Morgunblaðið - 04.06.1975, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JUNÍ 1975
12
iisiMbtfrífr
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsía
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 100.
Aðalstræti 6, sími 22 4 80
Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið
Bráðabirgðalög ríkis-
stjórnarinnar um
lausn kjaradeilu starfs-
manna í ríkisverksmiðjun-
um þremur, Áburðarverk-
smiðjunni, Kísiliðjunni
og Sementsverksmiðjunni,
hafa þegar leyst úr brýn-
asta áburðarskortinum og
komið i veg fyrir frekari
töf á öflun hráefnis fyrir
Kísiliðjuna, en hún hefði
getað þýtt alvarlega stöðv-
un á rekstri verksmiðjunn-
ar næsta vetur. En mestu
máli skiptir þó, að lögin
hafa komið skriði á sjálf-
ar samningaviðræðurnar,
sem komnar voru í sjálf-
heldu í síðustu viku.
Þessi bráðabirgðalög
gerðu einmitt ráð fyrir, að
aðilar deilunnar gætu hald-
ið áfram samningaviðræð-
um og hugsanlegt sam-
komulag myndi þá koma í
stað ákvörðunar kjara-
dóms. Það er viðurkennt,
að íhlutun í vinnudeilur
með löggjöf er ávallt
neyðarúrræöi. Þess vegna
var staðið skynsamlega að
þessari löggjöf með því aö
halda opinni leið til
samninga en afstýra um
leið því ófremdarástandi,
sem af þessu langvinna
verkfalli hafði hlotizt.
Engum blandast hugur
um, að ríkisstjórnin átti
ekki annarra kosta völ en
skerast í leikinn, er
samningaviðræður höfðu
staöið í þrjá mánuði og
verkfall í 3 vikur. Þegar
sáttasemjari lýsti yfir því á
fimmtudagsmorgun að
frekari sáttatilraunir
myndu ekki bera árangur
að óbreyttum aðstæðum
stóðu mál þannig, að ríkis-
stjórnin hafði hækkað til-
boð sitt upp í 814% meðal-
talskauphækkun en verka-
lýðsfélögin neituðu með
öllu að hreyfa sig frá kröf-
unni um rúmlega 20%
meðaltalshækkun. Ljóst
var því, að svo mikió bar á
milli, að með engu móti var
unnt að láta þar við sitja
með hliðsjón af því alvar-
lega ástandi, sem leitt
hafði af þessu verkfalli.
Eins og málum var komið
var einsýnt að áburðar-
skorturinn myndi hafa
mjög alvarlegar afleiðing-
ar í för með sér í mörgum
sveitum landsins. Tafir á
ölfun hráefnis fyrir Kísil-
iðjuna hefðu getað valdið
langvinnri rekstrarstöðv-
un og sementsskorturinn
hefur þegar valdió töfum í
byggingarframkvæmdum.
Eftir að bráðabirgðalögin
voru sett hófst þegar á
sunnudag vinna við að
dæla kísilgúr úr Mývatni
og á mánudag var byrjað
að afgreiða áburð og
sement. Það er því alrangt,
þegar því er haldið fram,
að bráðabirgðalögin séu
dauður bókstafur. Þvert á
móti hafa þau leyst úr
brýnustu vandkvæðunum,
er hlotizt höfðu af verkfall-
inu.
Það hefur aldrei verið
markmiðið meö slíkri laga-
setningu, hvaða ríkis-
stjórn, sem átt hefur hlut
að máli, að beygja einn eða
annan til hlýðni. Tilgang-
urinn getur aðeins verið sá
að koma í veg fyrir veruleg
áföll, þegar i óefni er kom-
ió. Dagblaðið Þjóðviljinn
ræðir fjálglega um þaö, að
ríkisstjórnin hafi gefið eft-
ir og verkalýðshreyfingin
unnið sigur eins og blaðið
kallar það. Þetta lýsir eink-
ar vel því stríðsæsingavið-
horfi, sem nú einkennir öll
skrif Þjóðviljans. Þessari
fullyrðingu er slegið fram í
forsíðufyrirsögn áður en
nokkur maður veit hvaða
kjarabætur starfsmennirn-
ir i verksmiðjunum fá
annað hvort með kjara-
dómi eða frjálsum
samningum. Það er með
öðrum orðum ekki
áhyggjuefni Þjóðviljans
hver kjaraniðurstaðan
verður, heldur hitt hvort
takast megi að koma upp
stríðsástandi milli ein-
stakra verkalýðsforingja
og ríkisstjórnarinnar,
hvort tala megi um tap eða
sigur. Endanleg kjarabót
launþeganna virðist engu
máli skipta, enda byrjað að
tala um tap og sigur áður
en hún er fengin.
Sannleikurinn er sá, að í
þessu efni er spurningin
ekki um tap eða sigur. Það
sem máli skiptir er að fá
niðurstöðu í kjaradeilunni
og hleypa á ný lífi í starf-
semi þessara verksmiöja.
Það sýnir gleggst, hversu
mikla áherzlu ríkisstjórnin
lagði á, að þessi kjaradeila
sem aðrar yrðu leystar með
samningum aðila, að sér-
staklega var tekið fram, að
frjálsir samningar gætu
komið í stað kjaradóms.
Það var þannig ákveðið um
leið og bráðabirgðalögin
voru sett, að kjaradómur
yrði óþarfur, ef samkomu-
lag tækist á frjálsum
grundvelli. Það er því ein
ánægjulegasta staóreyndin
við þessa lagasetningu, að
hún opnaði að nýju grund-
völl til frjálsra samninga.
Að hinu leytinu er það
vitaskuld áfall fyrir
lýðræðisþjóð, þegar nokkr-
ir forystumenn verkalýðs-
samtakanna hafa frum-
kvæði að þvi að virða lög
landsins að vettugi. Og það
var lika áfall, þegar þing-
menn stjórnarandstöðunn-
ar lýstu yfir stuðningi við
þessi lögbrot. Alþýðuflokk-
urinn hefur að vísu dregið
nokkuö í land í því efni.
enda hafa þessi vinnu-
brögð mætt andstöðu þorra
fólks í landinu. Hafi ein-
hverjir beðið ósigur í þessu
máli eru það þeir verka-
lýðsforingjar sem ætluðu
aö viröa lögin að vettugi og
efna til stéttastríðs í valda-
baráttu en ekki hagsmuna-
baráttu fyrir launþega.
Það er ákaflega hættu-
legt, ef nota á kjaradeilur
þær, sem nú standa yfir, til
flokkspólitiskrar hólm-
göngu án þess að gæta að
því hver verður endanleg
niðurstaða í kjaramálum
launþega eins og Þjóðvilj-
inn hefur nú opinberað.
Það er engin von til raun-
hæfs árangurs, ef þetta
viðhorf á að verða allsráð-
andi.
Bráðabirgðalögin hafa
leyst brýnasta vandann
Ströngustu efnahagsráðstafanir í Portúgal frá byltingunni:
30% aukaálagning
á innfluttar vörur
Lissabon, 3. júní — Reuter.
PORTÚGALSSTJ0RN hefur birt
víota'kan lista yfir innfluttar vör-
ur sem liigd veröur á 30% auka-
álagning til ársloka, og cr tilgang-
urinn sá aö reyna aö stemma
stigu við geigvænlegri gull- og
gjaldeyrisþurrö. Nær lisli þessi
til na'i' allra innfluttra vara, þ.á
m. flestra hráefna og neyzluvara,
en hins vegar ekki olíu. Aðrar
bensínvörur vcrða þó skattlagðar
á þennan hátt. Listinn nær til
Minniháttar
lögbrot CIA
Washington, 3. júní. Reuter.
Rannsóknarnefnd sú sem Ford
Bandaríkjaforseti skipaði í jan-
úar sl. til að rannsaka starfsemi
handarísku lcyniþjónustunnar
CIA hefur nú lokið störfum og
hefur formaður hennar, Nelson
Roekefeller varaforseti, gengið
frá skýrslu til forsetans. 1 henni
kemur fram, að starfscmi CIA
hafi í sumum tilvikum verið ólög-
leg, en aldrei verið um meirihátt-
ar lögbrot að ra>ða. Roekefeller
sagði að ekkert í skýrslunni
myndi koma illa við forsetann.
Rockefeller sagði að i skýrsl-
unni væru ýtarlegar tillögur
nefndarmanna um aðgerðir til að
koma í veg fyrir að starfsmenn
CIA brytu lög í framtíðinni.
Nefndin var skipuö eftir að ásak-
anir á hendur CIA birtust i
bandarískum dagblöðum um
njósnir uni almenna borgara
heima fyrir, en skv. stofnskrá
CIA er starfsemin takmörkuð við
erlend ríki.
hluta eins og falsks skeggs og
altarisbrauðs allt (il hifreiða.
Þetta eru slröngustu efnahagsráð-
stafanir frá valdatöku hersins í
fyrra og ríkisstjórnin hefui beðið
almcnning um „tímabundnar
fórnir"
Meðal varnings á lista þessum
má nefna kjöt, egg, ost, sinnep,
salt, smjörlíki, flesta ávexti,
barnamat, súkkulaði, kex, áfengi
tóbak, ilmvötn, eldspýtur, fatnað,
efnavörur, málma, tirnbur,
byggingarefni, gler, vefnaðarvör-
ur, útvarpstæki, plötuspilara, seg-
ulbönd, mótorhjól, úr, gleraugu,
ryksugur og fleiri rafmagnstæki
fölsk skegg, harpsíkord, salernis-
pappír, jólaskraut, svipur, saum-
nálar, hjólaskautar o.m.fl.
Stjórnin tilkynnti Efnahags-
bandalagi Evrópu fyrirfram um
þessa ráðstöfun, svo og Erí-
verzlunarsamtökum Evrópu,
EFTA, og Efnahags- og framfara-
stofnuninni, OECD. Ástæðan var
sögð greiðsluhalli upp á 275
milljónir sterlingspunda á síðasta
ári. Dr. Garret Fitzgerald, forseti
ráðherranefndar EBE, sagði í dag
að hann harmaði þessa ráðstöfun,
en viðurkenndi hana. Hann sagði
að Portúgalsstjórn hefði farið
fram á viðræður við EBE sern
fyrst um hugsanlega efnahags-,
landbúnaðar- og iðnaðaraðstoð, og
myndi hann leggja til að banda-
lagið bætti núgildandi
fríverzlunarsamning við
Portúgal.
Aðstoðarráðherra
í Litháen rekinn
Moskvu, Koulor.
Aðstoðarforsætisráðherra
Litháen, Pavel Kulvets, hefur
verið vikið frá störfum og er gefið
að sök að hafa notað rikisbáknið
„til að upphefja orðstír sinn og
menntun“ að því er segir í
sovézku blaði og er þetta sagt
hafa haft margvíslegar afleið-
ingar, þar sem ráðherrann hafi
ekki sinnt störfum sínum í lands-
ins þágu eins og skyldi vegna þess
hve upptekirtn hann hefði verið
við að breiða út sitt eigið ágæti.
KÍNVERJAR VILJA
FORD í HEIMSÓKN
Peking, 3. júní. AP
TENG Hsiao Ping, aðstoð-
arforsætisráðlierra Kína
FÆKKUN í SÚEZHERLIÐ-
INU ALLUMDEILD í ÍSRAEL
YITZHAK Rabin, forsætisráð-
herra lsraels, hefur tilkynnt að
Israelar muni fa-kka í herliði
sínu meðfram Sue/.skurðinum í
tilefni af þcim sáttatilraunum
sem fram fara í deilunni I Mið-
austurlöndum og opnun skurðar-
ins af hálfu Egypta á fimmtudag.
Verða meiri háttar stórskotaliðs-
hcrgögn flutt til baka um 32 kíló-
metra, og framvarðarsveitum,
sem hlutlaust bclti undir stjórn
Sameinuðu þjóðanna greinir frá
egypzku sveitunum, verði fa-kkað
um helming, eða I 3.500 hermenn.
Þá verur skriðdrekum fækkað og
eldflaugar svo til aiveg fluttar á
brott.
Tilkynning um þetta kom í
þann mund er Sadat Egyptalands-
forseti og Ford Bandaríkjaforseti
áttu viðræður í gær í Salzburg.
Hún var talin merki þess að
Israelar vilji halda friðarumleit-
unum áfram. Stjórnmálaskýrend-
ur í Tel Aviv töldu einnig að
henni væri ætlað að bæta
pólitískan orðstír Israela, m.a.
vegna bess að bandarískir ráða-
menn kenndu Israelum um það að
sáttatillraunir Henry Kissingers
fóru út um þúfur í marz.
Harðlínumenn í hermálum I Isra
el hafa gagnrýnt þessa ákvörð-
un, en Rabin sagði á blaða-
mannafundi að þó að í henni
fælist nokkur áhætta fyrir
Israela, þá væru þeir tilbúnir til
að taka þá áhættu i þágu friöar.
Helzti hermálaskýrandi Israels,
Haim Herzog hershöfðingi, sagði
að ákvörðunin hefði enga her-
málalega þýðingu/ beldur væri
hún táknræn. Frumkvæði hennar
er sagt hafa komið frá ísraelska
herráðinu. Hins vegar sagði leið-
togi stjórnarandstöðunnar,
Menachem Begin, að ákvörðun
þessi væri „mjög óviturleg“.
Engin réttlæting væri fyrir henni
á meðan Egyptar neituðu
ísraelskum skipu'm um að fara um
Suezskurðinn.
og einn af valdamestu
mönnum landsins, sagði í
viðtali við bandariska rit-
stjóra, sem eru á ferð um
Kína, að kínverska stjórnin
myndi fagna komu Fords
forseta til Kína í haust,
jafnvel þött enginn árang-
ur yrðu af heimsókninni.
Sagði Ping, að kínverska
stjórnin myndi aldrei láta
af afstöðu sinni til For-
mósumálsins.
Hann sagði að endanleg lausn
þess væri númer tvö á málefna-
lista stjórnarinnar, málið, sem
efst væri á baugi, væru full
stjórnmálasamskipti við Banda-
ríkin og að ríkin skiptust á sendi-
herrum. Kröfur Kínverja I For-
mósumálinu, eru að Bandaríkja-
menn slíti stjórnmálasambandi
við Formósustjórn, kalli herlið
sitt á brott þ^ðan og slíti öryggis-
málasamstarfinu milli þjóðanna.