Morgunblaðið - 13.04.1975, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRIL 1975
I
Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi
MAGNÚS JÓNASSON,
Norðurbrún 1
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 14 þ.m. kl 1:30
e h Kristin Viglundsdóttir,
Vilbogi Magnússon, Rósa Viggósdóttir.
Óskar Magnússon og
Jóhanna Óskarsdóttir.
t
Minningarathöfn um unnusta minn, son okkar og bróður,
GÚSTAF SMÁRA SIGURÐSSON,
Sólvangi i Kópavogi,
er lézt af slysförum 1 7 marz s.l fer fram frá Kópavogskirkju 16. april
kl 1 30e h
Ingibjörg Ólöf Sigurðardóttir,
Sigurður H. Sigurðsson. Hlíf Svava Hjálmtýrsdóttir,
Páll Sigurðsson, Guðrún H. Guðmundsdóttir,
Jón Karl Sigurðsson. Sigurrós Sigurðardóttir,
Kristín í. Sigurðardóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur,
JÓHANNES ANTONSON,
Suðurlandsbraut 63,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 1 4 apríl kl. 3 e h.
Sigriður Gunnhildur Kristjánsdóttir og börn,
Valgerður Sigurðardóttir.
t
Þökkum sýnda vináttu og samúð við andlát og útför systur okkar og
móður systur,
INGIBJARGAR SÍMONARDÓTTUR.
Laufey Guðjónsdóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir,
Þorsteina Guðjónsdóttir, Guðný Bjarnadóttir,
Ármann Bjarnason. Halldór Bjarnason,
Snorri Bjarnason.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hjálp, við andlát og jarðarför
sonar okkar,
SIGURJÓNS MAGNÚSSONAR,
Guð blessi ykkur öll
Viktoria og Magnús.
Hátúni, Stokkseyri.
Þökkum innilega auðsýnda samúð ■1 og vinarhug við andlát og útför
bróður míns, mágs og systursonar.
TÓMASAR GRÉTARS HALLGRÍMSSONAR,
Ólafur Hallgrimsson, Elin Jónsdóttir, Halldóra Ólafsdóttir.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður og afa.
ÓLAFS EIRÍKSSONAR
Hringbraut 82.
Lovisa Rögnvaldsdóttir
Ragnhildur Daviðsdóttir Ragnhildur Ólafsdóttir,
Eiríkur Ólafsson, Margrét Hjörleifsdóttir,
Anna Dóra Sæþórsdóttir, Ólafur Eiriksson.
+
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför
GUÐJÓNS KRISTINSSONAR,
skipstjóra,
Vesturvegi 31, Vestmannaeyjum.
Kristín Ólafsdóttir,
Kristinn Ástgeirsson,
Matthias Guðjónsson, Lilja Alexandersdóttir,
Jensina Guðjónsdóttir, Ágúst Karlsson,
Ólafur Guðjónsson, Hörður Guðjónsson,
Sólveig Arnfinnsdóttir, Hrefna Guðjónsdóttir,
Sigurður Sigurbergsson, Bryndís Guðjónsdóttir
og barnabörn.
Minning: „
Jörgen C.C. Niel-
sen — bakarameistari
F. 14.4. 1890
D. 6.4. 1975.
Kveðja frá tengdasyni.
ÞAÐ var undarleg tilfinning, sem
greip Danann unga, Jörgen
Nielsen, sem kom með Botniu
gömlu til íslands árið 1912, og leit
hrjóstrugar strendur landsins og
fjöll fyrsta sinni.
Lífið hafði ekki verið dans á
rósum heima i Danmörku.
Faðir hans dó frá stórri fjöl-
skyldu, og þá tók við baráttan um
að hafa í sig og á, að lifa.
Nielsen, yngstur sex systkina,
þá þriggja ára gamall, varð þátt-
takandi í þeirri baráttu nauðugur
viljugur.
Hann kynntist því snemma, að
oftast var hnefarétturinn það
eina, sem réð. — Það voru sterk-
ustu strákarnir, sem náðu í
stærstu kolamolana, er féllu úr
kolavagni gasstöðvarinnar i
Svendborg.
Seinna, sem lærlingur í bakara-
iðn, fékk hann að vita, að það var
„mestersvenden", sem ávallt
hafði rétt fyrir sér. 1 herþjónust-
unni var það ,,sergenten“.
Þetta var harður skóli, sem
hann varð að ganga i frá barn-
æsku til fullorðinsára — skóli,
sem setti mark sitt á menn, mót-
aði skapgerð þeirra og viðhorf til
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför
KRISTRÚNAR GÍSLADÓTTUR
frá Ólafsfirði.
Einnig beztu þakkir til hjúkrunar-
liðs á Kristneshæli fyrir góða
umönnun.
Fyrir hönd vandamanna,
Óskar Gíslason.
+
Þökkum innilega auðsýnda sam-
úð við andlát og jarðarför,
KRISTJÖNU ELÍNAR
GÍSLADÓTTUR.
Sigurður Haraldsson, Ingjalds-
stöðum,
börn, tengdabörn og barna-
börn.
lífsins. I þessum skóla lærðu
menn þá lexíu, sem dugði þeim til
æviloka.
Eitt lærðu menn vel í þessum
skóla. — Að ætla sér ekki um of
— lofa aldrei meiru en hægt var
að efna. — Eiginleikar, sem nú
eru að gleymast öllum þorra
manna.
Hann var því vanur hrjúfu og
köldu viðmóti, er hann leit Island
fyrsta sinni. En þetta hrjúfa við-
mót landsins, sem hann nú leit,
var annars eðlis en það sem hann
hafði kynnst áður. — Þetta var
áskapað, ekki áunnið. — Við slíkt
var hægt að sætta sig.
Enda fór svo, að Island vann
hug og hjarta Danans unga, sem
ætlaði aðeins að dvelja hér ár-
langt i ævintýraleit. — Arið varð
að heilli ævi, nokkuð, sem hann
þó aldrei iðraðist.
Hann varð fljótt meiri Islend-
ingur en margur fæddur með
þeim rétti, og hér ber hann nú
beinin I þeirri jörðu, sem hann
tók ungur ástfóstri við.
Jörgen C. C. Nielsen andaðist í
Landakotsspítala aðfararnótt 6.
þ.m. Hann fæddist í Svendborg
14. apríl 1890, og hefði þvi orðið
85 ára gamall á morgun, en þá
verður útför hans gerð frá Dóm-
kirkjunni.
Hann lauk námi i bakaraiðn i
Danmörku ungur að aldri og
stundaði þá iðn meðan aldur og
geta leyfðu.
Eins og að framan greinir, sett-
ist hann að á Islandi ungur að
árum. Hann kvæntist árið 1921
Guðrúnu Ólafsdóttur frá Skeggja-
stöðum í Garði. Guðrún varð
honum stoð og stytta á langri og
oft strangri samleið.
Hún lifir nú mann sinn við
mikla vanheilsu, rúmliggjandi i
sjúkrahúsi síðustu tvö árin.
Þau eignuðust fimm börn,
Soffiu, Guðrúnu, Valdemar, Ólaf
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og vináttu við andlát og
jarðarför
BJARNAÞÓRÐARSONAR,
Hólmgarði 6, Reykjavik.
Sérstakar þakkir eru færðar
læknum og hjúkraunarliði á
Vífilsstöðum
Guðrún Guðmundsdóttir
börn og tengdabörn.
+
Útför mannsins míns,
BRYNJÓLFS JÓHANNESSONAR
leikara,
verður gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 1 5. april kl. 14.
Guðný Helgadóttir
+
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
BJARNA ÁSGEIRSSONAR,
frá ísafirði, Norðurbrún 1.
Unnur Guðmundsdóttir,
Ásgerður Bjarnadóttir,
Þorsteinn Jakobsson
og börn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför
RANNVEIGAR INGVARSDÓTTUR,
frá Þrándarholti.
Halldóra Hansdóttir,
Ingvar Jónsson,
systkini og fjölskyldur þeirra.
og Helgu, sem öll eru á lífi, gift og
búsett í Stór-Reykjavik.
Barnabörnin eru nú ellefu, auk
tveggja fósturdætra Valdemars.
Þau kveðja nú öll ástkæran afa og
góðan vin, því Nielsen hafði
einstakt lag á börnum, og voru
barnabörnin yndi hans og eftir-
læti. — Það var ósmátt, sem hann
vék að þeim, bæði fyrr og slðar.
Nielsen var einlægur náttúru-
dýrkandi. Fyrir honum var
náttúran með dýrum, gróðri, vötn-
um, ám og öðrum yndisleik hluti
af honum sjálfum, og aðdáun
hans á náttúrunni meðfædd og
eðlislæg. Hvergi undi hann sér
betur, en við kyrrð öræfanna og
ró fjallavatnanna, þar átti hann
heima.
I beinu framhaldi af þessum
eðlisþáttum sínum, átti hann sér
eina ósk, sem ýmissa ástæðna
vegna aldrei rættist. — Það var að
eignast jarðarskika, og fá þar að
sýsla með jarðrækt og skepnur,
en á „skynlausum" skepnum
hafði hann meiri tök og betri en
almennt gerist. Hann naut þess að
umgangast þessa vini sína og
hafði alla tíð eftir því, sem tök
leyfðu, eitthvað af þeim í „fóstri".
Hann naut þess einnig að
planta niður jurt eða sá fræi, og
fylgjast með vexti þess og við-
gangi, — hlúa að gróðri og huga.
Hafa börn hans öll erft þessa
eiginleika föður síns í ríkum
mæli.
Frá þvi að Guðrún og Nielsen
stofnuðu heimili fyrir hartnær 53
árum, hafa þau verið búsett i
Reykjavik, að undanteknum
nokkrum árum, sem þau bjuggu á
Akureyri.
Það var gott að sækja þau heim.
Aldrei var svo þröngt að ekki
mætti við bæta, og aldrei svo
naumt að ekki mætti úr bæta.
Munu margir, bæði vinir og
vandalausir, eiga góðar minn-
ingar frá Bergstaðastræti 29.
Nielsen var léttur í spori og
kvikur i hreyfingum, þannig að
honum yngri menn máttu haf a sig
alla við að fylgja honum eftir.
Hann bjó við góða heilsu fram til
siðustu stundar, utan hvað heyrn-
in hafði bilað hin síðari árin.
Hann var vel ern og fylgdist með
öllu, sem fram fór, bæði mönnum
og málefnum.
Það var honum sárt, er Guðrún
kona hans varð að fara á sjúkra-
hús fyrir tveimur árum, og þar
með endi bundinn á heimilislífið,
sem var svo snar þáttur i lífi hans.
Hann átti þó að vonum í hús að
venda hjá börnum sinum og
tengdabörnum. Ber þar sérstak-
lega að nefna Soffíu dóttur hans
og Guðjón Sigurðsson, mann
hennar, sem tóku hann inn á
heimili sitt nú síðasta árið. Þar
fann hann sjálfan sig aftur við
umönnun þeirra og hlýju, og undi
hag sinum vel.
Nielsen fór tvisvar til Danmerk-
ur eftir að hann settist að hér á
landi.
I fyrra skipti með Soffíu dóttur
sinni árið 1946 að heimsækja
frændur sína og vini.
I siðara skipti í fyrrasumar með
Ólafi syni sinum og konu hans,
Ragnheiði Stefánsdóttir, ásamt
dætrum þeirra. Þá rættist, fyrir
þeirra tilverknað, draumur, sem
hann hafði lengi dreymt.
Hann ferðaðist vióa um fornar
æskuslóðir, og hitti ættingja sina
og gamla vini sem enn lifðu.
Systkini hans voru þá öll látin,
svo og fornvinir flestir. Þá heim-
sótti hann gröf móður sinnar, sem
hann unni öðrum fremur. Hún
hafði jafnan verið honum huggun