Morgunblaðið - 06.06.1975, Page 2
2
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNI 1975
Samningar við VR tókust ekki
SAMNINGAR Verzlunar-
mannafélags Reykjavfkur og
samninganefndar rfkisins f
deilunni um starfsmatið f rfkis-
verksmiðjunum tókst ekki f
gær eins og við önnur stéttarfé-
lög. Samninganefnd VR hélt
áfram viðræðum eftir að hin
félögin höfðu ritað undir samn-
inginn, en snurða hljóp á þráð-
inn og samningar tókust ekki.
Nýr samningafundur hefur
verið boðaður klukkan 17 f dag.
Guðmundur Einarsson, formað-
ur vinnumálanefndar rfkisins
sagðist vonast til að ekki væri
um alvarlega misklfð að ræða.
Formaður samninganefndar
VR er Magnús L. Sveinsson.
Lögbanni á þátt Pét-
urs og Sverris hnekkt
— Þátturinn sýndur í sjónvarpi í næstunni —
Samninganefnd VR á fundi með vinnumálanefnd rfkisins.
Mjölverðið komið
niður ídollara
Lýsi hefur lækkað um 300 dollara tonnið
INNAN við eitt þúsund tonn af
loðnumjöli eru nú óseld f landinu
og einnig eru til hverfandi litlar
birgðir af þorskmjöli og öðru
fiskmjöli. Kemur þetta fram f
dreifibréfi Félags Isl. fiskmjöls-
framleiðenda, sem kom út í gær. 1
bréfinu kemur fram, að útlit á’
mjölmörkuðunum er enn fremur
dökkt og t.d. hafa Perúmenn selt
mjöl á 3,38 dollara próteineining-
una. Sveinn Benediktsson, for-
maður félagsins, ritar grein^ í
bréfinu um söluhorfur á mjöli og
lýsi, og segir hann að horfurnar
séu enn fskyggilegar.
Sveinn segir m.a. og fer þar
eftir upplýsingum, sem bárust frá
Noregi 29. maí s.l.:
„Litið er að frétta af mörkuðum
fyrir eggjahvítu sem stendur.
Framboð er ekki mikið og kaup-
endur halda að sér höndum. Öll-
ur upplýsingum ber saman um,
Hlaut 335 þús-
und króna sekt
Höfn, Hornafirði
DÓMUR var kveðinn hér upp
snemma í morgun í máli skip-
stjórans á Sigurði Jónssyni SU,
sem staðinn var að ólöglegum
veiðum 0,6 sjm. innan við 3ja
mflna vörkin. V.b. Sigurður Jóns-
son er 193 tonna bátur og má þar
af leiðandi ekki vera fyrir innan 4
mílur.
Dómsrannsókn málsins fyrir
dómi hófst um kl. 9 í gærkvöldi og
annaðist hana Friðjón Guðröðar-
son, lögreglustjóri, ásamt með-
dómendum. Dómurinn var birtur
í morgun og voru dómsorðin á þá
lund, að skipstjóri greiði 335 þús-
und króna sekt til landhelgissjóðs
og að afli og véiðarfæri verði gerð
upptæk en þau voru metin á um
235 þúsund krónur.
— Fréttaritari.
að yfirfljótandi birgðir af próteini
muni verða fyrir hendi á næstu
mánuðum og margir kaupendur
virðast óttast frekara verðfall.
Þeir vitna til hinnar góðu upp-
skeru í Brasilfu, sem kunni að
leiða til lækkunar á verðinu fyrr
en varir. Þá benda þeir á hinar
góðu horfur um uppskeru soja-
bauna í Bandaríkjunum á þessu
ári, einnig vitna þeir til góðs afla
hjá Perúmönnum og horfa á vax-
andi framboði fiskmjöls frá þeim.
Hið eina sem gæti vegið á móti
þessum atriðum, er að neyzla á
fóðurvörum er aftur farín að
vaxa. Virðast vera nokkur merki
þess, að svo sé, en þó hefur ekki
tekizt að afla gagna til endanlegr-
ar staðfestingar á því.
Að því er virðist hefur Perú-
mönnum aðeins tekizt að selja
brot af því, sem þeir munu hafa
óskað eftir að selja til Austur-
Evrópulanda. Meginhlutann virð-
ast þeir hafa selt á US$ 235, cost
and freight, Rotterdam/Hamborg
(US$ 3,61 pr. próteininguna)
með afskipun í júní-desember
1975. Lausafréttir herma að
síðasta sala þeirra hafi verið á
US$ 220 c and f eða US$ 3,38 pr.
próteineiningu.
Perúmenn reyna að finna
markaði vfðar fyrir fiskmjöls-
framleiðslu sína. Vestur-
Þýzkaland hefur verið mesti
markaður fyrir fiskmjöl, en þar
er verðið til fyrirstöðu. Þeir hafa
látið í Ijós áhuga á kaupum á
miklu magni á verði nálægt US $
205 c and f., Hamborg, sem svarar
Framhald á bis. 20
HÆSTARÉTTUR kvað I gær upp
dóm f „lögbannsmálinu“ svo-
nefnda, sem upp kom haustið
Rotuðu
mann og
rændu
SAKADÖMUR Reykjavlkur hef-
ur úrskurðað tvo unga menn í
gæzluvarðhald vegna fruntalegr-
ar árásar á mann f auðgunar-
skyni. Var annar úrskurðaður f 90
daga og hinn f 30 daga gæzluvarð-
hald. 1 sambandi við þetta mál
var þriðji maðurinn úrskurðaður
í 90 daga gæzluvarðhald. AUt eru
þetta sfbrotamenn.
Upphaf málsins var það, að
maður á fertugsaldri var staddur
fyrir utan skemmtistaðinn Röðul f
Skipholti. Var þetta að kvöldlagi í
síðustu viku. Tveir menn viku sér
að honum og gátu tælt hann
aðeins á brott með sér. Síðan
þröngvuðu þeir honum inn I húsa-
sund og réðust þar á hann. Linntu
þeir ekki látum fyrr en þeir höfðu
rotað manninn og skaddað hann f
andliti, svo leggja varð hann inn á
sjúkrahús á eftir. Síðan hirtu þeir
veski mannsins, en í þvi voru
nokkur þúsund krónur í pen-
ingum og þrjú ávisanahefti.
Mennirnir náðust daginn eftir
og þrátt fyrir þessi snöru handtök
lögreglunnar voru nokkrar falsk-
ar ávísanir úr heftunum komnar í
umferð. Var það í sambandi við
þær að þriðji maðurinn var settur
í gæzluvarðhald. Þess skal að lok-
um getið, að annar mannanna
hafði sloppið úr gæzluvarðhaldi
vegna ávísanafals aðeins tveimur
dögum áður en hann framdi þessa
hrottalegu árás ásamt félaga sín-
um.
1973 er lögbann var sett á sam-
talsþátt þeirra Péturs Pétursson-
ar og Sverris Kristjánssonar sagn-
fræðings sem birtast átti f sjón-
varpinu. Staðfesti hæstiréttur f
öllum atriðum þá niðurstöðu sem
fram kom í héraði, þ.e. borgar-
dómi Reykjavfkur, að lögbannið
skyldi fellt úr gildi.
„Þátturinn er tilbúinn til
flutnings og hefur verið það i
hálft annað ár. Við stefnum að því
að taka hann á dagskrá áður en
sjónvarpið fer í sumarleyfi um
næstu mánaðamót," sagði Pétur
Guðfinnsson framkvæmdastjóri
sjónvarpsins í samtali við Mbl. í
gær.
Umrætt lögbann var sett 2.
nóvember 1973. Var það gert að
beiðni dætra Árna heitins Páls-
sonar pröfessors, en um föður
þeirra var m.a. rætt i þessum sam-
talsþætti þeirra Péturs og
Sverris. Málflutningur vegna lög-
bannsins fór fram fyrir borgar-
dómi Reykjavíkur i byrjun s.l. árs
og var dómur kveðinn upp f fyrra.
Málinu var vísað til hæstaréttar
og hann staðfesti dóm undirréttar
um að lögbannið skyldi úr gildi
falla.
Flugmenn
hægðu á sér
FLUG stóru flugfélaganna hefur
ekki gengið alveg hnökralaust
fyrir sig að undanförnu, og er
ástæðan sú að flugmenn beggja
stóru flugfélaganna hafa farið sér
hægar en alla jafnan — til að
leggja áherzlur á kröfur sfnar f
samningum þeim er nú standa
yfir milli félags þeirra og Flug-
leiða. Þessum aðgerðum flug-
manna er þó lokið núna og flug-
samgöngur aftur orðnar með eðli-
legum hætti.
Sykurinn lækkar enn
Engin innkaup vegna horfa í verkfallsmálum
SYKUR heldur áfram að Iækka á
heimsmarkaði, að þvf er frétta-
stofufregnir hermdu í gær, og
kom þar fram, að óunninn sykur
er nú seldur á um 15 cent pundið
eða á tæplega 'A þess verðs sem
var f nóvember, þegar pundið á
óunnum sykri var komið f 65,5
cent. Þá tók sykurinn óvænt að
lækka f verði og hefur verið að
síga allt fram á þennan dag.
Af þessu tilefni sneri Morgun-
blaðið sér til innlendra sykurinn-
flytjenda og spurðist fyrir um
hvort nokkur innkaup ættu sér
nú stað á sykri á þessu lága verði.
Fékk Morgunblaðið þau svör, að
svo væri ekki, þar eð eldri birgðir
í landinu væru ekki að fullu
gengnar til þurrðar og vegna hins
alvarlega ástands I verkfallsmál-
um héldu menn einnig að sér
höndum hvað kaup snerti, því
ekki þætti gæfulegt að eiga sykur-
birgðir I útlöndum meðan verðið
héldi e.t.v. áfram að lækka.
VINNUSLYS
StÐDEGIS f gær varð vinnuslys f
fyrirtækinu Sigurplasti hf. við
Dugguvog. Starfsmaður lenti með
hönd í móti á vél. Hann
klemmdist en slapp við beinbrot.
Fjármálaráðherra um kjaradóm:
Aðilar bráðabirgðasamkomu-
lags höfðu í reynd lyft ,þakinu’
I tilefni af úrskurði Kjaradóms um laun opinberra
starfsmanna sneri Morgunblaðið sér til málsaðila og
leitaði umsagnar þeirra um dóminn.
Matthfas Á Mathiesen, fjár-
málaráðherra, sagði, að kjara-
dómur tæki kröfur fjármála-
ráðuneytisins til greina að öðru
leyti en því, að frá 1. maí er
„þakinu" lyft, þannig að frá
þeim tíma kemur krónutölu-
hækkunin (kr. 4.900) á allan
launastigann, bæði BSRB og
hjá BHM, og auk þess er gerð
nokkur lagfæring á launastig-
unum.
„I forsendum Kjaradóms er
tekið fram, að dómurinn telji
að við endurskoðun aðalkjara-
samnings aðila beri fyrst og
fremst að líta á það samkomu-
lag sem ASl og VSl gerðu með
sér hinn 26. marz 1975 um
breytingar á kaupgjaldsákvæð-
um sfðast gildandi kaup- og
kjarasamninga," sagði fjár-
málaráðherra. „Þetta er í sam-
ræmi við tiiboð og kröfugerð
fjármálaráðuneytisins,. Þá er í
Kjaradómi vitnað til þriggja
samninga frá 14. maí og frá 23.
maí sl. eða eftir að Kjaradómur
hafði fengið mál BSRB og
BHM til meðferðar. Einn af
þessum samningum er á
milli ýmissa aðildarfélaga
ASI og VSl, og felur í
sér að ákvæðisvinnugrunn-
tölur fái 67% þeirrar krónu-
hækkunar eru annars veg-
ar milli Lyfjafræðingafélags Is-
lands og Apótekarafélags
Reykjavfkur, og hins vegar
milli fulltrúaráðs Félags ráð-
gjafarverkfræðinga og Stéttar-
félags verkfræðinga, og kjara-
deildar Tæknifræðingafélags
Islands. Segir Kjaradómur að
með samkomulagi þessara aðila
hafi orðið almennar kjarabreyt-
ingar hjá starfshópum sem
hærri laun hafa en kr. 69.000-
73.900 á mánuði og virðast þau
fela 1 sér svipaða hækkun launa
I krónutölu á mánuði og sam-
komulag ASI og VSl frá 26.
marz 1975 færði þeim sem lægri
laun hafa Þessir samningar
gilda hinsvegar ekki frá 1. marz
heldur frá síðari tímum, ýmist
frá 1. júní, 1. maí 1975 eða
dagsetningu sem háð er
uppgjörstfma ógoldinna launa
Framhald á bls. 20