Morgunblaðið - 13.04.1975, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRlL 1975
25
eítir ELINU
PÁLMADÓTTUR
Hugarástand skattborgar-
anna i þessu forsjárstjórnarfari
okkar er líklega orðið álíka von-
laust og sjóveika mannsins, sem
svaraði konu sinni, er hún
spurði hvort hann vildi ekki
láta þjóninn færa sér matinn i
kojuna! — Nei, biddu hann
bara um að skvetta matnum
beint í sjóinn. Það sparar okkur
báðum fyrirhöfn.
Sum okkar að minnsta kosti
virðumst vera farin að leggja
meira upp úr því að fá að halda
svolitlu meira af innunnum
launum til eigin ráðstöfunar og
ánægju, þó eitthvað minna
verði fram borið. En þegar
framkvæmda- og þjónustuhrað-
inn er orðinn svo mikill, að ekki
gefst tími til að biða eftir þvi að
ráðstöfunarféð fari með þægi-
legum meltingarhraða gegn um
launþegann og skattborgarann
og út í sjó ríkisútgjaldanna, þá
fær sá góði borgari bara kligju
og gefst upp fyrir vonlausri
aðstöðu, eftir að hafa keppzt við
að skila af sér með methraða
um skeið. Á þessu erum við nú
svolítið að átta okkur. Vinnandi
fóik virðist farið að leggja
nokkuð upp úr því að skattarn-
ir feti ofurlítið niður stigann
aftur, þó skorin sé að einhverju
leyti niður skömmtuð þjónusta
og framkvæmdir. Því ekki verð-
ur meira úr samsjóðnum greitt
en í er látið.
Svo ég haldi áfram að segja
sögur, þá held ég að okkur liði
stundum eins andspænis stóra,
útdeilandi guðföður Ríkisvaldi,
eins og litlu stúlkunni i eftir-
farandi dæmisögu James Thur-
bers: Heimsmaðurinn og safn-
arinn hann guðfaðir hennar var
að koma úr heimsreisu, og
hafði sankað að sér i öllum
heimshornum hverju því, sem
annaðhvort var hægt að skjóta
eða kaupa og taka með sér.
Hann kom i heimsókn til þess-
arar 5 ára gömlu guðdóttur
sinnar: — Ég ætla að gefa þér
þrjár gjafir. Þú getur fengið
hvað sem hugur þinn girnist.
Ég á demanta frá Afríku, nas-
hyrningshorn frá Egyptalandi,
safíra frá Guatemala, filabeins-
og gulltaflmenn, elgshorn,
merkjatrumbur, hofbjöllur og
hátíðabumbur og þrjár fágætar
og fagrar brúður. Segðu mér
nú, hvað þig langar mest af öllu
í, sagði hann og klappaði á koll-
inn á telpunni. Litla stúlkan
vissi hvað hún vildi, og var
ekkert að tvínóna við svarið: —
Mig langar til að brjóta gleraug-
un þin og spýta á skóna þína!
Mórallinn í sögunni er sjálfsagt
sá, þó efnahagssérfræðingar
hafi mér vitanlega ekki reiknað
það út, að maðurinn kæri sig
ekkert um að láta troða ofan í
sig lífsins gæðum, eins og
gæsirnar, sem á að fita til gæsa-
lifrarframleiðslu, heldur velja
það ómerkilega sjálfur. Og að
ekkert langi okkur oft meira til
að gera en að spýta á alltfram-
bjóðandi forsjármann.
Líklega viljum við velja
vitleysurnar sjálf, þó þær yrðu
kannski eitthvað á borð við ósk-
ir litlu stúlkunnar, sem sagði:
— Mamma, ef ég væri álfkona,
mundi ég breyta öllu í súkku-
laðitertu og borða hana svo alla.
En þá fær maður heldur ekkert
annað en súkkulaðitertu. Þýðir
ekkert að heimta líka allt annað
og reyna að éta kökuna og eiga
hana óétna. í samneyzlunni
verður minna á boðstólum,
enda ekki meira út látið en í
kemur. Hvar mörkin eiga að
vera eru menn svo sannarlega
ekki sammála, að öðru leyti en
því að flestum sýnist að við
séum komin yfir markið. Þetta
er svolitið flókið mál. En hér
fæst ekkert svigrúm til að læra
af vitleysunum, eins og hjá
börnunum.
Skyldum við í þessu vísa
landi annars geta lært af
vitleysunum? Látið okkur að
kenningu verða? Ung kona,
sem flutti heim til íslands eftir
áramótin eftir langa dvöl í
Þýzkalandi, varð alveg undr-
andi á viðbrögðum fólks við
erfiðu efnahagsástandi. Hún
sagði að Þjóðverjar hefðu allir
snarlega byrjað að draga úr út-
gjöldum sínum, um leið og
bólaði á erfiðu ástandi — enda
kom í ljós að þeir minnkuðu
olíunotkun sína án nokkurra
opinberra aðgerða um 10%,
þegar olíukreppan hækkaði
verðlagið. Hér ruku allir i að
kaupa hvað sem hægt var að ná
í, þegar þeir heyrðu um effiða
tíma, sagði hún. Kannski er
þetta ekkert óskiljanlegt. Fyrir
einhverja óleiðréttanlega villu
í lifsskipulaginu (hver sem við
stjórnvölinn situr) virðast
dyggðirnar alltaf borga sig
verr. Það vill fara eitthvað
svipað og hjá löghlýðnu borg-
urunum i Frakklandi, sem fóru
að beiðni stjórnar sinnar i
fyrra, þegar oliukreppan byrj-
aði og spöruðu við sig oliu til
upphitunar. Nú hefur forseti
þeirra skellt á reglum um að
heimilin fái ekki nema 80% af
þeirri oliu til upphitunar, sem
þau notuðu i fyrra. Og þarmeð
verða þeir, sem i fyrra drógu úr
hitanum hjá sér af þjóðarholl-
ustu, nú að sitja i ískulda vegna
minnkandi olíu, meðan hinum,
sem héldu áfram að bruðla i
fyrra, er notalega hlýtt af sin-
um olíuskammti. Hjá okkur á
óneitanlega við sú regla, að
fresta aldrei til morguns að
kaupa það sem hægt er að
kaupa i dag, þvi þá getur verið
kominn nýr skattur á það.
Eitthvað virðast viðbrögðin
þó fara eftir þjóðum, hvort sem
það nú stafar af meðfæddum
göllum eða kostum eða þá af
uppeldinu. Japanir brugðu eðli
sinu samkvæmt, skjótt við og
nýleg könnun sýndi að 85%
Japana hafa sjálfviljugir gert
eitthvað tii að spara oliu vegna
erfiðleikanna, enda hollustu
þeirra við land sitt, samlanda
sína, fyrirtæki sin og land sitt
viðbrugðið. Bretar virðast á
sama báti og við — og sýndu
litil sem engin viðbrögð við
erfiðu ástandi — vona bara að
einhverntima komi þeirra
„síldarhrota" með olíunni i
Norðursjó.
Og þó — ofurlitla viðleitni
má marka hjá okkur. Fóru ekki
ungir menn af stað og byrjuðu
að stilla kynditæki til að gera
þau sparneytnari og sagt að þar
geti munaó 400 millj. kr. Og
tóku togaramenn ekki allt í
einu við sér og fóru að leggja
eyrun við því sem fyrrverandi
véistjóraskólastjóri hefur verið
að segja um að brenna megi
svartolíu á togurum og spara
500—600 millj. kr. Menn er
jafnvel farið að gruna að það
geti komið sér vel fyrir þann,
sem ætlar að umgangast við-
kvæma hluti á borð við vélar að
kunna eitthvað fyrir sér. Það
kunni jafnvel að vera betra að
hafa lært eitthvað. Ekki hefur
alltaf borgað sig að læra slikt,
og ekki öllum verið ljóst að það
kæmi að nokkru gagni, enda
bara hægt að fá undanþágu og
prófa sig áfram. i haust var t.d.
ekki hægt að byrja aftur vél-
skólann í útgerðarstaðnum
Vestmannaeyjum vegna þess að
aðeins tveir sóttu um skólavist,
sagði skólastjórinn mér þegar
ég mætti honum á förnum vegi
í Reykjavik þar sem kennir nú.
Kannski lærum við á erfiðum
árum að hagkvæmir hlutir eru
einhvers virði. Hingað til höf-
um við lagt minni áherzlu á
gagnlega hluti í menntunar-
kerfi okkar en bókmenntalega
og vísindalega. En maður er
víst betur settur með fallhlíf
líka, þó maður hafi hæðarmæli
með, ef maður stekkur út úr
flugvél.
Ps.
Gáruskrif í janúarmánuði
komu Jóni isberg sýslumanni
til að grípa penna. Hann tók
undir það að Reykvíkingar
hefóu lagt þó nokkuð til þjóðar-
búsins og krónan væri ekki
siður mikilvæg en ræturnar. En
á einu feilaði hann. Sýslumanni
dettur auðvitað ekki annað í
hug en að þeir sem ferðast, geri
það á kostnað almennings, og
heldur því að Gáruhöfundur
geri það líka. En þar skauzt
honum, því hérmeð vottast að
islenzkir opinberir aðilar eða
almenningur hefur aðeins
tvisvar greitt fargjald sem
vinnulaun fyrir undirritaða: 1)
sem starfsmann í sendiráðs-
vinnu í París fyrir 20 árum 2)
sem laun fyrir 7 mánaða vinnu
við heimssýninguna i Kanada,
greidd í ferðakostnaði og uppi-
haldi (dagpeningum) en ekki
kaup^reiðslu. Ekki einu sinni
vinnuveitandi Gáruhöfundar,
Morgunblaðið, hefur greitt
neitt flugfargjald fyrir hann til
útlanda, það gerir hann venju-
lega sjálfur með vinnu eða fé,
ef velviljaðir útlendir hafa ekki
boðið. Aftur á móti hefur grein-
arhöfundur þegið ómælt kaffi,
mat og stundum gistingu hjá
góðu fólki á ferðum sínum um
island fyrir blaðið eða sjálfa
sig, meira að segja einu sinni
góðar veitingar hjá sýslumanni,
og má kannski orða það svo að
það sé á kostnaó almennings.
Ljósmynd Sv. Þorm.
1000 manna starfsliði voru valdir
tveir hópar með 6 þátttakendum
hvor. Annar hópurinn samanstóð
af verksmiðjufólki, hinn af skrif-
stofufólki. Reynt var að sjálf-
sögðu að velja hópana sem sam-
stæðasta, þannig að utanaðkom-
andi áhrif gætu ekki verkað mis-
munandi á afköst þeirra.
i báðum hópunum var komið á
föstum umræðufundum, þar sem
reynt var að fá allt starfsfólkið til
virkrar umræðu um vandamál
hópsins, félagsleg tengsl I fyrir-
tækinu, rekstrarstefnu þess, regl-
ur, fyrirskipanir og fleiri atriði.
Eini munurinn á þessum tveim-
ur hópum var sá, að annar hópur-
inn hafði heimild til að ákveða
sjálfur framleiðslutakmark sitt.
Niðurstöður rannsóknarinnar
voru, að umræðurnar virtust
veita starfsfólkinu einhverja full-
nægingu, en framleiðsluaukning
var einungis hjá hópnum, sem
hafði heimild til að ákveða sjálfur
framleiðslutakmark sitt. Komust
stjórnendur rannsóknarinnar að
þeirri niðurstöðu, að meginatriði
við þátttöku starfsfólksins sé
möguleikinn fyrir starfsfólkið til
að taka ákvarðanir. Slik ákvörð-
unartökuheimild sé virkari tæki
til framleiðsluaukningar en um-
ræðuheimildin.“
Hér er drepið á eitt vandamálið
í hinu iðnvædda þjóðfélagi, en
það er leiðinn og tilfinning fyrir
tilgangsleysi, sem gripur um sig
meðal þeirra, sem finnst þeir
aðeins vera litið hjól í stórri vél
og i rauninni engu ráða um at-
hafnir sinar. Ur þessu er nú reynt
að bæta með margvislegum hætti
og áreióanlega verður í framtið-
inni meira um rannsóknir eins og
þær, sem hér er getið um og til-
raunir til að bæta um á vinnu-
markaði.
Valddreiffing
Ofurvald kerfisins birtist fyrst
og fremst í nánast ómennskum
viðbrögðum hins opinbera valds.
Einstaklingarnir í embættiskerf-
inu eru fastir i netinu, og þótt
þeir hver um sig séu velviljaðir,
komast málin ekki í gegnum
kerfið. Hér á landi hjálpar það að
vísu enn, að allir þekkjast meira
og minna og geta leiðbeint hver
öðrum um einstigi, sem enn eru
finnanleg í frumskóginum eða
sameiginlega leitað uppi göt, sem
ekki hefur verið fyllt upp i. En
kerfið hefur haldió áfram að
þenjast út, og aldrei hefur ofvöxt-
urinn verið jafn mikill og á und-
anförnum árum, þegar miðstjórn-
arvald hefur verið eflt og
milljarðar á milljaróa ofan verið
færðir frá fólkinu til ríkismið-
stjórnarinnar.
Almenningur stynur undir
þessu fargi og hlýtur að fagna því,
ef róttækar aðgeróir til að
stemma stigu við þessari þróun
sjá dagsins Ijós. Þær lækkanir,
sem nú eru gerðar bæði á skatt-
heimtu ríkisins og útgjöldum
rikissjóðs, eru góðra gjalda
verðar og vísbending um það, að
loks verði reynt að stinga við fót-
um.
En það er ekki einungis á sviði
ríkisfjármála og rikisafskipta,
sem umbóta er þörf í okkar þjóð-
félagi. A atvinnusviðinu er vissu-
lega líka þörf nýbreytni og um-
bóta, og þess vegna er þetta allt
nefnt i einu og sama oróinu.
Kaupþing
A Alþingi hefur verió flutt
þingsályktunartillaga um stofnun
kaupþings. Og hafa tillögumenn
látið i ljós von um, að rekstur
kaupþingsins muni leiða til þess,
að ný sókn verði hafin i islenzkum
atvinnumálum, og þátttaka al-
mennings i atvinnurekstri muni
aukast. Rekstur opinna hlutafé-
laga með þátttöku almennings
hefur átt undir högg að sækja hér
á landi. En vonandi tekst nú loks
að örva alþýðu til þátttöku í at-
vinnurekstrinum. En það er ekki
einungis i hlutafélagsrekstrinum
hér á landi, sem umbóta er þörf.
Forustumenn samvinnufélag-
anna finna einnig til þess, að þörf
er endurskipulagningar og ný-
breytni. Þessu til staðfestingar
skal hér tekinn traustataki kafli
úr erindi, sem Erlendur Einars-
son, forstjóri Sambands íslenzkra
samvinnufélaga, flutti fyrir
nokkrum árum á ráðstefnu
Stjórnunarfélagsins, og hug-
myndin var að birta á vegum
félagsins, þótt af þvi yrði ekki.
Erlendur segir m.a.:
„Ef við tökum Bretland, þar
sem kaupféiögin byrjuðu, þá eru
brezku kaupfélögin að formi til
hlutafélög. Þau eru með hlutafé,
þó þannig, að það fylgir ekki at-
kvæðisréttur bréfunum. Hver
félagsmaður fer með eitt atkvæði
í samræmi við grundvallarreglur
samvinnufélaga.
Félagsfólkið getur keypt hluti i
brezku samvinnufélögunum. 1
sumum félögum er það ótakmark-
að, hvað einn félagsmaður má
kaupa mikið. I öðrum er það tak-
markað við 1000 sterlingspund.
Brezku félögin hafa raunveru-
lega fjármagnað sig mestmegnis á
þennan hátt, þ.e.a.s. með sölu
hlutafjár tii félagsmanna. Það
þykir fylgja þessu nokkur ókost-
ur, að hlutabréfin eru innleysan-
leg við sýningu, þannig að félags-
maður getur komið með hlutabréf
og fengið það greitt við sýningu á
skrifstofu viðkomandi kaupfé-
lags. Það má þvi segja, að þetta
geti verið meira í ætt við lánsfé til
skamms tíma. Þó hafa þessi«-bréf
verið nokkuð föst.
i Vestur-Þýzkalandi, svo ég taki
annað land, þá starfar á vegum
samvinnufélaganna þar sérstakt
fyrirtæki, svokallaður fasteigna-
sjóður eða Immobilien Fund.
Sjóðurinn gegnir því hlutverki að
kaupa eða byggja verzlunar- og
skrifstofuhúsnæði, sem hann sið-
an selur á leigu til samvinnufyrir-
tækja. Hver, sem er, getur keypt
hlut í sjóðnum. Einu sinni til
tvisvar á ári eru eignir sjóðsins
metnar og breytist þá gangverð
hlutanna i samræmi við matið á
eignunum. Eigendur hlutanna fá
því ekki aðeins arð af þvi fjár-
magni, sem þeir hafa lagt í sjóð-
inn, heldur fá þeir og hlutdeild i
þeim verðhækkunartekjum, sem
af þvi leiða, að lóðir og fasteignir
hækka stöðugt i verði.
Bréf í sjóónum eru innleysan-
leg hjá bankastofnunum. Það
hefur verið samið um það, að þau
eru innleysanleg hjá bankastofn-
unum viðs vegar um landið og á
hverjum tíma liggja fyrir upplýs-
ingar um skráð sölu- og kaup-
gengi bréfanna.
Starfsemi fasteignasjóðsins
hefur haft ómetanlega þýðingu
fyrir uppbyggingu dreifingar- og
verzlunarkerfis á vegum vestur-
þýzkra samvinnufélaga, og það er
ljóst af fréttum, að sparifjáreig-
endur hafa einnig kunnað mjög
vel að meta starfsemi fasteigna-
sjóðsins, þar sem hann hefur
gefið þeim möguleika til hag-
stæðrar ávöxtunar á sparifé.
Ég ætla að láta þetta nægja um
það, hvað nágrannar okkar hafast
að, ég vil aðeins láta þess getið, að
mál þessi eru nú mjög á dagskrá
hjá samvinnufélögum i öðrum
löndum, — þ.e.a.s. hvernig þau
eigi að finna nýjar leiðir i upp-
byggingu fjármagns, og það
verður á næsta þingi Alþjóða sam-
vinnusambandsins, sent verður
haldið um næstu mánaðamót i
Varsjá, rætt sérstaklega um nýjar
leiðir í uppbyggingu fjármagns í
samvinnufélögum."
Nýjar leiðir
í samvinnu-
félögunum
Og Erlendur Einarsson heldur
áfram:
„Það verður eitt af tveimur
aðalmálum þingsins, hvernig eigi
að finna nýjar leiðir til þess að
byggja upp fjármagn í samvinnu-
félögunum. Þannig er ekki bara
Framhald á bls. 47.