Morgunblaðið - 13.04.1975, Síða 18

Morgunblaðið - 13.04.1975, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1975 Eins og kunnugt er hafa orðið miklar um- ræður manna á meðai um virkjunarfram- kvæmdirnar við Sig- öldu. Fyrst og fremst hafa þessar umræður snúizt um þær tafir, sem hafa orðið á virkj- unarframkvæmdum, en einnig um svik verktakans gagnvart verkamönnum á staðnum. Morgun- blaðsmenn brugðu sér inn í Sigöldu einn óveðursdag nú 1 vik- unni og ræddu við nokkra starfsmenn, auk þess sem við tók- um verkfræðinga Landsvirkjunar tali. Þegar við komum að Sigöldu, snemma á miðvikudagsmorgun, var veðrið ekki upp á það bezta, stormur og skafrenningur. Texti: Þorleifur Olafaon Myndin Sveinn Þormóðsson Verkfræðingarnir Páll Olafsson og Ólafur Skúli Ingibergsson fyrir framan kort af Sigöldusvæðinu álin í molum” EFNIS- OG TÆKJASKORTUR MIKILL I skrifstofuhúsi Landsvirkjunar hittum við fyrir verkfræðingana Pál Ólafsson og Egil Skúla Ingibergsson. Þeir sögðu okkur í upphafi, að Energoproject hefði tekið að sér þann hluta framkvæmdanna, sem telzt til byggingarframkvæmda. Þeirra hlutverk í Sigöldu væri fyrst og fremst framvindu- og gæðaeftirlit hjá verktakanum, sem nú hefði verið 1 eitt og hálft ár í Sigöldu. • Steypustöðin — 1 upphafi fór verkið vel af stað, sögðu þeir Egill, Skúli og Páll, og gekk samkvæmt áætlun. Verkið er unnið eftir svonefndri CPM-áætlun sem er gerð af verk- tökunum og okkur, í nokkuð ná- inni samvinnu. Aætlunin er endurskoðuð i heild á þriggja mánaða fresti og hlutar hennar á hverju þriggja vikna timabili. Enn er ekki annað viðurkennt, en að stefnt sé að þvi að fyrsti hluti vélasamstæðunnar verði gang- settur á næsta sutnri. Hinsvegar teljum við, að það standist aldrei, vegna núverandi ástands á fram- kvæindum verktakans. Við teljum þó að vélarnar ættu að geta farið i gang síðari hluta næsta ár. — Er það rétt, að framkvæmd- irnar séu nú þegar 4 mánuðum á eftir áætlun? — Það er ákaflega erfitt að segja hve langt á eftir verkið er nú, en það er langt á eftir áætlun. Skötninu fyrir áramót var ákveðið að auka vetrarvinnu inikið til að vinna það upp, sein hafði tapazt i fyrrahaust, og til þess að ná sett- uin áfanga á árinu. Það fór samt svo að i janúar var ekkert unnið hér, þótt hér hafi ekki verið nein mannekla. Getuleysi og vankunnátta — Hver er höfuðástæðan fyrir þessu öllu? — Því miður verðuin við að segja, að hér sé um getuleysi og vankunnáttu júgóslavneska stjórnenda að ræða. Islendingar hafa oft unnið við svipaðar að- stæður og skilað frá sér verki. Það er hinsvegar ekkert launungar- inál að vetrarvinna er erfið á stað sein þessuin. Og þvi iniður þýðir seinkunin aukakostnað á öllu. Allt fram í nóvember voruin við nokkuð bjartsýnir á að fram- kværndir stæðust, en þegar fyrstu snjóar féllu siðar í mánuðinuin koin reynsluleysi verktakans hvað vetrarvinnu snerti i ljós, og leiddi það nánast til upplausnar á svæðinu. — Þið sögðust hafa verið bjart- sýnir allt fram f nóvember. Hafði verkið gengið vel til þess tfma? — I ágúst s.l. höfðu reyndar orðið verulegar tafir á frain- kvæmduin, sein þá voru á því stigi, að eingöngu hafði verið grafið fyrir inannvirkjum. Þá tók Landsvirkjun málið upp og verk- takinn Iofaði að taka verkið föst- um tökuin með auknum afköstum og aukinni vetrarvinnu. Raunin varð sú að mánuðina sept.—nóv. vannst verulega á, en eins og við sögðum þegar hln raunverulegu vetrarveður byrjuðu ineð snjó- komu og frosti, var hann vanbú- inn að mæta því. Það má taka það frain að Energoproject hefur aldrei tekið að sér verk i Evrópu utan sins heimalands. Þeirra verk til þessa hafa verið í Asíu, Afríku, A-4meríku og viðar í heitu löndunum. Það sem hér gerist er það þeir inisreikna sig á íslenzkri veðráttu eins og raunar fleiri er- lendir verktakar hafa gert. — Teljið þið að verktakinn eigi í f járhagserfiðleikum? — Það vituin við ekki gerla, en í svona verkuin er sá háttur hafður á, að verktakinn greiðir sinn kostnað af frainkvæindinni. Hér hefur frainvindan verið það hæg, að mánaðarreikningarnir hafa ekki staðið undir kostnaði. Hins- vegar ber að taka það frain, að núna á næstunni ljúka þeir við verkefnH sem gefa þeiin fjár- magn, en saint iná segja að bilið sé of stórt. — Nú hafið þið báðir mikla reynslu af vinnu inni á öræfum að vetrarlagi. Hafið þið ekki get- að gef ið Júgóslövunum holl ráð? Taka ekki ráðleggingum — Páll er með tnikla reynslu sein verktaki og stjórnandi við þessar aðstæður, segir Egill Skúli. Hann hefur gefið þeiin ábending- ar, en fcngið litinn hljómgrunn. Júgóslavarnir trúa okkur ekki t.d. þegar við eruin að gefa ráð vegna snöggra veðurbreytinga. — Er þessi vetur eitthvað frá- brugðinn vetrum undanfarinna ára? — Nei, hann er ekkert frá- brugðinn því, sein maður á von á og veðurskýrslur sýna ekkert óvanalegt. — Hefur þessi vankunnátta Júgöslavanna bitnað á steypu- vinnu? — Já, fraministaða þeirra á því sviði er þannig að verktakinn hef- ur ekki getað steypt, ef hitastigið fer undir frostinark. Það vantar hér hitara og hlifðarmottur. Að visu eiga þeir uin 20 hitara, en það eru aldrei neina 5—6 i lagi. Af þessum sökum hefur orðið tjón vegna frostskeinmda á steypu síðustu vikurnar. Sem bet- ur fer er það ekki óbætanlegt. Þá er útbúnaður verktakanna ekki betri en það, að eftir kuldakast geta þeir ekki hafið steypuvinnu af krafti vegna þess, að ekki eru til tæki til að bræða klaka innan úr inótunum. Hér eru nú uin 420 inanns i vinnu og er það vei, en því miður hafa þeir ekki komizt 0 Stundum koma menn hrfmað ir inn upp á lag með að nýta vinnukraft- inn. Og við viljum taka fram, að það hefur ekki komið frain, að verktakarnir vilji ekki vei. Held- ur þvert á inóti, og það sein búið er af verkinu er vel gert. En það er þreytandi þegar inálin þróast svona i langan tíma. Þetta eru krefjandi störf, sem við vinnum hér, og þegar ekkert er gert- og árangur litill inissir þetta inarks. — Þyrfti byggingareftirlitið að ná til byggingarstjórnar? — Já, við teljuin að svo þurfi að vera. 0 Vatnsrásin fyrir fyrstu vélarsamstæðuna er komin á sinn stað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.