Morgunblaðið - 04.06.1975, Síða 15

Morgunblaðið - 04.06.1975, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JUNl 1975 15 Heilsugæzlustöð Suðurnesja opnuð í Keflavík Starfslið hinnar nýju heilsugæzlustöðvar við opnunina (talið frá vinstri): Kjartan Ólafsson héraðslæknir, Kristján Sigurðsson, Hreggviður Hermannsson, Eyjólfur Eysteinsson, Sigurður S. Magnússon, Erna Björnsdóttir, Bjargey Einarsdóttir, Auður Jóns- dóttir, Guðmundur Jónmundsson, Guðjón Klemenzson, Arnbjörn Ólafsson og Jóhann Einvarðsson bæjarstjóri í Keflavík. Heilsugæzlustöð Suðurnesja var opnuð í Keflavík 24. maí s.l. Þá hafði undirbúningur að opnuninni staðið í um það bil ár og sá stjórn Sjúkrahúss Keflavíkur- læknishéraðs um hann, en sveitarfélög á Suður- nesjum munu annast rekstur heilsugæzlu- stöðvarinnar. Heilsugæzlustöðin er til húsa á neðri hæð hússins nr. 18 við Sólvallagötu. Hér er um að ræða bráðabirgðahúsnæði, en í framtíðinni er gert ráð fyrir að heilsugæzlustöð verði í öðrum áfanga nýbyggingar Sjúkra- húss Keflavíkurlæknishéraðs. Breytingar á húsnæðinu voru nauðsynlegar til að þar gæti farið fram rekstur heilsugæzlu- stöðvar og hófust framkvæmdir í janúar s.l. Kostnaðurinn við endurbæturnar nemur um 8 millj. króna, og eru þá ýmis tæki meðtalin í þeirri upphæð. Skv. lögum um heilsugæzlu- stöðvar frá 1974 er starfssvið þeirra sem hér segir: Almenn læknisþjónusta, vaktþjónusta og vitjanir til sjúklinga. Enn- fremur læknarannsóknir, sér- fræðileg læknaþjónusta, tann- lækningar og heilsuvernd, sem skiptist i mjög marga þætti. I upphafi verður ekki hægt að veita alla þá þjónustu, sem ráð er fyrir gert í heilsugæzlustöðv- nm, en stefnt verður að því að svo geti orðið svo fljótt sem auðið er. Allir læknar í Keflavíkur- læknishéraði munuxstarfa við stöðina, en þeir eru Kjartan Ólafsson héraðslæknir, Arn- björn Ólafsson, Guðjón Klemenzson, Hreggviður Her- mannsson og Kristján Sigurðs- son, en hjúkrunarkonur eru Erna Björnsdóttur og Auður Jónsdóttir. Læknaritari er Bjargey Einarsdóttir. Innan tíðar verður komið á mæðra- og ungbarnavernd í stöðinni og mun dr. Sigurður S. Magnússon, sérfræðingur í kvensjúkdómafræðum, og Guð- mundur Jónmundsson, barna- læknir, annast þá þjónustu. Stjórn stöðvarinnar skipa, Jó- hann Einvarðsson, bæjarstjóri í Keflavik, sem er formaður, Al- bert K. Sanders, sveitarstjóri í Njarðvik, Finnbogi Björnsson, oddviti, Garði, Alfreð Alfreðs- son, sveitarstjóri Sandgerði, Jósep Borgarsson, oddviti, Höfnum, Svavar Árnason, for- seti bæjarstjórnar Grindavikur, og Guðmundur Hauksson, sveitarstjóri Vatnsleysustrand- arhrepps. Framkvæmdastjóri er Eyjólfur Eysteinsson. Jes Einar Þorsteinsson arki- tekt annaðist endurskipulagn- ingu húsnæðis heilsugæzlu- stöðvarinnar. Eins og fyrr segir mun Heilsugæzlustöð Suðurnesja þjóna öllu læknishéraðinu, en gert er ráð fyrir læknamóttöku í Grindavík og Sandgerði og e.t.v. í Garði og Vogum að auki. Nú er unnið að breytingum á húsnæði i Grindavík og Sand- gerði fyrir slíka starfsemi og er gert ráð fyrir því, að þeim verði lokið á þessu ári. Undirbúningi við fyrsta áfanga nýbyggingar sjúkra- hússins í Keflavík er nú lokið. Er áfanginn tilbúinn til útboðs, en vegna endurskoðunar, sem fram fer á fjárveitingum úr ríkissjóði hefur enn ekki feng- izt heimild til að hefjast handa, enda þótt gert hafi verið ráð .fyrir framkvæmdum á fjárlög- I um ríkis og sveitarfélaga. Sumarstarf barna og unglinga á Nesinu SUMARSTARF Æskulýðsráðs Seltjarnarness er að hefjast og verður nú í auknu og breyttu formi frá því sem verið hefur undanfarin ár. Þrjú íþrótta- og leikjanámskeið verða fyrir börn á barnaskólaaldri, starfræktir verða skólagaróar fyrir börn 9—12 ára, haldið verður sund- námskeið og efnt verður til tveggja siglinganámskeiða fyrir unglinga 12 ára og eldri. Siglinga- námskeiðin eru nýlunda, en ráðið stefnir að því að byggja upp sigl- ingaklúbb á Seltjarnarnesi á næstu árum. Innritun á námskeiðin fer fram í Mýrarhúsaskóla kl. 10—16 og lýkur á miðvikudag. Skipavík sameinuð vélsmiðju SKIPASMÍÐASTÖÐIN Skipavik og Vélsmiðja Kristjáns Rögn- valdssonar í Stykkishólmi hafa verið sameinaðar í eitt fyrirtæki, sem mun starfa undir nafninu Skipasmíðastöðin Skipavik hf. Var sameiningin liður í fjárhags- legri endurskipulagningu Skipa- víkur sem hófst á sl. hausti fyrir forgöngu Byggðasjóðs og Búnaðarbankans, en er nú lokið. Öllum sveitarfélögum á Snæfells- nesi var gefinn kostur á aðild að félaginu, en þau höfnuðu því öll, nema Stykkishólmshreppur. Hið sameinaða fyrirtæki mun leggja megináherzlu á viðgerðar- þjónustu við bátaflota Breiðfirð- inga og annarra, en einnig mun það annast nýsmíði fiskiskipa úr tré og síðar meir einnig úr stáli. Starfsmenn fyrirtækisins verða um 50. Fyrirtækið hefur á leigu dráttarbrautirnar í Stykkishólmi. sem geta tekið upp skip allt að 300 lestum. Stj órn arfoi m að ur fy ri rtæ k i si n s er Ölafur Kristjánsson, en fram- kvæmdastjóri Haíldór S. Magnús- son. Örlítil forvitni gæti komið sér vel Því að ef þú ert að gera gangskör að breytingum á baðinu, i eldhúsinu eða kemur til með að þurfa þess, þá vertu örlítið forvitinn og kynntu þér BUFLON veggklæðn- ingu. BUFLON kemur í staö veggflísa, það er vatnsþétt vinyl efni, sem auövelt er að setja upp, og er bæói hagkvæm- ara í innkaupi og uppsetningu en hvers konar veggflísar. BUFLON er þenslulaust, brennur ekki og er ónæmt fyrir blettum. BUFLON hefur verið rannsakaó og fengið viðurkenningu frá aöilum sem eru í nánu sambandi við frönsku og ensku neytendasamtökin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.