Morgunblaðið - 13.04.1975, Side 48

Morgunblaðið - 13.04.1975, Side 48
 Aætlunarstadir: Blönduós — Siglufjörður I Gjögur — Hólmavik Búöardalur — Reykhólar 1 Hvammstangi — Flateyri —Bíldudaiur | Stykkishólmur —Hif í Sjúkra-og leiguflug um allt land ^ \ Símar: 2-6060 & 2-60-66. LESI0 ~r~- *•?"•««»'Sm “"-T7"*E3aaSaJ DflGlEGR MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRIL 1975 Stóru happdrættin vinna hundruð millj. kr. á óselda miða HROGNKELSATÍÐ — Góð rauðmagaveiði hefur verið að undanförnu en grásleppan er eitthvað seinna á ferðinni. LJósm. Mbl.: Sv. Þ. TALSVERT umtal hefur veriö um stóru happdrættin meðal fólks, þar sem stærsti vinningur í Happdrætti DAS, DAS-húsið að Túngötu 12, Alftanesi, kom upp á óseldan miða. Hefur happdrættið ákveðið að um húsið verði dregið í desember næstkomandi og vegna þessa kannaði Morgunblaðið hve mikið brögð væru að því að stóru happdrættin ynnu á óselda miða. I Ijós kom að upphæðir þær, sem happdrættin vinna þannig skipta hundruðum milljóna króna og eins og söluhlutfall f Happdrætti Háskóla tslands er I dag, munar þar mestu, og getur | upphæðin verið á bilinu 350 til 400 milljóna króna. Páll H. Pálsson, framkvæmda- stjóri Háskólahappdrættisins, sagði að happdrættið spilaði á þá miða, sem ekki seldust, og kvað hann hlutfall óseldra miða nú vera á bilinu 35 til 40%. Er það óvenjuhátt hlutfall, vegna þess að trompmiðarnir voru 125% aukn- ing miða, þar sem hver trompmiði er fimmfaldur á móti 4 miðum, sem voru áður. Heildarverðmæti vinninga í ár er 1.360.000.000.— króna, sem eru 70% af andvirði miðanna — ef allir væru seldir. Samkvæmt lögum greiðir happdrættið 70% veltunnar 1 vinninga, sem þýðir, að ef aðeins Málmblendiverksmiðian í Hvalfirði: Skaðleg áhrif á lífríki ekki veru- leg að mati Náttúruverndarráðsins asta hreinsibúnaði, sem völ er á, — Líffrœðistofnun Háskólans framkvæmir rannsókn á lífríkinu NATTÚRUVKRNDARRAD sendi hinn 9. apríl sl. lleilbrigðiscftir- liti ríkisins álitsgcrð vcgna f.vrir- hugaðrar málniblcndivcrksmiðju í Hvalfirði, þar scm kcmur fram það mal Náttúruvcrndarráðs að ha'ttan á skaðlcgum áhrifum á lifríki vcgna mcngungar af völd- um vcrksmiðjunnar „cr ckki vcruleg cf allar tiltcknar varúðar- ráðstafanir cru gcrðar, og minni cn af öðrum málmblcndiiðnaði. cins og scgir í brcfinu. Er álitS- gcrðin að vcrulcgu lc.vti byggð á fcrð tvcggja íslcnzkra scrfræð- inga til Norðurlanda til að kynna scr hliðstæðan iðnrckstur þar- lendis. í brcfi sfnu lcggur Nátt- úruvcrndarráð tnnfrcmur áhcrzlu á mikilvægi þcss að vist- Hótað að kyrrsetja Dagnýju í Grimsby SJÖMENN f Grimsby hótuðu að kyrrsetja skuttogarann Dagnýju frá Siglufirði f höfninni þar í fyrradag. Togarinn átti að leggjast að bryggju f Grimsby til að landa 70 lestum af heilfrystum fiski. Dagný er nú á leið til Is- lands með fiskinn og endirinn verður líklega sá að honum verður skipað á land í Siglufirði til geymslu. Dagný seldi fyrr f þessari viku tæpar 77 lestir af fsfiski fyrir ágætis verð í Ostende f Belgfu. Þaðan hélt skipið sfðan til Grimsby með 70 lestir af heil- frystum fiski, sem fiskkaup- maður þar var búinn að kaupa á föstu verði og var togarinn þvf aðeins að flytja honum sem eig- anda aflans þennan fisk. Jón Olgeirsson ræðismaður f Grimsby sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að kvöldið áður en Dagný var væntanleg til Grimsby hefðu tveir fulltrúar sjómanna hringt í sig og hótað að kyrrsetja skipið, ef tilraun yrði gerð til þess að leggjast að bryggju éða landa aflanum. Þá hefði hann haft sam- band við útgerðarmann skipsins og þeir ákveðið að snúa togar- anum frá, til þess að losna við hörku. Jón sagði, að enn væri allt við það sama i fisklöndunarmálum i Englandi. „En ég held að það rakni úr þessu máli um mánaða- mótin. Þann 21. april á að halda sérstakan ráðherrafund sem fjallar um þetta. A þeim fundi á að gera sérstakar ráðstafanir, sem vonazt er til að sjómenn geti sætt sig við, en þeir hafa hótað að Framhald á bls. 47. fræðileg rannsókn á umhverfi verksmiðjunnar fari fram sem fyrst og hefur iðnaðarráðherra þcgar faliö Líffræðistofnun Há- skóla Islands að framkvæma slfka rannsókn hið fyrsta. I samtali við Morgunblaðið í gær sagði Gunnar Thoroddsen, iðnaðarr.áðherra, að fyrir nokkru hefðu þeir Vilhjálmur Lúðvíks- son, efnaverkfræðingur, og Hjör- leifur Guttormsson líffræðingur, farið til Noregs til að kynna sér rekstur málinblendiverksmiðja þar um sióðir, sem starfað hafa utn nærri hálfrar aldar skeið. 1 frainhaldi af skýrslu sérfræðing- anna tveggja hafi Náttúruvernd- arráð sent frá sér álitsgerð, og segir þar in.a.: íslenzkt vist- kerfi viðkvæmt „Náttúuverndarráði er ljóst, að öliuin iðnrekstri fylgir e.inhver ineng in, þótt beitt sé fullkomn- og þekking á skaðseini iðnaðar- inengunar er enn takmörkuð. Verður þvi ætíð nokkur óvissa, er meta skal áhrif slikrar mengunar, og þau áhrif geta verið háð stað- bundnum aðstæðum. Jafnfraint liggur fyrir að tæki til varnar inengun frá iðnaði er enn mjög í þróun og iðnaður inisjafnlega á vegi staddur í þessu tilliti. Upp- lýsingar uin stöðu mála kunna því oft að virðast mótsagnakenndar. Reynsla af áhrifuin af völduin iðjuinengunar er takinörkuð hér- lendis, svo að menn verða að styójast við þekkingu og upplýs- ingar erlendis frá, er nýjar iðn- greinar koina til sögu. Aðstaða til eftirlits og sjálfstæðra rannsókna vegna inengunaráhrifa hefur einnig verið af skornum skammti og þarf að ráða bót á hvoru tveggja, ekki síst ef haldið er áfram á bríiut störiðju og áður óþekkts iðnrekstrar í landinu. Ber sérstaklega að hafa í huga, að lífríki landsins býr við sérstæðar aðstæður og almennt verður að gera ráð fyrir, að íslenst vistkerfi Framhald á bls. 47. seldust 65% miða, ætti happ- drættið aðeins að greiða 70% af 65% seldra vinninga. Myndi þá heildarverðmæti vinninga minnka stórlega. Sagði Páll að miðað við 40% miða seldust ekki myndi happrædttið geta átt von á því að vinna á þá um 544 milljónir króna. Páll sagði að annar þýðingar- mikill liður væri í þessu*máli. Er það, að þegar dráttur hefst klukkan 13 hinn 10. hvers mánaðar þá er alls ekki ljóst, hvaða miðar eru seldir og hverjir óseldir. Umboðin eru 99 og tekur talsverðan tíma, stundum allt upp í hálfan mánuð, að fá upplýsingar um það utan af landi. Þá eru einnig 5 mismunandi miðar í hverju númeri. Stundum eru miðarnir dreifðir víðs vegar um landið og er þvi ekki unnt að hætta við aó draga viðkomandi númer út. Hugsanlegt að aðeins einn miði þessara 5 með sama númeri sé seldur. Þess vegna er ekki hægt að koma þessu fyrir á annan hátt. Páll sagði að gagnvart viðskiptavininum væri þessi hátt- ur fullkomlega heiðarlegur, þar sem happdrættið sjálft legði i púkkið, en spilaði aftur á móti með. Þá gat Páll þess að hann skildi mjög viðbrögð vegna þess, sem gerðist hjá DAS, þar sem 1 ramhald á bls. 47. Víðtæk leit að huldu- manninum Leitarflokkar frá Seyðisfirði og Borgarfirði-eystri hófu leit að huldumanninum i Loðmundar- firði I birtingu i gærmorgun. Morgunblaðið ætlaði að hafa sam- band við þá ( Stakkahlið um hádegisbilið I gær, en þá vildu þeir ekki ræða við blaðamenn. Erlendur Björnsson, sýslumað- ur N-Múlasýslu, sagði hinsvegar Framhald á bls. 47. „Fréttaskýring Novosti: Dulbúin hótun 1 garð íslendinga? I SVONEFNDRI „fréttaskýringu“ eftir mann að nafni Spartak Beglov, sem skrifar á vegum sovézku fréttastofunnar Novosti (sem jafnframt er þekkt fyrir áróðurs- og njósnastarfsemi) og birt er I Timanum (gær, virðist annars vegar sett fram krafa um stjórnmálalegan stuðning Islendinga við Sovétrfkin á samstarfsvettvangi Norðurlanda og hins vegar haft f hótunum um, að viðskiptaþvingunum verði beitt, ef ekki verði orðið við þessum kröfum. I grein þessari, sem birtist á bls. 7 í Tímanum í gær, er fjallað um opinbera heimsókn utanríkisráð- herra Islands til Sovétríkjanna og sameiginlega yfirlýsingu, sem gefin var út að loknum funduni hans og hins sovézka starfsbróður hans. I þeim kafla, sem fjallar um lokayfirlýsinguna segir svo: „Sér- stök athygli var vakin á þýðingu hinna jákvæðu breytinga, sem nú eiga sér stað til eflingar friðar í Norður-Evrópu, en á henni hafa þær þjóðir, er eiga heima á þess- um slóðum, brennandi áhuga. Þar sem slfkur áhugi var látinn f Ijós, getur sovézka þjóðin með réttu vænzt verðskuldaðs mats á hlut- verki og stöðe lands sfns f sam- bandi við samstarf rfkja Norður- Evrópu: „Hin feitletraða setning bendir til þess, að Sovétríkin telji Isig geta, á grundvelli tilvitnaðr- |ar yfirlýsingar, krafizt stuðnings Islendinga við einhvers konar þátttöku í samstarfi rikja Norður- Evrópu, en þar er Ifklega átt við samstarf Norðurlandanna en fram hafa komið af hálfu Sovét- manna raddir um, að þeir eigi rétt á aðild að Norðurlandaráði. Enda segir greinarhöfundur i beinu framhaldi af tilvitnuðum kafla: „I sambandi við fund Norðurlandaráðs, sem nýlega-var haldinn í Reykjavík, hefur sovézkur almenningur fundið til þess, að i höfuðborgum Norður- Ianda er mismunandi afstaða til mála er varða samvinnu við Sovétrikin. Vissir aðilar halda, að Framhald á bls. 47.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.