Morgunblaðið - 18.04.1975, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1975
0 JN , _
a i/rr i/ A na c' itWffl
Piltur og stúlka «
er ekki nema ein, og sofum viö í henni, heimilisfólk-
iö, og er ekki ábætandi, því við erum fimm og tveir
krakkar aö auki; en hesta ykkar veit ég, aö húsbónd-
inn hirðir, ef þið hafið höftin, og 4 skildingar eru
undir hestinn um daginn.
Vandast tekur nú málið, sagði Sigurður, og ekki vil
ég vera þar viö níunda mann; en hrossin verðum við
að skilja hér eftir, Indriði minn!
Þarna hillir undir bæ út á nesinu, segir Indriði.
Og ekki er það bær, blessaður minn, þaó er
biskupsstofan.
Hvaó er annað en ríða þangað, mig langar hvort
sem er að koma á biskupssetrið.
Þá mun þaó skilja félagsskap okkar, þvi þó ekki
virðist langt þangað, þá er það sá annar vegur en
Ódáðahraun, að ég vil sízt fara á öllu íslandi í
náttmyrkri, og bágt gengur heilögum anda að flytja
biskupinn yfir þaö, þó vegabótafélagið hafi ætlað
honum það; við verðum heldur að koma af okkur
klárunum og fara svo á göngu til Reykjavíkur.
Indriði kvaðst vilja fylgja hans forsjá; og skilja
þeir eftir hesta sína og varnað á Rauðará og ganga til
Víkur. Er þá orðió koldimmt og komið undir hátta-
tíma, er þeir koma í bæinn; og er þeir gengu ofan
eftir stignum, sem liggur ofan í Víkina fram hjá
stiftamtmannshúsinu, hleypa þar fram hjá þeim
margir menn og konur og þeysa ofan í bæinn, og sáu
þeir Indriði, að það fólk mundi eiga þar heima í
bænum, er það fór meö glensi miklu og háværni.
Hvaðan ætli þetta fólk komi? sagði Indriði.
HÖGNI HREKKVÍSI
Spurningin er aðeins sú: Hve lengi þola nágrann-
arnir þetta menningarframtak Högna?
Það veit ég ekki; þó þykir mér líkast til, að það hafi
riðið í dag sér til skemmtunar, og getur verið, að það
komi ofan úr réttum, því það er eitthvað um þetta
leyti, sem þeir rétta þar upp í Kollafirðinum, og
þangaó er það vant að fara að gamni sínu hérna úr
Víkinni.
Og mér heyrist það allt tala dönsku, er þá ekki
töluð íslenzka hérna í bænum?
Það er þó sannast um ykkur Austfirðingana, að þið
eruð misvitrir, og hyggnari var Hornfirðingurinn
um árið; hann gat þó séð, að það var ekki Horna-
fjarðartunglið, sem kom upp í kaupstaðnum.
Satt er það, sagði Indriði, vitrari hefur hann verið;
en hvert ertu nú að fara með mig, lagsmaður?
Ég ætlaði að fara með þig til hans Staupa-Jóns, ef
hann er ekki dauður, svo við gætum fengið okkur
þar einhverja hressingu, en ekki hefur hann á
boðstólum annað en brennivín.
Ekki langar mig svo mikið í það; ég vildi helzt fá
mér rúm og fara að sofa; hér mun vera nóg um
gestaherbergi, hugsa ég.
Undrahesturinn Skjóni
Svo héldu þeir enn áfram góðan spöl.
Þá sagði Skjóni aftur: „Heyrirðu nokkuð núna?“
„Jú, nú heyri ég greinilega að fulloróinn hestur
hneggjar.“
Þá hneggjaði Skjóni sjálfur hátt og hvellt og enn
fóru þeir góðan spöl. Svo hneggjaði Skjóni aftur, og
rétt á eftir gall við hnegg svo mikið í heiðinni, að allt
lék á reiðiskjálfi.
„Nú er klárinn kominn,“ sagði Skjóni. „Flýttu þér
nú og breiddu yfir mig uxahúðirnar með nöglunum i
og láttu oddana snúa út, veltu svo tjörutunnunni
spölkorn frá mér og klifraðu svo upp i stóra greni-
tréð þarna. Þegar hesturinn kemur, stendur eldur
úr nösum hans og þá kviknar í tjörutunnunni. Taktu
svo vel eftir: Ef loginn hækkar, þá vinn ég á, en ef
hann lækkar, þá verð ég undir. En ef þú sérð aó ég
vinn, þá legðu við hinn hestinn beislið sem ég er með
núna, þá verður hann spakur.“
Ekki hafði piltur fyrr kastað uxahúðunum fyrir
Skjóna, en annar hestur kom þjótandi utan úr
skóginum, og stóð af honum gneistahríðin, svo
kviknaði í tjörutunnunni á augabragði og svo ruku
þeir saman, aðkomuhesturinn og Skjóni, og varð
heldur aðgangur. Þeir bitu og slógu, rótuðu upp
jörðinni með hófunum, og stundum horfði piltur á
þá, en stundum á tjörutunnuna, og lengi stóð bardag-
inn, en að lokum hækkaði loginn. Piltur var þá ekki
seinn á sér aö klifra niður úr trénu og leggja beislið
við ókunna hestinn, sem haföi orðið að lúta í lægra
haldi vegna naglanna, sem voru i húðunum, sem
breiddar voru yfir Skjóna, og var nú svo spakur
orðinn, að hvert barn hefði getað stjórnað honum.
flkÍlmof9unh(iffinu
í nýjasta fréttabréfi Skóg-
ræktarfélags Reykjavíkur er
m.a. skýrt frá því, að vetur-
inn hafi orðið sitkagreninu
hér í Reykjavík þungur i
skauti og er komizt þannig
að orði í Skóginum um
þetta:
í vetur hefur borið mikið
á því að sitkagreni hefur
misst barr og orðið brúnt.
Orsökin er líklega mikið
saltveður sem gerði um
miðjan janúar svo og vegna
sitkagrenilúsar sem hefur
lagst á grenið s.l. sumar. Það
er mjög erfitt að átta sig á
þessari lús, vegna þess hve
hún er smá, sést varla nema
i stækkunargleri. Mikið
öryggi er að sprauta grenið
siðla sumars gegn þessari
lús.
I danska útvarpinu er fast-
ur þáttur kl. 7.45 á morgn-
ana og nú nýverið tók stjórn-
andi þessara þátta upp á því
að ræða við fólk um drauma
þess. — Hvað dreymdi yður i
nótt? er spurningin, sem
hann leggur fyrir gesti sina.
— Um þennan nýja þátt var
skrifað um daginn í
Berlingatíðindin. Þar kem-
ur það fram, að stjórnandi
þáttarins, sem heitir Ole
Michelsen, hefur i nokkur
skipti rætt við sama mann-
inn og hefur spjall þeirra
þótt takast vel. Michelsen
hefur þá rætt við Alfred
Jensen, sem er listmálari.
Hann varð fyrstur til að
koma fram í þessum
draumaþætti og hefur sem
fyrr segir komið fram í
nokkur skipti siðan. I
Berlingatíðindum er m.a.
komizt svo að orði um Alfred
Jensen listmálara, sem segir
sérlega vel og lifandi frá, að
hann hafi rakið fyrir
hlustendum tengsl sín við
hið islenzka söguland, — om
sin tiiknytning til det
islendske sagaland...
Vera má að einhver
lesenda Mbl. geti skýrt frá
því nánar hver Alfred Jen-
sen listmálari er og tengsl
hans við ísland?