Morgunblaðið - 18.04.1975, Síða 36

Morgunblaðið - 18.04.1975, Síða 36
ÆNG/R" Aætlunarstaðir: Blönduós — SÍKlufjörrtur I (ijöKur — Hólmavík Búöardalur — Keykhólar I Hvammsian^i — Flateyri — Bildudalur | Stykkishólmur — Rif Sjúkra- »k leiguflug um allt land Slmar: 2-6060 & 2-60-66. RUCIVSinCDR ^r^*22480 FÖSTUDAGUR 18. APRlL 1975 Isbjörn- inn segir upp kaup- tryggingu 23 stúlkna íslendingum boðið að landa loðnu í Norglobal og á Nýfundnalandi EFTIR því, sem fleiri tog- arar stöðvast, vegna verk- falls undirmanna minnkar vinnan í frystihúsum og fiskverkunarstöðvum. Á næstunni má búast við að mörg frystihús, sérstak- lega á SV-landi og á Akur- eyri, verði að segja kaup- tryggingu starfsfólks síns upp, ef verkfallið leysist ekki meó skjótum hætti. Fram hefur komið í Morgunblaöinu, að Kirkju- sandur h.f. hefur orðið að segja kauptryggingunni upp og i gær var kaup- tryggingu kvenfólks í frystihúsi Isbjarnarins sagt upp. Páll Guðmundsson verkstjóri sagði þegar við höfðum tal af hon- um, að hér hefði verið um að ræða 23 stúlkur, sem væru fastráðnar. Þeim hefði verið tilkynnt um leið dð þær fengju alla vinnu sem til félli, en það er fyrst og fremst við bátafiskinn. — Það er bara svo tregur afli hjá þeim, sagði Páll. Þá sagði hann, að enginn karl- maáur hefði fram til þessa óskað eftir fastráðningu hjá fyrirtæk- inu. Þeir hefðu ávalit fengið næga vinnu. Hún myndi nú minnka hjá þeim eins og kven- fólkinu meðan á verkfallinu (Jr borgarlífinu. — LJósm.: Friðþjófur. EIGENDUR norska bræðslu- skipsins Norglobal hafa sýnt mik- inn áhuga á áframhaldandi sam- vinnu við tslendinga, og hafa þeir nú gefið fjðrum fslenzkum loðnu- skipum kost á að landa loðnu f Norglobal á Nýfundnalandsmið- um f vor og sumar. Frekar má reikna með að einhver fslenzk skip haldi þvf til Nýfundnalands f næsta mánuði, en þar hefur fyrir- tæki sýnt áhuga á að fá fslenzk skip í viðskipti. Vilhjálmur Ingvarsson hjá ts- Björgunarskipið til Húsavíkur Húsavík, 17. apríl — BREZKA dráttarskipið Lifeiine kom til Húsavíkur um klukkan 15 í dag ‘og liggur hér við bryggju. Það mun bíða hér til morguns, en þá eru væntanlegir sérfræðingar með flugvél frá Reykjavik og verður þá farið á strandstað i Flatey og úr þvi skorið, hvort brezka björgunarfélagið muni reyna að bjarga Hvassafellinu. — Fréttaritari. birninum h.f. sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann f gær, að forráðamenn Norglobal hefðu boðið þetta fyrir skömmu. Gera þeir ráð fyrir þvf, að jafn- hliða fslenzku skipunum muni 6 norsk loðnuskip landa f Nor- global, þannig að veiðiskipin verði alls 10. Ekki hefur enn verið ákveðið hvað greitt verður fyrir hvert kg, en fslenzku skipin munu fá sama verð og þau norsku. Það kom fram í samtalinu við Vilhjálm, að nauðsynlegt er fyrir veiðiskipin að vera með flot- vörpuútbúnað, þar sem loðnan við Nýfundnaland á það til að vera nokkuð dreifð. Islenzk skip, sem hafa bæði flotvörpu og hringnót um boró eru ekki mörg, en þau eru Börkur, Sigurður, Eldborg og nýju skipin sem keypt hafa verið frá Noregi. Norglobal mun halda frá Noregi á tímabilinu 10.—15. maí og ættu því veiðarnar við Nýfundnaland að geta hafist á tímabilinu 20.—25. mai. Þess má geta að um borð í Norglobal er fullkomið nótaverkstæði og enn- fremur góð aðstaða til viðgerða á fiskleitartækjum. Þá geta skipin fengið þar vatn og olíu. Verður fyrirkomulagi á greiðslu olíustyrks breytt? VIÐSKIPTARAÐUNEYTIÐ er nú að senda frá sér gögn varð- andí síðustu olíustyrksgreiðslu ársins 1974, en það er desem- bermánuð, janúar og febrúar. Olíustyrkurinn verður fyrir þriggja mánaða tímabil 2400 krónur á einstakling eða 800 krónur á mánuði. Þessir mánuðir, sem nú verður greitt fyrir eru köldustu mánuðir árs- ins. Þá mun í undirbúningi að breyta tilhögun á greiðslu olíu- styrks, en stærri sveitarfélög, sem hafa ekki hitaveitu, hafa mjög kvartað undan mikilli skriffinnsku I sambandi við styrkgreiðslurnar. Þá hafði Morgunblaðið sam- band við Þórhall Helgason hjá Isfelli h.f. sem gerir út Sigurð RE 4 og spurði hann hvort nokkur ákvörðun hefði verið tekin um að senda skipið á Nýfundnalands- mið. Hann sagði, að málið hefði lítið verið rætt enn, en það gæti vel komið til greina. Ef úr yrði færi Sigurður af stað i síðari hluta maímánaðar eða i byrjun júní. Upphaflega hefði verið ákveðið að senda skipið til veiða í Norður- sjo, en irettir þaðan væru ekki beint glæsilegar. Því væri sá möguleiki vel fyrir hendi að senda skipið á loðnuveiðar við Ný- fundnaland. Það væru fleiri en eigendur Norglobals, sem vildu fá loðnu úr islenzkum skipum, því fiskmjölsverksmiðja í Nýfundna- landi hefði sent fyrirspurnir um hvort hægt væri að fá islenzk loðnuskip i viðskipti. Veiðitiminn við Nýfundnaland er yfirleitt ekki mjög langur, oft- ast nær um 8 vikur. stæði. En vonandi rikti þetta ástand ekki lengi. Siglfirzk rœkja til Blönduóss Siglufirði, 17. apríl — TVEIR rækjubátar lönduðu hér f dag á fjórða tonni af rækju eftir stuttan útivistar- tfma. Rækjan fer öll til vinnslu á Blönduósi, en rækju- verksmiðjan þar sækir rækj- una bátunum að kostnaðar- lausu. — M.J. Erfiðleikar verktakans við Sigöldu: Lofar að flytja inn fjármagn til fram- kvæmdanna — og standast áætlun LANDSVIRKJUN hefur fallizt á að veita byggingaverktakanum Energoprójekt fjárhagslega fyrir- greiðslu f formi seinkunar á af- borgunum verktakans á fyrir- framgreiðslu Landsvirkjunar honum til handa f upphafi fram- kvæmdanna, auk þess sem fé það, sem haldið er eftir af mánaðar- reikningi verktakans, verður lækkað, en þó að uppfylltum ákveðnum skilyrðum af verk- takans hálfu og gegn fullnægj- andi bankatryggingu — segir f fréttatilkynningu, sem Mbl. barst f gær frá Landsvirkjun. Jafn- framt segir, að Energoprójekt hafi heitið að flytja inn fjármagn til að tryggja öruggan framgang byggingarframkvæmda við Sig- ölduvirkjun, svo að þeim megi Ijúka á tilsettum tíma. Til þess að fá nánari skýringar því við hvað er átt, sneri Mbl. sér í gær til Agnars Friðrikssonar, skrifstofustjóra Landsvirkjunar. Agnar sagði að upphafleg samn- ingsupphæð venk^Energoprojekt við Sigöldu hafoi numið um 2.700 milljónum króna á gengi þess tíma, er samningurinn var undir- ritaður. A meðan verktakinn var að koma sér fyrir við Sigöldu og að undirbúa sig undir fram- kvæmdir, veitti Landsvirkjun honum lán samkvæmt útboðs- gögnum að upphæð 90% af út- lögðum kostnaði hans vegna Framhald á bls. 20 Bátakjarasamningarnir: Enginn fundur boðaður Tölur um fjölda sjómanna á kjörskrá liggja ekki fyrir SAMNINGAFUNDUR milli út- gerðarmanna og Sjómanna á báta- flotanum var haldinn í gær. Fundurinn var fremur stuttur og hefur ekki verið boðaður nýr fundur. Eru samningamálin nú öll í hnút eins og Jón Sigurðsson, formaður Sjómannasambandsins, orðaði það f viðtali við Mbl. f gær. Verkfall skellur á á bátaflotanum á miðnætti aðfararnótt 23. aprfl, sem er næstkomandi þriðjudag. Samningafundur með sjómönn- um á stærri skuttogurum hefur verið boðaður á þriðjudag. en þegar hafa stöðvazt á annan tug togara vegna verkfallsins. I atkvæðagreiðslunni, sem fram fór um samkomulag samninga- nefnda sjómanna og útgerðar- manna, greiddu samtals 443 sjó- menn atkvæði. Mbl. spurði Jón Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.