Morgunblaðið - 13.04.1975, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRIL 1975
Eigendur Hljóðritunar, þeir Jónas R. Jónsson, Böðvar Guðmundsson,
Sigurjón Sighvatsson og Jón Þór Hannesson f stjórnklefanum. öll
tækin eru keypt af Roger Arnhoff f Noregi.
Fullkomnasta hljóðritunar-
fyrirtækið tekið til starfa
Hafnarfjörður:
Bæjarstjómin mótmælir breyt-
ingu á sveitarstjórnarlögum
LENGI hefur verið kvartað
undan þvf, að á Islandi væri ekk-
ert fullkomið hljóðritunarstúdfó,
en nú ætti þessum kvörtunum að
fara fækkandi, þar sem full-
komnasta hljóðritunarstúdfó
landsins var opnað f Hafnarfirði f
gær. Fyrirtækið sem nefnist
Hljóðritun h.f. er eign 4ra ungra
manna og er það búið full-
komnustu hljóðritunartækjum
þar á meðal 18 rása hljóð-
blöndunarborði.
Þegar blaðamönnum var boðið
að skoða fyrirtækið i fyrradag,
sagði Jón Þór Hannesson, einn af
eigendum fyrirtækisins, að hljóð-
ritun hér heima sparaði mjög
mikinn gjaldeyri, og fyrirtækið
þyldi fyllilega allan tæknilegan
samanburð við sambærileg fyrir-
tæki erlendis.
Til gamans hefði hann tekið
saman örlftið dæmi um 5 manna
SAMBAND ungra sjálfstæðis-
manna hefur ákveðið að efna til
ritgerðarsamkeppni fyrír fólk
innan tvftugs. Miðað er við að
þátttakendur hafi ekki náð
tvítugsaldri á skiladegi ritgerð-
anna þann 25. aprfl n.k. — Rit-
gerðarefnið er: „Island f Evrópu-
samvinnu framtfðarinnar."
Miðað er við að ritgerðirnar séu
eitt til tvö þúsund orð að lengd. I
boði eru glæsileg verðlaun, tvær
kynnis- og námsferðir til tveggja
háborga Evrópusamvinnu,
Briissel og Strassburg. Hvor ferð
stendur í fjóra daga. Eigendum
tveggja beztu ritgerðanna verður
Engin hreyfing í
vinnudeilu K.A.
Enginn hreyfing hefur
orðið til lausnar vinnudeil-
unni innan Kaupfélags
Árnesinga, að því er Mbl.
var tjáð á skrifstofu verka-
lýðsfélaganna á Selfossi en
þar ætluðu verkfallsmenn
að þinga seinni hluta dags-
ins í gær.
Söfnun til styrktar verkfalls-
mönnum hefur gengið vel og t.d.
hafa borizt 50 þúsund kr. frá
BSRB, bifvélavirkjar í Reykjavík
munu hafa safnað um 100 þúsund
krónum, 25 þúsund krónur bárust
frá starfsmönnum við dráttar-
brautina og síldarverksmiðjuna í
Neskaupstað og 100% þátttaka
varð í söfnun sem fór fram meðal
starfsfólks hjá Mjólkurbúi Flóa-
manna. Eru söfnunarlistar nú
víða í gangi.
Morgunblaðið reyndi árangurs-
laust að ná tali af Oddi Sigur-
bergssyni kaupfélagsstjóra, til að
spyrja hann um horfur á sam-
komulagi en tókst ekki.
hljómsveit, sem færi til upptöku í
Bretlandi, og útkoman yrði sú, að
upptaka á Islandi væri um 500
þús. kr. ódýrari.
Þá sagði Jón Þór, að möguleik-
arnir væru ekki aðeins á sviði
hljómplötuútgáfu, heldur einnig
fyrir hvers konar hljóðritun, m.a.
fyrir kasettuframleiðslu, sem not-
uð er fyrir fræðslustarf, kennslu,
leiðbeiningar, efni fyrir aldraða
og blinda, fþróttaæfingar o.s.fr.
Og ekki sfzt opnuðust hér miklir
möguleikar fyrir kóra og stærri
hljómsveitir.
Húsnæði Hljóðritunar er að
Trönuhrauni 6 og er rúmlega 200
fermetrar að flatarmáli. Hljóð-
upptökusalur er 80 fermetrar,
stjórnklefi og úrvinnsluherbergi
röskir 40 fermetrar, en þar að
auki er vistleg setustofa og skrif-
stofuherbergi. Framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins er Sigurjón
Sighvatsson.
boðið í báðar ferðirnar, aðra í maí
og hina í september. Ferða-
kostnaður svo og uppihald verður
greitt fyrir verðlaunahafa í ferð-
um þessum. Þriggja manna dóm-
nefnd mun velja tvær ritgerðir úr
þeim sem berazt, en hún er skip-
uð þeim Baldri Guðlaugssyni,
Birni Bjarnasyni og Jóni Magnús-
syni.
Kostnaðurinn við ferðirnar er
greiddur með styrkjum frá tveim-
ur Evrópusjóðum, en S.U.S. fékk
tilboð frá unglingasamtökum
kristilegra demókrata og fhalds-
manna í Evrópu um að fá tvö af
sætum þeirra i hvora ferð.
Nánari upplýsingar um sam-
keppnina og ferðirnar eru veittar
á skrifstofu S.U.S., Laufásvegi 46,
i síma 17100.
BÆJARSTJÖRN Hafnarf jarðar
hefur samþykkt að senda hátt-
virtu Alþingi mótmæli gegn
frumvarpi til laga um breytingu á
sveitarst jórnarlögum frá 1961,
sem felur f sér lögfestingu lands-
hlutasamtaka, svo sem Sambands
sveitarfélaga í Reykjaneskjör-
dæmi. Skorar bæjarstjórn á hátt-
virta alþingismenn að stöðva
framgang frumvarps þessa f nú-
verandi mynd og telur eðlilegt og
sjálfsagt að leitað verði umsagnar
hinna einstöku sveitarfélaga um
málið áður en lengra sé haldið.
Bæjarstjórn Hafnarf jarðar
bendir á eftirfarandi mótmælum
sfnum til rökstuðnings:
1. Landshlutasamtökin eru
stofnuð sem frjáls samtök til
kynningar á meðal sveitarstjórn-
armanna og á helstu viðfangsefn-
um þeirra á hverjum tfma, enn-
fremur til samráðs á ýmsum svið-
um, en alls ekki sem sjálfstætt
stjórnvald.
Samtökin eru heldur ekki upp-
byggð á neinn hátt til stjórnar-
farslegrar ályktunar, byggðri á
lýðræðislegum grundvelli, hvorki.
hvað snertir hlutdeild hinna mis-
jafr.lega stóru sveitarfélaga innan
samtakanna né til tryggingar því
að ólikum sjónarmiðum innan
< mstakra sveitarfélaga verði
mið á framfæri á eðlilegan hátt.
E.igin breyting á skipan sam-
takanna sem telja yrði forsendu
fyrir lt cstingu þeirra, felst í
frumví' vu, þannig skal sveitar-
félag k.-_ö 301 íbúa kjósa 2 full-
trúa til aóalfundar en annað með
1500 íbúa kjósa 3 fulltrúa. Sveit-
arfélag með 10001 íbós < z þar
yfir aðeins 7 fulltrúa
2. Æðsta vald í samtökunu..* i
höndum aðalfunda, uppbyggðum
svo sem að framan greinir, á mjög
ólýðræðislegan hátt. Aðaifundur
kýs síðan stjórn, framkvæmda-
stjórn og framkvæmdastjóra.
Virðist svo sem slíkur aðalfund-
ur, stjórn eða jafnvel 3ja manna
framkvæmdaráð, þannig til kom-
ið geti haft fullt og ótakmarkað
vald til ákvörðunar um það hvað
séu „sameiginleg hagsmunamál
sveitarfélaganna," geti hafið
framkvæmdir og stofnað til fjár-
hagsskuldbindinga fyrir sveitar-
félögin og þá væntanlega eftir
Xbúafjölda hvers fyrir sig, enda
þótt fbúafjöldinn hafi ekki að
sama skapi áhrif á ákvörðunar-
tökuna, án þess að hinir kjörnu
fulltrúar einstakra sveitarfélaga
fái eðlilega aðstöðu til þess að
hafa áhrif eða ákvörðun þar um
fyrir sitt sveitarfélag.
3. Með þessum hætti geta fjöl-
mörg viðfangsefni verið tekin til
meðferðar og framkvæmda, á
kostnað hinna einstöku sveitarfé-
laga, án þess að þau, hvert um sig
hafi áhuga á þeim, né vilji stofna
til fjárútgjalda í sambandi við
þau. Er augljóst, að ýmsar slíkar
framkvæmdir geta haft mismun-
andi gildi fyrir sveitarfélögin og
þá ef til vill, í öfugu hlutfalli við
útgjaldabyrði þeirra af .þeim og í
ýmsum tilvikum ef til vill ekkert,
að dómi kjörinna sveitarstjórnar-
manna, enda þótt aðalfundur eða
stjórn landshlutasamtakanna líti
öðrum augum þar á.
EITT dagblaðanna skýrir frá þvf f
gær, að 32 járniðnaðarmenn hafi
verið ráðnir til starfa f Noregi og
hafi þeir flogið utan f gærmorg-
un. Vegna þessara ráðninga sneri
Morgunblaðið sér til Guðjóns
Jónssonar formanns Félags járn-
iðnaðarmanna og spurði hvað
hann vildi segja um þessar ráðn-
ingar.
Guðjón sagði, að sænskur mað-
ur að nafni Thor Holmgren hefði
á sínum tima auglýst eftir mönn-
um til þessara starfa í Morgun-
blaðinu og engir samningar hefðu
verið gerðir á vegum félagsins,
heldur á vegum lögfræðiskrif-
stofu Arnar Clausen. Að visu
Barnaverndarfélag Akureyrar
hefir gefið Akureyrarbæ leikskól-
ann Iðavöll á Oddeyri með öllum
Gæti þannig sjálfsákvörðunar-
réttur og sjálfsforræði sveitarfé-
lags um eigin málefni orðið veru-
lega skertur.
4. Samtökin gætu þannig bund-
ið sveitarfélögin ýmsum fjárhags-
skuldbindingum gegn vilja rétt-
kjörinna fulltrúa í stjórn viðkom-
andi sveitarfélags eða jafnvel
sveitarfélaga. Þvinganir i þessum
efnum, byggðar á þeim ólýðræðis-
lega grundvelli, sem frumvarpið
gerir ráð fyrir, telur bæjarstjórn
með öllu óviðeigandi.
hefði hann nú fengið að sjá samn-
ingana og sér fyndust þeir ekki
álitlegir.
— Þessir samningar eru per-
sónulegir, og eru Islendingarnir
kallaðir verktakar í þeim. Menn-
irnir munu allir vera ráðnir til
rafsuðu og taka þeir að sér viss
verkefni, sem þeir skila með
fullri ábyrgð. Um leið eru þeir
komnir f ábyrgð gagnvart stjórn-
völdum í Noregi. Það hefði verið
eðlilegast að gera þessa samninga
i gegnum verkalýðsfélögin eins og
gert var á árunum fyrir 1970, þeg-
ar sem flestir fóru til Svíþjóðar,
en þá fengu menn strax sömu
húsbúnaði og leiktækjum auk
100.000 króna sjóðs, Skólinn er
skuldlaus og húsið í ágætasta
ásigkomulagi. Einar Hallgríms-
son, varaformaður félagsins, af-
henti Bjarna Einarssyni bæjar-
stjóra leikskólann i dag að við-
stöddum bæjarráðsmönnum,
stjórn Barnaverndarfélagsins,
starfsfólki skólans og nokkrum
öðrum gestum.
Bjarni Einarsson þakkaði hina
höfðinglegu gjöf fyrir hönd bæj-
arins og afhenti hana formanni
félagsmálaráðs Akureyrar, Soffíu
Guðmundsdóttur bæjarfulltrúa,
til reksturs og forsjár. Gjöfin er
kvaðalaus, nema hvað sú ósk fylg-
ir, að skólinn verði rekinn áfram
með svipuðu sniði og verið hefir.
Skólinn tók til starfa í núver-
andi húsnæði fyrsta vetrardag
1959. Forstöðukona hefir lengst
af verið Erla Böðvarsdóttir, en er
nú i leyfi frá störfum. Núverandi
forstöðukona er Þóra Þorsteins-
dóttir. Stjórn Barnaverndarfélags
Akureyrar skipa nú: Ragnheiður
Arnadóttir, formaður, Einar Hall-
grimsson, Valgerður Valgarðs-
dóttir, Páll Gunnarsson og Þóra
Þorsteinsdóttir. Fyrstu stjórnina
skipuðu: Eirikur Sigurðsson, for-
maður (var formaðurí 16ár).Jón
Júl. Þorsteinsson, Hannes J.
Magnússon, séra Pétur Sigur-
gerisson og Elfsabet Eiríksdóttir
Sv.P.
K6r Langholtskirkju á æfingu f Háteigskirkju. Ljósmynd Sv. Þorm.
SYNGUR í HÁTEIGSKIRKJU
KÓR Langholtskirkju heldur tvenna samsöngva
f Háteigskirkju f dag, sunnudag, og á morgun,
mánudag. Þar mun kórinn flytja Kantötu nr. 61
eftir J.S. Bach og Messu nr. 14, k-317 f c-dúr,
„Krýningarmessuna", eftir W.A. Mozart.
Kórinn mun syngja f dag kl. 17 og á morgun
kl. 21. Einsöngvarar verða þær ólöf E. Harðar-
dóttir, Sigrfður E. Magnúsdóttir, Jchn Speight
og Garðar Cortes. Og sér til aðstoðar hefur
kórinn fengið 28 félaga úr Sinfónfuhljómsveit
lslands, ásamt listamanninum Martin Hunger.
Evrópuferðir í verðlaun í
ritgerðarsamkeppni S.U.S.
LÍZT EKKI OF VEL
Á ÞESSA SAMNINGA
— 32 járniðnaðarmenn farnir til Noregs
Framhald á bls. 47.
Einar Hallgrfmsson afhendir Bjarna Einarssyni gjafabréfið.
Leikskólinn Iðavöllur
gefinn Akureyrarbæ
Akureyri, 10. apríl