Morgunblaðið - 13.04.1975, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.04.1975, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1975 Oscarsverðlaunahaf- inn Ellen Burstyn Þau Ellen Burstyn og Kris Kristoferson i aðalhlutverkum myndar- innar ALICE DOESN’t LIVE HERE ANYMORE. Bréfa- dálkar Geir Gunnlaugsson skrifar: Ég vil byrja á því að þakka mörg góð skrif um kvikmyndir á siðunni. Ég veit að við erum sammála um þá miklu lágkúru, sem rikir í kvikmyndavali kvik- myndahúsa okkar, sem er lik- legast aðeins bein afleiðing þess, sem almenningur vill sjá. Svo virðist sem aðsókn ætli aldrei að linna á flestar þeirra mynda, sem kalla á eltingarleik lögreglubila, átök og skothrið og sem sýnilega virðast ekki hafa annan tilgang en að fá peninga inn. Hvernig væri nú að reyna að grafast fyrir um orsakir þess- ara mála? Að mínu áliti væri mjög gagnlegt og fróðlegt að byrjað væri á því að gera úttekt á barnasýningum kvikmynda- húsanna, sem langoftast eru langt fyrir neðan velsæmi. A þessum áýningum fáum við okkar fyrstu raunverulegu kynni af kvikmyndum og því bráð nauðsyn, að til vais þeirra sé vandað. Ér ég hef litið yfir auglýsing- ar kvikmyndahúsanna hefur mér sýnst, að þar bæri mest á villtum vestrum, sprenghlægi- legum gamanmyndum og ýmiss konar teiknimyndum, sem sýndar eru sí og æ. Ég verð að benda hér á lofs- vert framtak Háskólabíós, sem sýndi á barnasýningu fyrir rúmri viku teiknimynd um Mareo Polo og hafði verið sett islenskt tal við þá mynd. Þar tel ég að gott framtak sé á ferðinni og vona, að það lofi góðu um áframhald. Tilgangur þessa hnoðs er aðeins að benda á þarft um- ræðuefni, sem etv. gæti ýtt okk- ur út fyrir þau sker, sem við erum nú i sjálfheldu í. Ég ætl- ast ekki til þess, að þetta bréf sé birt, en vona að það ýti undir skrif um barnasýningar al- mennt. Éinnig mætti gera að stærra og meira máli kvik- myndaval sjónvarpsins, en það mál læt ég kyrrt liggja. Geir Gunnlaugsson. Við þökkum brél' Geirs og birtum það vegna þess, að þetta bréf er einmitt í þeim anda, sem þessi bréfadálkur var hugsaður, þ.e. til að láta í Ijós skoðanir lesenda á hinum ýmsu málum. Ég er hjartanlega sam- mála bréfritara um uppeldis- legt gildi barnamynda og það væri sannarlega fróðlegt að taka sér fyrir hendur að fara nokkrum sinnum á þrjú-bíó á sunnudögum og skoða þessar myndir. — 0 — Og svo er hér annað bréf frá O.Þ.: „Éyrir allnokkru siðan var sýnd mynd í sjónvarpinu, sem nefndist „My Ériend Jonathan“. Hún var gerð af ungum Islendingi, Agústi að mig minnir. Geturðu gefið mér einhverjar upplýsingar um þennan skóla, sem hann er í? Svo eru það fleiri spurning- ar: 1) Verða myndirnar „Brewster McCloud" og „Um- hverfis jörðina á 80 dögum“ endursýndar? 2) Geturðu bent mér á ein- hverjar góóar kvikmyndabibli- ur og hvar ég fæ þær? 3) Þegar talað hefur verið um James Bond myndirnar, hefur aldrei verið minnst á „Casino Royale, þar sem David Niven lék James Bond. Hvers vegna? 4) 1 hvaða myndum hefur Peter O’Toole leikið? 5) En Malcolm Dowell? Ö.Þ.“ Það er rétt munað, hann heit- ir Ágúst og er Guðmundsson. Skólinn er i Bretlandi og nefn- ist The National Éilm School. Skólinn er rekinn fyrir styrki frá rikinu, breska kvikmynda- iðnaðinum og skólagjöid nem- enda. Námið er þrjú ár og frek- ari upplýsingar er hægt að fá meö því að skrifa til skólans: National Éilm School, Beaconsfield Éilm Studios, Station Road, Beaconsfield, Bucks, Éngland. 1) Brewster McCloud verður trúlega ekki sýnd aftur, þar eð hún var mjög treglega sótt. „Umhverfis jörðina" verður hins vegar sýnd en óvist hvenær. 2) Árbókin The Internatíonal Éilm Guide er mjög greinargóð bók um helstu viðburði hvers árs i kvikmyndaheiminum, auk þess sem þar eru skrár um ýmsa hluti t.d. allar kvik- myndahátíðir og Hblstu tímarit, sem gefin eru út i þessari grein. Svo er einnig The World Éneyclopedia of Éilm, gefin út af Studio Vista og The Éilm- goers Companion eftir Lesiie Halliwell. Kvikmyndabækur yfirleitt virðast pantaðar í fremur litlum upplögum hjá bókaverslunum, enda takmörk- uð sala, en helst er að reyna í Bókaverslun Snæbjarnar, Bókabúð Máls og menningar, Bókabúð Braga eða hjá Sigfúsi Eymundssyni. Einnig er hægt að fá bækurnar pantaðar í gegnum einhverja af þessum verslunum. 3) James Bond er ekki bara nafn, — nafninu fylgir ákveðin imynd, ákveðin persóna og hug- takið „James Bond-mynd“ er bundið við ákveðinn flokk mynda. Casino Royale er skop- mynd af Bond, gerð af fimm leikstjórum (m.a. Huston), sem fellur ekki að hugtakinu „Bond-mynd" og þess vegna ekki talin með sem slik. 4) M.a.: The Day They Robbed The Bank of England (60), Lawrence of Arabia (62) Becket (64), Lord Jim (65), What’s New Pussycat? (65), How to Steal a Million (66), The Night of the Generals (66), The Bible (66), Great Cath- erine (67), The Lion in Wint- er (68), Goodbye Mr. Chips (69), Country Dance (70), Murphy’s War, The Ruling Class, Man of La Mancha og nú siðast í Rosebud. 5) Ef ég man rétt, þá eru það þessar: If, Raging Moon, Éigures in a Landscape, Clock- work Orange, O, Lucky Man. SSP Þá er einn af fáum, árlegum merkisviðburðum kvikmynda- heimsins um garð genginn — Oscarsverðlaunaafhendingin. Nú beinast augu kvikmynda- unnenda gjarnan fyrst og fremst að fjórum sigurvegar- anna, þ.e. leikstjóranum, mynd- inni og hinum heppnu aðalleik- urum i karl- og kvenhlut- verkum. Og þar sem að marg- umrætt kvennaár er yfirstand- andi, þá ætla ég að fara nokkr- um orðum um leikkonuna ágætu sem vann þessi eftirsóttu verðlaun í ár, Ellen Burstyn, og um leið myndina og hlutverkið sem færði henni hnossið, — Alice i ALICE DOESN’T LIVE HERE ANYMORE. Þetta er lika sannkölluð kvennamynd og það sem meira er, vel heppnuð i þokkabót. Alice saumar öll sín föt sjálf. Sama máli gegnir um soninn Tommy, giuggatjöldin, pentu- dúkana og pottaleppana. Það fyrsta sem sést líka af henni i myndinni er þar sem hún bogr- ar yfir saumavélinni, brosandi með rósóttan klæðisbút milli handanna. Alice heldur húsi sinu hreinu, skrúbbar, ryksug- ar, þurrkar af og þvær upp. Aliee steikir lambakjöt í kvöld- mat — það er uppáhald hús- bóndans, í eftirrétt er ferskju- kaka, sem er einsog klippt útúr myndabók. Gaffall hennar titr- ar meðan hún fylgist með svip- brigðum bóndans. Skyldi honum nú lika maturinn? Ætli hann sé ánægður? Nú höfum vió kynnst henni örlítið. Sama kvöldið eftir að þau eru háttuð, fylgist eiginmaðurinn með sjónvarpinu, ljósglampar og skuggar flögra um herbergið. Við hlið hans hvílir Alice, með augun galopin, og mjakar sér örhægt og hlýlega uppað honum. Þegar hann fælir hana frá sér, þá grefur Alice höfuðið ofan i koddann og grætur tómlátlega. Nú höfum við kynnst henni betur. Eftir að húsbóndinn ferst í bílslysi, fylla mæðginin heimilisbílinn og flytja á brott. Þá má segja að kvikmyndin ALICE DOESN’T LIVE HERE ANYMORE hefjist í rauninni. Ellen Burstyn, í aðalhlut- verkinu, leikur konu sem þrálátlega reynir að halda jafn- vægi í glompóttri tilveru sinni. Stundum skelkuð, framhleypin eða fyndin, en ber ætíð höfuðið hátt er hún mætir raunveru- leika komandi dags. Læknir ákærður if Læknir ákærður (The Carey Treatment), Gamla bíó. Leikstjóri: Blake Edwards. Ef þossi mynd er grannt skoduð, getur hún eflaust orðið kveikja að málefna- legum umræðum um ýmis mál, eins og fóstureyðingar, ráðvendni lækna, dagfars- grfmuna og floira, en því miður hverfur þráður myndarinnar frá þessum hugleið- ingum jafnóðum og þær eru að ná sér á strik. Heildarsvipurinn er þvf einskonar ódýr sakamálamynd (brjálaður glæpa- maður er iausnin) með spekingslega yfir- borðskenndu fvafi. SSP. Hún gerir margar misheppn- aðar tilraunir til að vinna fyrir sér með söng á lélegum öldur- húsum og klæðnaður hennar er álika misheppnaður. „Þegar við komum til Monterey gengur okkur allt í haginn,” lofar hún syninum. En Tommy hefur sin- ar grunsemdir; „hvernig veistu það?" spyr hann. Spurningin nistir hjartað, áhorfandann lika, því Ellen Burstyn leikur Alice Hyatt af þvílikri snilli og innlifun að hún hlaut Oscarsverðlaunin. Burstyn hefur verið við leik- nám mikinn hluta ævinnar, m.a. áratug undir handleiðslu Lee Strasberg, (Actors Studio). Að vissu leyti hefur Burstyn samt aðeins þurft að lifa sig dag frá degi í gegnum hlutverkið, því líkt og Alice, þá er hún viðkvæm og auðsærð og reynir að komast af án karlmanns, (aidrei verið ekkja, en þrífrá- skilin). Burstyn á son á svipuðu reki og Tommy, hann ferðast yfirleitt með henni. Nú skiljum við sjálfsagt allt. „Þetta er engin áróðurs- mynd," segir Ellen Burstyn, „heldur skemmtun." Réttara sagt skemmtun séð með augum STJÖRNUGJÖF SSP PAPER MOON ir ir * AIRPORT 1975 ir ir POSEIDON ADVENTURE ir ir THE MACKINTOSH MAN ir ir THE CAREY TREATMENT ir kvenmanns. Burstyn hefur farið með aðalhlutverk áður, en hér er hún óumdeilanlega „stjarnan". Ekki aðeins meðan hún er þessa tvo tima á tjald- inu, heldur hafði hún einnig yfirumsjón með flestu sem á gekk þar fyrir utan. Hún bað Martin Scorsece um aó leik- stýra myndinni, þvi MEAN STREETS sannfærði hana um að þau gætu unnið saman. „Hafa handritið til grundvallar, en gefa leikurunum aðeins frjálsar hendur." Hún réð miklu um leikaravalið (sjö af ellefu aðalleikurunum eru út- skrifaðir frá Actors Studio) og margir í lykilstöðum við kvik- myndagerðina eru kvenmenn, þ. á m. klipparinn, með-fram- leiðandinn og leikmuna- hönnuðurinn. „Við höfum skapað kvikmynd saman," segir Ellen, „hún setti aðsóknarmet í kvikmyndahúsinu í New York, og þeir karlmenn sem lýstu því yfir að A.D.L.H.A myndi aldrei spjara sig, éta það sem úti frýs." Ellen Burstyn, sem nú er fjörutíu og tveggja ára, er búin að hafa mikið fyrir viðurkenn- ingunni. Hún baslaði lengi á Broadway, án nokkurs árangurs, þá hélt hún til Lee Strasberg og nam þar meðal annars með Bruce Dern, og þá fóru hlutverkin loks að skána. Éyrir fimm árum lék hún i sinni fyrstu kvikmynd, og meðal þeirra sem hún hefur komið fram í eru ALEX IN WONDERLAND, THE KING OÉ MARVIN GARDENS, THE LAST PICTURE SHOW, HARRY AND TONTO og siðast en ekki síst, THE EXCORCIST. Þessa stundina fer hún með aðalhlutverk í leikriti á Broad- way, nefnist það SAME TIME, NEXT YEAR. Þaó er tveggja karaktera gamanleikur um ást- ir og framhjáhald. Með aðal- hlutverk á móti henni, fer Charles Grodin, (THE HEART- BREAK KID). Leikritið hefur hlotið frábærar viðtökur, svo það má segja að nú séu Ellen Burstyn allir vegir færir. Sæbjörn Valdimarsson. STJÖRNUGJÖF: S.V. HASKÓLABlÖ: ir ir ★ NÝJABIÓ: ★★★ AUSTURBÆJAR BÍÓ ★ * TÓNABlÓ ★ ★ SÆBJÖRN VALDIMARSSON - C- SIGURDUR SVERRIR PALSSON r7 ó Ijoldinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.