Morgunblaðið - 04.06.1975, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JUNl 1975
3
í STUTTU MÁLI
Landhelgisbrot
GNÁ — þyrla Landhelgisgæzl-
unnar, stóð í gær vb. Sigurð
Jónsson SU—150 frá Breið-
dalsvík að ólöglegum veiðum
unj 0,6 sjómílur fyrir innan 3ja
mílna mörkin út af Alviðru.
Þegar Mbl. hafði síðast fréttir
hafði skipstjóri á Sigurði Jóns-
syni ekki svarað köllun stjórn-
stöðvar Landhelgisgæzlunnar
og lá þar af leiðandi ekki fyrir
til hvað hafnar bátnum yrði
stefnt.
Stolið úr
sumarbústað
BROTIST var inn í sumar-
bústað við Meðalfellsvatn ein-
hverntínra í siðustu viku. Er
bústaðurinn númer 10. Vmsu
var stolið úr bústaðnum, jn.a.
Cresent Marine utanborðs-
mótor, 4 hestafla, hvítum og
svörtum að lit, laxastöng og
tveimur Abu-veiðihjólum,
regnkápu, veiðitösku með
öllum útbúnaði og gaseldunar-
tæki. Ef einhverjir hafa séð
slíka hluti í umferð við óvenju-
legar aðstæður-eru þeir beðnir
að hafa samband við rannsókn-
arlögregluna í Hafnarfirði.
Prófumaðljúka í HJ.
Prófum í Háskóla Islands á
þessu vori er nú að mestu lokið
og lætur nærri að samtals hafi
verið leyst um 6000 prófverk-
efni. En að meðaltali tekur
hver einstaklingur 3 til 4 próf.
Þó getur tala prófa farið upp i
7. Þessar upplýsingar fékk
blaðið hjá Friðrik Sigurbjörns-
syni, prófstjóra í Háskóla ís-
lands.
Prófin hófust þann 28. apríl
s.l. og lýkur 9. júní n.k. Vegna
hins takmarkaða húsnæðis
Háskólans, hefur í nokkrumtil-
fellum orðið að taka Súlnasal
Hótel Sögu á leigu fyrir próf.
Ekki er enn vitað endanlega
hve margir Ijúka lokaprófi frá
H.Í. i vor, en flestir útskrifast
væntanlega frá Verkfræði- og
raunvisindadeild eða um 50,
frá Læknadeild útskrifast um
30 og frá Viðskiptadeild um 15.
Fátœklegar síldar-
sölur í Danmörku
Fimm skip seldu síldarafla í
Danmörku í gærmorgun og
fengu öll nema eitt mjög lélegt
verð fyrir aflann. Óskar
Magnússon AK seldi 21,7 tonn
fyrir 283 þús, kr., meðalverð
kr. 13.08, Fífill GK seldi 13,4
tonn fyrir 400 þús. kr. meðal-
verð 29,86, Jón Finnsson GK
seldi 23,3 lestir fyrir 325 þús.
kr., meðalverð kr. 13,97, Þor-
steinn RE seldi 22,1 lest fyrir
292 þús. kr., meðalverð kr.
13.23 og Gísli Arni RE seldi 33,
5 lestir fyrir 2,7 millj. kr.,
meðalverð kr. 69,79.
Sjómannadagur
á Akranesi
Akranesi — 3. júní.
Sjómannadagurinn fór hér
fram á hefðbundinn hátt. Á
laugardag sýndi björgunar-
sveit Slysavarnafélagsins
björgun við höfnina með flug-
línutækjum og þyrlan Gná var
einnig notuö til að sýna björg-
unaraðferðir. Þá fór fram
kappsund í Bjarnarlaug sama
dag. Að morgni sunnudags var
gengið að minnismerki sjó-
manna og lagður að þvi blóm-
sveigur. Þá var haldið i kirkju
og hlýtt á messu hjá sr. Birni
Jónssyni. Þar voru þeir Elías
Guðmundsson skipstjóri og
Magnús Kristófersson frá
Götuhúsum, fyrrverandi sjó-
maður, heiðraðir. Ýmsar
skemmtanir og íþróttir fóru
frani á Langasandsbökkum.
Um kvöldið var dans og gleð-
skapur aö Hótel Akranesi.
— Júlíus.
Tillaga borgarstjóra:
Hluta þjóðargjafarinnar varið
til uppgræðslu í borgarlandinu
A.m.k. 100 skólanemendur
fengu þannig atvinnu í sumar
VEGNA slæmra horfa í atvinnu-
málum skólafólks í Reykjavík,
svo sem kemur fram á öðrum stað
í blaðinu, hefur borgarstjóri,
Birgir Isleifur Gunnarsson, sett
fram ákveðnar tillögur til að auka
atvinnumöguleika þessa unga
fólks í sumar og hefur hann ritað
landbúnaðarráðherra bréf þess
efnis, þar eð f tillögum sínum
gerir Birgir tsleifur ráð fyrir að
hluta af fjárhæð þjóðargjafarinn-
ar svonefndu verði varið til upp-
græðslu lands I nágrenni Reykja-
víkur, sem skólafólkið gæti þá
starfað við.
1 samtali við Morgunblaðið
sagði borgarstjóri, að nú biðu
mörg og brýn verkefni hvað
snerti uppgræðslu lands í
nágrenni Reykjavíkur, bæði í
landgræðslu og skógrækt, og
vitnaði til viðvörunarorða Ingva
Þorsteinssonar að Hólsheiðin
væri óðfluga að blása upp.
Borgarstjóri kvaðst i tillögum sfn-
um til landbúnaðarráðherra,
Halldórs E. Sigurðssonar, hafa
nefnt töluna 30 milljónir kr., sem
yrði varið til þessa uppgræðslu-
starfs og með því taldi borgar-
stjóri ljóst að a.m.k. 100 manns
gætu fengið vinnu við þennan
starfa.
Borgarstjóri kvaðst hafa hitt
landbúnaðarráðherra sjálfan, síð-
an hann sendi ofangreint bréf, og
kvað ráðherra hafa tekið mjög vel
í þessar tillögur. Hins vegar er
starfandi sérstök nefnd sem
hefur með ráðstöfun á þjóðargjöf-
inni að gera, svo að landbúnaðar-
ráðherra mun hafa sent bréf
borgarstjóra áfram til
skógræktarstjóra og landgræðslu-
stjöra, er báðir eiga sæti i nefnd-
inni, til frekari umsagnar. Er nú
málið hjá þeim í athugun.
brýtur þrjá staura
Einn brotnu stauranna.
Vörubíll
Hveragerði, 2. júní.
SlÐASTLIÐINN laugardag kom
stór vörubíll frá Vegageróinni
hingað og var hann með vinnu-
skúr á palii. Hár strompur var á
skúrnum og rakst strompurinn á
rafmagnslínurnar sem liggja yfir
Breiðumörk. Afleiðingarnar urðu
Landsliðsnefndarmennirnir,
Jens Sumarliðason, Árni Þor-
grímsson og Tony Knapp, til-
kynntu val landsliðshópsins á
blaðamannafundi í gær, en sögðu
að liðið yrði ekki valið endanlega
fyrr en rétt fyrir leikinn. Auk
þeirra tveggja sem nefndir hafa
verið eru eftirtaldir í hópnum:
Árni Stefánsson, Fram, Sigurð-
ur Dagsson, Val, Jón Pétursson,
Fram, Jóhannes Eðvaldsson,
þær, að þrír staurar brotnuðu og
varð stór hluti Hveragerðis raf-
magnslaus. Var þetta mjög baga-
legt þar sem þjónustufyrirtæki
urðu óvirk.
Þá gerðist það einnig fyrir
helgina hér i Hveragerði að verið
var að sprengja rétt við Breiðu-
Holbæk, Marteinn Geirsson,
Fram, Jón Gunnlaugsson, ÍA,
Gísli Torfason, IBK, Björn Lárus-
son, IA, Guðgeir Leifsson, Vík-
ingi, Karl Hermannsson, IBK,
Grétar Magnússon, iBK, Elmar
Geirsson, Hertha, Ólafur Júlíus-
son, IBK, Ásgeir Sigurvinsson,
Standard Liege, Matthías Hall-
grímsson, IA og Teitur
Þórðarson, tA.
Landsliðið var á fundi sl. sunnu-
mörk. Rétt hjá er bílaverkstæði
Aage Michelsens og í einni
sprengjuhrinunni tókust steinar á
loft og kom einn þeirra, höfuð-
stór, í gegnum þak verkstæðisins.
Einn maður var að vinna á verk-
stæðinu og sakaði hann ekki en
þarna hefði getað farið illa. —
Georg.
dag, þar sem rætt var um leikinn
við Þjóðverjana, og í .gær hittust
landsliðsmennirnir svo aftur og
fóru þá á æfingu á KR-vellinum. I
dag munu þeir svo fara til Þing-
valla, eftir æfingu á grasvellinum
á Kópavogi, og dvelja þar fram til
leiksins á morgun.
Litlar upplýsingar hafa borizt
um lið Austur-Þjóðverjanna, en
þó vitað að þeirkoma hingað með
flesta sína beztu menn. Leikurinn
á morgun er mjög þýðingarmikill
fyrir þá, þar sem þeim nægir
ekkert minna en sigur til þess að
eiga smávon um sigur í riðlinum,
og þar með að komast í undan-
úrslitakeppnina, auk þess sem
þeim er örugglega full alvara að
sýna Islendingum í tvo heimana,
eftir þann „skell“ sem þeir fengu
í leiknum í Magdeburg í fyrra.
Forsala á
landsleikinn
Forsala aðgöngumiða á
landsleik íslands og Aust-
ur-Þýzkalands hófst úr
tjaldi við Útvegsbanka ís-
lands í gær. Sagði Isleifur
Þorkelsson, sem sá um
miðasöluna, að strax og
opnað var hefði verið mikil
hreyfing, og kvaðst hann
búast við góðri aðsókn að
leiknum. Forsölunni við
Útvegsbankann verður
haldið áfram í dag frá kl.
12.00—18.00 og á morgun
verður svo forsala á
Laugardalsvellinum frá kl.
13.00.
Að þessu sinni verður
einnig forsala á þremur
stöðum úti á landi. í
Verzluninni Óðni á Akra-
nesi, í Verzlu'ninni Sport-
vík í Keflavík og á Rakara-
stofu Björns Gíslasonar á
Selfossi. Er ástæða til þess
að hvetja fólk til að not-
færa sér forsöluna.
Færri teknir fyrir
ölvunarakstur í ár
FRÁ áramótum fram til
1. júní hafði lögreglan í
Reykjavík tekið 457 öku-
menn grunaða um ölvun
við akstur.
A sama tímabili I fyrra hafói
lögreglan tekið 484 ökumenn
fyrir sömu sakir eóa 27 fleiri
en I ár. Mun þetta vera í fyrsta
skipti i háa herrans tíó aó ekki
verður fjölgun grunaðra vegna
ölvunaraksturs.
2 NÝœ ILANDSUÐSHOPNIM
TVEIR nýir leikmenn koma inn í landsliðshópinn fyrir
landsleikinn við Austur-Þjóðverja sem verður á Laugar-
dalsvellinum kl. 20.00 á fimmtudagskvöld. Eru það Vals-
mennirnir Vilhjálmur Kjartansson og Hörður Hilmars-
son. Mjög ólíklegt verður þó að teljast að þeir fái
tækifæri til þess að spreyta sig í þessum leik, þar sem
sennilegt er að landsliðsnefndin kjósi að tefla fram
óbreyttu liði frá leiknum við Frakkland á dögunum.
Straufría sængurfataefnið er nú
fyrirliggjandi í mörgum mynztrum f
og litum. ra
Einnig í saumuðum settum.
Kærkomin gjöf, hverjum sem hlýtur.
Sparið húsmóðurinni erfitt verk,
sofið þægilega og lífgið upp á litina
i svefnherberginu.
Reynið Night and Day og sannfærizt.
Samband íslenzkra samvinnufélaga
Innflutningsdeild
Sambandshúsið Rvík simi28200