Morgunblaðið - 13.04.1975, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRlL 1975
KRISTNILÍF
austan iárntialds
MENN greinir mjög á um hver
sé staða kristins fólks í löndum
austan járntjalds. I haust birt-
um við hér á Krossgötum grein
um ofsóknir í A-Evrópu, þar
sem því var haldið fram að þær
væru miklar í mörgum löndum
þar.
Þá var bent á að i sumum
löndum A-Evrópu væri kristni
alls ekki kveðin niður, til væru
meira að segja verzlanir sem
seldu Biblíur og kristilegar
bækur. En hvaða ríkisstjórn og
hvaða gestgjafi sýnir á sér
slæmu hliðarnar? Eflaust eru
ofsóknir mjög mismunandi eft-
ir löndum og jafnvel landshlut-
um. Sumarið ’72 hitti ég nokkra
námsmenn, sem bjuggu í
Rúmeniu, Júgóslavíu og Rúss-
landi. Hvergi var amast við
hinni kristnu trú þeirra. En
hvergi var þeim heldur gert
kleift að sækja kristið sam-
félag. Andrúmsloftið var þann-
ig i kringum þá, að þeir gátu
komizt í vandræði ef þeir lásu
sinar Biblíur þar sem menn sáu
til. I Júgóslavíu bar þó minnst á
þessu og á öðrum vetri námsins
komst pilturinn í kynni við
samfélag kristinna í kirkju
einni.
Georgi Vins er prestur í Rúss-
landi og leiðtogi baptista þar.
Vel þekkt er á Vesturlöndum
mál sovéskra gyðinga, en sam-
tökin sem Vins þessi stjórnar
hafa átt i enn frekari baráttu
vegna gagnrýni sinnar á stjórn-
völd. Að minnsta kosti 700 hafa
verið settir í fangelsi og Vins
var dæmdur í 3 ára vinnubúða-
vist fyrir nokkrum árum. Síðan
gerðist hann prestur í Kiev, en
var enn handtekinn s.l. vor og
bíður nú réttarhaida.
The World Council of
Churches, (H.K.), hefur reynt
að fá sendan fulltrúa til að
fylgjast með réttarhöldunum
en ekki tekist, einnig hefur
norskum alþingismönnum ver-
ið synjað um landvistarleyfi.
Heilsu Vins fer síhrakandi
meðan hann bíður réttarhald-
anna. Þessi heimild er úr Time
27.1. ’75.
Tveggja ára fangelsi
fyrir biblíudreifingu.
Ropet frá Öst er blað gefið út
í Noregi og flytur fréttir frá
neðanjarðarstarfsemi ýmissa
kirkjufélaga i A-Evrópu-
löndum. Maður var hand-
tekinn með nokkurt magn
af Biblium og öðru kristilegu
lesefni. Við yfirheyrslur sagði
hann hver hefði fengið honum
það, ungur prestur hvitasunnu-
manna, og var hann handtek-
inn. Hann heitir Vasile Rascol.
Rascol hafði það sama kvöld
Kristilegar bækur eiga ekki upp á pailborðið f Sovétrfkjunum. Hér
eru bækur sem voru prentaðar þar á laun.
haft erlendan gest hjá sér sem
hafði gefið honum fjórar töskur
fullar af Biblium og bókum,
m.a. För pilagrimsins eftir
Bunyan og eitthvað eftir Billy
Graham.
Tveim mánuðum seinna var
Rascol ákærður fyrir að hafa
tekið við erlendum bókmennt-
um og dreift þeim til landa
sinna. I apríl ’74 voru sett lög
sem bönnuðu að taka við og
dreifa bókmenntum, sem höfðu
ekki komið inn í landið eftir
opinberum leiðum. Mikil mót-
mæli bárust fyrir þessi réttar-
höld og voru yfirvöld beðin um
að falla frá ákæru. Svo varð þó
ekki og Rascol var dæmdur í 2
ára fangelsi í júli eftir réttar-
höld, sem vitni sögðu að hefðu
verið í meira lagi í ósamræmi
við lög og reglur.
Prentsmiðja gerð upp-
tæk.
Seint á árinu ’74 uppgötvuðu
KGB menn að í gangi væri
prentsmiðja ein í Ligatne i
Latvíu, sem framleiddi Biblíur,
söngbækur og fleira, sem ekki
þótti gott að kæmist til almenn-
ings. Prentsmiðjan var í kjall-
ara húss eins og hafði hún
starfað um nokkuð langt skeið
þegar hún fannst. Erfitt var þó
um alla efnisútvegun, þvi í
Rússlandi hafa yfirvöld t.d.
fullt eftirlit með því hvernig
pappír i landinu er notaður.
Samt höfðu þarna verið prent-
aðar þúsundir af Biblium og
Nýjatestamenntum og er frá-
gangur þeirra alveg óaðfinnan-
legur, bæði prentun og bók-
band. Þeir sem störfuðu við
prentverkið voru eiginiega
grafnir lifandi því þeir máttu
helzt aldrei yfirgefa staðinn og
vera sem minnst á ferðinni til
að vekja ekki athygli. Ekki er
enn vitað hvernig mál prentar-
anna fer en samtals átta voru
handteknir. Með tilliti til máls
Georgi Vins má sennilega búast
við erfiðum timum fyrir þá.
Þessi frásögn er einnig tekin úr
Ropet frá Öst.
Af þessu má sjá að ekki er
sældarlif að vera kristinn í
sumum löndum austur þar en
tekið skal skýrt fram að þetta á
alls ekki við um öll svæði þess-
ara landa eins og nefnt var í
upphafi. Einn áðurnefndra
námsmanna, stúlka frá
Rúmeníu, hafði ekki einu sinni
heyrt um Richard Wurm-
brandt, landa sinn, sem var i
átta ár fangi kommúnista og
var nær dauða en lífi í fanga-
vistinni þar. Yfir tíu ár eru
liðin siðan hann var látinn laus
og má búast við að eitthvað hafi
lagast á þeim tíma, ekki aðeins
þar heldur og í fleiri löndum.
Vasile Rascol, prestur I Rúmenfu, var árið 1974 dæmdur f tveggja
ára fangelsi fyrir að dreifa kristilegum bókum.
Guðfinna
Guðni
Hvers virði er
Danfel
Biblían mér?
Guðfinna Helgadóttir:
„Biblían er mér mikils virði,
því ég trúi þvi, sem i henni
stendur. Biblían er upp-
byggjandi og þroskandi Guðs
orð, sem styrkir, gleður og
huggar. I Biblíunni er aó finna
kærleika Guðs, vilja hans og
tilgang lífsins. Biblian er mér
sem sagt dýrmæt og ég vil iifa
eftir því sem hún boðar því það
er vilji Guðs.“
Guðni Einarsson:
„Biblían er mér og öðrum
kristnum mönnum dýrmætust
bóka. Hún fjallar um fortíð,
nútíð og framtíó. Biblían er
merk sagnfræðileg heimild.
Hún er spádómsrit og lýsir þvi
sem er að gerast í heims-
málunum og mun gerast.
Biblían er stórkostlegasta ástar-
saga bókmenntanna þvi hún
fjallar um kærleika og ást Guðs
á mönnunum. Biblian er opin-
berun, skrifuó fyrir innblástur
Heilags anda. Hún er bók
bókanna."
Danfel Óskarsson:
„Spurgeon hefur sagt: „Ryk á
Bibliu þinni táknar ryð á sálu
þinni. Þetta hef ég fengið aó
reyna af eigin reynslu og
Biblían er orðin mér dýrmætur
fjársjóður, sem ég get ekki án
verið. Daglega fæ ég að lesa
hana og ihuga þetta bréf
Drottins til mín í tilbeiðslu og
bæn, og ég finn hvernig Guð
talar til min gegnum sitt
heilaga orð. „Þitt orð er lampi
fóta minna og ijós á vegi
mínum.“ Sálm. 119,105. „Því ég
fyrirverð mig ekki fyrir fagn-
aðarerindið; þvi þaó er kraftur
Guðs til hjálpræðis hverjum
þeim, er trúir.“ Róm. 1,16.
Biblian er mitt daglega vega-
nesti. Hún er einnig með
þýðingarmikinn boðskap til
þin!“
Steinunn Einarsdóttir:
„Biblian er það dýrmætasta
sem ég á, það er ekkert í þess-
um heimi sem getur komið í
staðinn fyrir hana. Hún er orð
Guðs til mín og kemur mér
þannig i samfélag við hann á
hverjum degi. I henni fæ ég að
vita Guðs vilja með líf mitt og í
hinum ýmsu málum hins dag-
lega lífs og er það öruggur
grundvöllur að byggja á. í
þreytu, erfiðleikum, og sorg
gefur hún óendanlega huggun
og von. „Þetta er huggun min í
eymd minni að orð þitt lætur
mig lífi halda" Sálm. 119,50.
Þar eru öll loforð Guðs sem gott
er að mega halda í, því þau geta
ekki brugðist, Jes. 55,11, Sálm.
50,15; 55,23.
En það sem er mikilvægast er
það að hún veitir mér „speki til
sáluhjálpar fyrir trúna á Krist
Jesú, “ II. Tím. 3,14—17. Þar
fæ ég sanna mynd af sjálfri
mér, þ.e. að ég er syndari sem
get ekki verið án náðar Guðs.
Þar fæ ég að þekkja þann sem
er gefinn öllum mönnum til
sáluhjálpar sem tók á sig syndir
mínar og þínar, Jesúm Krist,
Guðs son."
— Grafík
Framhald af bls. 12
unni og ber þar hæst mynd nr. 44
er ber hið yfirlætislausa nafn
„2005“.
Verður gaman að fylgjast með
áframhaldinu hjá hinni dugmiklu
atorkumanneskju og vonandi
staðnar hún ekki í hinum hálfsúr-
realistíska myndheimi sínum.
Málmæting á sér margar hliðar og
er mjög frjó listgrein, og eftir að
hafa skoðað hina háþróuðu æt-
ingu/akvatintu hinna fyrrnefndu
listamanna hrifst ég af línumynd-
um Valgerðar Bergsdóttur, sem
skera sig úr hvað meðferð nálar-
innar snertir og lofa miklu. Þá er
framlag Richards Valtingojers
mjög athyglisvert því stutt er síð-
an hann festi sér grafíkpressu og
hóf að vinna í þessari tækni, mál-
verk hans á sýningu I Bogasal
fyrir nokkrum árum sýndu ótví-
ræða grafíska kennd. Þeir standa
báðir vel að sínu í dúkristu Jens
Kristleifsson og Jón Reykdal og
má raunar segja að framlag Jóns
sé stórsigur fyrir hann, honum
hefur á skemmtilegan hátt tekist
að þróa þá sérstöku tilfinningu
fyrir skurðarhnífnum, sem kom
fljótlega fram á námsárum hans i
M- og handíðaskólanum.
Þorbjörgu Höskuldsdóttur er
merkilega mislagðar hendur sem
teiknara en hún á þarna athyglis-
vert framlag, sem sker sig úr fyrir
sérstæð vinnubrögð. Anna S.
Björnsdóttir ætti að hafa einfald-
leikann að leiðarljósi, þar nýtur
hún sín best, hún yfirhleður
myndir sínar meó alls konar
flóknum myndtáknum, sem ég
kann ekki að meta. Jóhönnu
Bogadóttur virðist ganga erfið-
lega að þróa mikið skap og sér-
staka hæfileika og hlutur hennar
á sýningunni er henni naumast
samboðinn, sama má raunar segja
um framlag Elúsar B. Halldórsson-
ar. Þá er komið að sáldþrykkinu,
en þar á Þórður Hall stærsta og
áhrifamesta framlagið, myndir
hans eru tæknilega mjög vel út-
færðar, en ég á bágt með að skilja,
að maður sem er svo vel gerður í
höndunum þurfi að láta ljós-
myndatækni vera jafn stórt atriði
i útfærslu mynda sinna, mér væri
kærara að sjá myndir frjáls og
skapandi hugmyndaflugs frá
hendi þessa bráðefnilega mynd-
listarmanns, það er von mín að
hann verði ekki úti í kuldanum og
skírskota ég þá til þess að ennþá
hefur ekki skapast aðstaða fyrir
þessa listgrein hérlendis. Örn
Þorsteinsson staófestir ágæta
hæfileika í myndum sínum og
mynd hans nr. 62 „I sjónum” er
ákaflega skemmtilegt sáldþrykk
og vel útfært í myndbyggingu og
lit, hér er lifandi hugmyndaflug
og handverk á ferð. Erlendur
gestur félagsins er Rune
Grönjord (f. 1934), og eins og
nafnið bendir til sænskur að þjóð-
erni, hann sýnir hér 5 steinþrykk
sem eru hvert öðru betra og
fágaðara í tækni og útfærslu.
Steinþrykkið er mjög áhugaverð
og margslungin listgrein og einna
erfiðust innan hinnar grafisku
tækni og e.t.v. mannlegust
þeirra allra. Aðrir gestir félagsins
eru þeir Helgi Þorgils Friðjóns-
son og Ólafur Gunnarsson, sem
enn eru nemar í M- og handíða-
skólanum, hér eru efni á ferð sem
vafalaust eiga eftir að láta meira
að sér kveða.
Ég hef geymt mér að nefna
framlag Barböru Árnason, en það
er alveg sérstakt á þessari sýn-
ingu, konan hefur sannarlega
ekki drukknað i tæknilegum
vangaveltum, yfirburðir hennar
eru hinar mannlegu æðar, sem
streyma frá myndum hennar,
hlýtt og gróið hjarta og það er
einmitt þaó sem gefur allri mikilli
list gildi. Myndir hennar eru
bornar uppi af mjög sérstæðri og
áhugaverðri tækni, sem mætti
verða hinum yngri og framsæknu
félögum hennar nokkur lærdóm-
ur. Edvard Munch sá stórsnjalli
grafíker gerði sínar bestu myndir
á mjög frumstæðan hátt, sagaði í
sundur viðarplötur og skeytti
saman líkt og myndkotru og hver
eining bar uppi vissan lit, siðan
þrykkti hann aðalplötuna þat; of-
an á. Tæknin er þannig góð, en
hin skynræna tilfinning og stóra
hjarta öllu ofar. Þannig vil ég
ljúka grein minni um sýningu
þessa og óska félagsskapnum vel-
ferðar og áframhaldandi átökum
á heillandi sviði. Bragi Asgeirsson.