koma þaðan i gærmorgun. Þar finnst henni sjálfsagt hlýtt og notalegt að vera. Thotmes gekk virðulega yfir gólfteppið og allt i einu veinaði ég upp yfir mig: — Hún er með eitthvað i kjaft- inum . . . Hún er með mús!!! Sármóðguð á svip lagði Thot- mes við fætur mér það sem hún hafði verið með. Svo dró hún sig i hlé og hreiðraði um sig í öðru horni á stofunni og tók til við að snyrta sig sem vissulega var ekki vanþörf á. Karlmennirnir tveir gengu úr skugga um það með föðurlegu umburóarlyndi að VELVAKAIMDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Átta litlir gíraffar með hálsbólgu Guðríður Gísladóttir gagnrýndi texta barnalagaplötu Ólafs Gauks og Svanhildar hér í dálkunutn s.l. föstudag, og tilfærir hún eina ljóðlinu i þvi sambandi: „... alltaf litlu gíröffunum illt i hálsinn fengu“. Olafur Gaukur hringdi, og kvaðst hann vilja leiðrétta þenn- an misskilning, en ljóðlínan væri svona: „... átta af litlu gíröffun- utn illt i hálsinn fengu". Þá hringdi Sigríður Magnús- dóttir, Kársnesbraut 22 i Kópa- vogi, og vildi hún koma þessari athugasemd á framfæri: „Þessa plötu hef ég nú heyrt svo oft, að ég hef ekki tölu á þvi, þar sem þetta er uppáhaldsplata þriggja ára dóttur minnar. I tilgreindri Ijóðlinu syngur Svanhildur: ....átta af litlu giröffunutn illt í hálsinn fengu“, og sé ég ekkert athugavert við það, annað en að það hlýtur að vera afar slæmt fyrir giraffa að fá hálsbólgu. Að lokuin, — beztu kveðjur til Svanhildar og Ölafs Gauks, og beiðni um að þau gefi út fleiri plötur fyrir börn.“ 0 Slysagildra á hitaveitustokkn- um Sofffa Smith, sein býr við Bústaðaveg, hringdi. Hún sagðist oft ganga eftir hitaveitustokkn- uin, en nú væri búið að vera gat á stokknuin rétt við Tunguveginn nokkuð lengi. Þeim sem þarna færu um stafaði að sjálfsögðu hætta af því, og margsinnis væri búið að kvarta við rétta aðila og fara frain á að þetta verði lagað, en árangurslaust. Soffía sagði: „Síðast á fimmtudaginn horfði ég á lítinn dreng detta þarna og þegar hann stóó var hann rifinn i andliti. Þetta var ljótt að sjá, en sama dag var tengdadóttir inin að fara með barnió sitt á gæzluvöll- inn við Langagerði. Hún datt á sama stað og meiddi sig svo illa, að hún þurfti að fara i slysavarð- stofuna til að láta sauina sainan sárið. Eins og áður sagði er búið að fara frain á að svo verði gengið frá stokknum að fólki stafi ekki slysahætta af að fara þarna uin, en því hefur ekki verið sinnt. Þvi ætla ég nú að reyna þessa leið, en ég er satt að segja hissa á því, að þarna skuli ekki hafa oróið stór- slys i skainmdeginu i vetur. Ég ininntist áðan á gæzluvöll- inn við Langagerði og mig langar til aó lýsa ánægju ininni með hann i leiðinni. Konurnar, sein þar starfa eru alveg sérstaklega elskulegar og þægilegar, og ef hægt er að tala uin heiinilislegan leikvöll þá er það völlurinn við Langagerði." 0 Aðvörun? Jón Páll Agústsson hringdi. Hann sagðist vera hálfhissa á blaðaskrifuin urn huldumann i Loðinundarfirði. í fréttum uin hann væru heiliniklar bolla- leggingar uin að gera út leiðangur til að athuga málið. Jón Páll spurði, hvort þarna væri ekki ver- ið að gefa inanninum tækifæri til að komast undan, ef það væri nú svo sem gefið væri í skyn, að eitthvað væri gruggugt við veru hans I Loðinundarfirðinum. Jón Páll vildi óska eftir þvi i leiðinni, að getraunaspá yrði birt á íþróttasíðu blaðsins, eins og áð- ur hefði verið gert. Það er nú ekki endilega vist, að rnaðurinn i Loðmundarfirði eigi i útistöðuin við einn eða neinn. Kannski vill hann bara fá að vera í friði og nennir ekki að standa i þrasi við annað fólk. Það ætti þó alltént að vera leyfilegt. 0 Ætla að safna milljón tii kaupa á vítisvélum Páll Jónsson skrifar: „Velvakandi góður. Hörmungarnar í Vfet-nain hafa verið inikið i fréttum að undan- förnu. Ég hélt að allir hlytu að vera á einu máli um, hvorum megin hryggjar, sein þeir liggja, aó þjóð- ir, sern eru flakandi i striðssárum, séu hjálparþurfi. Þar hlýtur að- stoð við fólkið sjálft að vera það eina, sem koinið getur til greina fyrir okkur Islendinga. En, nei, ónei. Hér er til hreyfing, sein kall- ast Vietnainhreyfingin. Hún hefur alla tið borið fyrir brjósti málstað kominúnista og Viet- Cong. Maður hefði getað látió sér detta í hug, að hún sæi sér hag i því að hafa hægt urn sig nú, þegar árásarher Viet-Cong vinnur kerfisbundið að þvi að brytja nið- ur saklaust fólk og er að ná tak- inarki sínu, þ.e.a.s. þvi að koina Suður-Vietnain undir járnhæl koinmúnisinans. Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði kross Islands eru nú i þann mund að hefja fjársöfnun fyrir bágstatt fólk i Vietnam og Kainbódiu. Verður fé safnað handa fólki beggja vegna viglin- unnar enda ráða hér inannúðleg sjónarinið en ekki hernaðarleg. A sama tiina fer íslenzk hreyf- ing af stað til að safna milljón hið minnsta handa árásaraðilanum i Vietnainstríðinu. Ef einhver held- ur, að það fé eigi að fara til kaupa á inatvælum og lyfjum, þá fer sá hinn saini villur vegar. Milljónina á að afhenda árásarher kommúnista til ráðstöfunar svo að honum gangi enn betur að hrjá það fólk, sem verið er að berja endanlega niður. Þetta athæfi heitir á íslenzku að leggjast á hræ. En hvernig er það annars ineð gjaldeyrisvandræði okkar íslend- inga. Takist koinmúnistuin að kreista inilljónina út úr sinni fylgisspöku og gagnrýnislausu hjörð, verður þá hægt að fá pen- ingana yfirfærða i gjaldeyri, sein vinir þeirra i árásarliðinu hafa gagn af til úthaldsins? Ég vildi óska að söfnun Hjálpar- stofnunar kirkjunnar og Rauða kross íslands verði sem allra árangursrikust og að sjálfsögðu verður hver einasta króna af þvi fé að yfirfærast i erlendan gjald- eyri, en ég inótinæli því aó islenzk yfirvöld heiinili yfirfærslu gjald- eyris handa inorðsveituin kommúnista i Vietnain. Páll Jónsson." 32? SIGGA V/ÖGA t iiiVtMU Bifreiöa- eigendur Með sihækkandi bila- verði er nauðsynlegt að lengja lif bilsins með endurryðvörn á 2ja ára fresti. Ryðverjið Tectyl aður en það er orðið of seint Komið við eða hringið Ryðvörn Grensásvegi 18, simi 30945. Electrolux 0]l Frystikista 410 Itr. Electrolux Frystlkista TC 14S 410 litra Frystigeta 28 kg á dag. Sjálfvirkur hitastill- ir (Termostat). Öryggisljós með aðvörunarblikki. Hraðfrystistill- ing. Plata með stjórntökkum. Lás á loki. Tvær körfur. Skilrúm. Útbúnaður, sem fjarlægir vatn úr frystihólfinu. Segullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. Vörumarkaöurinn tif. AmVtULA ÍA. SIMl Bt.IIS, Rt-VKJAVIK MARGFALDAR JHí»rgTml»IatTil> MARGFALDAR MARGFALDAR ■■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.