Morgunblaðið - 13.04.1975, Side 34

Morgunblaðið - 13.04.1975, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRIL 1975 Með minnkandi afla, eða a.m.k. fullnýtingu á fiskstofnunum kringum landið, hlýtur að koma að því að sú þjóð, sem á afkomu sfna undir sjávarafla, fari að nýta hann betur, og með versnandi af- komu að gefa sér tíma til þess. Eitt af því, sem gerir það fært, eru hinar merkilegu rannsóknir, sem nú er verið að vinna á Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- geta framleitt úr því dýrari vöru. Því fór lítill samstarfshópur frá Raunvísindastofnun Háskólans og hér á Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins að vinna að því að leysa það viðfangsefni. Og að þvi höfum við unnið síðan í sumar. Aðferð sú, sem beitt hefur verið til að vinna úr slóginu, þetta eggjahvítuauðuga mjöl, byggist á sjálfmeltingu slógsins. Eru slóg- Geir Arnesen efnafræðingur við hrærivélina, sem er að „melta" slógið. Með sjálfmeltingu á slógi má vinna úr því dýrt fóðurefni Geymsluvandinn úr sögunni ins, í þeim tilgangi að nýta slóg, sem hingað til hefur Iftið orðið úr, og vinna úr því dýrmæt efni. Sá árangur hefur náðst, að búið er að finna aðferð til að vinna með svokallaðri sjálfmeltiaðferð og þurrkun fallegt mjöl, sem nú á að fara að prófa til eidis á ung- kálfum í Laugardælum og er ver- ið að senda sem sýni til fóður- fyrirtækja í Bretlandi. En slíkt mjöl, er ætlað til fóðurs handa ungkálfum, svínum, minkum og ræktuðum fiski. Hydrólýsöt af þessu tagi eru tvisvar til þrisvar sinnum verðmeiri 4 erlendum markaði en fiskmjöl. Til aó kynna þessa rannsóknastarfsemi lagði fréttamaður Mbl. leið sína á rannsóknastofnumna við Skúla- götu og hitti að máli Geir Arnesen efnafræðing, sem hefur stjórnað rannsóknunum, og Jóhann Þor- steinsson líl'fræðing. — Við höfum verið að vinna að þessu síðan i sumar hér á rannsóknastofnuninni, sagði Geir í upphafi samtalsins. — Tilefnið var það, að okkur er kunnugt um að slóginu er hent í sjóinn af togurunum og slóg frá landróðra- bátunum fer í fiskmjölsverk- smiójurnar. Það af því sem fer ekki bara í súginn. Það er í raun- inni ekki undarlegt, því fyrir eru greiddir 50 aurar á kg, sem rétt nægir fyrir flutningskostnaði frá frystihúsi til verksmiðjunnar. Okkur var því ljóst, að ef við ættum aó geta ætlast til þess að slógið yrbi nýtt, þá þyrftum við að inu þá sköpuð skilyrði til þess að slík melting geti farið fram í því. Eggjahvítuefnin eru brotin niður í smærri einingar, en minni ein- ingar eru uppleysanlegar í vatni. Fyrir Islendinga hefur þessi að- ferð, sem rannsóknamenn hafa þróað, þann stóra kost að hægt er að geyma slógið, sem er mjög mikilvægt í löngum veiðiferðum og eins, ef safna á slóginu í landi saman til vinnslu á einum stað. Það byrjar þá að meltast á meðan það bíður. Hydrolýsöt af þessu tagi eru framleidd í Frakklandi úr slógi og úrgangsfiski. En aðferðin, sem vísindamenn á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hafa fundið, er annars konar. Starfsmenn þar hafa raunar I hyggju að gera síðar sams konar tilraunir við að vinna þessi efni úr úrgangsfiski, að því er Geir sagði. — Okkur var kunnugt um þessa vinnslu í Frakklandi, út- skýrði Geir. Þar eru framleidd a.m.k. 6000 tonn af svona mjöli og seld á markað þar og í Bretlandi. Við höfum fengið þær upp- lýsingar að á báðum þessum mörkuðum sé verðið á mjölinu tvisvar til þrisvar sinnum hærra en á fiskmjöli. Og þó að vió höfum ekki tölur yfir stofnkostnað, þá má ætla að þessi vinnsla sé það álitleg að hækka megi hráefnis- verðið verulega. Jóhann sækir sýnishorn af mjölinu, sem framleitt hefur ver- ið úr slógi. Það er ljóst og lítur vel út, og er ekki lyktarmikið. — í þessu eru um 80% prótein. Við höfum efnagreint það og sýnis- hornin komið vel út, segja þeir. Við væntum þess að þetta mjöl sé mjög auðugt af sérstakri tegund af B-vítamíni. En sýni hafa nú verið send til Noregs til frekari efnagreiningar og niðurstaða væntanleg innan skamms. Fyrir milligöngu Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins hafa þeir gert samning um að fá að fóðra með þessu unga kálfa á til- raunabúinu í Laugardælum. Þá verður í næsta mánuði byrjað á tilraunum með að fóðra rottur á þessu. I — Þótt við séum svona bjart- sýnir, þá skera fóðurtilraunirnar að sjálfsögðu úr, sagði Geir. Og í þessari viku sendum við sýni til Bretlands til fóðurblöndunar- fyrirtækja til að kanna markað- inn. En hvernig mundi slík vinnsla á slógi ganga fyrir sig? — Hægt er að nota allt slóg, nema hvað fjar- lægja þarf lifrina og hrognin, eins og nú er gert. Helzt þarf að ná lifrarbroddunum eins vel úr og unnt er. Til nýtingar koma þá skúflangar, garnir og kútmagar, sem hvert um sig mun vega 1,6—1,7% af þyngd fisksins upp úr sjó á vetrarvertíð. Ef reiknað er með 200 þúsund tonna afla á vetrarvertíð af óslægðum bolfiski, ætti innyflamagnið, sem nú fer til mjölvinnslu, að vera 5000 tonn af sviljum, 3400 tonn af skuflöngum, 3400 tonn af görnum og 3400 tonn af kútmögum, að því er segir í skýrslu lyfja- og lífefnavinnslu- nefndar. En ársaflinn af bolfisk- tegundum ætti samkvæmt þróun síðustu ára að verða helmingi meiri en það sem veiðist á vetrar- vertíð. Með öðrum orðum, allt að 400.000 tonn og slógmagnið yrði þá einnig helmingi meira. I þeirri skýrslu segir einnig: „Ýmislegt virðist þó benda til þess að hlutfallslega meira af bol- fiskinum verði veitt með skut- togurum og þá er sá hængur á, að aflinn er að lang mestu leyti slægður um borð og öllum innyfl- um fleygt, þar með hrognum og lifur. Tæknilega eru nokkur vandkvæði á því að geyma slóg og önnur innyfli um borð i löngum (a.m.k. 10 daga) veiðiferðum og er ekki fyrirsjáanleg nein lausn á því vandamáli. En hins vegar ætti að vera möguleiki á að frysta meg- in hluta þeirra innyfla, sem á land koma með óslægðum vertíóarfiski, ef nægilega hátt verð fenvist fvrir bau.“ Slógmjölið til hægri er mun Ijósara og fallegra en ioðnumjölið sem er til vinstri. En þetta eru einmitt þau vandkvæði, sem nú hafa vonandi verið leyst með þessari nýju vinnsluaðferð á Rannsóknastofn- un fiskiónaðarins. Einkennandi fyrir þá aðferð er sá kostur, að hægt er aó geyma slógið lengi. — Okkar aðferð er að því leyti betri en Frakkanna, að ekki á að þurfa kælda tanka undir hana, eins og þeir hafa, segir Geir. Okkar að- ferð byggist á sjálfmeltingu frá upphafi og þurrkun meltunnar, eins og við þurrmjólkurfram- leiðslu. Við getum geymt meltuna lengi áður en hún er þurrkuð. í rannsóknastofnuninni er nú búið að vinna um 4 tonn af slógi með þessari nýju framleiðsluað- ferð. Við tilraunina var meltingin látin fara fram í tunnum og sfðan þurfti að skilja hana í verksmiðju og að lokum flytja austur að Sel- fossi. Jóhann Þorsteinsson fór ný- lega austur I mjólkurbú Flóa- manna með 3000 lítra af meltu og fékk að þurrka hana I vélum mjólkurbúsins, sem ekki voru í notkun. Og nú liggur fyrir að prófa mjölið á neytendunum — þ.e. ungkálfunum. Þá liggur beint við að spyrja hvort þarna geti ekki verið um mannamat að ræða. Geir oróar það á þann veg, að þessi fram- leiðsla nálgist það að vera manneldismjöl. Þó er meiri fita í því en ætti að vera í manneldis- mjöli. En fitan er ekki meiri í íslenzku framleiðslunni en þeirri frönsku. Og hvað þá um vinnsluna? Umboðsfyrirtæki Frakkanna hér hefur til sölu vélarnar, sem þeir nota, en þær má setja um borð i togara. En samkvæmt íslenzku að- ferðinni er ekki þörf á slíkum vélum í heilu lagi, en hugsanlegt að nota hluta af þeim. Talsverður stofnkostnaður kæmi þá til. En þar sem geymslan á slóginu.er ekkert vandamái, samkvæmt þeirri vinnsluaðferð sem þróazt hefur hér, þá getur hún orðið miklu ódýrari. Slóginu er þá bara safnað um leið og slæging fer fram og komið með það i land, þar sem það yrði unnið á einum eða fleiri stöðum. Jafnvel er hægt að hugsa sér að í fyrstu mætti þurrka meltuna i vélum mjólkur- búanna, sem yfirleitt eru ekki notaðar hluta af árinu. Þó er óvist að það yrði hentugt, þar sem mjólk og mjólkurafurðir eru mjög viðkvæmar fyrir lykt. Þær rannsóknir, sem svo vel hafa tekist, miða að því að vinna nægilega dýra vöru úr innyflun- um, til að borgi sig að hirða þau. Enda hlýtur þróunin aó verða sú að innyflin verði skilin frá fiskin- um og nýtt sérstaklega. Hrogn og lifur eru þegar notuð í matvæla- framleiðslu. Það er því mjög dýr- mætt að vísindamönnum á Rannsóknastofnun fiskiðnaóarins skuli hafa tekizt að finna aðferð til að vinna nægilega verðmæta vöru úr slóginu á hentugan hátt, svo að menn fáist til að nýta það. En með minnkandi afla og fjölg- un þeirra, sem þurfa á honum að lifa, er líka nauðsynlegt að nýta betur hvern bita, sem úr sjó er dreginn. — E. Pá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.