Morgunblaðið - 13.04.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.04.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRlL 1975 Eiginkonur frægra stj órnmálamanna ÞAÐ er sólheitur dagur á eyj- unni Brioni við strönd Dalmatíu. Á bryggju einka- hafnar sinnar bíður Titó, mar- skálkur, matargesta. Hann er í hvítum jakka með sólgleraugu og einkennishúfu. Við hlið hans stendur kona hans Jovanka, i rósóttum sumarkjól, ermastuttum, svo að sólbrúnir handleggirnir fá notið sín. Bæði veifa þau til mótorbáts, sem er um það bil að sveigja inn í höfnina. Ur farartækinu stígur tiginborin, roskin kona og faðmar Jovönku að sér geisl- andi af gleói. Á hæla henni gengur herramaður, sem einnig er í Ijómandi skapi, og þrýstir lengi hönd Titós. Gestirnir eru Júlíana, Hollandsdrottning, og Bernhard, prins. Er þetta opinber heimsókn? Nei, þetta er einkafundur gam- alla vina. Með þessum frægu hjónum hefur lengi verið mikið vinfengi, og það er þeim Tító og frú ávallt mikið gleðíefni, þeg- ar Júlíana ai' Oranien-Nassau ogmaðurhennar geta gefiðsér tíma til að heimsækja þau i leyfum sínum. Meðan prinsinn og marskálkurinn ræða heims- málin við slík tækifæri.eru um- ræðuefni eiginkvenna þeirra fyrst og fremst þau, sem konum Konan við hlið Titos Vióhöfn og fburður Blaðamaður í Belgrad sagði mér: ,,Titó, marskálkur, hefur stranglega bannað konu sinni að hafa nokkurt samband við hinar fjölmörgu klíkur i höfuð- borginni. I einkalífi sínu um- gengst iiún því aðeins systur sinar, Zöru og Nödju, mág sinn, Slavko, og skyldmenni manns síns. Hún getur einungis leitað vináttu annarra kvenna, sem standa htyini jafnfætis. Það er skýringin á því, hvers vegna erlendir stjórnmálamenn og konur þeirra eru svo hjartan- lega velkomin í heimsókn til Titós.“ En jafnframt lifir Jovanka lífinu á þann hátt, sem á engan máta stendur að baki lifnaðar- háttum hinna konunglegu vin- kvenna hennar. Því að enginn stjórnmálamaður i Austur- Evrópu býr við annan eins íburö og Titó. Hótfyndnir Júgóslavarhafalíkt lífsvenjum Jovanka Broz-Tito og Tito marskálkur. vera of mikill. Hún varð að beita allri sinni kvenlegu kænsku til aó koma honum i skilning um það, hversu mjög honum skjátlaðist. 1. september 1952 kom enski utanríkisráðherrann Anthony Eden til Belgrad. Þegar hann kom til kvöldverðar til Titós, kynnti hann þessa ungu konu, sem var í mjög flegnum, dökk- rauðum kvöldkjól, fyrir Eden með þessum orðum, eins og þau væru sjálfsögð: „Kona mín.“ Hans eigin ráðherrar litu undr- andi hver á anna. Þeir höfðu ekki hugmynd um, að húsbóndi þeirra hefði kvænzt á ný. En eins og í ljós kom, hafði hann 5 mánuðum áður gengið að eiga Jovönku, en starfsmaður á skráningarskrifstofu (eða hag- stofu) hafði gengið frá formsat- riðunum — á laun. Nú flaug myndin af hinni 28 ára gömlu fegurðardís um heim allan. En maður hennar sendi hana til Lundúna til að læra ensku ogsitthvaðfleirasemtil standa næsl.liollenzkur liefðar- maður sagði við mig eitt sinn: „Drottning okkar og frú Broz- Titó eiga mörg sameiginleg áhugamál. Þær hafa oft komizt að líkum niðurstöðum hvor á sinn hátt. Þær reyna sérstak- lega að fræóast hvor af annarri um málefni á sviði opinberrar framfærslu og fjölskyldumála. Hennar hátign finnst frú Titó vera dýrleg kona." Æðsta kona Júgóslavíu er einnig á svipaðan hátt í vin- fengi við aðra konungborna þjóðhöfðingja svo sem Margréti, Danadrottningu, og Farah, keisaradrottningu. Mar- grét prínsessa, og Snowdon, lávaróur, hafa einnig verið gestir hennar, en hún hefur mikinn áhuga á Ijósmyndun, eins og lávarðurinn. Hún er eina eiginkona austur-evrópsks stjórnmálamanns, sem hefur náð slikri persónulegri hylli. Að sjálfsögðu styrkir hún þann- ig álit og virðingu þjóðar sinnar út á við, en það sem þær konur, sem bezt hafa kynnzt henni, hafa greinilega fundið, er, að hún persónulega virðist hafa mikla þörf á slíkum samskipt- um. Maður veróur að gera sér fulla grein fyrir aðstöðu frú Titó til að skilja þetta betur. Á fyrstu árum hjónabands henn- ar var Titó mjög mikill sam- kvæmismaður og bauð oft 40—50 vinum sínum í veizlur og veiðiferðir. En þessa vini sína hefur hann umgengizt æ minna,eftir því sem tímar hafa liðið. Það er ekki aðeins vegna þess, að aldurinn hefur færzt yfir hann, heldur vegna hrær- inga innan júgóslavnesks þjóð- félags. Á stjórnarárum hans hefur verið efnt til neyzlusam- kvæma embættismanna.for- stjóra, prófessora, verkfræð- inga, rithöfunda og flokks- starfsmanna, en matarlyst þeirra hefur Milan Djilas lýst í bók sinni „Hin nýja stétt“. Það er segin saga, að allt þetta fólk „vill“ yfirleitt eitthvað, og sem eiginkona þjóðhöfðingjans verður Jovanka að gæta virð- ingar sinnar gagnvart þessari nýju borgarastétt. hans við giysgirni og skraut- elsku annars marskálks, sem endaði ævi sina með sviplegum hætti í Nurnberg á sínum tima. Auðvitað á þessi samlíking illa við, en Titó leggur það sjálfur til málanna, að hann klæðist gjarna einkennisbúningum með „jólatrésskrauti“ og hefur meira en nóg af höllum til ráð- stöfunar. Villa hans á Brioni er glæsi- legt hús, sem á árunum fyrir stríð var í eigu auðugs golfleik- ara. Þar eru yfirbyggðar svalir umgirtar vínviðarteinungum. Nú dveljast þau hjónin í þess- ari paradís meiri hluta ársins. Gegnum „rauðan síma“ er hann í beinu sambandi við stjórnar- skrifstofurnar í Belgrad, svo hann geti sinnt stjórnarstörfum frá þessu setri sínu á Brioni. Þar sem hann er löngu kominn yfir þau aldursmörk, þegar aðr- ir embættismenn ríkisins fara á eftirlaun, leyfir hann sér að njóta meiri hvíldar en áður. Þegar Titó og Jovanka eru í Belgrad, búa þau yfirleitt í húsi nr. 15 við Rumunskaja, en vegg- ir þess eru skreyttir málverk- um frá renessans-tímabilinu og verkum hinna eldri impression- ista. Hið opinbera heimilisfang þeirra er „Hvíta höllin" í Dedinje, sem þau nota fyrst og fremst við móttöku erlendra sendiherra. Þá eiga þau enn- fremur fyrirmyndarbúgarð í Belje, sumarbústað í Bled, vill- una „Scheherazade“ í Dubrovnik og hús í Marra- kesch, sem konungurinn í Mar- okkó gaf þeim. Einn af fyrrverandi þjónum þeirra, sem nú starfar á frönsku hóteli, sagði mér: „Titó, marskálkur, krefst þess af konu sinni, að hún stjórni heimilishaldinu, þar sem hann er staddur hverju sinni, með heraga. Allt verður ávallt að fara nákvæmlega samkvæmt áætlun. Óstundvísi varðar brottrekstri, svo að ekki sé minnzt á aðra eins hörmung og þá að skór Titós séu ekki nægi- lega vel pússaðir. Starfsfólk hússins er að vísu alltaf „félag- ar“, en í rauninni er það með- höndlað stranglegar en þorri þjóna og herbergisþerna á Vesturlöndum." Um þessar mundir dveljast hjónin í höll frá 18. öld í norð- urhluta landsins. Þegar vel viðrar, fer Titó á villisvínaveið- ar, meðan Jovanka tilreiðir uppáhaldsréttina sína í eldhús- inu. Bæði eru þau með „bíó- dellu“ og horfa gjarna á nýj- ustu kvikmyndir á kvöldin í •sérstöku sýningarherbergi sínu. Jovanka er há og þrekvaxin og virðist bókstaflega geisla af hreysti og heilbrigði. Með bros- andi, dökkbrún augu, snjóhvít- ar tennur og mikið og þykkt, svart hár, semþ.undið er í hnút í hnakkanum, er hún nákvæm- lega sú gerð af „mömrnu", sem hvarvetna á miðjarðarhafs- svæðinu er heiðruð og virt. En auk þess gerir hún sér far um að koma fram af glæsileik, og lætur sauma kjóla sína í Bel- grad og þeir fylgja alltaf tizk- unni. Kona, sem kynnt var fyrir henni fyrir eigi alllöngu við hátíðahöldin í Persepolis, sagði við mig: „í hinni síðu skikkju úr gullfjölluðu rósasilki var frú Titó tígulegri en flestar hinna tiginbornu kvenna, sem írans- keisari hafði boðið. Engan hefði getað grunað, að þessi fagra og glæsilega kona hefði verið í heiminn borin í fátæk- legum kofa.“ Jovanka Budislavjevic fædd- ist árið 1924 í þorpinu Pecani i Suður-Króatíu. Faðir hennar var fátækur bóndi, sem um margra ára skeið vann í Banda- ríkjunum til að afla lífsviður- væris til heimilisins. Hún var elzt fimm systkina. Þegar hún var 11 ára, dó móðir hennar, og hún varð að yfirgefa skólabekk- inn til að annast systkinin. „Sem betur fór var hún and- lega og líkamlega bráóþroska," segir einn af ættingjum henn- ar. „14 ára gömul var hún full- vaxta mær. Hún las feiknin öll og fyrst og fremst bækur um stjórnmál.“ Arið 1938 hitti þessi bráð- þroska stúlka kommúnistíska æskulýðsforingjann Stefan Matic. Hún varð ástfangin af honum, en skömmu eftir byrj- un stríðsins var hann skotinn af ustaschas (skæruliðasveitir sjálfstæðishreyfingar Króata undir forustu Pavelic. Hún var stofnuð þegar 1929, en Pavelic varð ríkisstjóri Króatíu eftir hernám Þjóðverja. Þýð). Eftir það var aðeins um eina leið að ræða fyrir Jovanka: Hún varð sjálf að grípa til vopna. Gerðist hún því skæruliði í sveitum Titos, en þá voru þær að einum þriðja skipaóar konum. Til eru myndir af Jovönku sem nýliða í enskum herklæónaði. Á höfði ber hún bátslaga húfu með rauðri stjörnu. Eftir skjóta þjálfun i meðferð handsprengna tók hinn ungi skæruliði þátt í bardögunum við Kozara og Sutskeja. Þegar Titó bárust sagnir af hug- dirfsku hennar, skipaði hann hana i hinn persónulega lífvörð sinn. Sumarið 1943 umkringdu ustaschas höfuðstöðvar Titós. Hann slapp i gegnum víglinu óvinanna ásamt Jovönku og komst eftir margra daga göngu til Dravar. Skömmu síðar veikt- ist stúlkan af taugaveiki, en herlæknir Titós bjargaði lífi hennar. Þegar hún sneri aftur til Bel- grad vorið 1945 var hún í ein- kennisbúningi majórs, en þá var hún því nær alein. Faðir hennar og bræður höfðu horfið í stríðinu, og Titó var einnig horfinn úr lífi hennar. Nú bjó hann i „Hvíta húsinu“ í Dedinje með konu sinni, Bertu Haas, og sonum sínum tveimur. Þar sem Jovanka hafði fram að þessu ekki lært neitt annað en skotfimi, lærði hún nú vélritun, og árið 1947 réð Tító hana til sin sem einkaritara. Hún berst með kvenlegri kænsku Fyrst í stað situr við það. Að vísu skildi Titó við konu sina, en eftirlæti hans þá var óperu- söngkonan Minka Milanov. Þar sem Jovanka var á aldri við syni hans, fannst hinum 55 ára gamla Titó aldursmunurinn almennrar menntunar heyrði. Clarissa Eden sá um,- að hún fengi hina réttu kennslu, og þar sem Jovanka er bráógreind, hafði hún tileinkað sér eftir nokkra mánuði þá menntun og menningu, sem sérhverri „hefðardóttur“ er sómi að. Einn þeirra, sem hún hafði djúp áhrif á, eftir komu sína aftur til Belgrad, var Nikita Chruschtschow. Þegar hann var í heimsókn á eynni Brioni og hafði drukkið einum Slibowitz of mikið, reyndi hann að kyssa Jovönku á munninn. En þegar hún vísaði honum brosandi á bug, tók hann að syngja gamlar ukrainskan ástarsöng og stakk upp á því, að þau tækju sér tunglskinsgöngu saman. Þá sagði Titó óþolinmóður: „Það er miðnætti, félagi Nikita. Það er kominn tími fyr- ir okkur til að fara að sofa.“ „Vitleysa!“ sagði Chrusctschow, „hjá okkur í Ukrainu standa partíin þangað til allar flöskur eru tómar." Einni flösku siðar datt hon- um nýtt í hug. Hann tók við- skiptaráðherra sinn, Mikojan, afsíóis og sagði við hann hárri raustu: „Ég krefstþesseindregiðaðí hinn nýja vióskiptasamning okkar við Júgóslavíu verði sett svohljóðandi ákvæði: Samning- urinn er núll og nix ef Titó, marskálkur, neitar að skipta á konu sinni og konu Nikita Chrustchtschows, meðlims æósta ráðs Sovétríkjanna." Þá gaf Tito Mikojan merki, og þeir tóku skælbrosandi Nikita sinn undir hvorn handlegginn og drógu hann inn í herbergi sitt. Ferðast um f jórar álfur Síðan þetta gerðist hefur Jovanka getað beitt töfrum sín- um i fjórum heimsálfum. Hún fylgdi manni sínum til Washington og nær allra höfuð- borga í Evrópu. Hún fór með honum til Indlands og í ferða- lag um Afríku. En upp á síð- kastið hafa þessir heimsferða-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.