Morgunblaðið - 06.06.1975, Side 1
36 SIÐUR
125. tbl. 62. árg.
FÖSTUDAGUR 6. JUNl 1975
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Kýpurfundir:
Útlit betra
en búizt
var við
Vinarborg 5. júni — Reuter. AP
GRUNNUR LAGÐUR AÐ SIGRI — Jóhannes Eðvaldsson fyrirliði íslenzka landsliðsins skorar fyrra mark
Islands í landsleiknum í gærkvöldi og leggur þar meðgrunninn að óvæntum en verðskulduðum sigri yfir Aust-
ur-Þjóðverjum 2:1. Nánar á íþróttasíðum blaðsins. ' uí»m.Mbi.Fri«wófurHei*«»on.
FYRSTA fundi leiðtoga Kýpur-
T.vrkja og Kýpur-Grikkja með
Kurt Waldheim, framkvæmda-
stjóra Sameinuðu þjóðanna, eftir
að ákveðið var að hefja Kýpurvið-
ræður að nýju, lauk í kvöld og
virtist útlit ekki eins drungalegt
og þegar fundurinn byrjaði.
Komu þeir Clerides og Denktash
báðir harla glaðlegir af fundinum
en vildu ekki tjá sig utan þess að
þeir ætluðu að hittast aftur á
moFgun. Talsmaður S.Þ. sagði að
andrúmsloftið á fundinum hefði
verið gott og vinsamlegt og fund-
urinn hefði verið einkar nytsam-
legur.
Denktash lagði fram ýmsar hug-
myndir varðandi lausn málsins og
verða þær teknar til umfjöllunar
á morgun.
London 5. júni.AP. Reuter.
t KVÖLD var þvf spáð að mikill
meirihluti brezkra kjósenda
myndi greiða atkvæði með áfram-
haldandi aðild að Efnahags-
bandalagi Evrópu eða um 68%,
en þrátt fyrir bjartsýni stuðnings-
manna bandalagsins rfkti þó
nokkur óvissa manna á meðal, þar
sem niðurstöður skoðanakannana
hafa iðulega reynzt óáreiðanlegar
f Bretlandi.
Kjörsókn var víða mjög mikil
strax í morgun og munu alls um
Sorsa ekki trúaður á
stjórn jafnaðarmanna
og kommúnista i bráð
Helsir.ki 5. júni.NTB.
KALEVI Sorsa, forsætisráðherra
Finnlands, sagði f dag að hann
væri ekki trúaður á að samstarf
gæti tekizt f rfkisstjórn milli
sósfaldemókrata og kommúnista
að loknum kosningunum f Finn-
landi, sem eiga að fara fram dag-
ana 21. og 22. september næst-
komandi.
Sagði Sorsa þetta í ræðu sem
hann flutti á flokksþingi sósfal-
demókrata í dag. Hann staðhæfði
að sósialdemókratar og Miðflokk-
urinn væru þeir sem hægast ættu
með að axla byrðar og ábyrgð af
ríkisstjórnarstarfi, þrátt fyrir
ýmsan skoðanaágreining milli
þessara flokka, sem komið hefur
fram á síðustu mánuðum.
Sorsa sagði, að hann hefði ekki
gefið upp alla von um að hinir
tveir stóru verklýðsflokkar i land-
inu gætu tekið sæti saman í rikis-
stjórn á nýjan leik. Hann kvaðst
telja að nú væri það hins vegar
mikilvægt fyrir kommúnistana að
halda flokki sinum saman og
byggja hann upp innan frá ekki
síður og þar sem stjórnarstörf
Framhald á bls. 20
69% hafa neytt atkvæðisréttar
sins, þegar kjörstöðum var lokað
kl. 22. Atkvæðatalning hefst i
fyrramálið og er fyrstu talna að
vænta milli kl. 9 og 10 árdegis. og
endanegar niðurstöður liggja lík-
lega ekki fyrir fyrr en síðdegis á
morgun, föstudag. Kosið er í 68
kjördæmum og alls eru um 40
milljónir manna á kjörskrá.
Harold Wilson, forsætisráð-
herra, kaus á kjörstað skammt frá
þinghúsinu og sagði fréttamönn-
um, að hann teidi ekki að skoð-
anamunurinn innan flokks hans
um afstöðu til EBE-aðildar myndi
verða til neins tjóns. Var Wilson
reifur og hinn bjartsýnasti.
Margaret Thatcher, leiðtogi
íhaldsflokksins, sem studdi Wil-
son í baráttunni, sagði á kjörstað i
Chelsea: „Þetta er mikill dagur i
Bretlandi. Það er ákaflega mikil-
FORINGJAR KOMA A KJÖRSTAÐI: Tll hleKri er m.vnd af leiðtoga Ihaldsflokksins. Margaret Thateher, tekin eftir að hún greiddi
atkvæði. A mvndinni til vinstri sést forsætisráðherra Breta, Harold Wiison, og Mary kona hans koma til að greiða atkvæði. AP-mynd.
vægt að niðurstaðan verði „já“.“
Thatcher bar merkið „Bretland
Framhald á bls. 20
Waldheim ávarpaði leiðtogana
og hvatti þá til að gera allt sem í
þeirra valdi stæði til að finna
grundvöll sem hægt væri að
byggja á lausn Kýpurmálsins.
Skömmu áður hafði Clerides, leið-
togi Kýpur-Grikkja, hótað því að
hann gengi af fundi og héldi heim
ef Kýpur-Tyrkir héldu fast við
það að halda atkvæðagreiðslu á
sunnudaginn á hernumdum svæð-
um%ínum á Kýpur, þar sem stað-
fest verður stofnun sérstaks ríkis
þeirra. Denktash lýsti þvi yfir að
hann hefði ekkert umboð til að
stöðva þjóðaratkvæðið og sýndust
mönnum blikur á lofti um fram-
hald viðræðnanna, ef svo héldi
fram sem horfði á tímabili.
Er talið öruggt að Waldheim
hafi lagt mjög eindregið að
Clerides og Denktash að einbeita
sér að því að leysa málið og leitt
þeim fyrir sjónir hversu alvarlegt
mál það væri færu fundirnir nú
út um þúfur.
Portúgal:
Ætluðu Maoistar að
drepa herforingja?
Klögumálin ganga á víxl og ástandið
œ ótrgggara í landinu
Lissabon 5. júni Reuter.
TALSMAÐUR portúgalska hers-
ins ásakaði ( dag hóp maoista um
að hafa haft á prjónunum að
myrða nokkra af leiðtogum
byltingarráðs landsins. Um svip-
að leyti gáfu kommúnistar út
yfirlýsingu þar sem þeir sögðu að
upp hefði komizt um gagn-
byltingaráform ihaldssamra her-
foringja. Enn sprakk sprengja I
Lissabon, höfuðborg landsins, I
nótt, sú þriðja á þremur dögum.
Fréttastofufregnir segja, að
skemmdir hafi ekki orðið umtals-
verðar og enginn hafi slasazt og
virðist ekki um skipulagðar að-
gerðir að ræða. Þó gætir nokkurs
ótta um að slfkar gerðir kunni að
vera upphaf hryðjuverka og
skemmdarstarfsemi á báða bóga.
Ásökun herforingja um fyrir-
ætlanir maoistanna kemur í kjöl-
far handtöku 450 maoista í síð-
ustu viku, en þeir risu þá gegn
| aðalsamtökum sínum. Enn sitja
1 um 300 maoistar i haldi. Tals-
menn hersins segja að látið hafi
verið til skarar skríða gegn mao-
Framhald á bls. 20
Kjörsóknin í Bretlandi
talin hafa verið um 69%