Morgunblaðið - 13.04.1975, Page 31

Morgunblaðið - 13.04.1975, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRIL 1975 31 og skjól á erfiðum uppvaxtar- árum. Hún lézt árið 1924 og var honum harmdauði. Það sýnir bezt hug hans til hennar, að setztur að í fjarlægu landi, og eftir langan aðskilnað, gerði hann ráðstafanir til að láta varðveita leiði hennar og hirða. Nú síðast fyrir fáum árum gekk hann svo frá þeim málum, að þeirri umönnun verður haldið áfram næstu áratugi. Nielsen var örgeðja og fljótur að skipta skapi. Kátur í vinahópi og hrókur alls fagnaðar. Ört geð og hinn danski „húmor“ gerðu það að verkum, að menn hrifust með í frásögn hans af atburðum liðinnar og liðandi stundar. Hann var þó aö eðlisfari hlé- drægur maður, sem bjó að sínu. Aldrei þiggjandi, en veitandi þeim lið, sem hann gat og mátti. Kynni okkar Nielsens hófust fyrir fimmtán árum. Hann stóð þá á sjötugu, ég tuttugu og fimm ára. Aídrei fann ég þann aldursmun, sem á okkur var, nema þá helzt að hann væri örlítið yngri en ég. Fjölbreytileg skapgerð hans og uppátæki gerðu það að verkum, að við vorum jafnaldrar í orði og á borði. Slíkra manna er ljúft að minnast, og sú mynd, ófullkomin, sem hér hefur verið uppdregin af Jörgen Nielsen, er sú mynd, sem greipzt hefur í huga minn af honum. Þannig vil ég kveðja hann og muna, í fullvissu þess, að við eigum eftir að hittast aftur og taka upp, nú í augnablikinu, slit- inn þráð. Garðar. Minning: STELLA JÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR F. 5. marz 1918 D. 20. marz 1975. Þann 20. fyrra mánaðar andað- ist í Borgarsjúkrahúsinu i Reykja- vík Stella Jórunn Sigurðardóttir Asgarði 11 hér í borg. Stella var fædd á ísafirði, dóttir hjónanna Aðalheiðar Dýrfjörð og Sigurðar Bjarnasonar frá Björg- um á Skaga, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Stella var elsta barn þeirra hjóna, en börnin urðu alls tíu talsins, dætur átta og tveir drengir sem létust ungir sem og ein dóttirin. Þá ólu þau hjónin upp bróðurson Aðalheiðar. Dæt- urnar urðu því sjö sem komust á legg og eru nú sex eftir, allar búsettar hér syðra. Móðirin Aðal- heiður, sem heldur enn órofa tryggð við heimabyggðina, býr nú ein, hluta ársins, í litla húsinu sinu á ísafirði sem áður hýsti all- an barnahópinn þeirra hjóna og gott betur þvi itm margra ára skeið skutu þau hjónin skjólshúsi yfir vinafólk sitt. Þykir þeim sem til þekkja með ólíkindum, hvern- ig svo stór hópur, eða fimmtán manns þegar flest var, komst fyr- ir i húsinu hennar ömmu Heiðu, eins og við barnabörnin köllum það jafnan, og sannast þar mál- tækið, að „þar sem er hjartarúm þar er og húsrúm". Allt blessaðist Sigríður Eiríks- dóttir—Kveðja Fædd 18. ágúst 1908 Dáin 3. april 1975 Við andlátsfrétt Sigríðar Eiriks- dóttur setur mann hljóðan. Þó hennar sé saknað, vitum við að hún hefir þráð hvíld, þvi hún vissi hvert stefndi með veikindi sín, sem hún hafði þolað hátt á annað ár. Minningar sækja á hugann frá liðnum dögum og vekja þakklæti og gleði; Hugurinn leitar til baka til bernskuáranna i Skerjafirði og barnaskólans sem þá var við Baugsveg. Þetta litla byggðarlag i Skildinganesinu var sem lítil sveit, þótt það teldist til Reykja- víkurbæjar sem svo nefndist þá. Vatnsmýrin, með flugskýli sínu, lendingarstað og katröflugörðum skildi það frá Reykjavík, og þótti góður spölur þá að ganga eða hjóla þar yfir í bæinn, ef ekki var tekinn strætisvagn á Lækjartorg með viðkomu í Grímsstaðaholti, en þaðan sóttu einnig börn skóla í Skildinganesi. Svæði það, sem nú stendur á Reykjavíkurflugvöllur var leikvangur barnanna fyrir boltaleiki og skautahlaup á tjörn- unum nálægt Öskjuhlíð, að ógleymdum sjóbaðstað Reykvik- inga, sem áður var i fjörunni undir veggjum Olíustöðvar Shell. A þessum tíma fyrir stríðið var Sigríður ein i litlum hópi kennar- anna þar við barnaskólann ásamt Ingimar Jóhannessyni, Magneu og Friðu að ógleymdum Arngrími Kristjánssyni skólastjóra, þeim mæta drengskapar- og hugsjóna- manni. Margir eiga þaðan góðar minningar frá jólaleikritum og sumardagsskemmtunum, og ánægja sú sem kennararnir höfðu af þvi að koma þeim i fram- kvæmd, kom glöggt í ljós. Sig- ríður naut sin þá bezt er hún varð sem ein af krökkunum. Fyrir það mun hún verða nemendum sinum hjartkærust og hugfólgin, fyrir þann eiginleika sinn hve gott hún átti með að varðveita sina barns- legu gleði, allt til hinstu stundar, svo siung var hún. Okkur er i minni ferðalag, sem kennarar Skildinganesskólans fóru i með efstu bekki skólans i stórum (á mælikvarða þess tíma) rútubíl austur að Seljalandsfossi undir Eyjafjöllum vorið 1939. Þetta var langur vegur að okkur fannst, en veðrið var hið fegursta, og við kynntumst viðáttu Suður- landsundirlendis. Arngrímur skólastjóri og kennararnir sýndu nemendum sínum gróðrarstöð Guðbjargar i Múlakoti, og fengu allir nemendur með sér heim islenzkar jarðarberjaplöntur til að rækta i garði foreldra sinna. 1 bakaleiðinni var svo stanzað á Brekku i Holtum, þvi þar hafði Sigriður Eiriks hafið störf fyrstu fimm árin sem hún starfaði sem barnakennari. Þá komumst við að því hversu mikill aufúsugestur Sigriður var á þeim bænum, þvi það var sem hún ætti okkur öll. Var öllum kennurunum og skóla- börnunum boðið þar til stofu og veittar veitingar, kaffi, mjólk og nýbakaðar pönnukökur og annað hátíðabakkelsi af mikilli rausn, svo sem værum við á Hötel Sögu nú til dags. Einhvern veginn er heiðríkjan yfir þessum fagra ferðadegi kennaranna og skóla- barnanna svo fasttengdur minningunni um allt starf Sigríðar sem kennara. Hún hafði mikla ánægju af starfi sinu, enda fann hún í því sina stærstu lifshamingju. Seinna á lifsleiðinni, löngu eftir að við vorum af barnsaldri, fundum við að hún fylgdist með og spurði eftir okkur. Hún var þeim eigin- leika gædd að geta séð sjálfa sig og þá sem í kringum hana voru með einhvers konar afstæði, og gat því oftast er maður hitti hana rifjað upp fyrir manni eitthvað broslegt atvik frá liðinni tíð. Areiðanlega mun víða að finna ávöxt umhyggju, natni og hlýju þeirrar, sem hún vermdi með margan opinn barnshugann. Nú þegar gengin er góð og mikilhæf kona, þá kveðjum við hana með þakklæti. Mætti islenzk kennarastétt eignast sem flesta hennar líka. Skólasystur. þetta þó með Guðs hjálp og góðum vilja fjölskyldunnar til þess að standa á eigin fótum og gjarna rétta öðrum hjálparhönd, þegar svo bar undir. Til þess að svo mætti verða hlaut vinnudagur foreldranna að verða langur að jafnaði, svo ekki sé meira sagt og fór Stella að sjálfsögðu ekki var- hluta af því sem gera þurfti. Kom sér þá vel hvað hún var vel af Guði gerð, bæði likamlega og and- lega. Þrátt fyrir þröngan hag, tak- markaðar stundir og svigrúm til eigin nota þá ætla ég, að uppvaxt- arárin hafi orðið Stellu góður og notadrjúgur skóli fyrir það sem síðar varð, enda reyndist hún jafnan hin styrkasta stoð hverjum þeim sem á hennar hjálp þurfti að halda. Þegar Stella fór úr foreldrahús- um þá voru yngri systurnar komnar það til hjálpar að hún gat leyft sér að vikja frá. Fluttist hún þá hingað suóur i atvinnuleit, þvi ekki leyfðu efnin að strax væri sest á skólabekk. Árið 1944 innrit- aðist Stella i ljósmæðraskóla ís- lands og| lauk þaðan prófi árið 1945. Hún starfaði siðan sem ljós- móðir á fæðingardeild Landspítal ans um eins árs skeið eða þar til að hún giftist eftirlifandi manni sinum Sigurði Hjálmssyni. Þau Sigurður og Stella bjuggu hér í Reykjavík öll sín búskaparár og eignuðust fimm börn, tvo syni og þrjár dætur, en son átti Stella fyrir þegar hún giftist. Heimili sinu og börnum reyndist Stella hin fullkomna móðir. Það var jafnan ánægjulegt og upplífgandi að heimsækja Stellu og Sigurð. Stella var létt i lund og hressileg i fasi og laus við að íþyngja öðrum þó eitthvað blési á móti. Viðmótið var hlýtt og ljúf- mannlegt án þess að nokkurntima örlaði á smjaðri, enda samrýmdist þaó ekki hreinlyndi hennar og skörulegri framgöngu og skap- styrk. Bliðast var bros Stellu þeg- ar börn áttu i hlut og meðal þeirra kom hennar fölskvalausa alúð og hjálpsemi best i ljós. Þaó var skaði að Stellu naut ekki lengur við i ljósmóðurstarfinu, svo riku- lega sem hún var gædd öllum þeim kostum sem góða ljósmóður mega prýða. Þaó var táknrænt að svo skyidi til takast þegar ljósmóðirin og barnavinurinn Stella hélt héðan að forsjónin skyldi færa henni í fang litla drenginn sem ekki auðnaðist að lita ljós heimsins nema handan að. Það er mikill sjónarsviptir að Stellu. Hún var jafnan sá klettur- inn sem uppúr stóð hversu hátt sem boðar lifsins risu. Slíka er mikils virði, fyrir þá sem minna mega sin, að eiga að og geta hald- ið sig til hlés við þegar á móti blæs. Fyrir góðvild Stellu og mann- kosti alla stend ég i stórri þakkar- skuld við hana og svo mun um fleiri. Ég votta áttræðri móður henn- ar, eiginmanni, börnum og öðrum aðstandendum samúð mina og konu minnar. Frændi. Jóhannes Antons- son - Minningarorð HANN var fæddur á ísafirði, en lézt á heimili sinu í Reykjavík 2. apríl 1975. Of stuttur æviferill á enda genginn. Foreldrar Jóhannesar voru Vaigerður Sig- urðardóttir frá Seljalandi vió Skutulsfjöró og Anton Ölafsson frá Laugabóli I Arnarfirði. Bæði voru þau hjón heiðurs- og dugnaóarmanneskjur. Anton var búfræðingur frá Hvanneyri og stundaði garðyrkjustörf á Isafirði og fleira, þvi að hann var verk- maóur góður og lagvirkur. Anton lézt á bezta aldri eftir langvarandi veikindi, sárt saknað af konu og börnum. Valgerður hefur stundað ýms störf utan heimilisins af mikilli elju og boðið erfiðleikunum byrg- inn og ailtaf borið sigur úr býtum. Nú þarf hún að kveðja annað barn sitt hinztu kveðju. Fyrir sex árum missti hún dóttur, er dó snögglega i blóma lifsins og var elzta barn þeirra hjóna. Jóhannes liktist snemma for- eldrum sínum að dugnaði, verk- lagni og iðni. Hann stundaði bæði sjómennsku og almenna verka- mannavinnu meðan heilsan leyfði og kraftar entust, en hann varð fyrir áfalli sautján ára gamall og hlaut meiðsli af, sem smátt og smátt ágerðust i langvarandi og algjört heilsuleysi, sem endaði á einn veg. Hingað til Reykjavikur fluttist Jóhannes um tvítugsaldur ásamt foreldrum sínum og systkinum, er hann ólst upp með á isafirði. Jóhannes var maður tvíkvænt- ur. Með fyrri konu sinni átti hann eitt barn en fjögur með þeirri síðari. Var það hans mesta ánægja þegar heilsan og kringumstæð- urnar leyfðu að hann gat verið heima með börnum sinum, þvi að hann var maður viðkvæmur og þýðlyndur, en hann dvaldi oft af eðlilegum ástæðum á sjúkrahús- um. A siðastliðnu hausti virtist rofa svolítið til í athafnalífi hans er hann vann við timburþurrkun hjá Timburverzluninni Völundi. En þegar kom fram á veturinn sótti í sama horfið. Aftur syrti að og dró til þess að ævilokin bar svo skjótt að, einmitt þegar ævisólin skein i hádegisstað. Jóhannes var maður að eðlisfari og í öllum háttum dagfarsprúður og góðlyndur og aðlagaði sig kringumstæðunum, er hann varð að búa við. Örlög manna verða með ýmsu móti og enginn veit fyrirfram hvað gerist í hringiðu tilver- unnar, en við liíum i þeirri trú að för okkar stefni á „æóri leiðir" og ég er viss um að svo er með sál þessa framliðna vinar þeirra, er hann kveðja nú hinztu kveðju. Við biðjum honum allrar bless- unar á nýju tilverustigi og hand- leiðslu þeirra góðu aíla, er ráða fyrir utan svið okkar takmörkuðu skynjunar bak við fortjaldið mikla. Innilegar samúðarkveðjur eiga að fylgja þessum fáu línum til móður hans, barna og systkina og annarra vina hans og vanda- manna. Drottinn gefi dánum ró, en hinum likn, sem lifa. Guðjón Bj. Guðlaugsson. — Athugasemdir Framhald af bls.7 rekið. Síðan lét Skallagrímur gera bæ upp við fjallið og átti þar bú, lét þar varðveita sauðfé sitt.“ Þessi lýsing er skrifuð einum þremur öldum eftir að land var albyggt talið. Gæti hún þvi verið bil beggja, þess, sem er á ritunar- tíma, og hins, er var við landnám. Víst er, að hér hefur verið mörg matarholan og veiðistöð góð. Af þeim sökum hafa frumbyggjar .landsins ekki þurft ýkja mikið af búpeningi til að fylla þarfir sinar frekar en Eiríkur rauði á Grænlandi. (5) En þeir uróu að hyggja yfir sig og klæða. Til þess siðarnefnda þurfti fyrst og fremst ull, enda þótt skinn kunni að hafa verið notuð að einhverju leyti. Af þeim sökum uróu landsinenn að koma sér upp sauöíé. En það er hægara sagt en gert að halda sauðíé I skóglendi og hafa af því nytjar. Þegar ég kom upp i Matanuska- dal i Alaska árið 1945, varð mér starsýnt á stórt feli, sem gnæfði eins og klettur upp úr miðjum dal. Var það einn ber^hleinn með mjóum gróðurteigingum i skorum i berginu, sem náðu upp i niitt fjall. Er ég spurði, hvernig á því stæði, að þetta fell væri svo bert og blásið í ntiðjum skógi vöxnum dal, var mér sagt, að landnemarn- ir, sem settust að í dalnum upp úr siðustu aldamótum, hefðu viljað taka upp sauðfjárhald. Fyrstu kindurnar, sem inn voru íluttar, týndust í skóginum og komu aldrei fram, en þá tóku menn til þess ráðs, að hringgirða fellið og halda þar fénu á beit. Með þvi móti gátu þeir haldið fé um nokk- ur ár, en að þeim loknum var fjallið allt blásið ofan á klöpp og sauðfé úr sögunni. Svipað hef ég séð i Norður-Noregi, þar sem byggðin er ekki nema tveggja alda gömul. Þar er fé haft ofan við skógamörkin á sumrum og þess gætt, en á vetrum er það haft i húsum. Mér viröist augljóst, að þegar fyrstu landnemarnir komu með fé hingað til lands, hafi þeir orðið að hafa það á efstu grösurn við skógamörkin. Að öðrum kosti hefði það týnst að mestu, auk þess, sem engin ull hefði af því fengist. Alkunnugt er, aó fé týnir ullinni i skóglendi, og úr því að ullin var aðalgagnið af fénu, var einskis annars kostur en að hafa það við og ofan skógarmarka, líkt og sagt er í Egils sögu, áóur en rjóður umhverfis bæina voru orðin nógu stór til að hafa féð heima við vetrarlangt. Hve lengi þetta hefur staóið er erfitt að segja, en fyrstu tvær eða þrjár kynslóðir manna hljóta að hafa haft þetta á þennan veg. — Sigalda Framhald af bls. 19 fyrir Inuk hér i inötuneytinu af einhverjutn ástæðuin, en eftir að við höfðuin samband við æðstu menn hjá Landsvirkjun gekk inálið eins og í sögu. — llafiö þið þá ekkert sérstakt félagsheimili hér? — Nei, því miður. Við höfuin lengi barizt fyrir því að fá sér- stakt klúbbhús hér á staðinn, en aðeins grindin ein hefur risið. Ég vann áður hjá Þórisósi, og þaó fyrirtæki var með sérstakt klúbb- hús fyrir inannskapinn, sem gafst sérstaklega vel. — Er einhver von með að það komist upp? — Ég vona það og það verður að koma fljótt. Við höfutn t.d. aðeins leyfi til að hafa einn litinn skáp undir bækur í mötunevtinu. Þetta er í annað skiptið sem ég vinn að félagsinálum þegar ég hef unnið hjá erlenduin verktaka. i fyrra skiptið var það hjá Þjóðverj- unuin, sein byggðu álverið í Strauinsvik. Þeir voru iniklu fljót- ari til en Júgóslavarnir. Ef við fóruin frain á eitthvað gekk það oftast nær fljótt fyrir sig, og segja iná að það sem hafi tekið inánuð að fá fram hjá þeiin taki a.in.k. ár hér. Það er fyrst nú, sein við eruin farnir að sjá þess einhver inerki að leyfa eigi félagsstarf og iná þakka Landsvirkjunarmönnum inikið fyrir það, þvi þeir hafa stutt vió bakið á okkur eftir fönguin. Þ. d.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.