Morgunblaðið - 13.04.1975, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1975
7
Hákon Bjarnason
_______skógræktarstjóri:
Athugasemdir við
sögu Islendinga
í sambandi við
eyðingu skóglendis
1» hluti
Á árunum 1972 og 1973 voru
skóglendi landsins mæld og
skoðuð. Haukur Jörundarson,
fyrrum skólastjóri, gerði þessar
athuganir ásamt tveimur
aðstoðarmönnum. Skóglendin
voru fyrst mæld á loftljósmynd-
um og færð inn á landakort. Að
þv.' búnu var farið um skóglendin
og ástand þeirra, gæði, hæð trjáa,
undirgróður og sitthvað fleira
fært inn á spjaldskrá, þannig að
unnt er að fá glögga mynd af
skóglendunum, þegar unnið
verður úr gögnunum.
Fyrir skömmu var gert bráða-
birgðayfirlit yfir skóglendin,
hvernig þau skiptust eftir sýslum
ög gæðum. Þeim var skipt i þrjá
flokka, í einum eru þau, sem eru í
framför og vexti, í öðrum þau,
sem eru í kyrrstöðu, en i þeim
þriðja eru skóglendi i afturför.
Niðurstaðan varð á þessa leið:
Flatarmál alis skóglendis
álandinu 102.542 hektarar
1. flokkur
skóglendi í vexti 11.984 eða 12%
2. flokkur,
skóglendi í kyrrstöðu 41,043 eðai
40%
3. flokkur
skóglendi í afturför 49.510 eóa
48%
Skóglendin eru svipuð að stærð 1
og áður hafði verið áætlað, en þaó
kom mjög á óvart, hve mikill hluti
þeirra er i afturför. Orsök þess
getur ekki verið nema ein, allt of
mikið álag á landið.
•' Skóglendi þau, sem eru í vexti,
eru aðallega innan frióunar-
girðinga, og þar er víða um mikla
útbreiðslu birkis að ræða. Kemur
það ýmist upp af fræi eða af göml-
um rótum, sem sumar hverjar
hafa lifað lengi i jörðu án þess að
eftir þeim hafi verið tekið. Hins
vegar veltur á ýmsu um framfarir
gamla kjarrsins innan girðing-
anna. Þar, sem ániðslan hefur
verið mest, virðist það ekki geta
rétt úr kútnum, þó að það þéttist
og hækki örlitió.
Þá eru og til falleg ógirt skóg-
lendi í vexti á strjálbýlum stöðum
og fjarri byggð.
Þau skóglendi, sem hvorki
virðast vaxa né ganga saman, eru
þar sem strjálbýlt er og snjó-
þungt, og fé þvi lengi á gjöf. En
hin, sem eru í sýnilegri afturför,
eru í nánd við þéttbýli og i fremur
snjóléttum sveitum. Ástand skóg-
lendanna er víða mjög slæmt í
Vestur-Skaftafellssýslu, uppsveit-
um Árnessýslu, Borgarfjarðar-
sýslu og uppsveitum Mýrasýslu.
Sums staðar er það á þann veg, að
ekki er nema tímaspursmál,
hvenær mikið af skóglendi hverfi
með öllu, ef ekki verður að gert
innan skamms.
1 sambandi við þessa athugun
er rétt að benda á, að við mælingu
skóglenda var fylgt skógarjöðr-
um. Margir hólmar og dreifður
birkigróður varð útundan. Enn-
fremur leynast birkirætur í jörðu
langt út fyrir hin sýnilegu skóga-
mörk. Væri beit létt af skógar-
jöðrunum, gæti skóglendi lands-
ins færst mjög út, jafnvel
stækkað um einn fjórða hluta, ef
mönnum skildist, hve birkigróð-
urinn er verðmætur, og þeir vildu
eitthvað á sig leggja til að bæta
landið.
STÆRÐ SKÓGLENDIS
A 18. ÖLD
Samtímis þessum athugunum
var skoðað, hvað Jarðabók Arna
Magnússonar og Páls Vídalíns
segði um skógarjarðir um 1710.
Síðan voru þær merktar inn á
kort, þannig aó raftskógur, eldi-
viðarskógur, kolskógur og rifhris
fékk hvert sinn lit. Nú vantar
Múlasýslur og Skaftafellssýslur i
Jarðabókina, og var þá leitað
annarra heimilda frá sömu öld,
svo sem kostur var. Var einkum
stuðst við ferðabækur Eggerts og
Bjarna og Olaviusar og ágrip af
Jarðabókinni úr Austur-
Skaftafellssýslu. (1, 2, 3 og 4).
Af þessu korti er ljóst, aó skóg-
lendin voru margfalt meiri að
víðáttu fyrir 200 til 260 árum en
þau eru nú. I stórum landshlut-
um, svo sem Húnavatnssýslum,
Skagafirði og Eyjafirði, voru þá
enn miklar leifar skóglendis bæði
inn til dala og út við sjó. Fljóts-
dalshérað og Jökuldalur ásamt
Jökulsárhlíð hafa verið nær sam-
felit skóglendi og mjög vióa voru
stórvaxnir birkiskógar, t.d. í
Fellum. 1 þeirri sveit er nú bók-
staflega ekkert eftir af birki,
nema fáeinar hríslur í ógengum
klettum og svo Grímstorfan, sem
blasir við ferðamönnum á leið til
Jökuldals úr nærri 300 metra hæð
yfir sjó.
Við samanburð á útbreiðslu
skóglendis nú og fyrir hálfu
þriðja hundraði ára getur engum
dulist, að fyrir 1100 árum hlýtur
birki að hafa þakió svo til allt
gróðurlendi landsins nema blaut-
ar mýrar og víði- og lyngheiðar
ofan skógarmarkanna.
ÖRÓÐURLENDIÐ
1ÁRDAGA
Flestum ber nú saman um að á
landnámsöld hafi samfellt gróður-
lendi landsins verið um helming-
ur af öllu flatarmáli þess, eða um
50.000 ferkílómetrar. Allir þeir,
sem vit hafa á framvindu
(succession) gróðurfélaga, hljóta
að vera á einu máli um, að birki-
skógur eða birkigróður i ein-
hverri mynd, allt ofan I kræðu,
hefur verió lokastigið í þróun
gróðurlendanna (climax) eftir
siðustu isöld. Þarf ekki aó eyða
fleiri orðum aó þvi, enda þótt
einhverjir kunni að draga slikt í
efa sakir vankunnáttu i náttúru-
fræóum.
Talið er, að mýrlendi landsins
sé nú um 10.000 ferkílómetrar aó
stærð. Votlendi verjast betur
eyðingu og uppblæstri en öll önn-
ur gróðurlendi sem m.a. sést af
því, að enn eru viðlendir mýra-
flákar viðs vegar um hálendið,
þar sem öll önnur gróðurlendi eru
löngu horfin. Áður fyrr hefur
allmikið af votlendinu verið vaxið
birki, þó nú sé það horfið. Þvi er
varla fjarri lagi að ætla stærð
mýrlendis á landnámsöld svipaö
aó stæró og það er nú. En þá hafa
líka allt að 40.000 ferkílómetrar
lands verið vaxnir birki í ein-
hverri mynd. Á skjólsælustu
stöðunum hafa verið hávaxnir
birkiskógar og beinstofna, en upp
Hákon Bjarnason. —
Grein þessi birtist upp-
haflega í Ársriti Skóg-
ræktarfélags íslands
1974. — Verður hún
birt hér í þremur þátt-
um.
til fjalla og út við strendur kjarr
og kræða, alveg eins og enn má
sjá á fáeinum stöðum.
Vmsir hafa orðið til að fetta
fingur út í þessa tölu og helst
borið þvi við, að stóru sandarnir
sunnanlands hafi æ verió ógrónir
og því væri of hátt að áætla 40.000
ferkílómetra lands vaxna birki-
gróðri. 1 Choreographiu Arna
Magnússonar, sem próf. Olafur
Lárusson gaf út í Safni til sögu
Islands 1955, stendur skýrum
stöfum, aó Skógarhólmi sé á
Breiðamerkursandi, og eftir lýs-
ingu að dæma hefur hann verió
skammt austan við Jökulsá. Hann
hefur að líkindum verið áningar-
staður um aldamótin 1700, en
ekki er vitað, hvenær hann hefur
eyðst.
Litla Hérað var byggð á
Skeiðarársandi framan af öldum
og Dynskógahverfi var á Mýrdals-
sandi og af þessu og ýmsu öðru er
ljóst, að sandarnir hafa verió
margfalt minni áður en nú.
Þessar athuganir á útbreiðslu
birkis fyrr og nú hafa gefið tilefni
til þeirra hugleiðinga, sem hér
faraáeftir. ____
Síst væri að furða, þótt mörgum
manninum þyki þetta ótrúleg lýs-
ing á Islandi eins og það var,
jafnvel þótt hún komi heim og
saman við lýsingu Ara fróða í
Islendingabók. En er nokkuó til
fyrirstöðu þvi, að birkikjarr hafi
vaxið niður að fjörumáli i Reykja-
vik þegar Ingólfur Arnarson steig
á land, alveg eins og það vex enn
niður að sjávarmáli víða á Vest-
fjöróum. Og er nokkur fjarstæða
að ætla, að snotur birkiskógur
hafi vaxið á hæðum og holtum
umhverfis Reykjavik áður fyrr úr
því að til eru sögulegar heimildir
um skógarhögg i Öskjuhlíó. Að
auki leynist enn töluvert kjarr
utan i hlíðum skammt ofan við
bæinn. 1 Almenningnum vestur
af Hafnarfirði stendur 4—5
metra há beinvaxin björk úti i
hrisi vöxnu hrauni, og önnur
álika stór og falleg er i Undir-
hlíðum. Skyldi þurfa fleiri vitna
við, er af nógu aó taka úr flestum
landshlutum.
ULL OG SKÓGUR
Hér voru einnig mörg önnur
landgæði en birkiskógar og
frjósöm mold, þegar land var
numið. 1 Egils sögu Skallagrims-
sonar er mjög athyglisveró lýsing
á búskap Skailagrims. Þar segir
m.a.: „Hann lét gera bæ á Álfta-
nesi og átti þar bú annað, lét hann
þaðan sækja útróðra og selver og
eggver, en þá voru nóg föng þau
öll, svo rekavið að láta aó sér
flytja. Hvalkomur voru þá miklar,
og skjóta mátti allt sem vildi. Allt
var þá kyrrt og skapt í veiðistöó,
er það var óvant manni.... En er
fram gekk mjög kvikfé Skalla-
grims, þá gekk féið upp til fjalla
allt á sumrum. Hann fann mikinn
mun á, að þaó fé varð betra og
feitara, er á heiðum gekk, svo
það, að sauðfé hélst á vetrum í
fjalldölum þótt eigi væri ofan
Framhald á bls. 31
Páfagaukur Tapast hefur grænn páfagaukur frá Viðihvammi 1, Hafnarfirði. Finnandi' vinsamlegast hringið í síma 51229. Ljósmæður Ljósmæðrafélag Islands heldur skemmtifund á Hallveigarstöðum miðvikudaginn 16. apríl kl. 20.30. Dagskrá: Fræðslu- og gamanmál. Kaffiveitingar. Nefndin.
Klæðaskápur óskast til kaups. Upplýsingar í sima 3541 3. Til sölu Til sölu stórglæsilegur Fiat 125 árgerð 1971. Allar nánari upplýsingar eru gefn- ar i sima 1 9378.
Ráðskonustaða Húsmóðir með þrjú börn (2ja, 8 og 9 ára) óskar eftir ráðskonu- stöðu í'sveit í tvo til fjóra mánuði í sumar. Uppl. í síma 38931. Önnumst ýmiss konar við- gerðir Tek að mér að skipta um gler. Set i tvöfalt, kitta upp, málning og fl. Uppl. i sima 84388. Geymið aug- lýsinguna.
Hafnarfjörður Stúlka vön skrifstofustörfum óskar eftir hálfs dags starfi. Upplýsingar í síma 52391. íbúð til leigu 4ra herb. íbúð til leigu nú þegar á 1. hæð við Jörvabakka, Reykjavík. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir n.k. miðvikudag merkt: Laus strax — 6844.
Ungur fjölskyldumaður vanur hvers konar þungavinnuvél- um óskar eftir atvinnu, helst úti á landi. Uppl. í síma 51457. Til sölu sumarbústaðaland V2 hektari í Grímsnesi. Verð 600 þúsund. Upplýsingar í síma 53149 eftir kl. 7.
Keflavik Til sölu 2ja íbúða hús, 2ja og 5 herb. Getur verið ein ibúð. Eigna- og verðbréfasalan, Hringbraut 90, sími 92-3222. Pattons smyrnateppin margeftirspurðu komin. Ryabúðin Laufásvegi 1.
Ytri-IMjarðvik Til sölu stórt hús, ekki fullgert. Getur verið 3 íbúðir. Mjög gott verð og greiðslukjör. Eigna- og verðbréfasalan, Hringbraut 90 simi 92-3222. Akranes Til sölu gott verzlunarhúsnæði við Kirkjubraut. Einnig stór 3ja herb. íbúð á sama stað, ef samið er strax, sjg q Sigurðsson, Löggiltur fasteignasali. Sími 2120.
Peningamenn Til skamms tima óskast peninga- lán. Háir vextir. Góð trygging. Til- boð merkt: „Öruggt — 6741" sendist augl.d Mbl. Óskum eftir að komast í samband við sænsku- mælandi mann eða konu. Óska einnig eftir að taka á leigu lingua- fón (sænskt). Uppl. í síma 85956.
Húsgangaviðgerðir Viðgerðir á gömlum húsgögnum, bæsuð og póleruð. Vönduð vinna. Húsgangaviðgerðir Knud Salling, Borgartúni 1 9, simi 2391 2. VWárg. '71 mjög fallegur bíll til sölu. Má borg- ast með 2ja—3ja ára skuldabréfi eða eftir samkomulagi. Sími 1 6289.
Sumarbústaðaland Til sölu 1 ha. Innan við klst. akstur frá Reykjavik. í skipulögðu svæði. Uppl. í síma 1 2395 og 6641 5. 1 7 ára stúlka óskar eftir atvinnu strax. Upplýsingar í síma 1 5431.
Kona óskast til að sjá um létt heimili! 3 vikur. Upplýsingar i sima 41 008. 14 feta hraðbátur með 40 h.a. Johnson utanborðs- mótor til sölu. Uppl. i síma 20373 og 14975.
Til leigu 3 herbergi og eldhús á góðum stað nálægt miðbænum. Upplýs- ingar í sima 17918 sunnudag frá kl. 14—16. Rafvirki með konu og eitt barn óskar eftir 2ja—3ja herb. ibúð á leigu sem fyrst. Algjörri reglusemi heitið. Upplýsingari sima 72339.
Sjómenn Matsvein og háseta vantar á neta- bát sem rær frá Þorlákshöfn, simar 34349 — 30505. Bill óskast Vil kaupa vel með farinn 5 manna fólksbil árgerð '71 til '73. Helzt japanskan eða Cortinu. Upplýsingar i sima 81 947.
Bókhaldsþjónusta Getum bætt við okkur nokkrum verkefnum. Uppl. milli kl. 19—21 i simum 85556 — 19631. í búð óskast á leigu Óskum eftir 2ja—3ja herb.ibúð til leigu í Hafnarfirði eða Garða- hreppi. í eitt ár frá og með 1 maí. Fyrirframgreiðsla. Upplýsingar í síma, 52829.
Ferðafélagi — kona Kona 43 ára óskar eftir að kynnast konu, með það í huga að fara saman í ferðalag til útlanda í sum- ar. Tilboð oendist Mbl. merkt: „ferða- félagi — 6836”. Sjá einnig smáauglýsingar á bls. 17