Morgunblaðið - 18.04.1975, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. APRlL 1975
33
/
LJkið á.grasfletinum
■*2&
vr
j — Menntakerfið
I
36
Ég var eina manneskjan sem
þekkti hann eins og hann var í
raun og veru.
Og sem hún stóð þarna með
roða í kinnum og þrjóskuglampa i
augum hugsaði ég með mér að
hún væri réyndar reglulega lag-
leg. Þetta fór henni ólikt betur en
vera þögul og undirgefin.
— Hugsa sér að það skuli hafa
verið Lou, sem gerði það. Því að
það hefur sjálfsagt verið hún, eða
hvað?
— Ja, lögreglustjórinn stendur
í þeirri trú og hann hlýtur að vita
það, sagði ég þurrlega.
En hún varð ekki vör við hæðn-
istóninn í rödd minni.
— Ég er fegin þvi... Ég hef ver
ið svo hrædd.. .
Hrædd við hvað. Hún þagnaði
kviðin á svip, þegar hún kom auga
á Börje Sundin, sem kom stikandi
yfir flötina og svo hvarf hún sér i
einum grænum hvelli af vett-
vangi.
— Bévaður kötturinn! Stórskor-
ið andlit Sundins var gremjulegt.
— Hann veiðir fugla.
—Alls ekki, svaraði ég særð. —
Við höfum stóran garð heima og
Thotmes hefur aldrei lagt sér fugl
til munns. Kannski mús, því er
hún vön, en hvað fugla snertir þá
sekkur hún ekki dýpra en
flamingóaáts og ibisa.
Sundin horfði spyrjandi á mig,
en virtist gan veginn sannfærð-
ur.
Hann situr að minnsta kosti
þarna inni á milli trjánna og ef ég
væri með byssu myndi ég ekki
hika við að kála honum — og það
get ég sagt yður hreint út!
Ég dró Thotmes fjúkandi reið
fram undan trjánum og bar hana
inn i dagstofuna; þar henti ég
henni heldur hranalega á gólfió
og braut þar með bæði upp fyrir-
lestur um fornsögu Egypta og
greinaflokk um hernaðarmál.
Ofurstinn sem var bæði fölur og
þreytulegur bandaði frá sér hend-
inni og gaf til kynna að hann
hefði — eins og margir karlmenn
— hina mestu andúð á köttum. En
Margit Holt varð aftur á móti frá
sér numin og sagði eins og hún
væri að tala við barn:
— Allamalla, en hvað hann er
sætur! Hann er lítill og magur
eins og kettlingur. En hún er
kannski bara kettlingur?
Thotmes er guðdómleg og tima-
laus. Það kom stríðnissvipur á
föður minn bak við þykk gleraug-
un. — Það er staðreynd að ég
fann hana i þrjú þúsund ára gam-
alli konungsgröf og bæði ég og
aðstoðarmenn mínir erum fúsir
að sverja að gröfin var þrællokuð
þangað til við brutumst inn í
hana.
Margit sagði tilgerðarlega „ji
minn“ nokkrum sinnum, en þegar
hún síðan horfði á pabba ljóm-
andi augum og bað hann að segja
sér meira úm þessa gröf reis ég
snarlega á fætur og kvaddi. Skap-
ið hafði ekki batnað hætishót og
ég var einhverra hluta vegna örg
út í allt — veðrið, Skóga og þetta
andrúmsloft sem 'þarna ríkti. Eg
var reið út af því að Thotmes
hafði ætlað að veiða fugl og að
rangur aðili hafði verið handtek-
inn fyrir morð. Það var eitthvað
bogið við þetta allt — ekki aðeins
taugarnar í mér heldur lika þessa
stöðu sem við vorum í og ég sá
enga leið til að breyta henni að
sinni.
Ofurstinn sem ætlaði að fara
inn í bæinn til að sækja bilinn
sinn fylgdist með okkur, þegar
við fórum, og einhvern veginn
fannst mér hálft i hvoru hann
væri mér þakklátur fyrir að leysa
upp samkvæmið. Hann virtist
vera bæði óstyrkur og órólegur og
honum var augljós léttir að því að
komast undir bert loft.
Þegar við gengum út um hliðið
kom Elisabet Mattson út úr húsi
bróður síns, við námum staðar og
skiptumst á nokkrum orðum við
hana. Hún var ákaflega föl og
skjálfandi þótt hún hefði sveipað
fallegu hvitu ullarsjali um herðar
sér.
— Ég var hjá Yngve, sagði hún
hjálparvana. — Hann er alveg
örvita af hryggð. Ég veit ekki
hvað við getum gert fyrir hann.
Margit Holt kom á móti okkur
og fagnaði okkur mjög hjartan-
lega. Hún var ósköp mjó og veik-
byggð að sjá — það var sýnna
núna en þegar hún sat. Hún var
enn í bláa kjólnum sinum, en hún
var ögn hýrari en síðast. Við hlið
hennar virtist ofurstinn enn
stærri og kraftalegri en ella.
Agneta bar fram kaffi í dýrind
is postulínsbollum og við töluðum
auðvitað um Lou.
— Þetta hljóta að vera hræðileg
mistök, sagði ofurstinn áhyggju-
fullur. — Lou er sérkennileg
stúlka og uppreisnargjörn og ég
er ekki viss um að siðferðishug-
myndir hennar falli i sama farveg
og ýmissa annarra, en ég trúi þvi
tæpast að hún hafi myrt Tommy.
Margit kipraði munninn saman
i vandlætingu.
— Ég er nú ekki sérlega hrifinn
af henni Lou, enda þótt hún sé í
fjölskyldunni — já, Yngve og Wil-
helm eru náskyldir og ég hef
alltaf haft áhyggjur af því að hún
hefði slæm áhrif á Agnetu litlu,
þessa elsku, en ég hef aldrei getað
imyndað mér . .. . Er það virki-
lega satt, að hún hafi verið
þar .. . þar sem morðið var framið
þarna um nóttina? En sá hún þá
ekki eitthvað sem gæti leitt til
þess að máiið upplýstist?
Við sögðum frá hinum ýmsu
verum, sem hefðu verið þarna á
ferli bak við trén og frá Thotmes
III sem hefði setið vörð við likið
og verið yfirnáttúruleg á svipinn.
Agnetu leió greinilega mjög illa
meðan við vorum að tala um þetta
og Margit greip tækifærið til að
ræða það, sem var sennilega
ástæðan fyrir boðinu.
— Þetta er ákaflega sérkenni-
legt nafn sem þið hafið valið!
Thotmes III. Það var hann sem
var giftur Hatschepsut, var það
ekki? Ein af fyrstu konum
sögunnar sem getur sér frægð. Ég
hef séð myndir af henni einhvers
staðar. En þér Ekstedt prófessor
Framhald af bls. 4
nemendur Stýrimannaskólans,
Vélskólans, Búnaðarskólans á
Hvanneyri og Tækniskóla Islands
fá einnig lánað úr sjóðnum, auk
ýmissa, sem eru í fagskólum er-
lendis. A s.l. ári 'fengu þessir
hópar u.þ.b. 52 milíjónir króna
lánaðar hjá LIN, en alls lánaði
sjóóurinn um 403 m.kr. það ár.
Kemur hér fram sú stefna, að
veita i sífellt ríkari mæli náms-
mannahópum sem ekki eru i hó-
skólanámi rétt til opinberar
námsadstoðar.
Ekki er ætlunin með þessari
grein að amast vió skrifum um
menntamál á Islandi. Þvert á móti
er það orðió tímabært að hefja
skynsamlegar umræður með þvi
markmiði að koma menntakerf-
inu i vióundandi horf. Það verður
hinsvegar að vera lágmarkskrafa
til þátttakenda í slíkri umræðu að
þeir láti ekki annarleg sjónarmið
ráða afstöðu sinni og forðist að
bera rangfærðar staóreyndir á
borð fyrir alþjóð.
Með fyrirfram þakklæti.
Virðingarfyllst,
f.h. S.H.I. og SlNE
G. Hallgrimsson.
VELVAKANDI
Velvakandi svarar í síma 10-100
kl. 1 0.30 — 11.30. frá mánudegi
til föstudags
0 Vegagerðin og
rekstur
Fornahvamms
Geir Gunnarsson, Þingholts-
stræti 27, skrifar:
,,í sjónvarpsviðtali í síðasta
mánuði benti Gunnar Jónsson
flutningabilstjóri á það, að gisti-
herbergi á efri hæð Hótel Forna-
hvamms væru innsigluð. Snæ-
björn Jónsson, yfirverkfræðingur
Vegagerðar ríkisins, sem var til
andsvara, leiddi hjá sér að greina
frá ástæðunni. Slikt er raunar
skiljanlegt, þar sem ástæðan fyrir
innsiglingunni er trassaskapur
Vegagerðarinnar.
Svo er mál með vexti, að rikis-
sjóður á Fornahvamm, en leigir
Hafsteini Ólafssyni jörðina og
byggingar. Samkvæmt samning-
um á Vegagerðin að hafa umsjón
með hótelinu og sjá um að það sé
starfhæft, en á þvi hefur orðið
mikill misbrestur. Má nefna sem
dæmi, að ekki hefur verið settur
löglegur brunaútgangur af efri
hæðinni þrátt fyrir ítrekuó til-
mæli brunamálastjóra sl. 3—4 ár.
Þvi var það, að Brunamála-
stofnun rikisins sá sig loks til-
neydda til að innsigla gistiher-
bergin þar i vetur, einmitt á þeim
tima þegar stórhriðar og fann-
fergi gerðu ókleift að vinna að
viðgerðum og smíðum utanhúss.
Þess má þó geta innan sviga, að
hægt hefur verið að taka á móti
hröktu fölki af Holtavörðuheiði,
því í kjallara eru einnig gistiher-
bergi og auk þess er hægt að fá
fyrsta flokks veitingar.
Það er ennfremur staðreynd, að
Vegagerðin vinnur leynt og ljóst á
móti rekstri Fornahvamms og á
þetta ekki sízt við um forráða-
menn hennar i Borgarnesi. I stað
þess að hafa viðskipti við hótelið
í Fornahvammi hafa þeir hent
tugum þúsunda í vegavinnuskúr
við næsta bæ þar í sveit, sem
hitaður er upp alian veturinn og
kaupa þeir fæði og aðra aðstöðu á
þeim bæ. Einnig hita þeir upp
með olíu sæluhús á Holtavörðu-
heiði allan veturinn.
Þótt allir er til þekkja furði sig
á þessu bruðli á sparnaðartímum,
þá er þetta þó ekkert hjá þvi, að
Vegagerðin skuli vera að byggja
vélaviðgerðarhús fyrir milljónir
króna í Borgarnesi, þótt annað
slíkt sé þar fyrir. Myndi margur
telja, að nýja verkstæðið hefði
betur verið niður komið norðan
Holtavörðuheiðar, t.d. á Hvamms-
tanga.
Þótt hér hafi einkum verið gert
að umtalsefni vanefndir Vega-
gerðarinnar við leigutaka Forna-
hvamms í sambandi við bruna-
varnir, er af nógu að taka og er
ólíklegt að hótelstjórinn taki þvi
öllu með þögn og þolinmæði.
Geir Gunnarsson.“
% Feröin til
Senegal1363—4
Skúli Ólafsson, skrifar:
Árið 1364 kom floti frá Noregi
til Senegal í V-Afrfku (sbr. Kult-
ur Fahrplan: Normannen erreich-
en u. besiedeln die Senegalmíind-
ung (westafr KUste) Henik van
Loon nefnir einnig i mannkyns-
sögu sinni þennan leiðangur og
minnist jafnfram á frásögnina á
Gorilla-apanum:
manninum.
Hærða villi-
Ferðasaga Árna frá Geitastekk
greinir frá dvöl hans á Kapvede
eyjum við V-Afríku. Á bls. 83:
Vér gengum lítið uppá landið.
Kom mót oss riðandi maður i
hnakki. Kona hans reið og i kven-
söðli, rétt eins Iagaður og hér
brúkast. Hann fortaldi: Uppá
landinu væru skikkanlegir bænd-
ur. Þar væru stór vötn með sil-
ungi laxi, egg af skógarfugli í
mengd með öðrum landgæðuin,
kvikfénaður i mengd, so hér á
vantar ekkert utan þá kristilegu
trú. 1 Senegal, austan svokallaðra
Kong-f jalla, þ.e. á hásléttunni búa
Man-ding eða Mande sem eru ljós-
ari á hörund en strandbúarnir, og
Tuarekar, sem áður bjuggu viða
um Sahara, eru nú uppflosnaðir
vegna þurrkanna miklu og illa
komnir. Túarekar eru áberandi
norrænir á margan hátt, bæðí út-
liti og einnig eru kvenréttindi þar
i líkingu við það, sem var hér á
Söguöld. Þeir voru áður kristnir,
en hafa tekið upp Múhameðstrú,
að nafninu til, en þó eru vopn
þeirra og margir hlutir þeirra
með krossmörkum. Smjör og osta-
gerð og margt fleira I búskapar-
háttum Túareka minnir á norræn
áhrif, og geri ég ráð fyrir að liðs-
flutningar frá Norðurlöndum
1363—64 til Senegal, sem var
kallaður vesturós Nilarfljóts í Eg-
yptalandi hafi verið liður í áætlun
kirkjunnar, að komast til Jerúsal-
em um Egyptaland, en þangað
sendi kirkjan flota 1365 og var
Alexandria hertekin og henni
haldið nokkurn tima, en liðsauki
frá Senegal barst enginn, þar sem
var við, og frá vesturheimi barst
enginn liðsauki, þó að e.t.v. hafi
verið gert ráð fyrir, þvi Ameríka
var talin vesturhluti Afriku.
Magnús Eiriksson konungur
norðursins tók við ríki i Sviþjóð,
þegar Eirikur sonur hans andað-
ist (drepinn af eitri) en Svíaríki
var svikið undan Magnúsi og
hann var látinn sitja i fangelsi
nokkur ár og þau urðu ævilok
hans, að hann gerði upptækt skip
Hólastóls og skipið týndist og kom
lik hans eins á land, og kalla
menn hann helgan, liklega fyrir
allt trúboðs vafstrið.
Islendingar hafa náð umtals-
verðum árangri i hjálparstarfi I
Afriku, þrátt fyrir litil fjárútlát,
og fjárhagsgeta okkar er ekki
uppá marga fiska eins og er, og
getum við þess vegna ekki borgað
okkar hlut í samhjálpinni sem
Norðurlönd standa að, en við gæt-
um e.t.v. komið að liði með tækni-
lega aðstoð ef Norðurlöndin hæfu
samstillt átök til hjálpar Túarek-
um. Hér er ekki átt við neinn
Imyndaðan skyldleika við Túa-
reka, heldur hitt, að þessi þjóð-
flokkur er framvörður i nytjun
hins mikia landssvæðis, sein nú er
að blása upp, og gera verður ráð
fyrir, að aðgengilegra sé að koma
Túarekum að liði, þar sem kven-
réttindi eru virt, vegna þess að
menntun kvenna i vanþróuðum
löndum er talín koma að margfalt
meira gagni þar. Þær kenna börn-
unum og öðru heimilisfótki, en
karlmennirnir aftur á móti
menntast fyrst og fremst sem ein-
staklingar.
Skúli Ölafsson."
Electrolux
Frystikísta
410 Itr.
Electrolux Frystlklsta TC 145
410 litra Frystigeta
28 kg á dag. Sjálfvirkur hitastill-
ir (Termostat). Öryggisljós með
aðvörunarblikki. Hraðfrystistill-
ing. Plata með stjórntökkum.
Lás á loki. Tvær körfur. Skilrúm.
Útbúnaður, sem fjarlægir vatn
úr frystihólfinu. Segullæsing.
Fjöður, sem heldur lokinu uppi.
83? SlGeA V/öGA £ itLVtmi
!
ARMULA 1A. SIMI 86112. REVKJAVIK.
BOSCH
RAFKERFI í BÍLINN
HASPENNII
KEFLI
Fyrir flestar tegundir
bifreiða
BOSCH
VARAH LUTAVE RSUIN
BRÆÐURNIR ORMSSON %
LÁGMÚIA 9 SÍMI 38820